Skúmstaðir
Skúmstaðir er forn jörð á Eyrarbakka vestan Stóru Háeyrar og liggja eystri landamerki jarðarinnar við Símstöðina (Mörk) sem eins og nafn hússins gefur til kynna. Einarshafnarhverfi stendur síðan við vestri landamörk Skúmstaða. Á síðari tímum hafa Skúmstaðir og Einarshöfn gengið undir nafninu Vesturbakki. Talið er að Skúmstaðir hafi verið í ábúð um aldamótin 1400 eða jafnvel lengur. En fyrsti þekkti ábúandinn var Oddur Grímsson, faðir Odds í Nesi lögréttumanns í Árnesþingi um 1540. Nokkrar hjáleigur voru að jafnaði í Skúmstaðalandi. Nýbýlið Sólvangur er tekið úr landi Skúmstaða. Þegar Eyrabakki tók að byggjast var bygðin aðalega í Skúmstaðahverfi.
Áður fyrr þótti jörð Skúmstaða henta vel til hrossabeitar og því nærtækt fyrir ferðamenn sem sóttu versluninna. Verslunin (Rauðubúðir) hafði áður verið í landi Einarshafnar en eftir stórflóðið árið 1653 voru öll hús verslunarinnar flutt á Skúmstaði. Síðasti eigandi dönsku verslunarinnar á Eyrarbakka var J.R.B Lefolii og fjölskylda hans. Á síðustu árum verslunarinnar var hún rekin sem hlutafélag og hét þá Einarshöfn HF. Lengi fram eftir öldum var verslunin stórveldi enda ein um hituna á Suðurlandi á meðan einokunar lögin voru við lýði og hefði getað orðið enn stærri ef hún hefði verið betur rekinn. Það byrti þó yfir verslunarrekstrinum um hríð á meðan Guðmundur Torgrímsen rak verslunina og síðan tengdasonur hans
P. Nielsen sem þótti dugnaðarmaður. Síðasti verslunarstjórinn var svo Jens Nielsen (f. 1883- d.1948), en í hans tíð var verslunin seld til kaupfélagsinns Heklu. (1) (2) ( 3) Lefoli verslunin átti lítinn gufubát sem Oddur hét og var notaður til að lóðsa kaupskip til og frá höfninni,en einnig var Oddur í siglingum milli hafna svo sem til Grindavíkur þar sem hann strandaði og eiðilagðist.
Þegar einokunninni lauk fóru nokkrir prangarar að stríða versluninni svo sem Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri og Einar Jónsson borgari í Einarshúsi. Þeir keyptu ýmsa smávöru af versluninni og seldu síðan aftur á "góðu" verði þegar vöruskortur fór að gera vart við sig síðla vetrar. Þeir keyptu svo báðir verslunarleyfi árið 1868 eftir að þeir höfðu verið kærðir og sektaðir fyrir ólöglega verslun.
Þegar Hekla kaupir Lefolii verslun þá verður verslunarstjórinn Jens Nielsen atvinnulaus sem verður til þess að Guðmundur Guðmundsson kaupfélagsstjóri Heklu skiptir um íbúðarhúsnæði við Jens Nielsen og flytur í Húsið en Jens fær Skjaldbreið þar sem hann rak járnvörubúð í kjallaranum í nokkur ár. Heilsubrestur varð síðan til þess að Jens flytur út til Danmerkur þar sem hann bjó í nokkur ár. Eyrarbakki kallaði þó ætíð til hans og þar þráði hann að bera beininn. Að síðustu flytur hann til dóttur sinnar í Reykjavík, þá fár sjúkur og andaðist nokkru síðar. Jens Nielsen var grafinn í Eyrarbakkakirkjugarði og má segja að nokkru hafi honum orðið að ósk sinni. Örlög verslunarhúsana eru svo ráðin vorið 1950 en þá lætur Kaupfélag Árnesinga sem hafði áður yfirtekið allar eignir Heklu, rífa verslunahúsin og flytja efnið til þorlákshafnar til byggingar fiskvinsluhúsa sem síðan brunnu þar nokkrum áratugum síðar.
Á tímum Þorláks biskups í Skálholti átti Skálholtsstóll haffært skip sem kölluð var "Þorlákssúðin" og hafði lendingu á Skúmstöðum. Vöruhús var þar líka og naust þar sem skipið var geymt yfir veturinn og hefur að líkindum staðið nokkurnveginn þar sem samkomuhúsið Staður er nú, en á þeim slóðum voru fornar veggjarústir um aldamótin 1900.
Sjóvarnagarðar voru fyrst byggðir fyrir landi Skúmstaða um aldamótin 1800 eftir Básendaflóðið (1799).( 4 )(5.) þáverandi verslunarstjóri Lambertsen hefst þá handa við að hlaða garða fyrir húsum verslunarinnar. Það virðist vera D.C Hansen sem vekur fyrst athygli á því við yfirmenn sína við Eyrarbakkaverslun árið 1785 að versluninni kunni að stafa hætta af sjávargangi og var þá leitað til yfirvalda um stuðning til verksins, en yfirvöld daufheyrðust við þessu kvabbi Eyrbekkinga.
Helstu kennileiti Skúmstaða eru Eyrarbakkakirkja Séra Jón Björnsson (1829-1892) prestur í Stokkseyrarprestakalli flutti að Litla Hrauni 1884 og síðar inn í Eyrarbakkakaupstað. Hann var mikill áhugamaður um kirkjubyggingu á Eyrarbakka. sr.Jón kom til Kaupmannahafnar til fundar við Lefolii Eyrarbakkakaupmann, til að leggja á ráð um kirkjubygginguna. Lefolii leiddi sr. Jón á fund Kristjáns IX. og varð sá fundur til þess að Louise drottning gaf til kirkjunnar altaristöflu sem hún hafði málað. Taflan sýnir Jesúm og samversku konuna við brunninn. Eigendur Lefolii verslunar lögðu fé til byggingarinnar og gáfu henni vandað orgel. Kirkjan reis svo árið 1890 og voru yfirsmiðir hennar Páll Jónsson á Gamla Hrauni að utanverðu en Sigurður Ólafson og Haldór Gíslason í Garðbæ sáu um innréttingar. Arkitekt var Jóhann Fr Jónsson húsasmiður. Árið 1976 var kirkjan gerð upp af Ólafi Sigurjónssyni í Forsæti. Nýr predikunarstóll smíðaður af Vigfúsi Jónssyni var gefin kirkjuni frá afkomendum Friðriks Sigurðssonar frá Gamla Hrauni.
Húsið. Það var flutt inn tilsniðið árið 1765 og er stokkbyggt timburhús, 20 x 14 álnir að flatarmáli og 659 m³ á tveimur hæðum með háalofti undir hanabjálka. Assistenthúsið var byggt við að vestanverðu ásamt tengibyggingu árið 1881og var upphaflega aðsetur verzlunarþjóna Lefolii-verzlunarinnar. Húsið var fram eftir öldum eitt helsta menningarsetur Suðurlands.
Austast í Skúmstaðalandi er hæð nokkur við sjógarðin sem Gónhóll nefnist og talin vera forn grafreitur og jafnvel að þar hafi staðið kapella. En getið er um kirkju á Skúmstöðum árið 1412 en síðar kapellu í kaþólskum sið.
Á Skúmstöðum bjuggum margir formenn og skipasmiðir svo sem Magnús Ormsson, Ólafur Teitsson og Jón Jónsson í Norðurkoti o.fl. Tvær fjölskyldur munu helst teljast til síðustu ábúenda að Skúmstöðum á liðinni öld: Jakop Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir í Einarshöfn og eftir þau Jón Jakopsson og systir hans Jakopína Jakopsdóttir. Einnig mætti nefna afkomendur Orms Helgasonar svo sem Magnús Ormsson skipasmiðs og lóðs sem áður er getið og Jón Jónsson í Skúmstaða-Norðurkoti bróðurs Jakops í Einarshöfn.
Heimildir ma. Sunnlenskar byggðir og eyrarbakki.is