Færslur: 2019 September

19.09.2019 22:22

Oline Lefolii Thamsen

Oline Lefolii (f. Thamsen 1860-1909) var kona Andreas Lefolii  sonar I.R.B. Lefolii verslunarmanns. Hún tók allmargar ljósmyndir á Bakkanum, þorlákshöfn og víðar. Í fylgd með þeim var Möller gamla en hún tók nokkur steypumót af íslenskum hestum.

Hér má t.d. sjá nokkrar myndir sem Oline tók á Eyrarbakka: Vesturbúðin og Bakaríið / Hópmynd - Starfsfólk Lefolii / Innimynd kirkjan / Skútur í höfn. Myndir hennar eru í dag mikill menningaverðmæti og eru margar þeirra varðveittar  á Þjóðmynjasafni Íslands og má finna þær á sarpur.is .

Sjá einig: Jacop Andreas Lefolii http://www.kb.dk/images/billed/2010/okt/billeder/object458521/da/

14.09.2019 17:14

Bakarar á Bakkanum

Fyrsti bakarinn á Eyrarbakka var danskur, N.C.Back að nafni. Hann var bakari við Lefolii verslun og fór hann héðan alfarinn árið 1909 aftur til Danmerkur. Danskir bakarar Oluv Hansen og Martein Nielsen leystu Bach af þá er hann fór utan í tvö skipti (í síðara sinnið 1902).  Lars Laurits Andersen Larsen frá Horsens í Danmörku kemur 1909 (Lárus eldri, en hann giftist íslenskri konu, Kolfinnu Þórarinsdóttur) og fer að baka fyrir Lefolii verslun og starfar til ársins 1915, en fer þá utan um nokkurn tíma. Jón Jónsson (d.1930) var annar bakari hjá versluninni á Eyrarbakka og starfar þá einn fyrir bakaíið um skeið, en fer til starfa hjá Lárusi eldri árið 1927 þegar hinn síðarnefndi kaupir bakaríið af versluninni.  [Jón þessi hafði frá upphafi verið Bach bakara til aðstoðar] Þegar Lárus eldri fellur frá 1942 tekur Lárus yngri Andersen við bakaríinu, og um 1960 setur hann upp bakarí í Skjaldbreið (Lalla bakarí). Bakaríið rak hann framundir 1970 þá er hann lést. Lalli hafði þá lengi glímt við veikindi, en hann hafði fengið berkla á sínum yngri árum og náði sér aldrei að fullu af þeim veikindum.  Í Vestmannaeyjagosinu 1973 flutti Sigmundur Andresson (Simmi bakari) úr Vestmannaeyjum aftur á Bakkann og  tók bakaríið í Skjaldbeið á leigu og hóf þar bakstur. Sigmundur var fæddur árið 1922 í Nýjabæ á Eyrarbakka. Það var mikil hátíðarbragur þegar bakaríið opnaði aftur kvöld eitt undir merkjum Sigmundar og varð venjan sú að hafa bakaríið opið langt frameftir kvöldi. [ Foreldrar Sigmundar voru Andrés Jónsson fæddur á Litlu Háeyri á Eyrarbakka (síðar Smiðshúsum) og Kristrún Ólöf Jónsdóttir. Sigmundur hafði lært að baka hjá Lárusi eldri áður en hann flutti til Vestmannaeyja 1946]  Þegar gosinu lauk flutti Sigmundur aftir til Eyja með fjölskyldu sína. Síðan hefur ekki verið starfandi bakarí í þorpinu, enda átti slík þjónusta orðið í ófæri samkeppni við Kaupfélagið á staðnum.

 

Bakaranemar á Eyrarbakka. Jón Jónsson, Gísli Ólafsson frá Gamla Hrauni, Sigmundur Andrésson frá Smiðshúsum, Lárus Andersen frá Bakaríinu, Sigurður Andersen frá Bakaríinu.

 

Heimild: Heimaslóð.is Auglýsarinn, 02.11.1902 - Timarit.is. Eyrarbakki.is

08.09.2019 23:02

Plastiðjan á Eyrarbakka - Saga plastsins

Plastiðjan HF hóf starfsemi sína í Miklagarði á Eyrarbakka 1957 og voru það forsvarsemenn Korkiðjunar og Vigfús Jónsson oddviti sem gengust fyrir stofnun þess. Framleiðsluvörur fyrirtækisins voru fyrst og fremst einangrunarplast, en einig  trefjaplast, röraeinangrun, þolplast og hljóðvistarplötur. Hjá fyrirtækinu störfuðu 30 manns. Nýr rekstraraðili hóf plastframleiðslu í húsnæðinu 1973 en fluttist síðar að Gagnheið á Selfossi. Fyrirtækið hét þá Plastiðjan ehf og  sérhæfði sig í matvælaumbúðum og vörum fyrir matvælaiðnað. Mikligarður var þá nýttur undir aðfangslager álpönnufyrirtækisins Alpan hf eftir að Plastiðjan hvarf á braut einhverntíman um og eftir 1986. Húsið hrörnaði mjög á þeim tima og síðar er það stóð autt í nokkur ár þar til Félag var stofnað árið 2005 um uppgerð húsnæðisins og hýsir það nú einn vinsælasta veitingastað á Suðurlandi. Mikligarður var byggður sem verslunarhús árið 1919 af Guðmundu Níelsen Tónskáldi og verslunarkonu. 

Húsnæði Plastiðjunar á Gagnheiðinni brann til kaldra kola árið 2015 og í framhaldi af því fluttist framleiðsla fyrirtækisins til Reykjavíkur.

 Í dag er plastið mikill mengunavaldur um allann heim, þó svo stór hluti þess sem framleitt er fari aftur til endurvinnslu. Fólk er orðið meðvitaðra um áhrif plasts á lífríkið og þá einkum örplasts úr snyrtivörum og niðurbroti annars plasts. Plastframleiðslan í heiminum í dag nemur  um 345 milljónum tonna á ári. Bretinn Alexander Parkes var fyrstur til að framleiða plast úr sellulósa árið 1862 og nefnist efnið Parkesine. Belginn Leo Baekeland var fyrstur til að búa til nútíma plastefni árið 1907. Það var svo ekki fyrr en á stríðsárunum að verksmiðjur hófu að framleiða alskonar vörur úr plasti í stórum stíl.

Sjá einig: Sú var tíðin 1957

01.09.2019 22:42

Fornleifar á Eyrarbakka

Búðir norskra kaupmanna stóðu í landi Einarshafnar frá árinu 1316. á svipuðum slóðum og Sundvörðurnar nú og kölluðust "Rauðubúðir" manna á meðal. Nokkrum áratugum síðar leggst Ísland undir danskt konungsvald (1380). Um aldamótin 1500 var byggt þar stórt geymsluhús og baðstofa úr timbri. Stóð það á hnéháum stöplum. Öld síðar hófst einokunarverslunin á Íslandi. [https://is.wikipedia.org/wiki/Einokunarverslunin ]Einarshöfn fór illa í stóraflóði 1653 og voru bæir og verslunarhús flutt á Skúmstaðahorn. Hús þau hétu síðan Vesturbúðir. Síðan sumarið 2017 hefur verið grafið þar eftir fornminjum og nú síðast í sumar. Þau hús sem þar stóðu síðast voru byggð á árunum 1750 til 1892. Húsin komust síðar í eigu kaupfélags Árnessinga og voru rifin 1959 og var efnið flutt til Þorlákshafna, þar sem kaupfélagið byggði fiskverkunarhús úr efniviðnum, sem síðar brann.

Sjá: Húsbrot og rupl í Rauðubúð

Sjá: Haust

Sjá: Í minningu Vesturbúðanna

  • 1
Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260597
Samtals gestir: 33734
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 16:02:39