Stóra Háeyri
Flestir bændur þar voru formenn og svo var um bóndann á höfuðbólinu Guðmund Ísleifsson og bændurnar á Litlu Háeyri Guðjón Jónsson og Jón Hannesson. Einnig má nefna Jón Einarsson hreppstjóra í Mundakoti, Loft Jónsson í Sölkutóft (Sölkutóft var rifin undir lok síðustu aldar) og Magnús Magnússon í Nýjabæ. Þetta munu vera síðustu formennirnir á róðraskipum, því nú var vélaöldin að renna í garð með mótorknúnum bátum.
Höfuðbólin höfðu ætið töluverð hlunnindi umfram aðra, svo sem reka og selveiðar að undanskilinni sölinni sem var öllum kotum heimiluð.Hvað mest óx af söl í Háeyrarfjöru og nam sölvatekjan þar um 7,200 kg á ári. Rekin var lengi vel einn af mikilvægustu hlunnindunum og var oft mikill í landi Háeyrar en fór þó stöðugt minkandi með árunum. Kotin máttu hirða tveggja feta kefli,sem var allt og sumt og varla nothæft í laupa.
Þorleifur ríki Kolbeinsson (1841-1882) var einn kunnasti ábúandi jarðarinnar á Háeyri. Hann var mjög hræddur um að menn stælu af rekanum og orti eitt sinn í tilefni af þessu, en hann var hagmæltur mjög.
Í Mundkoti mæna
menn á hafið græna
viðnum vilja ræna
vaskir nóg að stela
þraut er þyngri að fela
Mangi og Jón
eru mestu flón
minnstu ekki á hann Kela.
Vestan Mundakots liggur elsti vegur á Suðurlandi sem nefnist Álfstétt og var uppbygður og lá 3 km upp í Móskurði og þótti bændum í uppsveitum gott að komast á Álfstéttina eftir að hafa þvælst niður mýrina og brotist um fenin í verslunarferðum sínum.
Guðmundur Ísleifsson á Stóru Háeyri hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka árið 1883 en komst í þrot 10 árum síðar,aðalega vegna skorts á hafnaraðstöðu og urðu miklar deilur um hafnarréttindi milli Háeyrarbóndanns og annara verslunar og landeigenda.
Síðustu ábúendur jarðarinnar voru Guðmundur Ísleifsson (tengdasonur Þorleifs Ríka) og siðan sonur hanns Haraldur Guðmundsson.
Ein af hjáleigum jarðarinnar var Steinskot sem stendur á hraunhól norðan við Hópið sem eitt sinn var sjávarlón en sú tjörn er nú óðar að þorna upp. Miklar grjóthleðslur setja svip sinn á umhverfi bæjanna en þar var tvíbýlt. Grjóthleðslunum voru hlaðnir til að verja kálgarðanna ágángi sauðfjárs,en slíkar garðhleðslur má víða sjá í þorpinu.
Heimildir: Sunnlenskar byggðir II.