Suðurlandsskjálftinn 2000
Fyrri skjálftinn.
Það var sól og bjart veður þennann dag, hlýtt og stilli logn. Þetta var á þjóðhátíðardaginn 17.júní árið 2000 og flest fólk úti við að taka þátt í hátíðarhöldum sem fram fóru í Sunnlenskum bæjum og þorpum eins og viðtekin venja er á þessum degi. Það var því margt manna saman kominn við útisundlaugina á Selfossi til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsinns. Eitt dagskráratriði sem var koddaslagur var ný hafið þegar undarlegir hlutir tóku að gerast við laugarbarminn. Það tóku að myndast smá gárur á lauginni og um leið varð fólk vart við smá titring undir fótum sér,sem var mjúkur og vægur í fyrstu en óx að afli jafnt og þétt þar til hámarki var náð,en dó svo hratt út.
Þégar skjálftinn náði hámarki var orðið tæpt að fólk gat staðið í lappirnar og mörg lítil börn sem þarna voru féllu um koll og urðu mjög óttaslegin á eftir, enda mátti sjá jörðina hreifast undir fótum sér. Miklar bylgjur tóku að myndast í lauginni sem skutust á milli bakka frá austri til vesturs og náði vatnið í lauginni að flæða yfir sunlaugarbarmanna nokkru eftir að skjálftinn var yfir genginn. Jarðskjálftinn sem var um 6 stig á Ricter stóð yfir í um 20 sekúntur og var að sjá að flestum var mjög brugðið. Margt fólk sem hafði setið sunnan við laugina var staðið upp og virtist flemtri slegið og mjög ráðvillt. Margir sem voru með GSM síma reindu að ná í sína nánustu og afla frekari fregna en með skjálftanum datt allt símasamband út í talsverðan tíma og svo var einig með útvarp og sjónvarp og greinilegt var að fólk var mjög pirrað yfir að þessir öryggisþættir skildu ekki halda.
Atriðinu við sundlaugina var þó fram haldið skömmu síðar eins og ekkert hafði í skorist og nokkrir ungir menn tókust á í koddaslag við mikinn fögnuð áhorfenda. En á meðan þessu fór fram var fólk austur í Rangárvallasýslu að átta sig á því tjóni sem það varð fyrir,en þar urðu skemdir á húseignum umtalsverðar, en sem betur fer slapp fólk heilt á húfi frá þessum hamförum.
Uptök skjálftans var í Holtunum norður af Hellu og skemdust hús þar það mikið að þau töldust ónýt eftir sem og mörg önnur hús í vestanverðri Rángárvallasýslu. Talsverðar skemdir urðu á vegum og vatnsleiðslur rofnuðu sumstaðar og rúður brotnuðu í gróðurhúsum. Nokkuð var um snarpa eftirskjálfta það sem lifði dags.
Seinni skjálftinn.
Það var stuttu eftir miðnættið þann 21. júní árið 2000 og miðnætursólin lék enn við fjallahringinn í stafa logninu sem rikti þessa daga. Þegar klukkan var að slá í eitt eftir miðnætti og flestir Sunnlendingar komnir undir sæng kom snarpur jarðskjálfti svo öll hús í Flóanum nötruðu og skulfu eins og lauf í vindi. Það var öðru vísi við þennann skjálfta að honum fylgdu miklar drunur eins og jarðýta væri á ferð í nágreninu.
Nú varð talsvert tjón í Flóanum, en þessi skjálfti sem var um 6,5 stig á Rigter átti upptök sín skamt vestur af Þjórsá í námunda við Skeiðavegamótin. Vegurinn þar skemdist talsvert og bylgjur mynduðust í malbikið. Mikið grjót hrundi úr Ingólfsfjalli í látunum og við bæinn Bytru í Flóa urðu til miklar jarðsprungur. Heitavatnslögn á milli Eyrarbakka og Selfoss brast í sundur og tvö hús í Villingaholti eiðilögðust. Sprungurnar sem mynduðust í gamla Villingaholltsbænum voru það víðar að hægt var að smokra hendi inn í þær.
Nokkrir snarpir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sem skelfdu marga. Á Eyrarbakka var staddur nokkur hópur Pólverja sem starfaði við eitt fyrirtæki í þorpinu og hafði enginn þeirra upplifað jarðhræringar fyrr en örlagadaginn 17.júní og urðu margir þeirra skelfingu lostnir og komu ekki dúr á auga það sem eftir lifði nætur. Innfæddir áttu þó því láni að fagna að vita hvers eðlis þessar hamfarir voru og flestir upplifað smá sýnishorn af þessum hamförum áður. Útvarp hélst eftir seinni skjálftann og gerði fólki auðveldara að fylgjast með gangi mála. Einn Eyrbekkingur sem staðið hafði við eldhúsgluggann heima hjá sér þegar skjálftinn reið yfir lýsti hamförunum svo að það væri sem þorpið gengi allt í bylgjum.