Færslur: 2013 Júlí

22.07.2013 20:15

Stríðsmynd tekin upp á Eyrarbakka

Ef öll tilskilin leyfi fást verður Eyrarbakki sögusvið kvikmyndar sem gerist í síðari heimstyrjöldinni. Atburðirnir eiga að gerast í Noregi en hagkvæmara þykir að taka upp meginefni myndarinnar hér á landi. Það er Sagafilm sem stendur að undirbúningi fyrirtækisins með norskum kvikmyndagerðarmönnum sem munu reisa hér allmikið kvikmyndasvið stríðsáranna, og m.a. mun alvöru skriðdreki leika stórt hlutverk á Bakkanum. Áætlað er að tökur muni hefjast í síðari hluta ágúst og standa fram í september. Þess er skemst að minnast að fyrir ári var tekin hér upp að stórum hluta sænsk kvikmynd, en fyrsta kvikmyndaskotið þar sem Eyrarbakki kom við sögu sem sviðsmynd var í íslensku kvikmyndinni Brekkukotsannál á 7. áratugnum. Þorpið og umhverfi þess þykir búa yfir eftirsóknarverðu og jafnvel dularfullu myndrænu sviði, svo hver veit nema "Hollywood" norðursins leynist hér.

17.07.2013 23:10

Eyrarbakki og náttúran

Fjölbreytt náttúran á Bakkanum er ferðamönnum hvatning til að staldra við og njóta umhverfisins. Þetta kort ætti að hjálpa til að finna áhugaverða staði til að munda myndavélina, en húsin, fjaran, víðáttumikil náttúra og fjöllin í kring hafa einmitt svo skemtilega myndrænt yfirbragð.

04.07.2013 21:06

Bardús á Bakkanum

Aðstöðuhús við tjaldsvæði
Aðstöðuhús rís við Tjaldsvæðið, en björgunarsveitin hefur haft umsjón með því síðustu ár.
Sjógarðsstígur
Göngustíg hafa ungmennin í sumarvinnunni á Eyrarbakka útbúið á Sjógarðinn á milli menningarsetranna "Gónhóls" og "Staðs", en á þeim síðari er Geiri-Staðarhaldari byrjaður á rampi með útsýnispalli uppi á garðinum.
Eyrargata
Gangstéttarlagning sveitarfélagsins er komin af stað á ný þar sem frá var horfið síðasta haust.
  • 1
Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260597
Samtals gestir: 33734
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 16:02:39