Færslur: 2013 Júlí
22.07.2013 20:15
Stríðsmynd tekin upp á Eyrarbakka
Ef öll tilskilin leyfi fást verður Eyrarbakki sögusvið kvikmyndar
sem gerist í síðari heimstyrjöldinni. Atburðirnir eiga að gerast í Noregi en
hagkvæmara þykir að taka upp meginefni myndarinnar hér á landi. Það er Sagafilm
sem stendur að undirbúningi fyrirtækisins með norskum kvikmyndagerðarmönnum sem munu reisa hér allmikið
kvikmyndasvið stríðsáranna, og m.a. mun alvöru skriðdreki leika stórt hlutverk
á Bakkanum. Áætlað er að tökur muni hefjast í síðari hluta ágúst og standa fram
í september. Þess er skemst að minnast að fyrir ári var tekin hér upp að stórum
hluta sænsk kvikmynd, en fyrsta kvikmyndaskotið þar sem Eyrarbakki kom við sögu
sem sviðsmynd var í íslensku kvikmyndinni Brekkukotsannál á 7. áratugnum.
Þorpið og umhverfi þess þykir búa yfir eftirsóknarverðu og jafnvel dularfullu myndrænu
sviði, svo hver veit nema "Hollywood" norðursins leynist hér.
17.07.2013 23:10
Eyrarbakki og náttúran
04.07.2013 21:06
Bardús á Bakkanum
- 1