24.03.2025 21:52

Myntslátta JRB Lefolii

 

 

Á  árunum 1874 til 1918 lét JRB Lefolii verslunareigandi á Eyrarbakka slá nokkrar myntir sem greiðslu gegn vöruskiptum. All þekktir eru rúgbrauðs-peningar JRB Lefolii en einnig lét hann slá 10 aura mynt, 25 aura mynt og 100 aura mynt. Þessar myntir ásamt öðrum dönsk-íslenskum myntum má sjá á en.numista.com

Þegar verslunarbúðirnar a Eyrarbakka voru rifnar um 1950 fundu menn nokkrar myntir frá fyrri tíð í tóftumum. Ekkert er þó vitað um hversu margar myntir fundust þar. Það var svo um 1970 að á annan tug konungsmynta CX  fundust í fjörunni fyrir neðan þar sem verslunarbúðirnar stóðu en þó ekkert af þeirri mynt sem JRB lét slá fyrir utan örfáa rúgbrauðs-peninga.

Samkvæmt skandinavískum myntsamningum frá 1873 giltu gjaldmiðlar Danmerkur,  Noregs og Svíþjóðar jafnframt á Íslandi, en í raun komust mjög fáar af þessum myntum í umferð á Íslandi. Árið 1901 var þessum lögum breytt.

Flettingar í dag: 669
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 444
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 379064
Samtals gestir: 42945
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 23:02:05