06.02.2006 07:37

Pottþétt veiðisumar!

Leinivopn stangveiðimannsinns er ný uppfinning. Sem sagt útfjólublátt ljós sem laðar fiskinn að önglinum eins og mý að mykjuskán, að því er uppfinningamaðurinn fullyrðir. Um er að ræða sjálflýsandi títaníum-díoxín sem selt er á brúsa og má úða á öngul eða beitu sem þá lýsir eins og diskókúla ofan í vatni.

 Maðurinn sem fann þetta upp heitir Milan Jecle og er læknir í Spokane í Bandaríkjunum. Helstu áhugamál hans eru efnafræði og stangveiðar og tókst honum þarna að sameina áhugamálin sín í eitt. Þessa nýju tegund af "agni" kallar hann "Fool-a-Fish"

 

www.foolafish.com    

 

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 517231
Samtals gestir: 49436
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 00:20:03