Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  2
SEPT
2020  Kornmáni
 Síðara kvartil 10 SEPT 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
17
23
SEPT
SEPT
2020
2020



  


Flokkur: Daglegt líf

07.08.2008 11:13

Mannlífið á Bakkanum

Það hefur verið margt um mannin á Bakkanum í sumar, ferðamenn fjölmargir og sumarbústaðafólkinu fjölgar með hverju árinu. Gömlu húsin eru flest orðin sumarhús og jafnvel þau sem stærri eru hafa einnig hlotnast það hlutverk að verða sumardvalarstaður höfuðborgarbúans. Gömlu húsin í sinni fjölbreyttu mynd skapa heillandi umgjörð sem dregur að ferðamenn og sumardvalargesti þannig að söguþorpið verður að líflegum bæ yfir sumartímann, svona rétt eins og á blómaskeiði kauptúnsins.

Fjaran fuglalífið og náttúran hafa einnig töfrandi aðdráttarafl og margir sækja heim gallirí Gónhól gallerí Regínu og Rauða húsið eða líta við í söfnunum til að anda að sér tíðaranda genginna kynslóða.

Sumarið hefur verið gott á Bakkanum og gróður dafnað vel. Tré blóm og runnar vaxa í hverjum garði, nokkuð sem þótti nær óhugsandi fyrir nokkrum áratugum síðan þegar hvönn og njóli virtist vera það eina sem gat blífað við sjóinn.

02.06.2008 23:58

Enn bifast jörð.

Skrifstofa
Eftirskjálftar eftir þann stóra á fimtudag eru nú að nálgast 1.300 á sólarhring en allflestir það smáir að þeir finnast ekki. Í kvöld kom þó snarpur kippur sem fannst vel hér á Bakkanum og finnst mörgum komið æði nóg af þessum hristingi. Íbúar Árborgar, Hveragerðis og Ölfus hafa upplifað gríðarlegar náttúruhamfarir en þó tekið öllu með stakri ró eins og Íslendingum er tamt í endalausri baráttu sinni við hina óblíðu náttúru og það má segja þessari þjóð til hróss að íslensk húsagerð hefur þolað þessa raun með stakri príði. Helst eru það holsteinshús sem byggð voru um og eftir miðja síðustu öld sem hafa farið á límingunum.

Á Bakkanum eru amk. tvö hús ónýt eftir hin tröllslegu átök náttúrunnar og annað nokkuð laskað. Jarðskjálftinn sem þessu olli átti uptök sín í sprungu sem liggur rétt austan Ölfusárósa og upp að Hveragerði. Það má sjá hér á myndinni fyrir ofan af Bragganum hversu gríðarleg átökin hafa orðið, en austurstafninn hefur hreinlega kubbast í sundur.

Vísindamenn telja skjáftann núna vera framhald Suðurlandsskjálftanna árið 2000. Einig hefur komið í ljós að gufuþrýstingur í borholum á Hellisheiði snar jókst skömmu fyrir stóra jarðskjálftann sem gæti bent til ákveðinna tengsla þar á milli.

Í Suðurlandsskjálftunum1784 féllu bæjarhúsin á Drepstokki við Óseyrarnes og því ekki ólíklegt að þessi Óseyrarsprunga hafi verið að verki þá. Í jarðskjálftunum 1889 og Suðurlandsskjálftum 1896 er ekki getið tjóns á Eyrarbakka. Í Suðurlandskjálftum.6- 10 maí 1912 kom hinsvegar sprunga í húsið Skjaldbreið sem þá var nýlega steypt og má sjá þá sprungu enn í dag. Í jarðskjálftunum árið 2000 varð hinsvegar ekkert tjón á þessu svæði enda voru upptökin þá austar í Flóanum

Myndir.

24.04.2008 15:24

Gleðilegt sumar.


Í dag er sumardagurinn fyrsti og þar sem vetur og sumar frusu ekki saman að þessu sinni getum við vænst þess að sumarið verði í blautara lagi samkvæmt þjóðtrúnni en vonum náttúrulega að ekkert sé að marka þessa gömlu hjátrú og sumarið verði bara gott. Vonum bara að sólin fari að láta sjá sig.

Á Bakkanum er ýmislegt um að vera í dag og fánar dregnir á húni á hverjum bæ. Kvenfélagið heldur upp á 120 ára afmæli sitt á Stað og börnin í Brimveri halda listasýningu svo eitthvað sé nefnt.

Þorpsbúum fjölgar ört þegar sumarhúsin fyllast af fólki og líf færist yfir göturnar. Út úr hverri skemmu streyma húsbílarnir í röðum eins og lömb á vorin að fagna sumrinu. Hafið kyrrist og brimaldan stríða kveður að sinni.

Gleðilegt sumar.

11.03.2008 22:05

Búðarstígur 1962


Búðarstígur á Eyrarbakka sumar og vetur 1962. Kirkjan bárujárnsklædd,björt og fögur.Vindhaninn (Járnblómið) trónir enn á turninum. Þá var sjónvarpið ekki komið og því engin loftnet á húsþökum. Raflínur í loftinu á milli tréstaura og lítil götulýsing. Ekkert malbik.
Umferð bíla fátíð,en í skúrnum lengst til hægri á efri myndinni var geymdur T-ford pallbíll með tréhúsi en hann átti Gunnar í Gistihúsinu. Fremst á efri mynd glittir í tvo stráka við Búðarstíg 4 og eru það líklega Óli og Haraldur Jónssynir.

Það var líka snjór á Bakkanum veturinn 1962

21.02.2008 13:12

Hraustir krakkar á Bakkanum.

Barnaskólinn (BES) tók þátt í Skólahreysti á Selfossi fimmtudaginn 14. febrúar og stóð sig vel (7.sæti).
Þeir sem kepptu fyrir  hönd skólans voru Gunnar Bjarki, Ingibjörg Linda og Hafsteinn í 9. bekk og Ragnheiður í 8. bekk
.


Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 14
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 9

Þraut: Dýfur
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 5
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 16

Þraut: Hraðaþraut
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 10
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 03:23

Þraut: Armbeygjur
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 21
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 01:47

Þraut: Hreystigreip
Riðill Skóli Gildi
Ridill 5 2007 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 05:01
Ridill 5 2008 Barnask Eyrarbakka/Stokkseyri 03:59
http://www.skolahreysti.is/Default.aspx

11.02.2008 13:04

Snjórinn farinn og bjartsýni ríkir.

Það má heita orðið snjólaust á Bakkanum og aðeins stöku skafl sem lifir.

Það er óhætt að segja að Bakkinn dafni og fólki fjölgar, því á Eyrarbakka teljast nú 608 búandi. Nú stendur til að hefja framkvæmdir við stækkun Sólvalla. Dvalarheimilið Sólvellir var tekið í notkun 1.nóv.1987 fyrir forgöngu samtaka áhugamanna á Eyrarbakka um dvalarheimili, en sporgöngumaður þessara samtaka var Ási Markús Þórðarson. Gömul fiskvinnsluhús fá ný hlutverk, ný hús rísa og þau eldri fá andlitslyftingu og tækifærin liggja víða eins og frækorn sem bíður vorsins.

Nú eru uppi hugmyndir hjá athafnamönnum á Bakkanum um að taka upp gamla Bakk-öls þráðinn hans Sigurðar Þórarinssonar sem hugðist koma ölgerðarstofu á fót á Bakkanum árið 1927 en þá sögu má lesa á http://www.eyrarbakki.is/Um-Eyrarbakka/Frodleikskorn

17.01.2008 12:55

Færðin

það mætti moka betur þessa dagana!Það snjóar enn í Flóanum og í gær gekk á með eldingum í Gaulverjabæ. Leiðinleg færð er á þjóðvegum okkar hér með ströndinni og upp þrengslin og virðist helst skorta á að næginlega mörg tæki séu að störfum við snjómoksturinn, því hreinsunin gengur bæði seint og illa. Mjög seint og mjög illa! ökumönnum til mikillar armæðu!

31.10.2007 12:36

Allur snjór farinn.

Allur snjór er nú horfinn úr Flóanum eftir úrhellis rigningu í gærkvöldi. Flestum (88%) þótti liðið sumar hið allra besta í manna minnum samkv. skoðanakönnun. Íslendingar voru líka á útopnu að eyða sumrinu og peningum í ferðalög, nýja bíla, glæsihús, hjólhýsi og bókstaflega keyptu allt sem mögulegt var að kaupa, meira að segja lopapeysur á alla fjölskylduna, hundinn og köttinn. Ég sá að útlendingarnir hristu bara hausinn!


Veðurlýsingin á Bakkanum var þannig í hádeginu: Eyrarbakki NNV 6 m/s Skýjað Skyggni 18 km Dálítill sjór . 2,6°C 1000,1 hPa og stígandi loftvog.

14.09.2007 18:23

Uppskera


Kartöflurnar spruttu ágætlega á Bakkanum þetta sumarið og nú er komið að því að taka þær upp  fyrir veturinn.

Annars var lítilsháttar næturfrost liðna nótt og komst í tæpar -2°C

01.09.2007 00:18

Sú var tíðin á ströndinni.


Á ströndinni þar sem brimið svarrar og tröllaukin úthafsaldan utan af Atlantshafi teygjir hvítfextan fald sinn á þessum fyrstu haustdögum standa sjávarþorpin Eyrarbakki og Stokkseyri eins og hljóð systkyni hlið við hlið og bíða þess að eftir þeim verði tekið.

Sú var tíðin að þessi þorp voru aðeins tvö í Flóanum og áttu sitt blómaskeið en svo kom tími hnignunar eins og hjá svo mörgum sjávarþorpunum nú til dags. Bakkinn var á sínum tíma snertipunktur Suðurlands við umheiminn. Þangað komu skip og þaðan fóru skip yfir Atlantsála suður til framandi landa og þar var miðstöð verslunar og viðskipta fram eftir öldum. Á Bakkanum er líka eina húsið á landinu sem skrifað er með stórum staf, þar stóð vagga menningar við músik og selskapslíf fína fólksinns. Á Stokkseyri bjó þá Þuríður formaður, Jón í Móhúsum og draugurinn Móri þar sem sjósókn, landbúnaður og verslun var stunduð af mikilli eljusemi.

Svo kom sá dagur að verslunin hvarf á braut til hins nýja staðar sem Selfoss heitir og þá hljóðnaði músikin í heilan mannsaldur frá píanóinu góða í Húsinu. En þorpsbúar lögðu ekki árar í bát heldur efldust í útgerð og fiskvinnslu, byggðu höfn og frystihús og virtust bara geta horft björtum augum til framtíðar, en svo fór allt öðruvísi en ætlað var og þessi undirstöðu atvinnuvegur þorpana hvarf í kalda brimöldu kvótakerfis og uppkaupa Sægreifa.

Þá var brugðið á það ráð að sameina Flóafjölskylduna í það sem Árborg heitir í von um að hefja mætti þessi þorp til vegs og virðingar á ný og á meðan brimið þvær hin skreypu sker tóku heimamenn, einkum á Stokkseyri að sækja ný mið sem byggir á ferðaþjónustu. Þar er Töfragarðurinn og Drauga og álfasafn svo eitthvað sé nefnt og á báðum stöðum eru eftirtektaverðir veitingastaðir og ekki má gleima Húsinu með stórum staf og Sjóminjasafninu á Bakkanum.

Þorpin sjálf eru þó mesta aðdráttaraflið, gömlu húsin, sjóvarnargarðurinn, fjaran og brimið og þennan vísir að ferðamannaiðnaði þarf að hlúa að og byggja undir. Það sem hér þarf að rísa er ferðamannamiðstöð þar sem ferðafólk getur haft athvarf, hreinlætisaðstöðu og fengið upplýsingar um það sem þorpin hafa upp á að bjóða, merkja gönguleiðir og sögulega staði annara en Hússins og Þuriðarbúðar sem nú þegar eru gerð góð skil og mætti nefna þar til Sandvarnargarðinn, höfnina fornu, sjógarðinn og þau hús sem hafa sögulega tilvísun ásamt helstu örnefnum á gönguleiðum og stígunum sem var eitt sinn lofað. Nú mættu forsvarsmenn sveitarfélagsinns líta upp frá þungbæru miðbæjarskipulagi Selfoss litla stund og koma að þessu máli og hrinda í framkvæmd.

16.06.2007 00:10

Hagnast á hlýnun!

Það er ekki alveg samkvæmt ritgerð Al Gore's, að hlýnun jarðar hafi mögulega nokkra kosti.
Það gæti nú samt verið bærilegra að búa á norðlægum slóðum svo sem á Íslandi í framtíðinni ef hlýnunin heldur áfram sem horfir. Til dæmis yrði nánast óþarfi að hafa áhyggjur af því að snjótittlingar hafi ekki nóg að borða yfir blá veturinn. Nytjaskógrækt gæti orðið arðbær atvinnugrein hér á landi og landbúnaðarhéruðin munu blómstra í gróskumikilli akuryrkju út við heimskautsbaug, þá gæti Akureyri haft sitt nafn með rentu.
Kostnaður við húshitun mun minka jafnt og þétt og snjómokstur gæti heyrt sögunni til eftir nokkur ár og við íslendingar getum hætt að nota nagladekk og sparað okkur og þjóðarbúinu stórfé og um leið dregið úr svifriksmengun.
Flutningaskip geta bráðum siglt skemri leið milli Atlantshafs og Kyrrahafs og sparað tíma, peninga og eldsneyti öllum til hagsbóta og dregið þannig úr mengun. Á Íslandi sem yrði þá í alfaraleið væri hægt að setja á fót risastóra miðlunarhöfn fyrir vörur sem mundi skapa mikla atvinnu.

Það væri hinsvegar verra ef stjórnmálamönnum dytti í hug að hirða þennan hagnað almennings með einhverskonar hlýnunarsköttum.

24.04.2007 11:42

Vinsælt útivistarsvæði

Ströndin nýtur vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði hjá ungum sem öldnum,heimamönnum sem öðrum lengra að komna, enda einstök náttúruperla á margvíslegan hátt. Þar má nefna hin sérstæða skerjagarð þakinn þara og þangi,myndaðan af 8.700 ára gamla Þjórsárhrauni sem er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk. Það rann í sjó fram, og er hraunjaðarinn nú marbakki undan Stokkseyri og Eyrarbakka, um 140 km frá eldstöðvunum,þar sem hver klettur á nú sitt örnefni. Fjölskrúðugt fuglalíf þrífst í fjörunni árið um kring. Seli má oft sjá kúra á skerjunum og svo að sjálfsögðu heillar brimið sem getur oft orðið stórkostlegt á að líta. Nú þegar vorar bætast svo hin ýmsu fjörugrös,söl og fjöruarfi í þessa undraverðu flóru.

06.04.2007 14:23

Helikopter lendir á Bakkanum.

Þyrla á KaupmannstúniEinkaþyrla lenti á Kaupmannstúninu við Húsið í dag og voru þar gestir Rauðahússins á ferð. Það þarf kanski nú til dags að gera ráð fyrir þyrlupöllum á opinberum stöðum þar sem fyrirfólk er alveg hætt að ferðast á bifreiðum á þessum ofur velmegunartímum.
Sjá einnig Stjörnur á ferð í Hveragerði
Flettingar í dag: 434
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 830
Gestir í gær: 221
Samtals flettingar: 2649071
Samtals gestir: 301606
Tölur uppfærðar: 21.9.2020 08:47:56


Sjólag og horfur

 

                                                        Dregur smám sama úr brimi næstu daga
 
 
 Sjáðu Brimið - Eyrarbakki Iceland


F U L L T T U N G L

eftir

10 daga

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit