Færslur: 2008 Mars

27.03.2008 18:05

Gamla bakaríið


Gamla bakaríið 1960. Bíllinn fyrir framan er af Austin gerð og var í eigu Sigurðar Andersen.
Húsið var upphaflega í eigu Lefolii verslunar og reist á þessum stað 1884.

Gamla bakaríið 1966. Billin fyrir framan er Moscwitc og var hann einnig í eigu Sigurðar.
Takið eftir að skorsteinnin á þakinu er horfinn.

Gamla bakaríið í dag. Skorsteinninn hefur verið endurbyggður.

Lengi vel var Gamla bakaríið stoppistöð fyrir rúturnar og oft brugðu bílstjórarnir sér inn og þáðu kaffisopa.

Hér stendur Sigurður bakari í bakarísdyrunum. Árið 1927 keypti Lars Lauritz Larsen Andersen húsið af þáverandi eigendum kaupfélagsins Heklu og hóf að baka upp á eginn reikning, en hann hafði áður verið bakari hjá Lefolii versluninni. Eftir fráfall hans tók sonur hans Lárus Andersen við rekstrinum og starfaði bakaríið í þessu húsi fram undir lok 5. áratugs síðustu aldar eða þar til Lárus setti upp bakarí í kjallaranum í Skjaldbreið.

Meira á Eyrarbakki.is

25.03.2008 21:38

Í bakgarðinum hjá Gunnsa í Gistihúsinu


Myndin er tekin árið 1962. Við húsvegginn má sjá hverfisstein sem notaður var til að brýna ljáinn.

19.03.2008 11:47

Sóknarbörn á Eyrarbakka

Smella til að stækka
Myndin gæti verið tekin á árunum 1945-1946 fyrir framan kirkjudyrnar á Eyrarbakka. Guðmundur Daníelsson skólastjóri  á Eyrarbakka stendur í þriðju röð lengst til hægri ásamt skólabörnum. Fyrir aftan hann stendur Sigurður Andersen og fyrir aftan hann er Jónas Guðvarðarson. Fyrir framan sr.Guðmund í annari röð,annar frá hægri er Erlingur Ævar frá Vatnagarði. Stúlkan í öftustu röð,fjórða frá vinstri er Þórunn Vilbergsdóttir og við hlið hennar til hægri er Aðalheiður Sigfúsdóttir (Allý).

Ef þið þekkið aðra á myndinni, þá endilega komminterið

15.03.2008 16:06

Þrír menn og strákur í skinnskóm


Þessi mynd er gömul og erfitt að setja á hana ártal en líklega tekin fyrir miðja síðustu öld við einhverja garðhleðslu á Eyrarbakka eða næsta nágreni. Mennirnir eru sennilega fiskimenn að fara að vitja um net af fótabúnaði þeirra að dæma. Fatnaður mannana gæti gefið til kynna efnahagslegar aðstæður þeirra. Ef einhver kannast við fólkið,eða myndina,gefið þá endilega komment.

12.03.2008 20:35

Bátar í fjöru


þessi bátur ber einkennisstafina ÁR 24 -sjá comment Jóhann Þorkelsson ÁR 24-

(Stundum kom það fyrir að bátar slitnuðu upp eða strönduðu í fjörunni. Sumum tókst að bjarga en aðrir enduðu ævi sína í fjöruborðinu eins og  t.d. Jón Helgason  sem var að koma úr slipnum og strandaði á leið á leguna.)


Fjalar hét þessi bátur og strandaði hann skamt frá landi vestan hafnarinnar í febrúar 1969. (Vélin hafði bilað á ögurstund og því fór sem fór). Áhöfninni var bjargað í land af björgunarsveitinni Björg og var notuð til þess björgunarlína og "stóll". Nokrir létu sig þó reka í land á gúmmítuðru enda var veður gott. Þegar fjaraði undan komu í ljós nokkrar skemdir og var því ákveðið að draga skipið upp í fjöru og gera við það þar eins og sést á myndinni. Fjalar var svo sjósettur á ný á sjómannadaginn og tókst sú aðgerð giftusamlega. Báturinn var settur á tvo 20 hjóla vagna sem hengdir voru á tvo öfluga trukka, sem einnig nutu dyggrar aðstoðar jarðýtu. Síðan var ekið með bátinn út í sjó og þess beðið að félli að þar til sjálft hafið  lyfti skipinu af vögnunum.

11.03.2008 22:05

Búðarstígur 1962


Búðarstígur á Eyrarbakka sumar og vetur 1962. Kirkjan bárujárnsklædd,björt og fögur.Vindhaninn (Járnblómið) trónir enn á turninum. Þá var sjónvarpið ekki komið og því engin loftnet á húsþökum. Raflínur í loftinu á milli tréstaura og lítil götulýsing. Ekkert malbik.
Umferð bíla fátíð,en í skúrnum lengst til hægri á efri myndinni var geymdur T-ford pallbíll með tréhúsi en hann átti Gunnar í Gistihúsinu. Fremst á efri mynd glittir í tvo stráka við Búðarstíg 4 og eru það líklega Óli og Haraldur Jónssynir.

Það var líka snjór á Bakkanum veturinn 1962

10.03.2008 23:45

Gamli góði Bakkinn


Hér er gömul götumynd af Eyrarbakka. Takið eftir vindhananum ásamt skorsteininum á kirkjunni og brunninum fyrir framan Kirkjuhús. Einnig athyglisverð girðingin á garðshleðslunni. Rafmagnsstaurar komnir en raflínurnar vantar. Á myndinni eru mörg hús sem eru löngu horfin.

09.03.2008 01:00

Landbrot við Eyrarbakka

Sandvarnargarður

Umhverfisnefnd Árborgar hefur samþykkt að kannað verði landbrot og ástand sjóvarnargarða við Eyrarbakka og við Ölfusárósa.Svæðið verði mælt upp með GPS staðsetningartæki svo hægt verði að vakta það í framtíðinni.


Umhverfisnefnd fari í vettvangsferð með þeim heimamönnum sem þekkja til sögu og staðhátta. Í framhaldi af því mun umhverfisnefnd ákvarða frekari aðgerðir og úrbætur í samráði við bæjarráð, framkvæmda-og veitustjórn og aðra sem kunna skil á slíkum málum, segir á vef Árborgar.

- Þarna er greinilega gott má á ferðinni sem "Brimið á Bakkanum" tekur undir. Brim og stórsjóir hafa verið óvenju miklir og kröftugir í allan vetur og hefur stórsjór í a.m.k. tvígang pusast yfir sjóvarnargarðinn   og rutt ofan af honum torfi og smásteinum og því ljóst að garðurinn hefur mátt þola mikinn ágáng frá hafinu. Það þarf líkla að hugsa til þess hvort ekki sé þörf á að hækka garðinn um svo sem 1 metra til að tryggja öryggi strandarinnar til fullnustu.

02.03.2008 13:38

Fuglinn í fjörunni

Nú er að lifna yfir fjörunni og fuglunum fjölgar ört. Komnar eru álftir, æðarfuglar og máfar, einkum eru það hópar sílamáfa og bendir það til þess að loðna sé skamt undan, enda var loðnuskip að lóða alveg upp í fjörusteinum í morgun.

Snjókoma og skafrenningur í dag og dálítið frost. Lítið brim um þessar mundir.

02.03.2008 12:42

Febrúar í fönn.

Í byrjun febrúar sást sól í heiði á sjálfa kyndilmessu og samkvæmt gamalli spávísu benti það til þess að vænta mátti mikilla snjóa, og sú varð raunin. Febrúar var nefnilega kaldur og snjóasamur. Þann 8 gekk óveður yfir með blindhríð eldingum og skafrenningi. Á skálafelli fór vindhraðinn í amk. 53 m/s og undir Hafnarfjalli 62 m/s eða þar til vindmælirinn gaf upp öndina. Í kjölfarið fylgdi mesta brim sem gert hefur á Bakkanum í vetur. Brim hefur svo verið viðvarandi allflesta daga í febrúar og hlaðið upp íshröngli úr Ölfusá.

Um miðjan mánuðinn hlýnaði með súldarviðri og rigningum svo vatn jókst mikið í tjörnum og dælum. Svo tók að frjósa og þann 25 náði frostið upp í -15°C á Bakkanum. Undir lok mánaðarins tók svo snjókoman við á nýjan leik. Úrkoma í febr. mældist 166 mm
 

  • 1
Flettingar í dag: 415
Gestir í dag: 131
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260705
Samtals gestir: 33758
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 16:23:57