Brimvaktin
http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/torlh/index.html
Fjara er um 6 tímum eftir háflóð. Stórstreymt er á fullu og nýju tungli. |
Hafró Hitastig sjávar í Eyrarbakkaflóa áætlist með því að bæta u.þ.b.+3°við hitastig í Faxaflóa. |
Á sjó!
Galaxy |
Norweigan Dawn |
Amadea |
Queen Elisabet |
M/S Finnmarken |
M/S Fjördtroll |
Maxim Gorki |
Norweigan Dream |
![]() ![]() ![]() |
![]()
|
Um sjóinn.
Dæmi um hvernig heimamenn við brimstöðvarnar sunnanlands mátu brimstyrk.
1 Lágdautt: Sléttur sjór
2 Hvíttningur: Hvítnar á báru.
3 Skerjaskrölt: bárur brotna á stöku skerjum.
4 Hroði: Brot á flestum skerjum.
5 Brim: Brýtur fyrir öllum skerjagarðinum,en ekki sundinu.
6 Arfabrim: Samfelldur brimveltingur,einig á sundinu.
7 Rostabrim: Óslitinn brimgarður með freyðandi brotöldum og ófær sund.
8 Stórbrim: Óslitinn brimgarður með háum brotöldum sem sumar ná landi.
9 Stórveltu brim: Samfellt freyðandi brim með stóröldum sem margar ná landi.
10 Aftaka brim: Gríðar háar freyðandi brotöldur með stöðugum loftköstum og flestar ná landi.
Peter Nielsen veðurathugunarmaður (1880 til 1911) og faktor á Eyrarbakka athugaði sjólag flest árin þrisvar á dag (kl 8, 14 og 21 (9,15 og 22 skv. okkar tíma). Hann skipti sjólagi sem hann kallaði (brænding = brim) í 7 flokka 0 - 6 á eftirfarandi hátt |
Sjólagstala | Heiti | Áætluð ölduhæð (í metrum) |
0 | Ládautt | 0 m (spegilsléttur sjór) - nefnist stundum líka hafblik ef sólskin er |
1 | Gráð | 0 - 0,1 m |
2 | Sjólítið | 0,1 - 0,5 m |
3 | Dálítill sjór | 0,5 - 1,25 m |
4 | Talsverður sjór | 1,25 - 2,5 m |
5 | Allmikill sjór | 2,5 - 4 m |
6 | Mikill sjór | 4 - 6 m |
7 | Stórsjór | 6 - 9 m |
8 | Hafrót | 9 - 14 m |
9 | Aftaka hafrót | meiri en 14 m |