Förumenn og fátækt fólk fyrr á tíð.

 

Eyrarbakki

Á seinni hluta 19.aldar og fram á þá tuttugustu bar talsvert á förumönnum og fátæklingum á Eyrarbakka sem og á öðrum stöðum landsinns. Þessi olnbogabörn áttu ekki altaf sjö dagana sæla og mörgum var ami af þessu fólki,sem oft átti ekki annara kosta völ en að hafa ofan í sig og á með betli vegna heilsuleysis eða annara galla af náttúrunnar hendi. Það var venja á mögum bæjum á Bakkanum að taka þessu fólki vel fyrir trúar sakir og leysa út með gjöfum eða einhverju lítilræði gaukað að því á hlaðinu og kom það ævinlega í hlut húsmóðurinnar á bæjunum að útdeila þessum gjöfum og fengu þá gjarnan romsu af fyrirbænum og guðs blessunum sem var eini  gjaldmiðill þessa fólks. Hér eru nokkrar sögur af slíku fólki.

 

Sigga Kolla.

 

Systir Þorleifs ríka á Háeyri, Sigríður Kolbeinsdóttir var lengi einsetukona á Eyrarbakka. Hún lifði aðalega á vinnubjástri fyrir aðra og því sem að henni var gaukað. Hún var venjulega kölluð Sigga Kolla og þótti greind en var hæglát og nokkuð einkennileg í háttum en var þrátt fyrir það vel liðin í þorpinu.

Einu sinni fór Sigga Kolla út í þorlákshöfn á vertíðinni og var henni þar gefið vel í soðið,einkum hrogn en einnig nokkuð af fiski og var sjaldgæft að fátæklingar fengu svo vel útilátið í pokann sinn. Hún hélt síðan heimleiðis með byrði sína austur Skeiðið þar sem hún sá marga litfagra smásteina og skeljar. Fleygði hún þá hrognunum og fiskinum en tíndi í staðin svo mikið í pokann sem hún gat borið af góðgripum þessum og hafði heim með sér.

  Sigga Kolla dó árið 1883 á Eyrarbakka þá níræð að aldri.

 

Jóhannes Kröyer

 

Jóhannes kröyer var sonur Sveins Brynjólfssonar á Skúmstöðum á Eyrarbakka, getinn í lausaleik og ólst upp hjá móður sinni og stjúpa í Mundakoti við fremur dapurlegt atlæti og þótti mönnum hann hljóta illa meðferð í uppvextinum. Síðar gerðist Jóhannes drykkfeldur í meira lagi og var oft á flakki.

Það var um haustið 1877, að Jóhannes dvaldi um hríð austur á Stokkseyri og stundaði aðalega drykkju en vann sér þó inn fyrir víninu þess á milli. Einhverju sinni tók Adólf Adólfsson á stokkseyri sig til og flutti Jóhannes á brott frá þeim austanmönnum og reiddi vestur á Bakka. Er þeir koma að túngarðinum að Gamla-Hrauni fellur Jóhannes af baki og vankast. Adólf bað Símon Símonarson að hirða hann og hélt síðan aftur austur á Stokkseyri án frekari afskipta af Jóhannesi. Símon lét bera hann inn á baðstofugólfið og var hann látinn liggja þar til um kvöldið að komin var í hann hrygla og þá lét Símon bera hann inn í fjárhús sem stóð austar á túninu og var ekkert hugað að honum meira fyrr en næsta morgun en þá var hann örendur.

 

Árni frá Skíðbakka.

 

Árni var frá Skíðbakka í Landeyjum og þótti mannvænlegur framanaf en ruglaðist einhverju sinni í miðri messu hjá sr. Páli skáldi sem messaði í þetta sinn sem oftar að Krossi. Árni stóð upp í miðri messunni og hrækti vænni tóbakslummu á predikunarstólinn og gekk út. Þá var hann orðinn kol ruglaður og lagðist í flakk um allt suðurland.

 

Einhverju sinni kemur Árni til Gísla í Framnesi og guðaði á glugga. ?Hver ert þú??  Spurði  Gísli ? Ég er Árni frá Skíðbakka!-svaraði hann. Árni frá Skíðbakka! Ég vil ekki sjá þig, snáfaðu burt!- kallaði Gísli til hans. -Ég þarf einskins með? svaraði  Árni -Því ég á nóg skonrok og brennivín! -Æi viltu þá ekki koma inn vinur - svaraði Gísli og má af því marka að honum hafi þótt góður sopinn og Árni haft vit til að færa sér það í nyt.

 

Íslenskar sagnaþulur og þjóðsögur.

Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260476
Samtals gestir: 33688
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:13:55