Loftpúðaskipið.
Það var að mogni 29.ágúst 1967 að ókennilegur gnýr tók að berast til þorpsins utan af hafi. Hljóðið líktist helst gný úr vélknúinni sög sem remmdist í gegnum harðvið. Gnýrinn fór smám saman stig vaxandi og fólk sem var á ferli þennan morgun fór að forvitnast um hvaðan þennan gný bæri að og safnaðist á sjógarðinn.
Í fyrstu var ekkert að sjá, en smám saman byrtist einkennilegt farartæki utan af hafi og stefndi til lands. Farartækið virtist vera einhverskonar sambland af þotu og skipi, hvítur skrokkur með gluggum líkt og á flugvélum og griðastóru stéli að aftanverðu.
Margir tóku nú að átta sig á að hér var á ferðinni risastórt loftpúðaskip sem virtist ætla að koma inn innsiglinguna að höfninni og fóru því margir vestureftir til að berja augum þennan furðuhlut. Brátt varð ljóst að loftpúðaskipið tók stefnuna á Ölfusárósa og hélt nokkur hópur fólks skokkandi vestur sandinn. Nokkrir kartöflubændur sem höfðu verið að stússa í görðum sínum á sandinum héldu einnig af stað á traktorum og jeppum til móts við Loftpúðaskipið.
Loftpúðaskipið sem virtist í fyrstu ætla að sigla beint upp ána tók nú sveig til lands þegar skipstjórnarmenn loftpúðaskipsinns varð var við þessa óvæntu móttökunefnd þorpsbúa og þrusaði skipinu upp á sandinn með tilþrifum svo allt í kring hvarf í sandmekki um stund. Vélar loftpúðaskipsinns stöðvuðust og skipið lagðist hægt í sandinn og í nokkra stund horfðu menn í forundran á þetta tryllitæki í einkennilegri þögn eftir að hreyflar skipsinns höfðu stöðvast. Í gluggum skipsinns mátti sjá fólk veifa til fólksinns í fjörunni sem hélt sig þó í hæfilegri fjarlægð frá loftpúðaskipinu og nokkri tóku undir kveðjuna og veifuðu á móti.
Skipið hafði aðeins staðið kjurt í nokkrar mínútur þegar vélar þess voru ræstar að nýju og gnýr hreyflanna óx jafnt og þétt. Fólkið færði sig lengra frá þegar sandur tók að þyrlast í allar áttir og ferlíkið seig rólega út í ósinn eins og risastór dreki rétt vestan við sandvarnargarðinn og tók stefnuna á ný upp ölfusá. Fólkið í fjörunni fór nú að tínast heim á leið en víst voru margir þorpsbúar sem misstu af þessu sjónarspili.
Hér ku hafa líklega verið á ferðinni þýskt loftpúðaskip með ferðamenn og náði skipið að komast upp að ölfusárbrú við Selfoss síðar þennan dag. Þetta var örugglega í eina skiptið sem loftpúðaskip hefur tekið land á Eyrarbakka fyrr og síðar.