Gónhóll
Austast í Skúmstaðarlandi upp við sjógarð,framm af Garðbæ er hóll nokkur eða hár bakki sem heitir Gónhóll og dregur nafn sitt af því,að þar er útsýni gott til hafsins og fólk úr nágreninu,svo og hafnsögumaðurinn sem bjó í Garðbæ fyrr á tíð,gjarnan staðið þar og kannað sjólagið. Í fornum heimildum er getið um kirkjugarð á þessum slóðum frá Skúmstöðum,en þar mun hafa verið kapella til forna.
Til eru nokkrar sögusagnir um hól þennann og koma hér þrjár sögur sem tengjast þessum hól.
VETRARMAÐURINN.
Jóhann hét maður og var Loftsson, bónda í Sölkutóft Jónssonar frá Ketilstöðum í Mýrdal. Jóhann var lengi formaður á Eyrarbakka. Hann hafði oftast hjá sér vetrarmann til að sinna ýmsum verkum í landi.
Eitt kvöld þegar vetrarmaður Jóhanns var að koma frá beitningu,þá gengur hann framm á hólinn,maður þessi var talinn skygn á ýmsa hluti. Sér hann þá veru nokkra, ferlega ljóta og illilega ásýndum. Var vera þessi genginn upp fyrir hné.þannig að hann sá aðeins efri hluta verunnar. Vetrarmaður varð nú óttasleginn mjög og hraðaði sér burt sem skrattinn sjálfur væri á hæla hanns. Þegar heim var komið tók heimafólk eftir að hann var fölur og fár,sem veikur væri og fór að ganga á hann hvað fyrir hefði borið,en vetrarmaður var hljóður sem úr steini gerður.
Það varð ekki fyrr en löngu seinna,sem að hann rakti raunir sínar fyrir Jóhanni Loftssyni og sagði honum frá sýn sinni og gat þess um leið að þetta hefði verið sú ljótasta vera sem fyrir augu hanns hefði borið og hefði hann þó margt séð sem öðrum var hulið.
GRÚTARBRÆÐSLAN.
Á árunum eftir fyrri heimstyrjöldina,var stofnað félag um útgerð á Bakkanum. Gengust fyrir því nokkrir farmenn og aðrir framfarasinnaðir einstaklingar,svo sem Guðmundur Guðmundsson Kaupfélagsstjóri.
Keyptir voru nokkrir mótorbátar og umsvif mikil viðhöfð,við að koma útgerðinni á laggirnar og meðal annars ráðist í að koma upp grútarbræðslu og var get ráð fyrir að hún yrði sett upp á Gónhól en sú ákvörðun mæltist illa fyrir hjá gömlu fólki,sem taldi álög hvíla á hólnum og taldi að ílt myndi af hlótast,ef farið yrði að raska hólnum.
Þrátt fyrir þessar aðvaranir og hrakspár,var hafist handa og grútarbræðslan byggð á hólnum,enda töldu yngri menn þetta bábyljur og hjátrú í gamla fólkinu sem ekkert mark væri takandi á.
En þó var ekki að sökum að spyrja,því eftir þetta rak hvert óhappið annað hjá útgerðarfélaginu. Grútarbræðslann brann til kaldra kola,bátarnir ýmist fórust eða ráku upp í fjöru og einn báturinn mb.Freyja rak á haf út og sást aldrei framar. Siðan hefur ekki nokkur maður laggt sig við að raska hólnum og jafnvel forðast að stíga þar fæti.
KVEÐJA AÐ HANDANN.
Þegar Magnús Oddson, sonur Odds Oddsonar gullsmiðs var hreppstjóri á Eyrarbakka,var hann jafnframt umboðsmaður jarðeigna Ríkisins á staðnum. Hann lét meðal annars girða kringum Gónhól og hækka og lengja sjógarðinn þar við,svo ekkert yrði honum til skaða.
Nokkru eftir þetta gerist það á miðilsfundi í Reykjavík, að boð koma til konu einnar sem þar var stödd og var hún burt fluttur Eyrbekkingur sem sest hafði að í höfuðborginni. Boðin voru frá tveim Pápískum munkum framliðnum og báðu þeir konuna að flytja Magnúsi Oddssyni sínar kærustu þakkir fyrir skjólið sem hann hefði gert þeim svo vel. Næst þegar kona þessi á ferð austur á Bakka,gerir hún sér ferð til Magnúsar og flytur honum kveðjuna frá hinum framliðnu munkum, en Magnús sem var vel aðsér í hinum veraldlega heimi, enn jafn ófróður um yfirnáttúrulega hluti, sagði nú heldur fátt, en þeir sem honum voru kunnugir, sáu að vænt muni honum hafa þótt um kveðjuna að handann