Færslur: 2019 Ágúst
25.08.2019 22:11
Hallærið 1884-85
Árið 1885 voru mönnum flestir bjargræðisvegir bannaðar hér sunnanlands. Heyfengur var harla lítill sumarið áður. Upp í Holtum þrutu nokkra bændur skepnufóður þegar leið að vori, en þeir sem hlýddu ásetninganefnd um að skera niður fénaðinn stóðu betur að vígi. Veturinn var afleitur og snjóþyngsli mikil, svo vetrarbeit varð ekki við komið. Ekki bætti úr skák að ógæftir urðu þær mestu í manna minnum í austursýslum. Gátu útvegsmenn þar aðeins komist í einn róður, en sumir þó 2-3 róðra á vertíðinni. Varð almenningur er stóð höllustum fæti að treysta á erlent gjafafé úr vörslu landshöfðingjanna. Um slíka ölmusu var þó ekki talað hátt eða feitletrað í sögubækur vorar þó gjafir þessar forðuðu þjóðinni frá hungri og sárum sulti.
Heimild: Þjóðólfur 17. tbl. 1885
24.08.2019 23:09
Þegar iðnbyltingin barst til Eyrarbakka
Tóvinna er elsta iðngrein sem stunduð var á Bakkanum og fór sú vinna að miklu leiti fram í dönsku verslunarhúsunum í lok 19. aldar og fram á annann áratug 20. aldar. Tóvinna var einig mikið stunduð til sveita og voru unnar bæði voðir og prjónles. Prjónles skiptist í duggarales og smáles (smáband). Smáband og annað prjónles var verslunarvara. Snældustokkar og rokkar voru algengir og til á flestum bæjum í lok 19 aldar. [Upphaflega var mest spunnið á halasnældu en hjólrokkar tóku ekki að berast til landsins fyrr en á miðri 18. öld og fram yfir miðja 20. öld tíðkaðist að nota halasnældur meðfram til að tvinna.] Vefstólar voru hinsvegar sjaldgæfari en þó munu þeir hafa verið notaðir við tóvinnu á Eyrarbakka. Snældudustokkar og rokkar voru yfirleitt íslensk smíði, en vefstólarnir erlendir þó dæmi séu um íslenska vefstóla. Um miðja nítjándu öld höfðu vefstólar útrýmt gömlu kljásteinsvefstöðunum, en þeir stóðu lóðrétt með steinaröð neðst. Helstu framleiðsluvörurnar voru vaðmál og voðir, en einnig peysur, föðurland, sokkar, húfur og vettlingar sem konur framleiddu heima. Mikilvægt var að ullin væri vel þveginn fyrir vélarnar og sem dæmi var ull frá Bitru í Flóa höfð til sýnis á Eyrarbakka vorið 1916 sem all vel þvegin ull.
19.08.2019 22:35
Saga áraskipana
Saga áraskipana nær allt frá landnámi og fram á fyrsta áratug 20. aldar. Þessir bátar nefndust eftir stærð, Tveggja manna far, Sexæringur og Teinæringur. Íveruhús sjómanna nefndust "Sjóbúðir" eða "Verbúðir" og í "beituskúrunum" hömuðust "beitustrákarnir" við að skera beitusíldina og stokka upp bjóðin. "Lending" var í "vör" og í lok vertíðar voru skipin sett upp í "naust", og fiskurinn hengdur upp á "hjalla". Þetta orðfæri er nú liðin tíð. Áraskipin höfðu nokkuð mismunandi lag eftir landshlutum, en hér Sunnanlands er þekkt svokallað "Steinslag" eftir Steini Guðmundssyni skipasmið í Steinsbæ. Þar er stefnið skásett ca 45 gráður sem gerir skipið hæfara til að skera sig í gegnum brimölduna. Eitt slíkt skip hefur varðveist á Eyrarbakka, en það er áraskipið Farsæll, tólfróinn teinæringur.
Á 19. öld óx mjög útgerð áraskipa á Eyrarbakka og skiptu þau tugum, en það voru einkum sexæringar sem dugðu best hér við ströndina. Árið 1884 var ábyrgðasjóður opinna áraskipa stofnaður á Eyrarbakka og sjómannasjóður árið 1888 og sjómannaskóli Árnessýslu um 1890. Stuðlaði það mjög að aukinni útgerð þrátt fyrir einhverjar erfiðustu aðstæður á landinu til sjósóknar fyrir skerjum og brimi. Sumir formenn kusu að gera út frá Þorlákshöfn þar sem tryggari lending var fyrir skipin, en alla jafna var Þorlákshöfn þrautarlending ef sund lokuðust á Eyrarbakka og Stokkseyri. Formennirnir urðu stundum að kljást við ægi í sínum versta ham, þegar brast á bræla og brim nær fyrirvaralaust og sumir urðu að lúta í lægra haldi í þeim bardaga. Þessir sægarpar voru miklar hetjur og gjarnan kveðnar um þá >vísur og >sögur sagðar. Síðasti formaður á opnu áraskipi á Eyrarbakka var Guðmundur Ísleifsson á Háeyri. Hann var farsæll formaður og fyrir marga bjargvættur á ögurstund. >Hér er um hann kveðið.
Myndin hér að ofan er frá: Sigmar Þór Sveinbjörnsson blog.is
17.08.2019 21:30
Hnísuveiðar
15.08.2019 21:53
Laxveiðar í Ölfusá
13.08.2019 21:37
Tilraunir með þorskanet árið 1800
11.08.2019 21:40
Árið 1898 komu lóð í stað handfæra.
10.08.2019 23:06
Sandkorn úr sögunni
09.08.2019 21:33
Sandkorn úr sögunni
08.08.2019 21:44
Sandkorn úr sögunni
Fjallkóngur á Eyrarbakka 1929-1938 var Jakop Jónsson í Einarshöfn (Jakopsbæ) sem er eitt af elstu steinhúsunum sem byggð voru á Eyrarbakka og er rækilega merkt honum á framhliðinni, en þar stendur stórum stöfum "Jakop Jónsson 1913."
07.08.2019 23:54
Sandkorn úr sögunni
Elsti hreppsjóðurinn á Eyrum var Þorleifsgjafasjóður. Gjöf Þorleifs ríka til Stokkseyrarhrepps 16. 2. 1861. Þorleifur Kolbeinsson á Stóru-Háeyri var einn ríkasti íslendingurinn á sinni tíð.
07.08.2019 23:40
Þorleifur Guðmundsson
Fæddur á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka 25. mars 1882, dáinn 5. júní 1941. Foreldrar: Guðmundur Ísleifsson (fæddur 17. janúar 1850, dáinn 3. nóvember 1937) formaður og kaupmaður þar og kona hans Sigríður Þorleifsdóttir (fædd 15. mars 1857, dáin 3. apríl 1937) húsmóðir. Maki (22. september 1907): Hannesína Sigurðardóttir (fædd 9. júní 1890, dáin 20. september 1962) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Jónsson og kona hans Viktoría Þorkelsdóttir. Börn: Jónína Sigrún (1908), Viktoría (1910), Sigurður (1911), Sigríður (1914), Guðmundur (1918), Kolbeinn (1936).
Pöntunar- og kaupstjóri á Eyrarbakka 1905-1908, við verslunarstörf og kaupmennsku þar og í Reykjavík 1909-1914. Bóndi og útvegsmaður í Þorlákshöfn 1914-1928, í Garði á Eyrarbakka 1928-1930. Síðan um skeið fisksölustjóri í Reykjavík.
Regluboði Stórstúku Íslands 1940-1941.
Alþingismaður Árnesinga 1919-1923 (utan flokka, Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).
Heimild: Althingi.is
Þ
- 1