Færslur: 2010 Júní
06.06.2010 14:47
Björgunarsveitin með nýjan bát
Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka hefur keypt notaðn björgunarbát frá Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu (RNLI) en Landsbjörg hefur keypt báta frá félaginu síðan árið 1929.
Hér á myndinni er hinsvegar einnn elsti Zodiac bátur sveitarinnar.
01.06.2010 21:46
Veðrið í maí
Maí var frekar þur mánuður með um 40mm heildar úrkomu. Mesta úrkoma á sólarhring var þann 19. en þá komu 13.8 mm í dolluna á 24 tímum. Yfirleitt þokkalega hlýtt og var meðalhitinn um 10°C. Hlýjast var þann 23. mánaðarins 19°C en lægst fór næturhitinn í 1.2°C þann 16. Vindur að meðallagi um 5 m/s. Mesti vindur NNA10.5 m/s 15.maí og mesta hviða NNA 13.6 m/s sama dag. Loftvog stóð lægst 12.maí. Öskufok var um miðjan mánuðinn og svo sérstaklega í gær 31.maí. Oftast bjartviðri eða hálfskýjað. Sólríkast var sunnudaginn 30.maí. Veðurspámenn hafa verið að veðja á rigningasumar hér Sunnanlands en slík sumur koma af og til. Þá byrjar þetta snemma í júní og stendur jafnan fram að hundadögum. Erlendir veðurspámenn hafa hinsvegar verið að spá því að 2010 verði heitasta ári á jörðinni.
- 1
- 2