Færslur: 2021 Febrúar
18.02.2021 22:43
Vatnsveitan
Frá fornu fari hafði vatnið verið sótt brunna sem voru margir á Bakkanum og flestar útbúnar brunnvindum. Gerð var tilraun til að bora eftir vatni í við þorpið en það var djúpt á því og þegar farið var að dæla kom flótt mýrarauða með því og vatnið því ónothæft. Ein slík hola var boruð við Frystihúsið og notuð þar til hreppurinn gekst fyrir vatnsöflun úr Kaldaðarnesi 1967. Þar er jarðvatnsstaðan há og fékkst sæmilegt neysluvatn sem dælt var 6 km leið í vatnstank sem byggður var í Hjalladæl. Vatnsveitan var tekin í notkun þann 18. febrúar 1968. Árið 1977 gerði Orkustofnun könnun á vatnsöflun fyrir Eyrarbakka, en athuganir sýndu að leirkennt efni barst með neysluvatninu sem talið að eigi uppruna úr Ölfusá. Úr þessu fékkst þó ekki bætt að sinni. Ástand vatnsöflunar á Stokkseyri var síst betra. Eftir sameiningu sveitarfélaganna í Árborg var farið að huga að þessum málum á ný fyrir bæði þorpinn og árið 2006 var lögð ný vatnsleiðsla frá Selfossi til Eyrarbakka og Stokkseyar. En vatnið er sótt í vatnslyndir í Ingólfsfjalli 14 km leið frá Eyrarbakka og 17 km frá Stokkseyri. Árið 2017 var síðan byggð dælustöð við vegamótin til þorpanna og hefur vatnsöflun verið í góðu horfi síðan. Nokkrar nýjar vatnslyndir hafa verið virkjaðar við Ingólfsfjall á þessu árabili enda ört vaxandi byggð á svæðinu.
Skrifað af oka
16.02.2021 22:54
Sjógarðurinn á Bakkanum
Skrifað af oka
- 1
Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260486
Samtals gestir: 33691
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 15:41:27