Skipasmíðar

Á Eyrarbakka voru miklir skipasmiðir eins og t.d. Steinn Guðmundson  í Einarshöfn, sá er byggði  teinæringinn Farsæl árið 1915 sem nú er á sjóminjasafninu og Vilhjálmur Hinrik Ívarson og fleiri úrvals smiðirHaustið 1915 voru 6 mótorskip í smíðum á Eyrarbakka og Stokkseyri og kostaði hvert þeirra 40.000 kr. Milli áranna 1914-1915 fór róðraskipum ört fækkandi og var Farsæll því með síðustu teinæringunum sem smíðaðir voru.

Bátar þeir sem smíðaðir voru á Bakkanum og á Kaðlastöðum á Stokkseyri þóttu úrvals fley eins og þessi vísa ber með sér eftir Einar Sæmundson formann á Voninni ÁR frá árinu 1913.

 

Kafteinn ör á öldujó

Ívar geiri borinn.

Æ með fjöri sækir sjó

seigur, eirinn, þorinn.

 

 

Vonin flýtur ferða trygg

faldar hvítu boðinn.

Sundur brýtur báruhrygg

byrjar nýtur gnoðin.

"Loftur" hét ágæt skip og traustur áttæringur sem smíðað hafði Steinn Guðmundsson skipasmiður í Steinsbæ á Eyrarbakka. Skip þetta átti Jón Gíslason á Eystri-Loftstöðum og var hann talin með traustustu formönnum á Loftstaðarsandi. Þegar aldur færðist yfir Gísla tók Jón sonur hans við formennskunni og þótti hann ekki síður áræðin í sjósóknum.

Þann 17. mars vetrarvertíðina 1897 bjargaði áhöfnin á Lofti 20 mönnum af tveim Þykkvabæjarskipum sem höfðu lokast úti fyrir brimi, en Loftstaðamenn höfðu notað lýsi til að bæla niður brimbrotin og sættu síðan lagi í gegnum brimið og þökkuðu það hinu sérstaka smíðalagi skipsins hversu vel það skreið í gegnum brimöldurnar.

 


 
Bátar smíðaðir á Eyrarbakka.  Heimild: Íslensk skip og bátar 1.bindi,samantekt Vigfúsar Jónssonar- Saga Stokkseyrar og Eyrarbakka ofl.

Ágúst ÁR 191
var smíðaður á Eyrarbakka 1934 úr eik og furu og var 4,97 tn. búin 6 ha. Bukk vél.
Eign KÁ verslunar og notaður sem dráttarbátur.


Baldur GK 473 var smíðaður á Eyrarbakka 1911. Hann var 5 brúttólestir.

Bjarni Sívertsen ÁR 194 var smíðaður á Eyrarbakka 1937 en eigendasaga er ekki þekkt.


Búi ÁR 131
smíðaður á Eyrarbakka 1913. Igólfs félagið á Stokkseyri var eigandi.Fórst 20.09.1921 (Sjá Stokkseyrarbáta)

Björgvin ÁR 55 Mótorbátur smíðaður á Eyrarbakka 1916


Farsæll ÁR
??? smíðastaður og ár ekki vitað. Báturinn var smíðaður úr eik og furu og var 3,5 tn. búin 16.ha. Ford vél.

Eigendur voru Torfi Nikulásson ,Gísli Gíslason á Austurvelli og Gretar Sigurðsson á Garði.

Freyja ÁR 149 var smíðuð á Eyrarbakka árið1916 og var 9.77 tn. búin 10 ha. Dan vél.

Bátinn áttu Jóhann E Bjarnason í Einarshöfn. Jón Ásbjörnsson í Nýhöfn og Kristinn Gunnarsson á Búðarstíg.


Framsókn ÁR 169
var smíðaður á Eyrarbakka árið 1916 úr eik og furu og var 9,77 tn. búin 10ha. Dan vél.

Eigendur voru Jóhann E Bjarnason í Einarshöfn, Jón Ásbjörnsson í Nýhöfn og Kristinn Gunnarson á Búðarstíg


Fram ÁR 157 sm.Eb 1916

Freyr ÁR 50 Mótorbátur smíðaður á Eyrarbakka 1915 með kútterlagi [12tn] (Aðrar heimildir segja að báturinn hafi verið smíðaður í Reykjavík 1916)
Eigandi
Jón Helgason. Báturinn slitnaði upp af festum í Þorlákshöfn og brotnaði í spón.

Hermann ÁR 197 var smíðaður á Eyrarbakka 1937. Eigandi kaupfélag Árnesinga


Heppinn ÁR 129
var smíðaður á Eyrarbakka árið 1912 úr eik og furu og var 5.27.tn. búin 8 ha. Vél.

Báturinn var í eigu Ólafs Helgasonar á Helgafelli. (Sjá Stokkseyrarbáta)


Höfrungur ÁR 138
var smíðaður á Eyrarbakka árið 1914 úr eik og furu.

Hann var í eigu Sigurðar Ísleifssonar og Þorleifs Guðmundssonar á Garði


Jónas ráðherra ÁR ??
Smíðaður á Eyrarbakka 1935. Eigandi Guðmundur Jónatan Guðmundsson.

Margrét ÁR 126
var smíðaður á Eyrarbakka árið 1913 úr eik og furu og var 4,49 tn.
Þennan bát átti Þorleifur Guðmundsson í Garði


Major
ÁR 134 var smíðaður á Eyrarbakka 1914 úr eik og furu og var 4,12 tn.. búin 12 ha. Vél. Báturinn var í eigu Þorleifs Guðmundssonar í Garði.


Sæfari ÁR 164
smíðaður 1909 og var 9,12 tn. í eigu Guðfinns þórarinssonar á Eyri og Sigurjóns Jónssonar á Litlu Háeyri.

Á miðri vertíð 1926 rak hann á land í miklu landsynningsveðri og gjörónýttyst.Guðfinnur kaupir þá hlut í Framtíðinni ÁR og var nafni hans þá breitt í Sæfara.Sá bátur fórst svo á Bússusundi 5.apr.1927.

Sjóslys á Bússusundi


Svanur ÁR 120
var smíðaður á Eyrarbakka árið 1911 úr eik og furu og var 4.63 tn. búin 6 ha. Dan vél.

Í eigu Sigurðar Gíslasonar. (Sjá Stokkseyrarbáta)

Svanur ÁR 171 smíðaður á Eyrarbakka 1922 og var 8 br.l. Eigandi var Friðrik Sigurðsson á Gamla-Hrauni. (Sjá Stokkseyrarbáta) 


Sæfari ÁR 135
smíðaður á Eyrarbakka árið 1914 úr eik og furu. Hann var 5,27 tn og búin 7 ha. Vél.

Hann var í eigu Friðrik Sigurðssonar frá Gamla Hrauni en árið 1922 komst hann í eigu Guðmundar Jónssonar. (Sjá Stokkseyrarbáta)


Trausti ÁR 181
smíðaður á (Stokkseyri) 1914 úr eik og furu hann var 9,51 brúttótonn búin 22 ha. Tuxham mótor.

Þennan bát eignuðust Jón Jakopsson í Einarshöfn og Jóhann B Loftssonar vagnstjóra í Sölkutóft um 1930. Árið 1925 lenti Trausti í hrakningum í slæmu veðri og var dreginn til Reykjavíkur af togara. (Sjá Stokkseyrarbáta)


Vöggur ÁR 151
var smíðaður á Eyrarbakka árið 1916 úr eik og furu og var 7.97 tn.og var hann búin 8ha. Dan vél.

Þennan bát áttu Ársæll Jónsson á Hofi, Jóhann Jóhannsson í Brennu, Sigmundur Stefánsson í Merkigarði og Gísli Jóhannsson frá Reykjavík


Víkingur ÁR 186
var smíðaður á Eyrarbakka árið 1929 úr eik og furu. Hann var búin 12 ha. vél.

Báturinn var í eigu Sæmundar Þorlákssonar frá Hrauni í Ölfusi.


Ægir ÁR 183
var smíðaður á Eyrarbakka 1940.


Öðlingur ÁR
148 var smíðaður á Eyrarbakka 1916 búin 8,85ha Alpha vél.

Báturinn var í eigu Árna Helgasonar í Akri, Sigurðar Guðmundssonar á Litlu Háeyri og Guðmundar Guðmundssonar

14.apríl árið 1926 gerði vonsku veður og mikið brim svo Öðlingur lokaðist utan brimgarðs og lenti þar í hrakningum. Togarinn Skallagrímur RE kom og tók áhöfnina um borð og síðan var Öðlingur tekinn í tog áleiðis til Reykjavíkur  Skammt frá Grindavík slitnaði báturinn aftan úr togaranum og rak á land þar sem hann brotnaði í fjörunni. Árni Helgason átti einnig bátinn Báran ÁR.  


Öðlingur ÁR 183
var smíðaður á Eyrarbakka 1926.


Öldungur ÁR 173
var smíðaður á Eyrarbakka 1923. 8,63 tn. (Sjá Stokkseyrarbáta)


Ölver ÁR 187
var smíðaður á Eyrarbakka 1929.

 

 

Fiskiátar sem gerðir voru út frá Eyrarbakka 1930-2007.

Askur ÁR 13 í eigu H.E. h/f . Bakkaskip HF 1971.Slitnaði upp í óveðri.
Álaborg ÁR 25 -88tn.stálbátur í eigu Fiskivers sf 1971.uppl.
Bakkavík ÁR 100 slitnaði upp á Stokkseyri. Eigandi Þórður Markússon.
Bakkavík ÁR 100 Eigandi þórður Markússon 1978 Bakkafiskur HF 1987.
Bakkavík ÁR. Fórst á Bússusundi. Eigandi þórður Markússon 1983.
Boði ÁR  100 Eigandi Þórður Markússon 1972
Boði ÁR 100  Eigandi þórður Markússon
Björninn ÁR smíðaður í Danmörku 1916 Eigandi: Sigurður Guðjónsson.
Dofri ÁR 43. Bjarnfinnur R Jónsson 1987
Drífa ÁR 300 Þórður Þórðarsson 1985
Emma ÁR19 Smíðaður í danmörku 1916. Eigendur: Sverrir Barnfinnsson,Reynir Böðvarsson,Vigfús Jónsson 1955-1962
Faxi, eign Sigurðar Guðmundssonar. Slitnaði upp í Þorlákshöfn 1961 og eiðilagðist.
Fjalar ÁR 22  Eigandi Eyrar hf./Hraðfr.st.Eyrarb. HF.1965 Strandaði á Eyrarbakka 1968 en bjargað.
Freyr ÁR 50 12 tn. mótorbátur í eigu Jóns Helgasonar.

Freyr ÁR 150 smíðaður 1916. Jón Helgason o.fl.
Freyja ÁR 109 9 tn Smíðuð 1916 og var í eigu Jóhanns E Bjarnasonar ofl.

Gullfoss ÁR 204 Árni Helgason og Sveinn Árnason 1943

Gunnar ÁR 199. Jón K Gunnarsson og Jóhann E Bjarnasson 1937

Gulltoppur ÁR. Eigandi Bjarni Jóhannsson
Guðbjörg ÁR 25 Eigandi Guðbjargarútgerð hf.Sigurður Guðmundsson. Eiðilagðist af þurrafúa1965.
Hafrún ÁR 28 brann á Meðallandsfjörum 1974. Hraðfrystistöð Eyrarb. HF 1968 Ragnar Jónsson 1972.
Hafrún ÁR 28 Fórst í hafi 1976. Valdimar Eiðsson 1975

Halikon ÁR 168 9tn. smíðaár: 1908 eig.Vilbergur Jóhannsson
Helgi ÁR 10 tæp 30 tonn. Seldur til Vestmannaeyja 1961.Sverrir Bjarnfinnsson, Reynir Böðvarsson og Óðinn HF 1955.
Hrungnir ÁR
Jóhann Þorkellsson ÁR 24
Bjarni og Jóhann Jóhannssynir 1953.
Jóhann Þorkellsson ÁR 24 Bjarni og Jóhann Jóhannssynir 1963
Jóhann Þorkelsson ÁR 24 í eigu Fiskivers s/f. Strandaði á Eyrarbakka 1981
Jón Helgason ÁR 150 Eyrar HF 1964. Strandaði á Eyrarbakka og eiðilagðist.
Jörundur Bjarnason, 51 tonn frá Bíldudal.
Kristján Guðmundsson ÁR 15 Slitnaði upp og rak á land, en bjargað. Ási Markús,Þórir Kristjánss, Þorbjörn Fimbogas.1962.
Máni ÁR 70uppl 
Mánatindur ÁR 100 lesta stálbátur  gerður út 1984
Otto Wathne ÁR, Eyrarbakkahreppur, og Báran keyptu bátin.
Ólafur ÁR 54
Magnús Magnússon og Guðlaugur Ægir Magnússon 1977.

Pipp ÁR 1 Helgi Vigfússon, Steinn Einarsson og Gísli Guðlaugsson 1948
Sigþór ÁR 107. Vigfús Markússon og Hraðfrystistöð Eyrarb. HF.
Skálavík ÁR
Skálafell ÁR 16
Baldur Birgisson ofl.1982
Skúli fógeti ÁR 185 Slitnaði upp í óveðri og eiðilagðist. Ragnar Jónsson 1975
Sleipnir ÁR Slitnaði upp í óveðri og eiðilagðist.
Sólborg ÁR 15 Slitnaði upp í óveðri og sökk í höfninni 1975. Hraðfr.st. Eyrararb. HF 1973
Stakkavík ÁR 107 Bakkafiskur HF 1987
Sæberg ÁR 50 lesta stálbátur í eigu HE h/f og Vigfúsar Markússonar 1984
Sæbjörn ÁR 15 Hörður Jóhannsson 1980
Sædís ÁR 14. Hörður Jóhannsson 1982
Sædís ÁR 22 Hörður Jóhannsson 1977
Sæsvalan ÁR 65. Sæsvalan HF.1976
Sæfari ÁR 22 Hörður Jóhannsson 1973
Þerna ÁR 22 Þorsteinn Björgólfsson 1981. Báturinn sökk undan Stokkseyri 1981, 2 menn fórust.
Þorlákur Helgi ÁR 11 Eigendur:Sverrir Barnfinnsson,Vigfús Jónsson 1965-1973
Þorlákur Helgi ÁR 11 Einarshöfn HF 1980
Þorsteinn ÁR. Eigandi Eyrar hf. Seldur burt 1965 
Ægir ÁR ?? 17 tn.mótorbátur í eigu Jóns Guðjónssonar ofl.
Ægir ÁR?? eigandi Hraðfrististöðin ásamt Guðmundi M Einarssyni ofl.1950
Öðlingur ÁR10 Eigendur:Sverrir Barnfinnsson,Reynir Böðvarsson,Vigfús Jónsson 1962-1964
Unnur VE Eigandi Árvakur hf 1963 Þorbjörn Finnson Reykjavík.

Aðrir bátar:
Ingi ÁR 114 smíðaður í danmörku 1907 3,78 tn. Kaupfélagið Ingólfur-Guðmundur Guðmundsson-Kaupfélagið Hekla. Notaður sem dráttarbátur. (Sjá Stokkseyrarbátar)
Bára ÁR ?? 2,25 tn. Árni Helgason Akri 1957
Oddur LBHC Lefolii verslun
Vonin LBCM Lefolii verslun 1902
Njáll Lefolii verslun
Hjálparinn ÁR 107 Lefolii verslun.
Den lille. Lefolii verslun.
......

 

 

Skipasmiðir frá Eyrarbakka:
Steinn Guðmundsson í Steinsbæ
Vilhjálmur Hinrik Ívarsson
Gunnar Marel Jónsson í Vestmannaeyjum, ættaður frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka
Bjarni Þorkellsson um tíma.
Runólfur Jóhannson úr Vestmannaeyjum um tíma. Smiðaði 14.tn. bát fyrir Jón Helgason.
Á Stokkseyri var Ástgeir Guðmundsson í Litlabæ athafnamikill skipasmiður, en fyrr á tímum var Brandur í Roðgúl merkastur.
 

Nokkrir formenn á róðraskipum á Eyrarbakka.
Guðjón Jónsson Litlu Háeyri f. 1865
Guðmundur Þorkellsson frá Gamla-Hrauni
Guðmundur Steinsson
Guðmundur Ísleifsson Stóru-Háeyri
Jón Guðmundsson frá Gamla-Hrauni
Jón Hannesson Litlu Háeyri
Jón Helgason f. 1886
Jóhann Loftsson Sölkutóft
Jóhann Gíslason f.1863
Kristján Guðmundsson í Stíghúsi 
Magnús Ingvarsson í Sölkutóft (Hús -Mangi)
Ólafur Gíslason í Götuhúsum f.1859
Páll Andrésson frá Nýjabæ
Þorkell Einarsson frá Mundakoti f. 1802

 

Stokkseyrarbátar

 

Atli ÁR-- 10 tn. 12ha Hein vél. Smíðaður á Stokkseyri 1916 ag Gunnari M Jónssyni. Kristján Guðmundsson í Búðarhamri var formaður á honum um tíma. Báturinn fórst á Stokkseyrarsundi 17. apríl 1922 með allri áhöfn (7 menn).

Baldur Ár-- 10 tn. 15 ha. Alpha vél. Smíðaður á Stokkseyri 1917 af Ástgeir Guðmundssyni Litlabæ. Karl Guðmundsson á Gamla-Hrauni var um tíma formaður á honum. Báturinn var seldur til Keflavíkur.

Björgvin ÁR-- 9 tn. 8 ha. Dan vél. Smíðaður á Stokkseyri 1916 af Guðmundi Sigurjónssyni ofl. af Gamla-Hrauni. Seldur til Bolungarvíkur.

Blíðfari ÁR-- 9 tn. 8 ha. Dan vél. Smíðaður á Stokkseyri 1915 af Ástgeir Guðmundssyni Litlabæ. Seldur til Ísafjarðar.

Búi ÁR-- 9 tn. 12 ha. Möllerup vél. Smíðaður á Eyrarbakka 1913 af Bjarna Þorkellssyni Rvík, fyrir "Ingólfsfélagið" Hvolfdi í Stokkseyrarhöfn 20.september 1921 og rak á fjöru.

Enok ÁR-- 11 tn. með Dan vél. Smíðaður í Vestmannaeyjum 1913 af Þórði Jónssyni frá Gamla-Hrauni. Seldur til Vestmannaeyja.

Farsæll ÁR-- 10 tn. 8 ha. Dan vél. Smíðaður á Stokkseyri 1914 af Ástgeir í Litlabæ. Seldur út í Selvog og slitnaði þar upp og brotnaði 1932.

Fortúna ÁR-- 9 tn 10 ha. Dan vél. Smíðaður á Stokkseyri 1915 af Ástgeir í Litlabæ.

Hét síðast "Kópur" SÍ-45

Friður ÁR-- 10 tn. Alpha vél. Smíðaður í Fredrikshavn Dk. 1911. Var síðast á Stöðvafirði.

Fylkir ÁR--16 tn. keyptur frá Drangsnesi 1956. Seldur til Stykkishólms.

Hafsteinn ÁR-- 22 tn. (áður Skúli fógeti VE) keyptur 1955. Seldur aftur til Vestmannaeyja.

Hásteinn I ÁR-- 16 tn. 60 ha. Thuxham vél. Smíðaður í Fredriksundi Dk 1934.

Hásteinn II ÁR-- 30 tn. 130 ha. Völund vél. Smíðaður í Strandby Dk. 1956.

Heppinn ÁR-- 5 tn. Smíðaður á Eyrarbakka 1913 af Bjarna Þorlákssyni Rvík. Seldur til Reykjavíkur 1928.

Hersteinn I ÁR-- 16. tn. 55 ha. Thuxhamvél. Smíðaður í Fredriksundi Dk. 1934. Sökk í Stokkseyrarhöfn 1954. Seldur til Vestmannaeyja.

Hersteinn II  ÁR-- 24 tn. Keyptur frá Garði 1955 (hét "Ægir") og seldur til Vestmannaeyja 1957.

Hólmsteinn I  ÁR-- 16 tn. 55 ha. Thuxam. Smíðaður í Fredriksundi Dk. 1934. Seldur til Reykjavíkur 1954.

Hólmsteinn II ÁR-- 28 tn. 100 ha. Hunested vél. Smíðaður í Korsør Dk. Kom 1953.

Inga ÁR-- 8 tn. 8 ha. Dan motor. Smíðaður á Stokkseyri 1914 af Ástgeir í Litlabæ. Inga var óheillabátur og hlekktist illa á í tvígang 1938-1939. Í fyrra sinnið fórust 2 menn og einn í það seinna, Báturinn brotnaði í spón.

Ingi ÁR-- 4 tn dráttarbátur frá Eyrarbakka. Gerður á vertíð á Stokkseyri 1908. Formenn voru Árni Helgason Akri Eb. og Friðrik Sigurðsson í Hafliðakoti. Báturinn var lengi til á Bakkanum.

Ingólfur ÁR-- 6 tn. 6 ha. Dan vél. Smíðaður í Fredriksundi Dk. 1904 fyrir "Ingólfsfélagið" Var fyrsti vélbátur Stokkseyringa.

Íslendingur I ÁR-- 9 tn. með Gidon motor. Smíðaður í Noregi 1905. Keyptur frá Reykjavík 1913, (hét "Hermann Jósef") Seldur aftur til Reykjavíkur.(Hét eftir vertíðarskipi Vilhjálms í Gerðum Einarssonar)

Íslendingur II ÁR-- 12 tn. 15 ha. Alpha motor. Smíðaður í Vestmannaeyjum 1915, (hét "Lára") Dag einn á línuveiðum sofnaði vökumaður og bátinn rak upp í Krísuvíkurbjarg og brotnaði. mannbjörg varð.

Jón Sturlaugsson ÁR - 10 tn. 35 ha. June-Munktel motor. Smíðaður í Vestmannaeyjum 1915. Kom frá Reykjavík (hét Neptunus). Rifinn á Stokkseyri.

Karl Guðmundsson ÁR-- (áður Þorri II ÁR, í eigu Jóns hafnsögumanns Sturlaugssonar) 10 tn. 18 ha. Thuxham motor. Smíðaður á Stokkseyri af Jens Andersen frá Fredriksundi Dk. Hét síðar "Halikon VE", "Jón Vítalín ÁR", siðast seldur til Hofsós og hét þá "Svanur". Fórst þar 1959 með 3 mönnum.

Sísí ÁR-- 13 tn. 36 ha. Dan motor. Smíðaður í Fredreksundi Dk. 1924. Kom frá Vestmannaeyjum 1935. Seldur til Reykjavíkur 1953.

Stakkur ÁR-- 9 tn. 24 ha. Delta motor. Smíðaður í Reykjavík 1916. Kom frá Keflavík 1924. Seldur til Vestmannaeyja 1929. Var síðan í Reykjavík.

Suðri ÁR-- 9 tn. 8 ha. Dan motor. Smíðaður á Stokkseyri 1915 af Ástgeir í Litlabæ. Fórst á Hlaupósum 3. febr. 1917 með allri áhöfn, 4 mönnum.

Svanur I ÁR-- Smíðaður 1911. Bakkabátur frá 1914.

Svanur II ÁR-- 9 tn. 12 ha. Alpha vél. Smíðaður á Eyrarbakka 1922 af Bjarna Þorkelssyni Rvík. Seldur til Reykjavíkur 1930, hét þá "Harald RE".

Sylla ÁR-- 11 tn. 15 ha. Alpha motor. Smíðaður í Vestmannaeyjum 1915. Kom þaðan 1917. Bátinn átti Jón Sturlaugsson hafnsögum. Stk. Skálafell hf í Þorlákshöfn keypti bátinn, hét þá "Kambafell ÁR". Var síðast á Austfjörðum.

Sæborg ÁR-- 7 tn. 8 ha. Dan motor. Kom frá Vestmannaeyjum 1913. Seldur til Reykjavíkur 1918.

Sæfari ÁR-- 6 tn. 6 ha. Dan motor. Smíðaður á Eyrarbakka 1914 af Bjarna Þorkellssyni Rvík. Bátinn átti Friðrik á Gamla-Hrauni. Var síðan Bakkabátur.

Sörli ÁR-- 4 tn. Smíðaður 1906. Var Bakkabátur, en gerður fyrst út af Stokkseyri. Bátinn átti Árni Helgason á Akri, en hann bjó á Stokkseyri um tíma. Seldur út í Selvog 1916, rak þar upp og brotnaði.

Trausti ÁR-- 12 tn. 12 ha. Dan motor. Smíðaður á Stokkseyri 1915 af Ástgeir í Litlabæ. Þetta var fyrsti Stokkseyringurinn með stýrishúsi. Síðast á Akranesi.

Unnur ÁR, eigandi: Bryngeir Torfason, seldur 1918.

Vilborg ÁR-- 9 tn. 12 ha. Thuxham motor. Smíðaður á Stokkseyri 1915 af  Ástgeir í Litlabæ. Eigandi Jón Sturlaugsson hafnsögum. Stk. Fórst á Stokkseyrarsundi 8. sept. 1917 en mannbjörg varð.

Valdimar ÁR-- 13 tn. Smíðaður í Rvík 1916. Kom frá Vestmannaeyjum 1941. Slitnaði upp í Þorlákshöfn og eiðilagðist.

Vonin ÁR-- 6 tn. 7 ha. Dan motor. Smíðaður í Fredreksundi Dk. 1908. Seldur 1918.

Þorri I ÁR--6 tn. 7 ha. Dan motor. Smíðaður í Fredreksundi Dk. 1908. Eigandi Jón Sturlaugsson Stk. (Hét eftir róðraskipi frá Starkaðarhúsum er Jón var formaður á). Seldur á Vatnsleysuströnd. Var síðast í Reykjavík og grotnaði þar niður.

Ægir ÁR-- 24 tn. 100 ha. June-Munktel vél. Smíðaður í Fridrekssundi Dk. Kom frá KF Hvammstanga 1951. Seldur 1954 til Keflavíkur, hét þá "Tjaldur"

Öldungur ÁR-- 9 tn. Smíðaður á Eyrarbakka 1923. Var Bakkabátur, en seldur til Stokkseyrar 1929 og síðan aftur á Eyrarbakka 1935.

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260462
Samtals gestir: 33682
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:51:10