Færslur: 2015 September

22.09.2015 21:21

Flóabáturinn Ingólfur

Ingólfur gamli flutti vörur milli Reykjavíkur Akranes og Borgarnes og einnig til Eyrarbakka. Ingólfur byrjaði flutninga 1908 og var það fyrsta flutninga og farþegaskipið sem var alfarið í íslendinga eigu. Árið 1916 voru þrír Eyrbekkingar á Ingólfi; Sigurjón Jónsson frá Skúmsstöðum var skipstjóri, og sægarpur hinn mesti, Einar organisti frá Eyfakoti og Jón Axel Pétursson, sonur Péturs Guðmundssonar kennara, þá 16 ára og voru þeir hásetar.

Ingólfur tók einnig þátt í leitum og björgun skipbrotsmanna á Faxaflóasvæðinu.

  • 1
Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 444
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 378473
Samtals gestir: 42916
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 08:30:26