Flokkur: Daglegt líf
15.11.2010 01:37
Töfradrykkurinn
Það hefur sennilega verið árið 1765 sem Sunnlendingar gátu keypt sér te í fyrsta skipti, en það ár flutti Eyrarbakkaverslun inn 20 kíló (40 pund) af telaufi, en árið 1762 hafði verið flutt inn lítið eitt af tei á Faxaflóahafnir. Sá eðaldrykkur sem Sunnlendingar urðu sólgnastir í, kaffi var flutt inn 1791, tæp 50 kíló og fór innflutningur á kaffibaunum hægt stigvaxandi upp frá því. Það hafa þó aðeins verið prófastar, verslunarstjórar og sýslumenn sem ánetjuðust kaffinu, því þessi drykkur var nær alveg óþekktur meðal almennings fram að aldamótunum 1800 en þá fóru bændur að kaupa kaffi til hátíðarbrigða. Var þá svo lítið drukkið af kaffi að 1 kg dugði alþýðuheimili í eitt ár. Hálfri öld síðar var almenn kaffineysla komin í 100 kg á ári á venjulegu heimili, sem voru að vísu mannmörg á þeim árum, en í dag mætti áætla að kaffineysla íslendinga sé svipuð að meðaltali á heimili árlega. Árið 1855 var flutt inn 15.5 tonn af kaffi á Eyrarbakka og árið 1859 kemur kaffibætirinn (Export) til sögunar og er Eyrarbakkaverslun sú eina sem flytur hann inn fyrst í stað. Um miðja 19.öld er kaffi daglega á borðum á næsta öllum heimilum á Eyrarbakka. Þá var farið að nota rjóma út í kaffið og kom það víða niður á smjörframleiðslu, þar sem eftirspurn eftir rjómanum jókst mjög eftir því sem kaffidrykkja varð almennari. Upp úr miðri 19. öld fór að bera á ýmsu framandi kryddi og rúsínum og árið 1866 var sennilega boðið upp á hrísgrjónagraut í fyrsta skipti á Eyrarbakka, en það ár hóf Eyrarbakkaverslun innfluttning á hrísgrjónum. Um svipað leiti og te og kaffinnflutningurinn hófst kom einnig sykurinn í búðirnar og hefur hann verið óaðskiljanlegur þessum töfradrykkjum síðan.
Heimild: Fálkinn 17.árg. 1944
24.10.2010 23:55
Rafljósið
Minnisvarðin um rafstöðina á Eyrarbakka var afjúpaður vorið 2004, en það var árið 1919 sem hreppsbúar ákváðu að kaupa rafstöð og byggja yfir hana rafstöðvarhús. Hófst framleiðsla rafmagns 1920 og gekk hún til ársins 1948 þegar tenging kom við Sogsvirkjun. Rafstöðin framleiddi þó aðeins 30.000 kw á ári sem mundi duga u.þ.b. 6 heimilum í dag en dugði þó vel á sínum tíma fyrir þorpið. Hugmyndir um að raflýsa Eyrarbakka má rekja aftur til ársinns 1905 í tengslum við hugmyndir um að virkja Varmá, en árið áður hafði fyrsta rafstöðin í almanna þágu verið gangsett í Hafnafirði, en upp frá því hófst rafvæðing landsinns hægt og bítandi. Nú ríflega öld síðar hefur skotið upp kollinum önnur hugmynd um rafmagnsframleiðslu í bæjarfélaginu okkar, sem nefnd hefur verið Selfossvirkjun og byggist á gamalli hugmynd um beislun Ölfusár, en útfærslan er þó ný af nálinni og í tengslum við brúargerð ofan við Selfoss. Áður en þessi hugmynd verður að veruleika þarf að leysa fjölmörg vandamál, t.d. umhverfis, tæknilegs og fjárhagsleg atriði.
Raforkan knýr áfram flesta atvinnuvegi landsmanna og flest orkuver hafa einhvern göfugan tilgang í þá átt að veita fólki atvinnu, þó umdeilt sé með hvaða hætti það skuli vera. Ég sakna þess að ekkert svo göfugt markmið hafi verið nefnt í atvinnulegu tilliti í okkar sveitarfélagi varðandi Selfossvirkjun þó hún yrði aldrei næginlega öflug til að bræða ál, ætti hún samt að hafa göfugri tilgang en þann einann að selja orkuna inn á landsnetið í hagnaðarskyni, því þá mun hún einungis verða minnisvarði komandi kynslóða um áhættusækni og gróðahyggjuna á okkar tímum.
23.09.2010 00:45
Sendu flöskupóst og báðu um olíu
Einhverju sinni löngu fyrir tíma ritsímans bar svo við að olíulaust var í Vestmannaeyjum, en í þá tíð var steinolía notuð til lýsingar. Var þá brugðið á það ráð að senda flöskupóst til Sigurðar bónda á Skúmstöðum á Eyrarbakka og biðja hann um að útvega Bryde versluninni í Eyjum þessar nauðþurftir. Þetta fór þannig fram að bréfið var sett í flösku og alinn að munntópaki með handa þeim sem fyndi flöskuna. Flöskuskeytinu var svo kastað í sjó í austan stormi og með réttu falli. Þannig var oft komið boðum milli lands og Eyja og gekk það furðu fljótt. Það er skemmst frá því að segja að að bréfið komst til skila og Eyjamenn fengu olíuna.
Heimild: Frjáls Verslun 12.tbl 1940
29.08.2010 23:48
Uppskeran með besta móti
Kartöflu uppskeran er með besta móti í ár, enda hefur tíðarfarið verið með ágætum í sumar til hverskonar ræktunar og ekki er ósennilegt að aska frá Eyjafjallajökkli hafi auk þess bætt jarðveginn hér sunnanlands. Þó ekki sé lengur stunduð jafn stórtæk kartöflurækt og áður fyrr, þá eru enn ræktaðar kartöflur víða í görðum hér á Bakkanum og þykir mikil búbót af því. Saga kartöflunar á Eyrarbakka er líklega orðin 166 ára gömul, en það var Hafliði Guðmundsson, einn Kambránsmanna sem sat af sér dóm á Brimarhólmi og kom hann að utan með kartöflur í farteskinu árið 1844 og hóf að rækta þær í garði sínum á Eyrarbakka eftir heimkomuna. Nefdist sá garður "Hafliðagarður" Sagt er að refsifangar á Brimarhólmi hafi ekki fengið annað að éta en kartöflur, en þær þykja nú sjálfsagðar í hvert mál. Það var svo í kreppu millistríðsáranna sem stórtæk karöfluræktun hófst á Eyrarbakka og ekki síst fyrir tilstuðlan Bjarna Eggertssonar búfræðings.
Best er að geyma kartöflur á þurrum og dimmum stað, því þær þola illa dagsbirtu eða sterkt rafljós. Kartöflur þurfa góða öndun, þannig að forðast ætti að geima kartöflur í plasti eða lokuðum ílátum. kartöflur þola ekki að frjósa, en ekki er heldur gott að hafa þær í miklum hita, því þá er þeim hætt við að ofþorna. Hiti á bilinu 5-10° er ágætur geimsluhiti.
18.08.2010 09:37
Slátra í nafni Allah
Einn helsti dilkakjötsverkandi landsinns hyggst taka upp svokallaða HALAL slátrun á öllu sláturfé í haust samkvæmt heimildum . HALAL slátrun er sú aðferð sem múslimar samþykkja til að mega neyta kjötsins, og felst því í þessu nokkur gróðavon fyrir kjötframleiðsluna, enda múslimar ákaflega sólgnir í kindakjöt. Halal-slátrun allra dýra (sem og fiska) fellst í því að skera á slagæð á hálsi dýrsins lifandi og tæma það öllu blóði, enda er blóð með öllu bannað til matar á múslimskum heimilum. Meðan dýrinu er að blæða út má ekki meðhöndla það á nokkurn hátt. Slátrunin er álitin trúarleg athöfn og áður en sauðurinn er skorinn eru þessi orð viðhöfð í heyranda hljóði: "Í nafni Allah, hins náðuga, hins miskunnsama". Gallin er hinsvegar sá ef rétt er, að bæði kristnir sem heiðnir verða að sætta sig við HALAL- kjöt, blessað Allah á borðum sínum um jólin, kjósi þeir á annað borð lambasteik.
25.09.2009 10:32
Frá Kristjánssandi
Allt gott er að frétta frá Kristiansand i Noregi. Veðrið gott og grasið grænt. Hér vaxa eppli og vínber í görðum. Hjá Norðmönnum er nú kominn 2007 stemming og framkvæmdir um allt.
Þennan dag 1989 Þá kom fellibylurinn Hugó
30.08.2009 20:30
Berjatíminn
Talsvert var um það í dag að fólk færi í berjatínslu upp í fjallshíðar, enda veðrið til þess hið ákjósanlegasta. Flest ber eru orðin vel þroskuð og víða krökt af þeim. Berjasprettan virðist góð þetta árið, en í fyrra var metár í berjasprettu sunnanlands.
Í dag fór hitinn hér upp í 17,4 °C og hlýjast á landinu eins og svo oft í sumar og að auki dagsmet á Eyrarbakka. Eldra dagsmet er frá 1984 14.5°C
28.05.2009 21:59
Útvarp Eyrarbakki
Morgunútvarp RUV heimsótti Bakkann í morgun og útvarpaði frá Gónhól. Áhugasamir geta hlustað á upptökuna Gónhóll
Frostfiskur
Leníngradsinfónían
Fangelsismál
26.11.2008 16:00
Þjóð í vomum- stutt söguskýring
Það var sagt að sjómenn væru í vomum þegar þeir biðu þess að öldur lægðu og brimið gengi niður svo þeir gætu ýtt skipum sínum úr vör og haldið til sjós. Nú er þjóðin í vomum og bíður þess að brimalda kreppunar gangi niður. Í þessu vomi er ekki við goðin að sakast heldur græðgi þeirra sem komust goðum næst í vitund þjóðarinnar. Þessir menn reyndust nú vera vömm allra goða og manna eins og Loki Laufeyjarson og afkvæmi þeirra eftir því óhugguleg.
Upphaf ófarana má rekja til kvótakerfisins sem í núverandi mynd varð til árið 1990 og allar götur síðan hafa skuldir sjávarútvegs vaxið mikið að krónutölu. Þá hafa útvegsfyrirtækin átt hægara með að fá lán þar sem fjármálastofnanir höfðu nú
tryggari veð fyrir lánum en nokkurn tíman áður þekktist. Í kjölfarið gengu útgerðir kaupum og sölum og störfum fækkaði. Sægreifarnir svokölluðu komu nú til sögunar með fullar hendur fjár. Arður þjóðarinnar var tekin út úr greininni og krafan var að bankar þjóðarinnar yrðu seldir einkaaðilum svo þeir gætu keypt eða gleypt í valdi kvótagullsins.
Þáverandi ríkistjórnarflokkar mökkuðu nú með sínum flokkseigendaklíkum um hvernig mætti koma þessu þannig fyrir og með hvaða rökum væri hægt að láta þjóðina trúa því að þetta væri henni til heilla. Nú urðu til hópar svokallaðra "fjárfesta" sem fengu að kaupa bankanna og Matadorspilið hófst. Þá urðu til fjárfestinga og eignarhaldsfélög sem mynduðu krosseignatenglsl, einskonar kóngulóarvef og í þessu fólst mikið vald yfir fjármálageiranum. Afkvæmi þeirra, svokallaðir "Útrásarvíkingar" komu til sögunar og fjárfestu um víðan völl með velvild í gegnum bankana sína. Pappír var búin til og innlánseigendum finnast þeir plataðir. Var útrásin fjármögnuð með lánum og loftpeningum? er spurt á hverju götuhorni. Bólan stækkaði og stækkaði og sprakk að lokum framan í núverandi ríkistjórnarflokka sem höfðu ákveðið s.l.vor þegar allt stefndi á hliðina, að besta ráðið væri að gera ekki neitt. Þjóðin missti þar af tækifærinu til að safna í kornhlöður sínar, því látið var sem ekkert væri að og engu að kvíða. Þeir sem vöruðu við voru bara öfundsjúkir vitleysingar sem ekkert vit höfðu á íslenska fjármálaundrinu.
Nú takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta. það eru ragnarök. Við horfum framan í Fernisúlfinn, atvinnumissi, verðbólgu og gjaldþrot. Geir nú Garmur mjög og þursameyjar þý. Miðgarðsormur skríður á land og goðin hafa verið vakin, þjóðin rís upp og beislar gandinn á þvottardegi. Það eru ragnarök.
16.10.2008 12:39
Leirbrennsla
Handverkskonurnar láta engan bilbug á sér finna og brenndu leirinn í blíðviðrinu í gær. Þær framleiða hér ýmiskonar vasa, potta og platta af mikilli list. Hver veit nema að einhverntímann í framtiðinni verði leirmunir frá Eyrarbakka að mikilvægri útfluttningsvöru fyrir land og þjóð.
07.08.2008 11:13
Mannlífið á Bakkanum
Það hefur verið margt um mannin á Bakkanum í sumar, ferðamenn fjölmargir og sumarbústaðafólkinu fjölgar með hverju árinu. Gömlu húsin eru flest orðin sumarhús og jafnvel þau sem stærri eru hafa einnig hlotnast það hlutverk að verða sumardvalarstaður höfuðborgarbúans. Gömlu húsin í sinni fjölbreyttu mynd skapa heillandi umgjörð sem dregur að ferðamenn og sumardvalargesti þannig að söguþorpið verður að líflegum bæ yfir sumartímann, svona rétt eins og á blómaskeiði kauptúnsins.
Fjaran fuglalífið og náttúran hafa einnig töfrandi aðdráttarafl og margir sækja heim gallirí Gónhól gallerí Regínu og Rauða húsið eða líta við í söfnunum til að anda að sér tíðaranda genginna kynslóða.
Sumarið hefur verið gott á Bakkanum og gróður dafnað vel. Tré blóm og runnar vaxa í hverjum garði, nokkuð sem þótti nær óhugsandi fyrir nokkrum áratugum síðan þegar hvönn og njóli virtist vera það eina sem gat blífað við sjóinn.
02.06.2008 23:58
Enn bifast jörð.
Eftirskjálftar eftir þann stóra á fimtudag eru nú að nálgast 1.300 á sólarhring en allflestir það smáir að þeir finnast ekki. Í kvöld kom þó snarpur kippur sem fannst vel hér á Bakkanum og finnst mörgum komið æði nóg af þessum hristingi. Íbúar Árborgar, Hveragerðis og Ölfus hafa upplifað gríðarlegar náttúruhamfarir en þó tekið öllu með stakri ró eins og Íslendingum er tamt í endalausri baráttu sinni við hina óblíðu náttúru og það má segja þessari þjóð til hróss að íslensk húsagerð hefur þolað þessa raun með stakri príði. Helst eru það holsteinshús sem byggð voru um og eftir miðja síðustu öld sem hafa farið á límingunum.
Á Bakkanum eru amk. tvö hús ónýt eftir hin tröllslegu átök náttúrunnar og annað nokkuð laskað. Jarðskjálftinn sem þessu olli átti uptök sín í sprungu sem liggur rétt austan Ölfusárósa og upp að Hveragerði. Það má sjá hér á myndinni fyrir ofan af Bragganum hversu gríðarleg átökin hafa orðið, en austurstafninn hefur hreinlega kubbast í sundur.
Vísindamenn telja skjáftann núna vera framhald Suðurlandsskjálftanna árið 2000. Einig hefur komið í ljós að gufuþrýstingur í borholum á Hellisheiði snar jókst skömmu fyrir stóra jarðskjálftann sem gæti bent til ákveðinna tengsla þar á milli.
Í Suðurlandsskjálftunum1784 féllu bæjarhúsin á Drepstokki við Óseyrarnes og því ekki ólíklegt að þessi Óseyrarsprunga hafi verið að verki þá. Í jarðskjálftunum 1889 og Suðurlandsskjálftum 1896 er ekki getið tjóns á Eyrarbakka. Í Suðurlandskjálftum.6- 10 maí 1912 kom hinsvegar sprunga í húsið Skjaldbreið sem þá var nýlega steypt og má sjá þá sprungu enn í dag. Í jarðskjálftunum árið 2000 varð hinsvegar ekkert tjón á þessu svæði enda voru upptökin þá austar í Flóanum
Myndir.
24.04.2008 15:24
Gleðilegt sumar.
Í dag er sumardagurinn fyrsti og þar sem vetur og sumar frusu ekki saman að þessu sinni getum við vænst þess að sumarið verði í blautara lagi samkvæmt þjóðtrúnni en vonum náttúrulega að ekkert sé að marka þessa gömlu hjátrú og sumarið verði bara gott. Vonum bara að sólin fari að láta sjá sig.
Á Bakkanum er ýmislegt um að vera í dag og fánar dregnir á húni á hverjum bæ. Kvenfélagið heldur upp á 120 ára afmæli sitt á Stað og börnin í Brimveri halda listasýningu svo eitthvað sé nefnt.
Þorpsbúum fjölgar ört þegar sumarhúsin fyllast af fólki og líf færist yfir göturnar. Út úr hverri skemmu streyma húsbílarnir í röðum eins og lömb á vorin að fagna sumrinu. Hafið kyrrist og brimaldan stríða kveður að sinni.
Gleðilegt sumar.
11.03.2008 22:05
Búðarstígur 1962
Búðarstígur á Eyrarbakka sumar og vetur 1962. Kirkjan bárujárnsklædd,björt og fögur.Vindhaninn (Járnblómið) trónir enn á turninum. Þá var sjónvarpið ekki komið og því engin loftnet á húsþökum. Raflínur í loftinu á milli tréstaura og lítil götulýsing. Ekkert malbik.
Umferð bíla fátíð,en í skúrnum lengst til hægri á efri myndinni var geymdur T-ford pallbíll með tréhúsi en hann átti Gunnar í Gistihúsinu. Fremst á efri mynd glittir í tvo stráka við Búðarstíg 4 og eru það líklega Óli og Haraldur Jónssynir.
Það var líka snjór á Bakkanum veturinn 1962