28.09.2010 23:49

Brimsúgur og bleytutíð

Tíðarfarið hefur verið rysjótt að undanförnu með austan stinningskalda og hvassviðri á köflum en milt og gott inn á milli, t.d. fór hitinn í 14,5°C í fyrradag á brimstöðinni. Töluverðar rigningadembur gerði í gær 10,5 mm og fyrradag 14.4 mm á sólarhring en þá var klukkustundarúrkoma mest 4,5 mm sem nægir til að gegnbleyta hverja spjör. Þá hefur gert töluvert brim og berst nú seiðandi ómur þess inn í dimma nóttina sem færist heldur í aukana, enda vaxandi ölduhæð. Nú fellur loftvogin enn á ný og vindurinn rífur í trén og klæðir þau úr litskrúðugum haustfötum sínum og spáin gerir jafnvel ráð fyrir þrumum í nótt.

Flettingar í dag: 1144
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509563
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 09:50:38