Færslur: 2023 Maí

12.05.2023 23:17

Trjágróður í húsagörðum

Tré fyrir framan Björgvin og Heiðmörk

Það var ekki fyr en á 6. áratugnum að trjágróður fór að sjást í húsa görðum á Eyrarbakka. Það var þó ekki almennt en í einstaka görðum lagði fólk sig frammi við að rækta tré. Aðstæður til trjáræktar voru hinsvegar erfiðleikum háðar. Jarðvegur sendinn og næringasnauður. Trén þurftu því bæði vökvun og áburð og þótti hrossatað hentugur áburður í trjábeðin. Í annan stað gátu seltuáhrif verið mikil í vetrarstormunum svo nærri sjó og trén urðu því að vera í einhverju skjóli fyrir hafáttinni. Þá var einnig hætta á kali á veturna þegar lagðist í frosthörkur og norðaustanátt sem getur staðið vikum saman hér um slóðir. Í fyrstu var eingöngu um að ræða reynitré, greni og rifsberjarunna. Sumir tjölduðu striga yfir trén á meðan þau voru ung, einkum grenið. Á 9.áratugnum færðist mjög í vöxt að setja niður hekk, einkum tröllavíði. Á 10. áratugnum fór að bera meira á ösp sem virðist plumma sig bærilega í sendnum jarðveginum og þurfti lítið að hugsa um og birki sem annars var lítið um á Bakkanum.

  • 1
Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260597
Samtals gestir: 33734
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 16:02:39