Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

12 daga

ALMANAKIÐ

F E B R Ú A R  M Á N I N N

          
 Fyrsta kvartil  1 Febrúar  2020  
 Fullt tungl  9 Febrúar  2020 Þorra tungl 
 Síðara kvartil  15 Febrúar  2020  
 Nýtt tungl  22 Febrúar  2020  Góa
  


Flokkur: Umhverfi

25.06.2007 12:34

Getum við barist við hitann?

Mengun/ mynd:le ficaroCO2 vandinn.
Talsvert hefur verið rætt um loftslagshlýnun undanfarin ár og sýnist sitt hverjum um orsakir þess. Flestir vísindamenn eru sammála um að hlýnun loftslags sé af mannavöldum, þ.e. aukin útblástur CO2 sem veldur svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Aðrir halda því fram að aukin virkni sólar,eða náttúruleg sveifla jarðar um braut sólar sé orsökin fyrir hlýnun og vissulega er hægt að sýna fram á að hlýskeið og ísladir hafi komið og farið án þess að maðurinn hafi komið þar nærri einhverntíman í fyrndini og skemst er að minnast litlu ísaldar 1300-1700.

trae.dkEr kolefnisjöfnun lausnin?
En hlýnunin er staðreind samkvæmt öllum mæligögnum en hinsvegar afar óljóst hversu lengi hlýnunin komi til með að vara og hvenær hún nær hámarki. Ómögulegt að spá um hvort hægt sé að sporna við þessum breytingum þó viðleitni sé vissulega til þess meðal flestra þjóða með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum jafnvel vakin upp við það að nú þurfum við að kolefnisjafna bílinn okkar og ef til vill verðum við innan skams farin að kolefnisjafna útigrillið,börnin,hundinn og köttin og okkur sjálf. Þetta getur hjálpað til við að kæla heiminn á meðan landrými fyrir skógrækt er nægjanlegt.Einn stæðsti CO2 útblástursgjafinn er flugið og túrisminn og óvíst að flatarmál Íslands dugi fyrir þann skóg sem þyrfti til að kolefnisjafna þessa atvinnugrein. Ef við fengum til baka öll þau tré sem væri búið að höggva í regnskógum S-Ameríku gætu horfurnar verið betri.

14°meðalhiti í júní?
Hin neikvæðu áhrifa hlýnunar er þegar farið að gæta hér á landi þó aðeins sé um tæpa 1° meðaltalshlýnun að ræða á síðustu 50 árum en muni líklega hækka um 1,8-4°C til loka aldarinnar.Við sjáum jökla hörfa með tilheyrandi uppblæstri sem skyggir á sólu og landeyðingu eins og gerst hefur að undanförnu í hvössum vindi. Hlýnun hafsins í kjölfar loftslagshlýnunar hefur slæm áhrif á gengd fiskistofna og þar afleiðandi á fuglalíf. Sandsíli fæða margra fiska og fugla er t.d. horfið úti fyrir suðurströndinni með skelfilegum afleiðingum fyrir þær tegundir sem lifa á því. Smám saman mun sjávarborð hækka vegna hlýnunar sjávarins og bráðnunar jökla, einkum Grænlandsjökuls með vaxandi flóðahættu og landrofi. Talið er að sjávarborð hækki um 28-43 sentimetra á öldinni. Aukin uppgufun sjávar leiðir til aukningar skýjafars sem hefur þær afleiðingar að veturinn verður hlýrri fyrir bragðið þar sem varmatap verður minna en sumrin aftur svalari þar sem skýin draga úr inngeislun sólar.Þá mun úrkoma í formi rigningar aukast á sumum svæðum,einkum á norðanverðu Atlantshafi. 

Stormar eða stillur?
Telegraph.co.ukSumir spá verri veðrum, stormum og fellibylum í kjölfar hlýnunar en það er raunar ekkert sem staðfestir að svo muni verða,líklegra er að hitabylgjur og þurkar verði helsta vandamálið sunnar í álfuni. Helsta áhyggjuefni Íslendinga væri hvaða áhrif hlýnunin hefur á lífríkið, fiskistofna í hafinu umhverfis landið og í ám og vötnum, á fuglalíf og fæðukeðjuna þar sem ýmsir hlekkir geta auðveldlega brostið eða jafnvel nýir komið inn. Hvaða áhrif hefur hlýnunin á gróðurfar.t.d. þörunga og vatnagróður? Mun súrnun hafsins valda þörunga og fiskidauða í stórum stíl? Mun gróðurfar breytast á hálendinu? Munu svartir sandar verða að grænum engjum innan tíðar? Framtíðin býður upp á óþrjótandi ransóknarverkefni fyrir fræðimenn, sem munu gera okkur kleift að búa okkur undir óvissa framtíð.

http://www.jochemnet.de/fiu/Gulfstream.gifLoftslagsvin
Norður-Atlantshafið er mun hlýrra en önnur svæði á sömu breiddargráðum, vegna innstreymis hlýrra hafstrauma norður á bóginn. Hlýr yfirborðssjór streymir norður, kólnar síðan og sekkur til botns á hafsvæðinu norðan Íslands og austan við Grænland; þessi kaldi djúpsjór flæðir síðan suður á bóginn eftir botni Atlantshafsins. Þetta kerfi í heild er nefnt "Meridional Overturning Circulation" (MOC) á meðal fræðimanna, en meðal þátta þess eru Golf-straumurinn sem streymir norður  og botnstraumar sem flæða í suður. Þetta kerfi er viðkvæmt fyrir loftslagsbreytingum. Menn hafa velt fyrir sér þeirri spurningu hvað gerist þegar aukin ferskvatnslosun vegna bráðnunar jökla leiðir út í þetta kerfi? Mun kerfið þá stöðvast?

MOC-kerfið vaktað
Núverandi loftslag norðvestur Evrópu myndi umbyltast ef MOC-kerfið stöðvaðist. það er talið að það hafi gerst áður á forsögulegum tíma og valdið mikilli kólnun á þessu svæði, jafnvel ísöld. Líkan á vegum Hadley-miðstöðvarinnar í Bretlandi bendir til þess að slík röskun myndi valda 3-5°C kólnun við norðvestur-Atlantshaf.
Haffræðirannsóknir við Ísland sýna þó sterkt innstreymi hlýs Atlantssjávar úr suðri, með merkjanlegri aukningu á hitastigi og seltu frá 1996 svo ólíklegt að einhver bráð hætta sé á ferðum á kólnun en aftur á móti eru áhrif hlýnandi hafstrauma vandamál nútímans.Ljóst er að bráðnauðsynlegt er að vakta þessi hafsvæði stöðugt á næstu árum.

13.06.2007 15:45

Svört skýrsla Hafró.

Í skýrslu Hafró um nytjastofna má sjá að eitthvað verulega mikið er að í lífríki sjávar.
Svo er að sjá sem helstu fiskistofnar og selir egi við verulegan fæðuskort að etja. Landsel fækkar nú um 4% á ári og sömu leiðis fækkar útsel verulega þó veiðar á þessum tegundum séu óverulegar.

Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur lækkað verulega á síðustu árum og er meðalþyngd flestra aldursflokka í eða við sögulegt lágmark. Sama gildir um Ufsa og Ýsu enda eru þessar tegundir í samkeppni um sömu fæðuna.

Auk loðnu virðist magn nokkurra annarra mikilvægra fæðutegunda svo sem rækju og sandsílis hafa dregist saman á undanförnum árum og bendir þróunin þar til verulegrar minnkunar á stofnstærð Sandsílis.

Sandsíli er til að mynda helsta fæða kríunar sem hefur átt í vök að verjast síðustu tvö til þrjú ár vegna skorts á sandsíli sem og ýmsir bjargfuglar. Í byrjun maí sást nokkuð af sandsíli við Vestmannaeyjar en hvort það sé í einhverjum mæli er enn ekki vitað.

Margir telja ástæðuna fyrir skorti á sandsíli og loðnu vera vegna hlýnunar sjávar og loftslagsbreytinga.Margt bendir einnig til að hryggning sandsílis hafi misfarist árið 2004-2005 þar sem lítið hefur fundist af þeim árgangi.

Þyrfti ekki að stöðva veiðar á fóðurfiski í þessu ljósi ?
 Meira.

15.05.2007 09:02

Krían komin á Bakkann.

mynd.mbl.Krían er einn af þekktari fuglum landsins og snemma í morgun sáust nokkrar kríur á flugi yfir Eyrarbakka og eru nú farnar að helga sér varpstöðvar. Hefur hún þá lagt að baki langt og strangt flug, jafnvel alveg frá Suðurheimsskautinu. Krían verpir tveim til þrem eggjum í efnislítið hreiður sem ekki er oft meira en smá dæld. Eggin eru brúnleit með dökkum dílum. Kríur verpa í stórum hópum (kríuvörpum) og þeir sem leggja leið sína um þau á varptíma eiga oft fótum sínum fjör að launa því að krían er þekkt fyrir að sækja hart og óvægið að þeim sem gera sig líklegan til að ógna hreiðri hennar. Lætur hún sig ekki muna um að gogga hressilega í höfuð fólks. Krían lifir aðalega á því sem er að hafa í sjó eða vatni, þá mest á sílum en einnig skordýrum. Illa hefur horft með sandsílisstofnin undanfarin tvö ár sem er aðalfæða kríunar en líkur eru á að sandsílið hafi nú náð sér á strik og því minni líkur á að varp kríunar misfarist eins og í fyrra.

Krían yfirgefur síðan landið á haustin og heldur þá aftur af stað suður á bóginn, allt til suðurskautsins.

14.05.2007 12:00

Fíflavandinn ógurlegi!

Nú þegar maísólin skín á þessum fallega degi sprettur upp eitt vandamál sem heitir Túnfífill (Taraxacum spp.) Hann er mjög algengur um allt land, bæði í túnum, úthaga og til fjalla,en ekki síður í görðum Eyrbekkinga. Þar er þessi planta ekki velkominn gestur,því hún fjölgar sér ört og fer illa með blettinn. Eftir blómgun(Flugur bera frjókorn frá frævlunum á frævurnar og fræ myndast) lokar fífillinn blómakörfunni um hríð, en opnar hana svo aftur þegar fræin eru fullþroskuð, og heitir þá biðukolla. Hún nýtir þá vindinn til að dreifa sér yfir á næstu lóðir í nágreninu.

Það færist í vöxt að menn hafi ofnæmi fyrir frjókornum þessarar plöntu. Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Eitt helsta einkenni frjókornaofnæmis og það margir finna fyrst fyrir, er kláði í augum. Aðeins örfá frjókorn í loftinu geta framkallað augnkláða. Augun verða rauðsprengd og það rennur úr þeim. Fyrstu einkenni frá nefi eru síendurteknir hnerrar. Önnur einkenni sem miklum óþægindum valda er kláði í nefinu. Versti tíminn er maí og júní þegar loftið er þurt.

Baráttan við þetta illgresi getur verið endalaus,þó til séu ýmis verkfæri og eitur til að stemma stigu við fíflinum, þá er hún er lúmsk og kann fyrir sér ýmsa klæki til að komast af.

Hvenær kemur krían?
Venjulega hefur krían komið á Bakkan á bilinu 14-16 maí svo nú er bara að vera á verði og athuga hver verður fyrstur til að sjá kríuna.Í fyrra kom hún þann 16.

24.04.2007 11:42

Vinsælt útivistarsvæði

Ströndin nýtur vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði hjá ungum sem öldnum,heimamönnum sem öðrum lengra að komna, enda einstök náttúruperla á margvíslegan hátt. Þar má nefna hin sérstæða skerjagarð þakinn þara og þangi,myndaðan af 8.700 ára gamla Þjórsárhrauni sem er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk. Það rann í sjó fram, og er hraunjaðarinn nú marbakki undan Stokkseyri og Eyrarbakka, um 140 km frá eldstöðvunum,þar sem hver klettur á nú sitt örnefni. Fjölskrúðugt fuglalíf þrífst í fjörunni árið um kring. Seli má oft sjá kúra á skerjunum og svo að sjálfsögðu heillar brimið sem getur oft orðið stórkostlegt á að líta. Nú þegar vorar bætast svo hin ýmsu fjörugrös,söl og fjöruarfi í þessa undraverðu flóru.

16.04.2007 12:35

ÚTFJÓLUBLÁ GEISLUN SÓLAR ER SKAÐLEG!

Aprílmánuður er sá mánuður ársinns þegar UV geisla tekur að gæta með hækkandi sól og því hef ég tekið saman nokkur atriði til umhugsunar.

Þegar útfjólubláir geislar(UV) sólarinnar lenda á húðinni, bregst húðin við með því að framleiða melanin ( þekkt sem brúnka ) til að vernda húðina. UVA geislarnir eru mildari en UVB geislar, en vegna þess að UVA geislarnir eru lengri ná þeir dýpra niður í húðlögin. UVA geislar valda ótímabærri öldrun húðarinnar (hrukkur) og húðkrabba. UVA geislarnir ná einnig í gegnum gler.
UVB geislar eru þó aðalástæðan fyrir sólbrúna og húðkrabba. Þessi hluti sólargeislanna eykst á sumrin og getur gert meiri skaða á styttri tíma en UVA geislarnir. Efsta húðlagið (epidermis) sýgur í sig mestan hluta UVB geislanna. UVB geislar geta ekki farið í gegnum gler.

SÓLARVÖRN
Húðkrabbi er í dag algengasta form krabbameins og telur um helming allra greindra krabbameina í hinum vestræna heimi
Þar sem flestar tegundir húðkrabba myndast vegna útfjólublárra(UV) geisla, getur þú varið húð þína á eftirfarandi hátt.


1. Notaðu góða sólarvörn.
 SPF 30 eða hærra
 Sem inniheldur Parsol 1789 (Avobenzone) eða Mexoryl sx til að vernda gegn UVA geislum.
 Vatnshelda ef mögulegt, bera á þig aftur eftir sund eða mikinn svita.
 Nota varasalva með sólarvörn.


2. klæddu þig í fatnað sem ver gegn sólinni.
 Hatta með breiðum börðum.
 Notaðu sólgleraugu með 100% UV vörn
 Klæðstu fatnaði með þéttum vefnaði á höndum og fótum.


3. Forðastu of mikla sól!
 UV geislar brenna mest á milli 11 og 15 á daginn, ef þú getur minnkað að vera úti á þeim tíma minnkar þú hættuna á UV skemmdum.
 Forðastu yfirborð eins og vatn, sand, snjó og malbik sem geta speglað og aukið skaðlega geisla sólarinnar um 85%.
 Ath. að þó svo að úti sé skýjað, geta UV geislar brennt húðina í gegnum skýin.
 Haltu börnum yngri en 1 árs algjörlega frá sólinni.


 Því ljósari sem húð þín er, því meiri hættu ert þú í gagnvart sólarskemmdum og húðkrabba. Allar 3 helstu tegundir húðkrabba eru allavega tvisvar sinnum algengari hjá þeim sem hafa ljósa húð,hár og augu en þeirra sem eru dökkir yfirlitum. Samt sem áður er vörn gegn skaðlegum geislum sólar jafn mikilvæg öllum húðtegundum frá ungra aldri. Athugið að geislar í ljósalömpum og ljósabekkjum eru líka skaðlegir húðinni. Tilbúnu UVA geislarnir í ljósabekkjum geta verið allt að 20 sinnum sterkari en venjulegt sólarljós. Mundu að sólarbrúnka er leið húðarinnar við að verjast og sýna húðskemmdir, því dýpri sem brúnkan er því meiri skemmdir. 90% af húðskemmdum(hrukkur og leðurhúð) eru vegna UV geisla,Hafðu þetta hugfast þegar þú dásamar einhvern fyrir að vera fallega sólbrún. 
Heimild: www.skincancerguide.ca


ÓSONLAGIÐ ÞYNNIST

Ósonlagið í andrúmsloftinu verndar jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Þetta verndarlag hefur þynnst jafnt og þétt frá því uppúr
1970. Lífríki jarðar verður því fyrir vaxandi geislun af völdum útfjólublárra geisla sólar. Efnislítill fatnaður, ferðalög til svæða með háa náttúrulega
geislun og sólböð eru líkleg til að auka frekar áhrif á heilsufar manna.
 
Aukning útfjólublárrar geislunar veldur meðal annars hærri tíðni húðkrabbameins, getur hækkað tíðni augnsjúkdóma, veikt ónæmiskerfi
manna og dýra og dregið úr vexti plantna á landi og þörunga í sjó. Ýmislegt bendir til að samband sé á milli ýmissa sjúkdóma vegna áhrifa
sem útfjólublá geislun hefur á ónæmiskerfið.
 
Útfjólublá geislun er þó ekki eingöngu skaðleg. Lítils háttar geislun á húð daglega í 10 - 15 mínútur er nauðsynleg til framleiðslu á
D-vítamíni sem gegnir lykilhlutverki í þroskun beinagrindarinnar, ónæmiskerfisins og myndun blóðfrumna. Ekki er þekkt hvaða magn geislunar er hæfilegt daglega, en það er háð mörgum þáttum svo sem húðgerð, mataræði og fleiru.

Tilbúin útfjólublá geislun er notuð til að meðhöndla ýmsa sjúkdóma, en þá undir eftirliti lækna, svo sem beinkröm, psoriasis og exem.
Ýmsir umhverfisþættir hafa áhrif á magn útfjólublárrar geislunar við yfirborð jarðar. Þetta á til dæmis við um sólarhæð, breiddargráðu,
hæð yfir sjó, endurkast frá yfirborði, skýjafar, ryk og mistur í andrúmsloftinu.

Fólk sem stundar útivist á svæðum þar sem endurkast geisla er mikið verður fyrir áhrifum frá endurkastinu. Endurkast útfjólublárra geisla
frá sjó, vötnum, snjó og jöklum er sérlega varhugavert fyrir augun. Snjór er sérstaklega varasamur í þessum efnum þar sem hann endurkastar
50-90% af geislunum. Það hefur meðal annars verið sýnt fram á það með rannsóknum að augun verða fyrir meiri útfjólublárri geislun
sólar síðari hluta aprílmánaðar en á öðrum tíma ársins. Talið er að það hafi sömu áhrif á augun að horfa í átt að sjóndeildarhringnum og að
horfa beint upp í heiðan himininn. UV geislun er yfirleitt meiri  á vorin sunnanlands en norðanlands. 

Þið getið fylgst með UV geislun Hér

Sjór endurkastar 10-30% af geislun.

12.04.2007 11:45

Mikill meirihluti andvígur virkjunum í Þjórsá.

Samkvæmt skoðunarkönnun Brimsinns þá eru gestir síðunnar almennt á móti virkjunum í Þjórsá. Af 32 kjósendum eru nú tæplega 69% mótfallnir en aðeins rúmlega 31% fylgjandi virkjunarframkvæmdum á þessu svæði. Þetta er heldur ákveðnari niðurstaða en í könnun Háskóla Íslands fyrir Stöð 2 en þar er niðurstaðan þegar bara er litið til þeirra sem taka ákveðna afstöðu, þá eru 57% andvígir virkjunum í neðri hluta Þjórsár en 33% eru hlynnt þeim.
Úrtakið var 800 manns og svarhlutfallið 65%.

Ólíkt öðrum vatnsaflsvirkjunum sem Landsvirkjun hefur byggt þá eru fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá staðsettar í byggð. Af þessu leiðir að virkjunarframkvæmdir hafa meiri áhrif á fornleifar en vatnsaflsvirkjanir sem áður hafa verið byggðar.
það eru t.d.gamlar rústir við bæjarstæði Akbrautar og gamlar rústir í landi Þjótanda sem Landsvirkjun er um þessar mundir að festa kaup á. Hluti þessara fornminja mun fara undir vatn ef af virkjun verður.

Í Þjórsá eru fyrirhugaðar þrjár virkjanir; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.Með Urriðafossvirkjun mun þessi fallegi foss hverfa sjónum um allan aldur og fækkar því perlum þessa lands um eina. Nú stendur yfir útboð á hönnun virkjananna, einnig eru í gangi samningaviðræður við ábúendur og landeigendur á áhrifasvæði virkjananna.

Það er ljóst að þessum virkjunum er ekki sérstaklega ætlað að afla Sunnlendingum orku til iðnaðaruppbyggingar í héraðinu og má því segja að Sunnlendingar séu að missa úr hendi framtíðarmöguleika á að nýta vatnsföllin í egin þágu og það ætti að vera Sunnlendingum umhugsunarefni.Upphaflega var ráðgert að Alcan keypti rafmagnið frá þessum fyrirhuguðu virkjunum en þar sem þau mál eru nú út af boðinu eftir að Hafnfyrðingar höfnuðu skipulagstillögum um stækkað álver og því má reikna með að Landsvirkjun leiti  annara kaupenda. Álgarðar í Þorlákshöfn hafa þó verið nefndir í þessu sambandi en einnig að Alcan fari aðrar leiðir til aukinnar framleiðslugetu.


Það má geta þess að Skagfyrðingar setja það sem skilyrði fyrir virkjun í Skagafyrði að að orkan verði nýtt heima í héraði.

11.04.2007 12:35

Dagur umhverfisins - maí 2007 -

Umhverfisnefnd Árborgar hefur ákveðið að dagarnir 3. - 7. maí verði sérstaklega tileinkaðir umhverfinu. Umhverfisverðlaun 2007 verða veitt fimmtudaginn 3. maí í Tryggvagarði og verkefninu "Tökum á - tökum til" ýtt úr hlaði í tengslum við þessa daga segir á vef Árborgar.

Fjörurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri eru einhverjar þær fegurstu perlur sem landsmenn eiga og njóta vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði. En því miður valda stormar vetrarinns því að ýmislegt rusl rekur á fjörurnar, alskonar plasthlutir sem er óvistvænt efni og eyðist ekki.

Þarna þyrfti bæjarfélagið að koma til og skipuleggja hreinsun og koma fyrir bekkjum svo fólk geti tillt sér og horft yfir hafið og notið hreinnar náttúru.

Margar hendur vinna létt verk og því mættu ávalt vera til staðar rusladallar fyrir þá sem vilja hjálpa til með að halda ströndinni snyrtilegri og hreinni.

28.03.2007 12:54

Vorskipið á leiðinni.

Það er gullfallegt veður á Bakkanum í dag eins og víða á landinu. Á hádegi var NNA 2 m/s Léttskýjað og Skyggni >70 km hiti 3,6°C á mönnuðu veðurstöðinni en hinsvegar sýndi sjálvirka stöðin 5,8°C á sama tíma,en hún er staðsett rétt vestan við bæinn. Annars hljóðaði lýsingin frá veðurstofu Íslands í hádeginu þannig: Á hádegi var hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku él norðantil, en léttskýjað syðra. Hlýjast var 6 stiga hiti á Eyrarbakka, en kaldast 2 stiga frost við Mývatn. Svo er bara að njóta sólskínsdagsinns 28.mars.

Svo eru þær góðu fréttir frá Árborg að flýta egi lagningu fjörustígs.
 Framkvæmdir við lagningu fjörustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar eiga að hefjast árið 2008 í stað ársins 2010, samkvæmt breytingum á þriggja ára fjárhagsáætlun Árborgar. 

Þeir sem hafa sérastakan áhuga fyrir konum og víni geta hlýtt á Erling Brynjólfsson sagnfræðing flytja fyrirlestur í borðstofu Hússins fimmtudagkvöldið 29. mars kl 20.30. Nefnist fyrirlesturinn Um kvenfólk og brennivín.


Vorskipið kemur
Hópur áhugafólks og fulltrúar fyrirtækja í ferðaþjónustu á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa ákveðið að blása til vorhátíðar, helgina 18-20. maí, undir heitinu: "Vorskipið kemur! á Eyrarbakka og Stokkseyri

Meira um vorskipið.


20.03.2007 00:00

Hvassviðri

Veðrið:
Kl. 6 var voru suðaustan 8-13 m/s og skýjað á vestanverðu landinu og sums staðar dálítil snjókoma, en hægara og úrkomulaust austan til. Hlýjast var eins stigs hiti syðst á landinu, en kaldast 14 stiga frost á Brú á Jökuldal. Kl 09:00 var veðrið Eyrarbakka  A 10 m/s Snjókoma Skyggni 6 km Sjólítið -2,0°C
.

Á Sandskeiði er  gríðarlega hvasst þessa stundina eða 25 m/s, þar er hálka og blindbylur.( 10:56:39)


Atburðir dagsinns:
Bæta fór í veðrið um tíu leytið í morgun en á sama tíma barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að bíll hefði fokið út af rétt norðan við Grundarhverfið á Kjalarnesi. Miklar vindhviður voru einnig undir Hafnarfjalli í morgun en þar fuku tveir bílar út af. Engin alvarleg slys urðu á fólki.

Lögreglan lokaði Suðurlandsvegi á tólfta tímanum eftir að fjöldi ökumanna hafði lent í vandræðum við Sandskeið og á Hellisheiði. Skyggni og færð voru með versta móti og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að aðstoða ökumenn sem misst höfðu bíla sína út af. Ökumenn sem leið áttu um Holtavörðuheiði þurftu sumir hverjir einnig að kalla á aðstoð.

Lögreglu bárust tilkynningar um nokkur óhöpp við Sandskeið og þar í kring en vindhraði fór upp í 29 metra á sekúndu þegar verst lét. Suðurlandsvegur var opnaður aftur um klukkan hálf tvö eftir að veðrið tók að lægja.

Skjólborð af vörubíl fauk framan á tvo bíla á Reykjanesbraut á öðrum tímanum. Farmur sem verið var að flytja fauk út um allt og talsverðar tafir urðu á umferð vegna óhappsins.

Fyrir hádegi fauk rúta með um þrjátíu erlendum ungmennum innanborðs út af Suðurlandsvegi vestan Markarfljóts. Þar slasaðist þó enginn.

Björgunarsveitir á Snæfellsnesi voru kallaðar út í morgun vegna óveðurs í Snæfellsbæ. Þar fuku þakplötur af nýbyggingu í Ólafsvík og flotbryggja losnaði frá höfninni á Rifi og fór af stað en tíu bátar voru fastir við hana.

Veðrið tók að ganga niður á Suður- og Vesturlandi síðdegis. Nokkuð bætti hins vegar í rigningu og þyngdist færð við það aftur á Hellisheiði.
vísir.is

04.02.2007 16:54

Fornt í fjöru!

Eyrarbakki á sér langa sögu og er saga þorpsinns víða meitluð í umhverfið þó svo margt hafi farið forgörðum í tímans rás. Hér fyrir ofan má sjá leifar af dráttarbrautinni sem Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Litlu Háeyri lét byggja einhverntíman fyrir miðja síðustu öld.

 

þessa gömul bólfestu frá þeim tíma þegar útgerð og fiskvinnsla tók við af verslun og þjónustu má taka sem dæmi um söguminjar í fjörunni.
Brot af gömlu ankeri. Stór og mikil anker var víða að finna í fjörum áður fyrr en á síðustu áratugum voru þau all flest numin brott og skreyta nú helst húsagarða víða um land.

 

01.02.2007 12:36

Jakaburður

Mikill jakaburður er nú um þessar mundir á Eyrarbakkafjörum en leysingarnar að undanförnu valda því að Ölfusá ber með sér mikið íshrafl og brimið hleður síðan ísinn upp í flæðarmálinu.

09.01.2007 10:40

Sjóvarnir á Bakkanum.

Á Eyrarbakka var gerður voldugur sjóvarnargarður frarnan við þorpið 1990-91 að undanskildum kafla milli frystihússins og innsiglingarmerkis sem gerður var 1996-97. Arið 1999 var sjóvönin svo framlengd austur fyrir barnaskólann og sjóvörn gerð fyrir Gamla-Hrauni.

 

Gamli sjógarðurinn á Eyrarbakka og Stokkseyri eru merkar menningarminjar sem voru farin að láta verulega á sjá vegna sjógangs í stórviðrum í áranna rás. Með tilkomu nýja sjóvarnargarðsinns framan við þann gamla hefur varðveisla þessara minja verið tryggð. Enn er þó stór verk óunnið í þessum efnum, en það er t.d. gamli garðurinn milli barnaskólans á Eyrarbakka og Gamla-Hrauns sem er mjög skemdur á köflum og þarf að gera við í upprunanlegri mynd og styrkja með áframhaldandi sjóvörn þar framan við. Í endurskoðaðri sjóvarnaráætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum í þessa veru og ber að fagna því.

 

Yfirlitsskýrslu um sjóvarnir 2006 má nálgast hér.

 

Tengt efni:

Stormflóðið í dag eru 17 ár frá Stormflóðinu.

Lífið á engjunum 

Hraunshverfi 

Básendaflóðið Í dag eru 108 ár frá Básendaflóði.

 

 

 

 

 

04.01.2007 08:58

Meiri hiti 2007

Breskir veðurfræðingar spá því nú að árið 2007 verði það hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust og líklegt að mörg met verði slegin. Árið 1998 var það heitasta á jörðinni síðan mælingar hófust og nú kann þetta met að vera í hættu ef marka má spá bresku veðurfræðingana.

 

Það er meðal annars veðurfyrirbrigðið El Nino sem veldur því að vísindamenn spá þessu, liklegt þykir að El Nino muni þrýsta upp hitastigi jarðar á árinu. El Nino fyrirbærið eru heitir hafstraumar undan vesturströnd Suður Ameríku veldur líka þurkum víða um heim og aukinni tíðni fellibylja. El Nino hefur einnig neikvæð áhrif á uppvöxt fiskistofna í kyrrahafi sem hafa síðan keðjuverkandi áhrif  t.d. á fuglalíf.

Síðast þegar El Nino bærði á sér árið 1997 þá var úrkomusamt fyrstu mánuði ársinns út apríl og hiti yfir meðallagi en maí og júni voru fremur þurrir en aftur á móti voru júlí og ágúst það ár vætusamir á suðurlandi en sama tímabil árið 1998 í lok EL Níno tímabilsinns var veturinn kaldur og snjóasamur. Vorið og sumarið mjög vætusamt.

 

Hin meginástæðan fyir spánni byggist á gróðurhúsaáhrifum vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem hafa aukist ár frá ári undandarin ár.

Skoða nánar

 

Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 458
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 2483859
Samtals gestir: 275539
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 04:48:52


Sjólag og horfur

 

 
 
 Ölduspá 24. 2. 2020Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit