Færslur: 2009 Ágúst
05.08.2009 21:32
Þurkatíð á enda
Hin dæmalausa þurkatíð sem verið hefur á Suðurlandi virðist nú vera að taka enda. Gróður allur sem verið hefur skraufa þurr fær nú einhverja vætu næstu daga. Trjávöxtur hefur verið í lámarki vegna þurka í sumar, en mannfólkið hér sunnanlands og þá einkum á Bakkanum orðið svar brúnt að lit og nær óþekkjanlegt. Getur vart talist um hvíta menn að ræða á þessum slóðum.
Enn eitt dægurmetið var slegið í dag þegar hitin komst upp í 19,4°C og velti úr sessi 17,2 stiga metinu frá 2003.
Á þessum degi:
1965 féllu kartöflugrös á Eyrarbakka
04.08.2009 15:02
Hvernig viðrar í Surtsey?
Nýlega hefur veðurstofan sett upp sjálvirka veðurathugunarstöð í Surtsey, sem er syðsta eyja landsins og var til í eldgosi fyrir um 45 árum, en það var árið 1967 sem Surtur gafst upp á kyndingunni. Veðrið á þessum slóðum hefur örugglega mikla þýðingu fyrir veðurfræðina sem og sjófarendur, en einnig getur verið skemmtilegt fyrir veðuráhugafólk að kanna veðrið í Surtsey og bera saman við heimaslóðir.
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/sudurland/#station=6012
Á þessum degi:
1967 féllu kartöflugrös á Eyrarbakka.
03.08.2009 20:19
Útræna
Hafgolan hélt hitanum niðri í dag við tæpar 15°C, þó galmpandi sól þar til síðdegis er hann dró upp á sig af hafi.Þingvellir voru með mesta og minsta hita í dag (1,4 til 20,9°C). Það var líka svalt á Bakkanum í nótt og féll lágmarksdægurmetið 2,9°C frá 1986 og nýja metið hér frá er 2,8°C.
02.08.2009 20:23
Heitur í dag.
- 1
- 2