Færslur: 2011 September

28.09.2011 22:41

Gamla gatan

Mynd: L.mbl. Sigurður Guðjónsson
Mynd. L.mbl. Sigurður GuðjónssonGamla gatan 1977. Hér má sjá að búið er að malbika austurbakkann, en malarvegurinn gamli og holurnar og pollarnir eru enn á vesturbakkanum. Á austurbakkanum eru járnstaurarnir komnir, en tréstararnir eru enn á vesturbakkanum og raflínurnar í loftinu. Malbikið endar austan við Skjaldbreið. Ekki var búið að leggja gangstéttir þegar hér er komið sögu, en voru byggðar í áföngum næstu árin á eftir. Þannig eru flestar gangstéttir á Bakkanum orðnar þrítugar og úr sér gengnar. Mikið hefur verið rætt um það meðal fólks hér í þorpinu að löngu sé orðið tímabært að endurnýja gamlar stéttar ásamt ljósastaurum sem komnir eru fram yfir leyfilegan notkunartíma. Hafði nokkru fé verið lofað af bæjaryfirvöldum á þessu ári til endurbóta 1. áfanga  við austurbakkann, en nokkrir aðilar óskuðu eftir að þeim áfanga yrði frestað.

27.09.2011 23:31

Vertíðin 1972

Álaborg ÁR 25Vetrarvertíðin 1972 hófst í byrjun febrúar  á Eyrarbakka. Alls voru  7 bátar gerðir út þessa vertíð. Heildaraflinn var alls 1606 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Álaborg með 484 lestir, Þorlákur helgi með 472 lestir,og  Jóhann Þorkelsson með 457 lestir. Skipstjóri á mb. Álaborg var Karl Zophaniasson. Sumar og haustvertíð stunduðu 5-6 bátar, en ekkert var róið í oktober og aðeins einn bátur réri í desembermánuði. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan. til 31. des. var 2.147 lestir. (Humarafli er ekki meðtalinn).

Heimild: T.r. Ægir.

25.09.2011 21:33

Örebak gamle Faktorbolig


Húsið og skáldkonan:
 Hún hét Thit Jensen, systir Johannesar V. Jensens, hins mikla Danaskálds. Hún hafði verið unnusta Íslensks námsmanns i Kaupmannahöfn, en síðar slitnaði með þeim, en hún kom hingað á eftir honum og dvaldi tvö sumur I "Húsinu" á Eyrarbakka, 1904 og 1905. Þá orti hún um "Húsið" á Bakkanum, "örebak gamle Faktorbolig", og ibúa þess:

Gamle Specier i et gammelt Gemme, 
Skabe, Gulve fuld af dulgte Lemme,
en mystisk Mand sig engang hængte,
underlige Ting i Mængde.
Glimtvís vejrer man Tragedier,
brudstykvis af Livs-Komedier
- ingen ved, hvordan de endte.
Det er li'som man kan höre
Poesien sive fra Panel og Döre,
sagte Sange om den eminente
Gæstfridhed, som her er givet
- samt om mange underlige Ting i Livet 

Í ljóðinu talar hún um hina fornu hluti
sem leynast í gömlum geymslum. Um
skápa og gólf með huldum hirslum og
dularfullan mann sem sig eitt sinn
hengdi. Um gnótt undarlegra hluta.
Fegurð í harmleiknum sem brýst upp
í skoplegar hliðar lífsins og endalokin
sem engin þekkir. Það er bara eins og
 maður geti heyrt ljóðin seitla frá
veggjum  og dyrunum með stórkostlegum
söng tileinkað gesti hússins, sem
og hinum undarlegu  kynjum lífsins
 


Thit Jensen (Maria Kirstine Dorothea Jensen 1876-1957)  var fædd á heimili dýralæknis í Farso og var elsta barn í 12 manna systkynahóp. Sem ung stúlka var hún kölluð "Himmerlands skønhed" (himnesk fegurð). Um aldamótin 1900 flutti hún til Kaupmannahafnar til að skrifa um vandamál sinnar tíðar og gaf hún út mörg rit t.d. um kvenréttindamál, en auk þess hélt hún fyrirlestra. Einhverju sinni kallaði einn áheyrandinn og vitnaði í söguna um Adam og Evu og eplið, "og þar með olli kona fyrstu syndinni", en Thit svaraði um hæl, "Má vera, en þegar Adam hafði barnaði Evu, kom fyrsti kjáninn í heiminn". Thit Jensen fékk margar viðurkenningar fyrir skrif sín um ævina. Hún var gift 1912-1918 málaranum Gustav Fenger

Heimild: Tíminn 06.02.72- Wikipedia.

20.09.2011 22:00

Gangstéttir og götuljós

Í kvöld var fundað á Eyrarbakka um endurnýjun gangstétta og götuljósa. Af því tilefni er gaman að rifja upp hugleiðingar Eyrbekkings árið 1910:

Hugleiðing á Bakkanum "er gerast kvöldin dimm og löng",

Sólin er að setjast. - Rökkurskuggainir eru þegar byrjaðir að teygja út armana. - Syrtir að í lofti. Mér er sem eg heyri dyn mikinn, sem af vængjataki. - Það er nóttin. Það fer um míg hrollur, eg flýti mér heim. - Eg kemst ekkert áfram, einlægur árekstur, hamingjan góða! Hvar eru götuljósin? spyr eg sjálfan mig og ætla að fara að blessa yflr bæjarstjórnina, en þá man ég það að hún er engin til hérna á Bakkanum, já, það var nú verra gamanið. Hver á þá að kveikja? Hreppsnefndin sagði einhver. Já, það hlýtur þá vist að vera hún, já, guð blessi hreppsnefndina, segi eg, hún veit hvað hún hefir að gera. - En það verður ekki kveikt á engu, maður lifandi, - onei, nei, fyrst að enginn vill taka sig fram um að nota vindinn, já það var líka satt, hann hefði ekki annað að gera en kveikja á kvöldin, nægur tími til fyrir hann, að sækja í sig veðrið í útsynningnum allan daginn og kveikja svo á kvöldin. - Hefir nokkur farið fram á það við hann "herra Storm", að hann gerði eitthvað til gagns, nei nei blessaður, - en hann á þó ef til vill, eða gæti átt rafurmagn í pokahorninu ef látið væri við hann beislið? Já, ekki vil eg nú bíða eftir þvi, og heldur fara í hreppsnefndina og eg læt ekki sitja við orðin tóm, og sest undir gluggana hjá henni og syng hana í svefn, geri henni galdra og risti henni rúnir, ef hún fer ekki að hugsa fyrir götuljósum áður en eg verð búinn að mola í mér hauskúpuna og skaðskemma nefið á náunganum. Mér er annars full alvara, eg ætla að biðja blessaða hreppsnefndina ósköp vel, að gleyma ekki þeim fáu, sem eru Ijóssins börn, en láta hitt ruslið sjá um sig sjálft - og hugsa fyrir götuljósum áður en mesta skammdegismyrkrið skellur á. Já, því má hún ekki gleyma.

Frá fundinum er það skemmst frá að segja að fundurinn samþykkti að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við endurbyggingu fallina gangstétta á Eyrarbakka, en útboð stóð fyrir dyrum.


Heimild: Óþekktur Eyrbekkingur.

18.09.2011 21:46

Hvass sunnudagur

24 m/sÍ dag hefur hvassviðri staðið yfir og hafa mestu hviður farið í 24 m/s hér við ströndina. Lítil úrkoma hefur verið með lægðinni sem á uppruna sinn að rekja til hitabeltisstormsins "Maríu". Stórhöfði sjálfvirk stöð var með mesta vind á landinu 28,3 m/s.

18.09.2011 20:36

Vertíðin 1971

Jóhann ÞorkellssonFrá Eyrarbakka stunduðu 6 bátar vertíðina 1971: m/b Kristján Guðmundsson, m/b Jóhann Þorkellsson, m/b Þorlákur helgi, m/b Hafrún, m/b Fjalar og m/b Álaborg. Heildaraflinn á vertíðinni var alls 1.860 lestir, Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: 1. Jóhann Þorkelsson 477 lestir 2. Þorlákur helgi 463 lestir. Skipstjóri á m/b Jóhanni Þorkelssyni var Bjarni Jóhannsson. Allir bátarnir gerðu út á sumarvertíð, ýmist með humartroll eða botnvörpu.  Héðan var ekkert róið í desember en heildaraflinn frá 1. jan. til 1. des. var alls 2.436 lestir (þar af sl. humar 37 lestir) en var árið 1970 á sama tíma 2.770 lestir (þar af sl. humar 16 lestir).

15.09.2011 21:42

Vertíðin 1970, aflabrögð

Þorlákur helgiHéðan stunduðu 5 bátar veiðar með línu og  net á vertíðinni 1970 og var afli þeirra alls 133 lestir í 19 sjóferðum. Vertíðin hófst 3. janúar og stóð fram í maí. Gæftir voru yfirleitt góðar er leið á vertíðina. Heildaraflinn á vertíðinni var alls 2.951 lest, (þar af 487 lestir, sem var landað í Þorlákshöfn). Aflahæstu bátar á vertíðinni: Þorlákur helgi með 770 lestir í 80 sjóferðum og Jóhann Þorkelsson með 657 lestir í 77 sjóferðum. Skipstjórinn á m.s. Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson. Aðrir bátar voru: "Hafrún", "Fjalar" og "Kristján Guðmundsson".


Sumarvertíðin hófst í júní og stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 3 með humarvörpu og 1 með botnvörpu. í júlílok var aflinn var alls 153 lestir í 27 sjóferðum, þar af sl. humar 8 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta 29 lestir. Gæftir voru góðar. Í ágúst voru 3 bátar gerðir út , þar af 2 með humarvörpu og einn með botnvörpu. Afli þeirra var alls 50 lestir í 19 sjóferðum, þar af 4,5 lestir sl. humar. Gæftir voru stirðar. Í september stunduðu 3 bátar veiðar, þar af 2 með humarvörpu og 1 með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var alls 25 lestir í 10 sjóferðum, þar af sl. humar 1,2 lestir. Gæftir voru slæmar. Í oktober stunduðu 3 bátar veiðar með botnvörpu og var afli þeirra alls 11 lestir í 10 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Í nóvember stunduðu 2 bátar veiðar, þar af 1 með botnvörpu og 1 með rækjutroll. Afli þeirra var alls 10 lestir í 10 sjóferðum, þar af rækja 5,7 lestir. Í desember stundaði 1 bátur veiðar með rækjutroll og var aflinn 850 kg. af rækju í 2 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan.-31. des. var alls 3257 lestir, þar af sl. humar 16 lestir og rækja 6.6 lestir.

(Af þessum afla var 487 lestum landað í Þorlákshöfn)


Heimild: t.r. Ægir 1970.

10.09.2011 20:31

Vertíðin 1951, aflabrögð

Pipp ÁR 1Fjórir bátar stunduðu veiðar frá Eyrarbakka vertíðina 1951:  "Ægir", "Gullfoss", "Pipp" og "Mímir". Þeir stunduðu línuveiðar framan af vertíð, en síðan með þorskanet. Vertíð hófst 27. janúar, en lauk 7. maí. Tíðarfar var hagstætt til sjósóknar, en afli fremur tregur. Bezt reyndist veiði í marzmánuði, en lökust í febrúar. Mestur afli í róðri varð 4. apríl, 11.100 kg. Hjá þeim bát, er oftast fór á sjó, urðu 53 róðrar, er skiptast þannig eftir mánuðum: Febrúar 6, marz 21, apríl 22 og 4 í maí. Aflahæsti bátur yfir vertíðina var v/b Pipp, 17 rúml. að stærð, eigandi hlutafélagið Óðinn á Eyrarbakka. Hann aflaði 138 smálestir í 53 róðrum og 12 544 lítra af lifur. Meðalafli hans varð um 2600 kg í róðri. Formaður á Pipp var Sverrir Bjarnfinnsson, þá 30 ára gamall, á sinni fyrstu vertíð sem formaður fyrir bát. - Heildaraflinn í verstöðinni varð 380 smál. af fiski og 35 þús. l. lifur. Megnið af aflanum var fryst Ólafur Bjarnason heimildarmaðurí Hraðfrystistöð Eyrarbakka og lítið eitt saltað. Hraðfrystistöðin keypti gotuna fyrir kr. 1.30 kg.

Heimildarmaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka fyrir t.r. Ægi.

09.09.2011 22:45

Fregnir af ferðum fellibylsins KATIA

Ferðir Katia

Fellibylurinn Katia (1. stigs) er nú suður af Nova Scotia og hefur hvergi komið að landi en stefnir austur og norðaustur á Írlandshaf. Þar mun fellibylurinn fara yfir kaldari sjó og verða öflugur stormur og því mögulega valdið einhverjum usla á Bretlandseyjum norðanvert nú um helgina. Ekki er talið að Katia muni hafa áhrif hér við land að svo komnu máli.

07.09.2011 23:30

Vertíðin 1952, aflabrögð

Þessir fimm þilfarsbátar voru gerðir út frá Eyrarbakka á þessari vertíð: Faxi, Gunnar, Mimir, Pipp og Sverrir BjarnfinnssonGullfoss en það var einum bát fleira en árið áður. Þrír bátanna stunduðu línuveiðar framan af vertíð og einn með dragnót, en í marzmánuði tóku allir bátarnir upp netjaveiðar. Vertíðin á Eyrarbakka hófst ekki fyrr en í febrúar og hætti um lok. Sá báturinn, sem oftast reri, fór 61 sjóferð, er skiptast þannig eftir mánuðum : Febrúar 9, marz 24, apríl 22, maí 6. Megnið af aflanum veiddist í marz og apríl. Meðalafli í róðri eftir mánuðum var sem hér segir: Febrúar 1355 kg, marz 3700 kg, apríl 3741 kg, maí 2760 kg. Meðalafli í róðri yfir vertíðina var um 3 smál. Meðalvertíðarafli á bát var 184.6 smál. Aflahæsti báturinn var Mímir, en hann veiddi 236 smál. í 58 róðrum, eða um 4 smál. að meðaltali í róðri. Mímir var 17 rúml. að stærð, eign hlutafélagsins Óðinn. Hann var keyptur frá Hnífsdal í stað Ægis, sem strandaði á vertíðinni 1951. Skipstjóri á Mími var Sverrir Bjarnfinnsson. - Bein voru flutt til Þorlákshafnar. Heildaraflinn, sem á land kom á Eyrarbakka, nam tæpar 924 smálestir.

Heimildarmaður : Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka fyrir t.r. Ægi.

06.09.2011 22:43

Vertíðin 1953, aflabrögð

Jóhann Vilbergsson skipstjóri á FaxaBreytingar urðu á skipastól Bakkamanna: Farsæll SH 30, 28 brúttórúml., eigandi Sigurjón Halldórsson, Gráfarnesi o. fl., seldur Bjarna og Jóhanni Jóhannssonum, Eyrarbakka, og heitir nú Jóhann Þorkelsson ÁR 24. Gunnar ÁR 199, 13 brúttórúml., eign Jóns K. Gunnarssonar, Eyrarbakka, seldur Bjarna Árnasyni, Hafnarfirði.

Sex þilfarsbátar voru gerðir út frá Eyrarbakka á þessari vertíð, og var það einum bát fleira en 1952. Bátarnir stunduðu allir veiðar með línu framan af vertíðinni, en tóku siðan upp þorskanet. Vertíð hófst um mánaðamótin janúar og febrúar og stóð fram undir lok. Sá báturinn, sem oftast reri, fór 49 (61) róðra. Eftir mánuðum skiptist róðrafjöldinn þannig: Febrúar 13 (9), marz 7 (24), april 25 (22), mai 4 (6). Róðrafjöldinn í marz ber það með sér, að gæftir voru þá eindæma slæmar og mátti reyndar heita svo allan fyrri hluta vertíðarinnar. Meiri hluti aflans veiddist í aprílmánuði eða 517 smál. af 833. Meðalafli í róðri eftir mánuðum var sem hér segir: Febrúar 1925 kg (1355), marz 3877 kg (3700), apríl 3404 kg (3741), maí 3115 kg'(2760). Meðalafli í róðri var 3115 kg, og er það um 300 kg minna en á næstu vertíð á undan. Meðalveríðarafli á bát var 122 smál., og er það 62.6 smál. minna en 1952. Vélbáturinn Faxi var aflahæstur, en hann fiskaði um 184 smál. af fiski í 49 róðrum og um 17.5 þús. 1. af lifur. Meðalafli hans i róðri var 3752 kg. Skipstjóri á Faxa var Jóhann Vilbergsson. Enginn Eyrarbakkabátur fiskaði fyrir tryggingu yfir vertíðina, en hún nam kr. 2800.00 á mánuði. Heildaraflinn, sem á land kom, var 90 smál. minni en árið áður og var þó einum bát fleira við veiðar. Megnið af aflanum var fryst, nokkuð hert og lítið eitt saltað.
(*innan sviga: samanburður við 1952)
Heimildarmaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka. t.r. Ægir 1953

04.09.2011 23:02

Aflabrögð 1954

Einn Bakkabáta var "Freyr"Vertíðin 1954: Fjórir bátar voru gerðir út frá Eyrarbakka, og var það tveimur bátum færra en árið 1953. Bátarnir veiddu framan af vertíð með línu, en síðan með netjum. Vertíð hófst 6. febrúar og lauk 10. maí. Í febrúarmánuði voru mjög stirðar gæftir, en reytingsafli. Tíðarfar í marzmánuði var sæmilegt til sjósóknar, en afli sáratregur. Í aprílmánuði var afli skástur á vertíðinni, en gæftir slæmar. Sá bátur, sem oftast reri, fór 53 róðra og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Febrúar 8, marz 23, apríl 15, maí 7 . Meðalafli í róðri var sem hér segir eftir mánuðum: Febrúar 3950 kg, marz 2649 kg, apríl 5606 kg, maí 3127 kg, Meðalafli í róðri yfir vertíðina var 3745 kg, og er það 630 kg meira en árið áður. Meðal vertiðarafli á bát var 166 smál., en 122 smál. á vertíðinni 1953. VéJbáturinn "Jóhann Þorkelsson" var aflahæstur, en hann fiskaði um 215 smál. í 53 róðrum, og var því meðalafli hans í róðri 4050 kg. Skipstjóri á þessum bát var Jóhann Bjarnason. Heildarafli Eyrarbakkabáta var 655 smál., og er það 178 smál. minna en árið áður, enda var nú tveimur bátum færra.

Heimildarraaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka fyrir tímaritið Ægir 1954.

02.09.2011 23:36

Aflabrögð 1955

ÆgirVertíðin á Bakkanum 1955 fór hægt af stað og réri aðeins einn bátur í janúar og fór hann 10 róðra.  Frá byrjun febrúar til vertíðarloka 11. maí reru 5 bátar frá Eyrarbakka og var heildaraflinn 1208 smál. í 275 róðrum. Aflahæsti báturinn á vertíðinni var "Ægir" með 325 smál. í 61 róðri. Í öðru og þriðja sæti voru "Sjöfn" og "Jóhann Þorkelsson".


Heimild: Tímaritið Ægir.

01.09.2011 22:49

Tíðarfarið á Bakkanum í ágúst

LitlahraunÁgústmánuður var hægviðrasamur þurr, sólríkur og hlýr á Bakkanum líkt og í fyrra. Heitustu dagar voru 6. ágúst með 19 stiga hita og 17. ágúst með 18 stiga hita, en oftast var hámarkshitastig 15-17°C.  Næturfrost varð aðfararnótt 27. ágúst, en kartöflugrös sluppu að mestu við skemdir. Úrkoma var helst síðustu daga mánaðarins, en þann 31. hafði sólarhringsúrkoma mælst 16mm.

  • 1
Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260597
Samtals gestir: 33734
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 16:02:39