Færslur: 2011 Ágúst

03.08.2011 00:08

Tíðarfarið í júlí

Mánuðurinn hófst með brakandi þurki Sunnanlands  með  hlýindum og var oft á tíðum  um 20 stiga hiti hér á Bakkanum.  Létt hafgola lék við stöndina flesta daga um hádegisbil  og fram til nóns á fyrri hluta mánaðarins. Bændur nýttu sér þurkinn og hvítar rúllur hrönnuðust upp eins og risavaxnar gorkúlur um allan Flóann. Öskufok gerði þann 23. en síðan tók veðurfarið að sveiflast til verri vegar.  Hvassviðri gerði þann 26. en síðan tók við súldarloft og suddi fram til loka.

Nánar: Veðurklúbburinn Andvari.

02.08.2011 23:33

Aflabrögð 1964

Kristján Guðmundsson strandaði í janúar 1964
Janúar
. Vertíð átti að hefjast  upp úr miðjum janúar og voru þrír bátar albúnir til veiða.  Kristján Guðmundsson strandaði en náðist á flot.

16.-31. janúar 1964. Af Bakkanumn  hafði  1 bátur byrjað veiðar með botnvörpu;  hann fór 1 sjóferð og aflað 5-600 kg. Tíðarfar var með afbrigðum óhagstætt.  Á fyrra  ári varð janúaraflinn 80 lestir í 20 róðrum hjá 2 bátum.

1.-16. febrúar.  Ekkert var róið í febrúar vegna brims.

Kristjáni Guðmundssyni bjargað úr fjörunni16. -28. febrúar 1964. Héðan reru 3 bátar með net; fóru þeir alls 16 róðra á tímabilinu og öfluðu 127 lestir. Aflahæsti bátur var Jóhann Þorkelsson með 54 lestir í 8 róðrum. Á sama tíma á fyrra ári nam heildaraflinn 232 lestum í 44 róðrumhjá 3 bátum.

16.-31. marz. Héðan réru 3 bátar með net. Gæftir voru ágætar. Aflinn á tímabilinu varð 344 lestir í 38 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Kristján Guðmundsson með 140 lestir í 14 róðrum. Heildaraflinn í marzlok varð 703 lestir í 85 róðrum, en var árið áður 721 lest í 132 róðrum hjá 4 bátum. Aflahæsti bátur í marzlok var Kristján Guðmundsson með 242 lestir í 30 róðrum.

1.-15. apríl 1964. Héðan réru 3 bátar með net, gæftir voru ágætar, aflinn á tímabilinu varð 455 lestir í 42 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var: Kristján Guðmundss. með 192 lestir í 14 róðrum.

Kristján aflahæstur1.-15. maí. Vertíðarlok. Frá Eyrarbakka réru 3 bátar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 33 lestir. - Heildaraflinn á vertíðinni varð 1620 lestir í 175 róðrum. Meðalafli í róðri 9,26 lestir. Á fyrra ári var aflinn 1535 lestir í 206 róðrum hjá 4 bátum. Meðalafli í róðri 7,45 lestir. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Kristján Guðmundsson með 616 lestir í 61 róðri. Skipstjóri var Þorbjörn Finnbogason.

15. maí til 30. júní. Þrír bátar stunduðu humarveiðar síðan 26. maí, afli þeirra á tímabilinu varð 53 lestir, þar af var um 18 lestir sliltinn humar.

1.-31. júlí 1964. Héðan stunduðu 3 bátar humarveiðar og 1 bátur á dragnótaveiði, aflinn hjá humarbátunum varð 20 lestir á tímabilinu, þar af voru 7 lestir slitinn humar. Afli dragnótabátsins varð 13 lestir, þar af voru 7 lestir ýsa en 6 lestir koli.

1.-31. ágúst 1964. Héðan  stunduðu 3 bátar humarveiðar og 1 bátur dragnótaveiði. - Aflinn á tímabilinu varð 87 lestir, þar af var afli í humartroll 53 lestir, sem var svo til eingöngu bolfiskur, eða 52 lestir. Aflinn í dragnót varð 34 lestir, þar af voru 20 lestir koli, en 14 lestir ýsa.

1.-30. september 1964. Af Bakkanum höfðu 5 bátar stundað veiðar í september, þar af voru 2 með botnvörpu og 3 með dragnót. Gæftir voru mjög erfiðar og afli rýr, einungis 93 lestir, þar af um 26 lestir koli.

1.-31. október 1964. Héðan höfðu 2 bátar stundað dragnótaveiðar, aflinn á tímabilinu varð um 48 lestir, mest allt ýsa.

nóvember 1964. Héðan fór einn bátur 3 róðra með fiskitroll og aflaði 6 lestir.

desember 1964. Ekkert var róið.

01.08.2011 22:58

Aflabrögð 1965

Hraðfrystistöðin á Eyrarbakka
janúar 1965.
Ekkert var róið af Bakkanum í janúar.

1.-16. febrúar.  Bátar albúnir til veiða, en ekkert róið vegna brims.

16.-28. febrúar 1965.  Héðan réru 4 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 195 lestir í 27 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Þorlákur helgi með 85 lestir í 9 róðrum. Þar sem þetta er byrjunaraflinn á vertíðinni, er það einnig heildaraflinn í febrúarlok, en á fyrra ári var aflinn á sama

tíma 232 lestir hjá 3 bátum í 44 róðrum.

Fiskvinnsla á Eyrarbakka1.-16. marz 1965. Fjórir bátar reru með net.  Aflinn á tímabilinu varð 289 lestir í 44 róðrum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Kristján Guðmundsson og Þorsteinn, báðir með 77 lestir í 11 róðrum.

16.-31. marz 1965. Héðan réru 4 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 391 lest í 59 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 121 lest í 14 róðrum. Heildaraflinn í marzlok varð 783 lestir í 103 róðrum, en var í fyrra 703 lestir í 85 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 273 lestir í 35 róðrum.

1.-16. apríl 1965. Héðan réru 4 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 483 lestir í 51 róðri. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Jóhann Þorkelsson með 143 lestir í 14 róðrum.

16.-30. apríl 1965. Af Bakkanum réru 4 bátar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 783 lestir í 44 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 243 lestir í 13 róðrum. Heildaraflinn í apríllok var 2.140 lestir í 198 róðrum, en var á fyrra ári 1.587 lestir í 168 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti báturinn í apríllok var Þorlákur helgi með 626 lestir í 58 róðrum.

Aflaskipið Þorlákur helgi1.-16. maí 1965. Vertíðarlok.  Frá Eyrarbakka réru 4 bátar með net. Aflinn á tímabilinu varð 87 lestir í 17 róðrum.  Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorsteinn  með 36 lestir í 7 róðrum. Heildaraflinn á vertíðinni var 2.237 lestir í 242 róðrum, en var í fyrra 1.620 lestir í 175 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni var Þorlákur helgi með 646 lestir í 63 róðrum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.

20. maí - 30. júni 1965. Fjórir bátar stunduðu humarveiðar í júní og varð afli þeirra alls 51 lest, þar af 10,7 lestir slitinn humar.

júlí 1965. Héðan stunduðu 4 bátar humarveiðar í júlí og varð afli þeirra alls 81,7 lestir í 22 sjóferðum, þar af 18,2 lestir slitinn humar. Einn bátur var á dragnót og fékk 11,4 lestir í 9 sjóferðum. Gæftir voru ágætar og afli sæmilegur.

ágúst 1965. Héðan  stunduðu þrír bátar veiðar með humartroll og varð afli þeirra alls 24 lestir, þar af 1.9 lestir af slitnum humar. Einn bátur var á dragnót og var afli hans 12.6 lestir. Gæftir voru ágætar, en afli lélegur.

september 1965. Tveir bátar stunduðu veiðar, 1 með fiskitroll og  1 með dragnót. Afli þeirra var alls 8,5 lestir, þar af 6 lestir bolfiskur og 2,5 lestir flatfiskur. Gæftir voru góðar en afli sáralítill.

Brimið var oft til trafala að vetrarlagioktóber. Héðan stunduðu 3 bátar botnvörpuveiðar, en gæftir voru það óhagstæðar að aðeins voru farnir nokkrir róðrar og var afli mjög rýr, eða um 2-300 kg. í róðri.

nóvember 1965. Héðan stunduðu 2 bátar veiðar, en gæftir voru mjög slæmar. Farnar voru 2 sjóferðir með fiskitroll og var afli um 700 kg.

desember 1965. Engin útgerð var frá Eyrarbakka í desembermánuði.

01.08.2011 00:54

Aflabrögð 1966


Eyrarbakkahöfn 1968
1.-15. janúar 1966 Einn Bakkabátur fór til sjós 15. jan. og fékk 4 lestir.

16.-31. jan. 1966. Af Bakkanum reru 2 bátar með línu og varð afli þeirra 57 lestir í 14 róðrum. Aflahæsti báturinn mb. Kristján Guðmundsson, fékk 33 lestir í 7 róðrum. Gæftir voru slæmar.

16.-28. febrúar 1966. Héðan höfðu 3 bátar stundað veiðar, þar af 2 með línu, en 1 með net. Aflinn á tímabilinu var 11.4 lestir í 9 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 6 lestir í 4 sjóferðum. Gæftir voru afleitar.

1.-15. marz 1966. Héðan stunduðu 4 bátar veiðar með net og varð afli þeirra alls 251 lest í 44 sjóferðum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Kristján Guðmundsson með 82 lestir í 13 sjóf og Þorlákur helgi með 77 lestir í 12 sjóferðum. Gæftir voru frekar stirðar.

mb. Kristján Guðmundsson16.-31.marz 1966. Héðan stunduðu 4 bátar veiðar með net á tímabilinu og varð afli þeirra 415 lestir í 55 sjóferðum.  Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Kristján Guðmundsson með 121 lest í 13 sjóferðum. Heildaraflinn í marzlok var 806 lestir í 132 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári 783 lestir í 103 sjóferðum. Aflahæsti bátur í marzlok var Kristján Guðmundsson með 274 lestir í 37 sjóferðum. Mestan afla í róðri fékk Hafnfirðingur þann 31/3, 21 lest. Gæftir voru sæmilegar.

1.-15. apríl 1966. Frá Eyrarbakka stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 506 lestir í 51 sjóferð. Mestan afla í róðri fékk Þorlákur helgi þann 7/4. 27 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Þorlákur helgi með 159 lestir í 12 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar.

16. - 30. apríl 1966. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 409 lestir í 61 sjóferð. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Kristján Guðmundsson með 93 lestir í 12 sjóferðum. Mestan afla í róðri fékk Kristján Guðmundsson þann 27/4., 19 lestir. Gæftir voru góðar. Heildarafli í apríllok var 1.718 lestir í 252 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári  2.140 lestir í 198 sjóferðum. Aflahæsti bátur í apríllok var Þorlákur helgi með 504 lestir í 68 sjóferðum.

Þorlákur helgi1.-15. maí 1966. Vertíðarlok.  Af Bakkanum stunduðu 4 bátar veiðar með net til 3.maí, og varð afli þeirra 25 lestir í 5 sjóferðum. Heildaraflinn á vertíðinni varð 1.743 lestir í 258 sjóferðum, en var á fyrra  ári 2.237 lestir í 242 sjóferðum hjá  4 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Þorlákur helgi með 513 lestir í 69 sjóferðum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.

Í júní og júlí 1966 stunduðu 5 bátar veiðar á tímabilinu, þar af 4 með humartroll og  1 með dragnót. Aflinn á tímabilinu var alls 154.7 lestir, þar af 26.7 lestir í slitnum humar. Gæftir voru frekar stilrðar og langt að sækja.

HafrúnÍ ágúst  stunduðu 5 bátar veiðar af Bakkanum, þar af 2 með humartroll, 2 með fiskitroll og 1 með dragnót. Aflinn varð alls 99,7 lestir, þar af 3,7 lestir slitinn humar. Aflahæsti báturinn varð Hafrún með 40 lestir í fiskitroll. Gæftir voru góðar.

september 1966.  Héðan stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 1 með dragnót, 2 með fiskitroll og 1 með humartroll. Afli varð alls 21,3 lestir í 16 sjóferðum, þar af afli dragnótabátsins 9,5 lestir í 10 sjóferðum, afli trollbáta 10,5 lestir í 4 sjóferðum og afli humarbátsins 1278 kg í 2 sjóferðum, þar af slitinn humar 33 kg. Gæftir voru slæmar.

Í október  stunduðu 2 bátar veiðar héðan  með fiskitroll. Fjalar fékk 6 lestir í 3 sjóferðum og Þorlákur helgi fékk 6,2 lestir í 3 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar, en Bakkabátar fóru ekki fleiri sjóferðir vegna aflaleysis.


HafnargerðÍ nóvember  voru 2 bátar gerðir út á tímabilinu og fékk annar þeirra ca. 300 kg en hinn ekkert. Gæftir voru mjög slæmar.

desember 1966. héðan  var engin útgerð í desember.

Heimild: Ægir tímarit fiskif. Íslands.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06