Færslur: 2011 Desember
31.12.2011 12:00
Snjókarlakeppnin
Þessi snjókarl (Snæfinnur) var búinn til af Sunnu Bryndísi og Söndru Dís í garðinum við Silfurtún 28.nóv sl. Hann lifði í hálfan mánuð en þá komu einhverjir óprúttnir aðilar í garðinn þeira og spörkuðu hann niður, líklegt má þó telja að það hefði farið illa fyrir honum hvort sem er nokkrum dögum síðar þegar hlánaði all verulega hér á Bakkanum ;-)
Litli Snjómaðurinn frá Hofi. (Harald og Stefanía)
Hákon Hugi og Snæfríður.
Þessar myndir bárust í snjókarlakeppnina 2011, Kosning um fegursta snjókarlinn fór fram á gamlársdag hjá veðurklúbbnum andvara og var "Snæfinnur" frá Silfurtúni hlutskarpastur og fær því titilinn Snjókarl ársins 2011.
Fyrir næstu fegurðarsamkeppni snjókarla má senda myndir til brimgardur@gmail.com
27.12.2011 20:16
Auglýsingar
Bræðurnir Kristjáns 1930
Verslun Guðlaugs Pálssonar 1930
Einarshöfn 1912
18.12.2011 19:37
Verslunin Dagsbrún auglýsir
Verslunin Dagsbrún var rekin bæði á Eyrarbakka og í Reykjavík. Á Bakkanum var verslunin í "Regin" árið 1912 ásamt skrifstofu undir stjórn Þorleifs Guðmundssonar frá Háeyri. Hús það sem stóð handan við Regin og Þorleifur verslaði í á árunum áður var með versluninni Dagsbrún notað sem pakkhús.
Í Reykjavík seldi verslunin aðalega vefnaðarvörur og föt. Þar var einnig saumastofa undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar skraddara. En á Eyrarbakka voru einnig alhlhiða nauðsynja og munaðarvörur til sölu, eins og auglýsingin ber með sér.
Síðar stóð hús sem "Dagsbrún" hét þar skamt frá, sunnan götunar og austan við "Læknishús"
Heimild: Suðurland 1912
08.12.2011 21:57
Lyfjabúðin auglýsir
Um 1930 rak Lárus Böðvarsson apotekið á Eyrarbakka, en áratug áður, 1919 var stofnuð fyrsta lyfjabúðin á Eyrarbakka sem þjónaði sunnlendingum nær og fjær um árabil. Lyfsalinn K.C. Petersen var danskur og hafði áður verið við Apotek Reykjavíkur um nokkur ár, þar til hann flutti á Bakkann. Keypti hann Þá gömlu Heklu húsin, (Kf.Hekla)og lét breyta þeim að innan samkvæmt nýjustu týsku þess tíma. Árið 1928 varð lyfjaverslunin gjaldþrota og var henni þá lokað að kröfu erlends lánadrottins. Meðal þess sem var til sölu í lyfjabúðinni á Eyrarbakka var: Gerpúlver í bréfum og lausri vígt. Eggjaduft, sem var á við 6 egg. Sitrondropa. Vanilledropa. Möndludropa. Krydd allskonar í bréfum og Sodapulver.
Lyfjavörur: Álún. Borax. Kolodinm. Glycerin. Heftiplástur. Flugnalím. Magnesia. Kamillute. Kúrneti. Einiber. Vaselin o. fl. Meltingar- og styrkjaudi lyf: Barnamél. Agernkacao. Maltsaft, Lýsi. Hunang o. fl.
Sóttvarnarlyf: Klórkaik. Kreolin. Lysol. Blývatn. o. fl. - ilástalyf: Lakríslíkjör. Mentholtöblur. Montreuxpastillur. Terpinoltablettur. Sen Sen.
Tyggegumi o. fl.
Hreinlætisvörur: Tannpasta. Coldcream. Varasmyrsl. Kolodonia. Arnickiglycarín. Hárspiritus. Eau de Cologne. Frönsk ilmvötn. Handsápur o. fl.
Hjúkrunarvörur: Gumiléreft, Bómull. Sjúkrabindi. Kviðslitsbindi. Skolunaráhöld. Hitamælar. Greiður. Svampar. Sprautur. Tannburstar o. fl.
Tekniskar vörur: Brennisteinssýra. Saltsýra. Salmiakspirítus. Brennisteinn. Talcum. Viðarkvoða. Schellak. Krít. Gips. Linolía. Bæs. Terpentínolia. Suðuspiritus o. fl. - Sadol, aesti pólitúr á húsgögn,- hljóðfæri, ramma o. þ. h.
Ratín: Besta rottueitur; drepur aðeins rottur og mýs.
Einnig: Suðufsúkkulaði. Átsúkkulaði. Konfect. Brjóstsykur. Piparmintur. Af af bestu tegund. Lit í pökkum til ½ °og 1 punds. - Málningarvörur allskonar. Pensla af öllum stærðum. Niðursoðið, svo sem: Leverpostej. Kjötbollur. Fiskibollur. Soya. o. fl. Skósvertu. Fitusvertu. Ofnsvertu. Fægiefni. Bláma. - Flugnanet. Kraftskurepuiver o. fl. o, fl. Munntóbak. Vindlar. Cigarettur og Reyktóbak.
Heimild: Þjóðólfur 03.11.1919/ Skinfaxi 21.arg.1930 /Árb. HSK 4.arg.1929 <Timarit.is
01.12.2011 23:24
Þórdís ljósmóðir
Þórdís Símonardóttir (f.22.09.1853. að Kvikstöðum í Borgarfirði. d. 4.6.1933) nam ung ljósmóðurstörf hjá Þorbjörgu Sveinsdóttur (systur Benedikts Sveinssonar, alþingism.) Átján ára hafði hún lokið námi, og fluttist þá útlærð ljósmóðir í Biskupstungur og gegndi þar starfi í 8 ár. Síðan var hún skipuð ljósmóðir á Eyrarbakka, Þar sem hún gengdi ljósmóðurstörfum til dauðadags. Tómthúsfólk, sem flest átti við þröng kjör að búa, áttu fylgi Þórdísar í öllu, sem til góðs mátti vera, hún studdi við réttindabaráttu og menningu þessa fólks og tók virkan þátt í félagsmálum, verkalýðs og kvenréttindabaráttu og áfengisvörnum. Síðustu árin kenndi hún börnum að lesa, en það var lengi til siðs á Bakkanum að eldri kvenfélagskonur tækju að sér lestrarkennslu 6-7 ára barna.
Þórdís giftist Bergsteini Jónssyni, söðlasmið, árið 1890, en hann dó ungur. Seinni maður Þórdísar var Jóhannes Sveinsson, úrsmiður, en þau skildu samvistir. Eignuðust þau eina dóttur, Ágústu Jóhannesdóttur er lengi bjó í Brennu og kenndi hún einnig mörgum börnum að lesa á sínum efri árum.
Heimild: Hlín 1954- 1