Brennusögur.

 Sögur af eldsvoðum á Bakkanum.

Bruni Kaupfélagsinns Ingólfs 1914

 

Snemma að morgni þriðjudagsinns 15 desember 1914 verða menn þess varir að eldur er kominn upp í verslunarhúsi Kaupfélagsinns Ingólfs á Eyrarbakka. Fyrstir til að verða eldsinns varir voru þeir Bjarni Vigfússon og Kristján Guðmundsson í Stíghúsi sem sáu eldinn út um gluggann heima hjá sér og virtist þeim sem eldurinn væri ný byrjaður. Þetta var skömmu eftir kl 7 að morgni og fátt manna á ferli en dreif nú að á svipstundu hópur fólks og slökkviáhöldin nýju sem Eyrbekkingar höfðu eignast árinu á undan komu nú á vetvang.- (Þessa slökkvidælu má finna á Sjóminjasafninu)- Eldurinn var laus í vörugeymslu verslunarinnar en ekki sýndist mönnum hann hafa náð að læsa sig í sjálfa búðina. Nú var gengið rösklega til verks við slökkvistarfið og björgunar verðmæta úr verslunninni ásamt bókum og skjölum af efri hæðinni. Þegar þessu verki var lokið og menn bjuggust við að náðst hafi tök á eldinum og hann virtist að mestu slöktur í skúrnum þá kom það í ljós að eldurinn hafði náð að læsa sig í millivegginn milli skúrsins og búðarinnar og gaus nú upp á svipstundu víðsvegar í búðinni. Eldurinn náði nú skjótt yfirhöndinni og var nú ekkert við neitt ráðið úr þessu. Var nú húsið allt í björtu báli þar til það féll í rústir um kl.10 um morguninn.

 

Upptök eldsinns þóttu vera með afar undarlegum hætti. Búðinni hafði verið lokað um kl 8 kvöldið áður. Í skúrnum var ekkert eldstæði og ekkert ljósker,nema ef þangað þurfti eitthvað að  sækja að kveldi dags og hafi þá eitthvað gerst fyrir slysni og óaðgætni með ljósker þótti mönnum tíminn afar langur þar til eldurinn gaus upp þá um morguninn nálæga 12 tímum eftir lokun. Því tóku menn að skrafa um það að líklegast væri eldurinn af mannavöldum og studdust við það að þegar menn komu að skúrnum þá voru dyr þess opnar sem annars áttu að vera harðlæstar. Menn mintust þess líka að innbrot hafði verið gert í tvö skipti þá um haustið og einhverju stolið frá versluninni og byggðu menn kenningu sína út frá því.

 

Vörubyrgðir voru allmiklar í versluninni en mest allt bjargaðist og þökkuðu menn það nýju slökkviáhöldunum að það tókst. Réttarpróf fóru fram og voru margir yfirheyrðir og féll fyrst grunur á járnsmið nokkurn í bænum,sem þó reindust ekki rök fyrir. Gróa á leiti fór senn af stað og spunnust um það málaferli þegar staðhæft var að þekktur kaupmaður hefði staðið að íkveikjunni sem þá fór í meiðyrðarmál og vann það og fékk hann skaðabætur fyrir. Kaupfélagið hét nú hverjum þeim sem upplýst gæti málið 500 króna verðlaunum en allt kom fyrir ekki og enn þann dag í dag er þetta óupplýst mál.

Einn maður lá undir grun um íkveikju í fyrstu, en það var Ólafur Helgason kaupmaður og sat hann  í gæsluvarðhaldi í 6 daga. Vitni gaf sig þá fram sem kippti stoðum undan þessum grunsemdum og fékk Ólafur dæmdar 200 kr. í bætur í landsrétti.
 

 Verslunin Ingólfur hafði starfað um margra áratuga skeið á Eyrarbakka. Hún var fyrst í eigu Guðmundar Ísleifssonar á Stóru-Háeyri en hann rak hana síðar í félagi við Stokkseyringa og hét þá Kaupfélagið Ingólfur. Árið 1912 seldi Guðmundur Stokkseyringum hlut sinn í versluninni sem hafði þá sölubúð bæði á Eyrabakka og Stokkseyri.

 

Sölubúð Kaupfélagsinns á Eyrarbakka var í húsi í eigu Jóhanns V Daníelsonar sem jafnframt var sölustjóri og leigði hann Kaupfélaginu húsnæðið en hugði á að setja þar upp egin verslun í byrjun árs 1915.

 

Heimild: Að mestu -Suðurland 1914 22tbl.

Hús Læknisinns brennur.

 

Um kl.8 að kveldi miðvikudagsinns 26. janúar árið 1916 kom upp eldur í húsi því sem Héraðslæknirinn á Eyrarbakka Gísli Pétursson bjó í. Þegar menn á Bakkanum urðu eldsinns varir brugðust þeir fljótt við og var slökkvivagninn sóttur í snarheitum, en þegar að var komið þá stóð húsið í ljósum logum. Þá hafði verið farið að loga töluvert í húsinu þegar heimafólkið hafði orðið eldsinns vart og stóð það á takmörkum að fólkið kæmist út í þeim spjörum einum sem það stóð í og brendust Gísli læknir og faðir hans nokkuð á höfði á leið út úr eldinum.

 

Það var stinningskaldi af suðvestann og voru næstu hús því í nokkurri hættu af eldinum en mönnum tókst þó að verja þau, einkum fyrir það hversu langt var á milli þeirra. Vindátt bjargaði því að það hús sem næst stóð vestan við hús læknisinns, en það var hús  Einars Jónssonar (Einarshús) og hefði það annars einnig orðið eldinum að bráð, einkum fyrir þá sök að slökkvidælan brást hvað eftir annað þegar sandur barst inn í dæluna en ástæðan fyrir því var sú að nota þurfti sjó. Ekki reyndist unt að ná  í nægjanlegt vatn til að virkja dæluna á þessari ögurstundu. Það háði líka slökkvistarfi að slökkviliðið hafði ekki að ráða yfir ljóskerjum því niðamyrkur var og erfitt að sjá handa skil. Húsið brann því til kaldra kola.

 

Eldurinn hafði komið upp í norðurhlið hússins og talið að kviknað hafi í út frá lampa sem logað hafði í stúlknaherberginu fyrr um kvöldið. Allir innanstokksmunir brunnu og náðist aðeins í sængur af tveimur rúmum, nokkrir stólar og eitthvað af skjölum læknisinns. Allt annað brann inni og þar á meðal apotekið og áhöld sem allt var óvátryggt sem og húsið.

 

Í kjölfar brunanns fór fram söfnun meðal fólks bæði innan og utanbæjar sem J.D. Nílsen verslunarstjóri stóð fyrir og fyrir tilstilli sr.Ólafs Magnússonar í Arnarbæli, var haldin skemmtun með fyrirlestrum úti í Þorlákshöfn í þessu skyni einnig komu gjafir frá Húsavík þaðan sem Gísli kom frá. Í heildina safnaðist vel yfir 1000 kr en talið er að tjónið í brunanum hafi numið um 6000 kr.

 

Læknirinn fékk fljótt inni með aðstöðu sína í Stígprýði sem þá var tiltölulega nýbyggt af Þórarni Einarssyni í Nýjabæ en fljótlega er hafist handa við byggingu á nýju læknishúsi og var það byggt 1916 úr steinsteypu miðsvæðis í þorpinu en Læknishúsið er jafnframt fyrsta húsið þar sem notast er við klæðningarplötur steyptar úr vikri til klæðningar innveggja og stendur það enn í dag.

 

Þessi bruni kom á þeim tíma þegar læknadeilan  stóð hvað hæðst og voru sögusagnir um að andstæðingar læknisinns hefðu kveikt í húsinu sem þó reyndust haldlausar gróusögur.

Til gamanns má geta þess að Gísli læknir var síðar umboðsmaður brunabótafélagsinns á Eyrarbakka og tók sonur hans Veðurathugunarmaðurinn Pétur Gíslason við því umboði í fyllingu tímanns ásamt því að búa í Læknishúsinu allt til dauða dags.

Sandpríði brennur.

 

þann 7. mars árið 1893 brann á Eyrarbakka íbúðarhús úr timbri er hét "Sandpríði" eign Ólafs söðlasmiðs Ólafssonar og Lofts Jónssonar.Fólkið komst með naumindum út úr eldinum klæðalítið og alslaust að kalla. Eldurinn hafði kviknað út frá eldstó sem höfð var í útihúsi en áföst íbúðarhúsinu og hafði eldurinn kraumað þar óáreittur um all langan tíma, eða þar til að hann var orðinn það magnaður að ekki varð við neitt ráðið enda var veður mjög hvasst þegar eldurinn kom upp.

 

Maður á næsta bæ varð fyrstur eldsinns var þá um nóttina er mikið gneistaflug lagði við gluggann hans og fór hann þá á fætur og vakti fólkið í hinu brennandi húsi sem þá svaf enn værum svefni og mátti það ekki tæpara standa því lítilli stundu síðar var eldurinn kominn inn í íbúðarhúsið sem fuðraði upp á örskömmum tíma. Litlu sem engu tókst að bjarga og brann húsið til kaldra kola.

 

Bruninn í Nesi.

 

Að nóttu 8 nóvember 1900 varð eldur laus í íbúðarhúsinu á ferjustaðnum Óseyrarnesi vestan Eyrarbakka, en þar bjuggu dugnaðarbændurnir Gísli Gíslason og Eiríkur Jónsson. Þegar menn af Bakkanum urðu eldsinns varir skömmu eftir miðnætti hröðu þeir sér sem mest þeir máttu út að Nesi, en þegar þangað var komið var húsið brunnið og fallið í rústir en heimamenn höfðu bjargað einhverju af rúmfatnaði en komu engum vörnum við að bjarga húsum eða heyjum.

 

Enginn hafði vitneskju um orsakir eldsinns því hann gaus upp um klukkustund eftir að heimilisfólk var sofnað. Auk heimilisfólksinns voru þrír smiðir um nætursakir í Nesi og höfðu verið þar um nokkra hríð. Einn smiðurinn vann við að gera endurbætur á húsinu en annar vann að smíði vefstóls og hinn þriðji vann við viðgerðir á bátum þeim sem höfðu brotnað á ferjustaðnum í ofsaveðri nokkru áður og töpuðu þeir allir smíðaverkfærum sínum og fatnaði auk þess sem heimilisfólk missti allt sitt í brunanum fyrir utan það litla af sængurfatnaði sem fólkið hafði með sér úr eldinum.

Veitingahúsið Ingólfur brennur.

 

 Fram til ársins 1887 var rekið veitingahús á Eyrarbakka af dönskum manni er Jacopsen hét en þá var Eyrarbakki í hvað mestum blóma sem aðal verslunarstaður  Sunnlendinga. Þangað sótu bændur og kaupamenn alstaðar að til að byrgja sig vörum og nauðsynjum eftir að vorskipin höfðu komið og þá höfðu menn gjarnan þann háttinn á að fá sér aðeins "neðaníði" af hinu rómaða Bakkabrennivíni eða einhverju öðru góðgæti eins og súkkulaði og límonaði. Á veturna var hinsvegar rólegra yfir veitingahúsi Jacopsens enda fáir á ferli aðrir en heimamenn sem voru þar fastagestir. En þann 19.nóvember 1887 lagðist þesskonar veitingarekstur af um sinn þegar Ingólfur brann til kaldra kola á örskammri stund.

 

Eins og títt var á þá tíð var íbúð gestgjafans og fjölskyldu hans í risi hússins og flestir komnir til hvílu þegar eldsinns varð vart um kl.1 eftir miðnættið og komst fólk þá með naumindum út hálf nakið, en með eitthvað af sængurfötum, en engu öðru var bjargað og að tveim tímum liðnum var húsið albrunnið að heita mátti og að falli komið. Jacopsen og fjölskylda hanns mistu aleiguna í eldinum, þar með talin verðbréf, lífsábyrgðarskýrteini og sparisjóðsbók en hús oog innbú var brunavátryggt.

 

Tvö timburhús og margir torfbæjir voru þar nærri og var þeim öllum bjargað með mikilli fyrirhöfn heimamanna sem dreif nú á staðinn til aðstoðar þó engin slökkvitæki eða slökkviáhöld væru þá til í þorpinu annað en venjulegar vatnsfötur sem þurfti að handlanga úr vatnsbrunnum og sýndu menn af sér aðdáunarverðan dugnað við björgunarstörfin.

 

Talið er að eldsupptök hafi verið út frá sprungu í neðanverðum reykháf veitingastaðarinns, en húsið var kynt með kolum eins og altíða var á þessum tíma.

Flettingar í dag: 150
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260440
Samtals gestir: 33677
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:07:36