Hraunshverfi lagðist í eyði.

Mynd: Eyrarbakki.is Guðmundur Sigursteinn. Hraunshverfi á Eyrarbakka. Mynd:G.S.J:Eyrarbakki.is

 

Á ströndinni miðja vegu milli Eyrarbakka og Stokkseyrar var fyrr á tímum sérstakt byggðarlag, sem Hraunshverfi nefndist og var kent við hið forna höfuðból Hraun á Eyrarbakka. Hraunshverfi var upphaflega í Stokkseyrarhreppi hinum forna og átti þá bæði þingsókn og kirkjusókn að Stokkseyri. Árið 1897 var hreppunum skipt og urðu hreppamörk um landamerki Hrauns og Stokkseyrar og taldist Hraunshverfi síðar til Eyrarbakkahrepps.

 

Árið 1890 var vígð ný kirkja á Eyrarbakka og var þá Stokkseyrarsókn skipt milli þorpanna þannig að sóknarmörk lágu um landamörk Hrauns og Háeyrar, þannig að Hraunshverfi fylgdi Stokkseyrarsókn þó svo Hraunshverfingar ættu þingsókn til Eyrarbakka.

 

Árið 1920 varð svo breiting gerð að ósk Hraunshverfinga sjálfra að þeir ættu kirkjusókn til Eyrarbakka og voru sóknarmörk þá ákveðinn um Hraunsá og hefur svo verið allar götur síðan.

 

Í Landi Hrauns hafði fyrr á öldum (13-15.öld) myndast margar hjáleigur svo Hraunsverfi varð þéttbýlt og mannmargt. Um og eftir 1890 var mikill uppgangur í sjávarþorpunum Eyrarbakka og Stokkseyri. Fiskveiðar stóðu í blóma og verslun dafnaði vel og þyrptist þá fólk þangað úr ýmsum áttum til að leita betri lífskjara.

 

Í Hraunshverfi var um þetta leiti að myndast þorp sem fór hraðvaxandi, en þetta blómaskeið stóð ekki í nema um þrjátíu ár og lauk um aldamótin 1900 en þá bjuggu 143 einstaklingar í hverfinu en fækkaði ört á næstu áratugum á eftir og nú hundrað árum síðar telur hverfið vart fleyri en þrjá einstaklinga.

 

En hver var ástæðan fyrir þessari fólksfækkun?

Hinn snöggi afturkippur sem kemur í byggðina eftir 1920 er fyrst og fremst vegna breyttra atvinnuhátta. Fólkið hlýðir kalli tímanns og yfirgefur sín lágu hreysi. Nýjir tímar eru að renna upp og fólkið sér sér betur borgið annarstaðar og þurrabúðirnar leggjast í eyði hver af annari.

Saltfiskverkun var að hefjast í stórum stíl, skreiðarvinnsla og hraðfrystihús að byggjast upp um land allt. Hverskins smáiðnaður og ört vaxandi fiskiskipafloti og togaraútgerð skapaði ný tækifæri. Reykjavík var farin að soga til sín fólk hvaðanæva af landinu rétt eins og Eyrarbakki og Stokkseyri á öldinni áður.

 

Þótt fólk haf komist ágætlega af með því að stunda sjálfþurftabúskap og útræði á grasbýlunum,sá fólk nú ný tækifæri í atvinnuþáttöku og fór að sjá skjótfenginn pening sem gat aflað þeim munaðar sem þetta fólk hafði áður aðeins getað látið sig dreyma um. það voru komnir nýir tímar með nýjum lífstíl sem hinn almenni íslendingur hafði aldrei áður þekkt. fólkið fór því þangað sem atvinnan var og alvöru hús voru byggð úr timbri og bárujárni í stað moldarkofanna.

 

Árið 1937 leggst hið forna höfuðból Stórahraun í eyði og árið 1946 er síðasta þurrabúðin yfirgefin. Þa var aðeins eftir bærinn Borg sem lagðist af um 1980 (rifinn 2005) og Gamla Hraun þar sem en er stundaður búskapur.

 

Þrátt fyrir að þessi byggð sé löngu horfin þá átti hún sér ríka sögu sem kemur fram í bókinni Saga Hraunhverfis á Eyrarbakka eftir Guðmund Jónsson og var prentuð í aðeins 500 eintökum árið 1958.

 

Sjávar flóð höfðu löngum staði byggð á þessum slóðum nokkuð fyrir þrifum. Þann 2.janúar 1653 gerði mikið flóð sem stórskemdi bæinn Hraun svo ekki þótti fært að byggja hann aftur upp á sama stað og var hann því fluttur upp fyrir dældirnar lengra frá sjó. Þá fór í eyði Pálskot sem stóð vestan Gamla Hrauns við sjávarkambinn.

Annað flóð, hið svonefnda Öskudagsflóð árið 1779 en þá flaut í kringum bæinn á Gamla Hrauni. Þriðja stórflóðið 9.janúar 1799 sem hér var kallað "Aldamótaflóðið" en er þekkt sem Básendaflóðið. En þá lagðist bærinn Salthóll í eyði og jöðin Rekstokkur (Drepstokkur) á Óseyrarnesi. Í Stokkseyrarsókn þurftu 29 manns að yfirgefa heimili sín. Tjón var mikið og eiðilögðust 4 áttæringar 8 sexæringar og sex fjögramannaför auk 8 minni báta. Fjöldi nautgripa og hrossa drápust einnig í þessu flóði.

 

Það var kanski ekki að furða að Helgi  bæjargúll spyrði að því í einfeldni sinni hvort þetta hafi verið Nóaflóðið!

 

Á árunum 1905-1909 var hlaðinn sjógarður úr hraungrýti 1440 metrar rammbyggður svo vel að enn í dag er hann vel heill að sjá, en á síðasta áratug var svo hafist handa við gerð öflugs sjóvarnagarðs úr stórgrýrti framan við hinn forna sjóvarnargarð.

 

 Heimild: að mestu úr Sögu hraunshverfis.

Örnefni í Hraunshvefi

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 818
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 236642
Samtals gestir: 30332
Tölur uppfærðar: 22.10.2024 05:17:12