Færslur: 2007 Mars

07.03.2007 09:44

Milt veður á Bakkanum.

Kl.09:00 var tiltölulega milt veður á Eyrarbakka, eða A 5m/s og úrkoma í grend. Hiti 3,8°C og sjólítið.

Kl. 06 voru norðaustan 8-15 m/s norðvestantil og við norðurströndina Á Bolungarvík var ansi hvasst eða ANA 13, annars mun hægari austlæg átt. Rigning norðvestanlands, en skýjað að mestu annars staðar og úrkomulítið. Hiti var 0 til 6 stig, en 1 stigs frost var á Húsafelli.

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrrir stormi á Suðvesturmiðum, Vestfjarðamiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi en hér sunnanlands horfir til hægrar austlægrar áttar og stöku skúrir. Vaxandi suðaustanátt í nótt, 13-18 og rigning um hádegi á morgun segir veðurstofan.

Kl.15 var hiti 7°C.

06.03.2007 22:18

Elsti barnaskólinn.

 

 

Barnaskólinn á Eyrarbakka var stofnaður föstudaginn 25 oktober 1852. Skólahúsið var byggt fyrir samskotafé almennings í héraðinu. Forgöngu fyrir þessari skólastofnun höfðu þeir sr. Páll Ingimundarson í Gaulverjabæ, Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri á Eyrarbakka og Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri sem þá var hreppstjóri Stokkseyrarhrepps.

 

Undirbúningur fyrir stofnun barnaskóla á Eyrarbakka hafð staðið um nokkur misseri og menn í héraðinu sem aðrir landsmenn hvattir til að leggja þessu góða máli lið og kom það því hvatamönnum undarlega fyrir sjónir að aðeins Árnesingar léðu þessu máli lið, en þó með nokkrum undantekingum. Þessum hugmyndum um stofnun barnaskóla fengu mikinn mótbyr frá 41 bónda í héraðinu sem undirskrifuðu skjal þann 16.apríl 1851 þar sem fyrirhugaðri stofnun var mótmælt og afsagt að styrkja til hennar eða að láta börn sín í skólann og þá einkum ef ekki yrði hjá því komist að taka af opinberu fé rentu-sveitarkassans til að reka skólann.

 

En þrátt fyrir þessa mótspyrnu bændanna var skólahúsið reist að Háeyri, timburhús sem rúmaði 30 nemendur auk kennarastofu og kostaði nálega 500 kr.(rbd) Þess má geta að Eigendur Lefolii verslunar og margir mætir Árnesingar styrktu rekstur skólans fyrsu árin.

 

Í haust verður þessi stofnun 155 ára. Vonadi verður þá búið að taka fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði fyrir þessa elstu barnaskólastofnun landsins.

 

Heimild:Þjóðólfur 9.apr.1853
Ps. Bændurnir 41 hættu fljótlega að sýna opinbera andstöðu við skólastofnunina,enda öllum einsýnt að þetta væri mikið framfara skref.

Hér er þó ekki alveg rétt með að aðeins Árnesingar hafi stutt skólastofnunina því stuttu eftir að bréfritari þjóðólfafs hafði byrt bréf það sem ofangreindar upplýsingar eru byggðar á barst skólanum styrkur frá fólki utan Árnessýslu og byrtist í 5 árg.þjóðólfs bls 75 og 131

Styrkjendur voru þessir:

 

  • Jón Guðmundsson lögfræðingur Reykjavík. ..........10 rbd.
  • Dr. Jón Hjaltalín Kaupmannahöfn...........................5 rbd.
  • P.Gudjonsen organisti Reykjavík...........................5 rbd.
  • Sk. Thorarensen héraðslæknirMóeyðarhvoli............4 rbd.
  • L. A. Knudsen kaupmaður Hafnafyrði.....................3 rbd.
  • M. J Matthiesen kaupmaður Hafnafyrði...................3 rbd.
  • sr.Páll Matthiesen Dvergverðarnesi.........................2 rbd.
  • Egill Jónsson bókbindari........................................1 rbd.
  • pr.f. sr. Ásmundur Jónsson....................................4 -

Styrkir frá hreppum í Árnessýslu utan Stokkseyrarhr:
 
Hraungerðishreppur.

  •  dbr. Árni Magnússon Stóraármóti............................10 rbd.
  • TH. Gudmundsen kamerráð Hjálmholti........................8 -
  • sr. Sigurður Thorarensen Hraungerði...........................2 -
  • Þormóður Bergsson Langholti....................................2 -
  •  
  • Bjarni Símonsson kirkjueigandi Laugardælum..............1 -

Ölvershreppur.

  • sr.Jón Matthiesen Arnarbæli.......................................4 -
  • Magnús Sæmundsson Auðsholti.................................2-
  • Guðmundur Jónsson Núpum.......................................1-


Selvogshreppur.

  • sr.Þorsteinn Jónsson Vogsósum..........................samt.6 -
  • Guðmundur Magnússon Minnahofi................................1 -
  • Einar Hafliðason Helgastöðum......................................1 -
  • Filippus Stefánsson Vatnsdal........................................1-
  • Jón Jónsson Gaddstöðum............................................." 32 sk.
  • Guðmundur Pétursson Minnahofi..................................." 16 sk.
  • Börn sr.B. Jónssonar á Stórafljóti...................................2 -


Grímsneshreppur.

  •  Jón Halldórson kirkjueigandi Búrfelli..............................3 -
  • Gísli Guðmundsson Gíslastöðum...................................5 -


Biskupstungnahreppur.

  •  sr.Björn Jónsson Stórafljóti...........................................2 -
  • Eyjólfur Guðmundsson hreppstj, Auðsholti......................1 -
  • Eiríkur Jónsson bóndi Skálholti......................................2 -
  • Helgi Gíslason bóndi Iðu................................................" 24sk


Hrunamannahreppur.

  •  J. K. Briem prófastur Hruna..........................................5-
  • Jón Jónsson bóndi í Hörgsholti,.....................................2-
  • Jón Halldórsson bóndi Efraseli.......................................1-
  • dbr.Jón Einarsson á Kópsvatni.......................................3-
  • Einar Jónsson hreppstj. Galtarfelli..................................." 64sk
  • Alþ.m. Magnús Andresson Syðra-Langholti.....................4


Skeiðahreppur.

  • Ófeigur Vigfússon hreppstj. Fjalli....................................5 -


Sandvíkurhreppur.

  •  Snorri Jónsson Selfossi...............................................2-
  • Jón Símonarson ingismaður Selfossi.............................." 48sk,

Gaulverjabæjarhreppur.

  •  33 gefendur samtals...............................................44 rbd 88 sk,*
  •  Þorvarður Jónsson hreppstj. Sviðnugörðum.................4 -

(*dönsk mynt sem notuð var á þessum tíma)

Gjafir úr Rángárvallasýslu samtals.9 rbd

  • sr.Markús Jónsson Odda
  • Hannes Bjarnason bóndi á Unuhól
  • Brynjólfur Stefánsson bóndi Kirkjubæ
  • sr.Guðmundur Jónsson á Stóruvöllum.

Gjafir úr Skaftafellssýslu samt. 7 rbd.

  •  sr.Gísli Thorarensen á Felli
  • Sýsl,m. Árni Gíslason Heiði

Aðrar árlegar gjafir og áheit. 41 rbd 51 sk.

  • Gísli Magnússon kennari Reykjavík
  • sr. Jakop Árnason Gaulverjabæ
  • sr. Sigurður Thorarensen Hraungerði.
  • J.K. Briem Hruna
  • dbr.Árni Magnússon Stóra - Ármóti
  • V.Finsen bæjarfóg. Reykjavík
  • Sveinn Eiríksson Hvaleyrarkoti
  • Guðmundur Þorsteinsson Hlíð Árn.
  • Guðmundur Guðmundsson Króki Árn.
  • Jón Guðmundsson ritstj. Reykjav.

 

06.03.2007 11:30

Ágætisveður á Bakkanum

Á Eyrarbakka var NNA 5 m/s og úrkoma í grend og hiti um frostmark  og dálítill sjór kl.09 í morgun. Allhvöss norðaustanátt og él voru á Vestfjörðum, hvassast 21 m/s í Æðey. Í öðrum landshlutum var mun hægari austlæg átt, rigning austanlands, skúrir við suðurströndina en annars þurrt. Hiti var frá 6 stigum á Ólafsfirði og í Akurnesi niður í eins stigs frost í Bolungarvík.

Veðurstofan Býst við stormi á Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Austurmiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Austurdjúpi og Færeyjardjúpi. En Skammt S af Vestmannaeyjum er 964 mb lægð sem þokast V og grynnist.

Útlit er fyrir hæga austanátt í dag á Eyrarbakka og úrkomu lítið, Hiti 0-5°C

Hitastigið var í 9°C á Eyrarbakka kl.15 og telst dagurinn sá hlýjasti það sem af er þessu ári. 15:31:36

Farfuglar:
Fyrstu farfuglarnir sáust á Bakkanum um helgina, en þar var nokkur hópur af Ritum á leið inn á land.

03.03.2007 16:00

Sólríkur febrúar að baki.

Nýliðinn febrúar mánuður einkenndist einkum að viðstöðulausum norð austanáttum með strekkingsvindi en tiltölulega litlu frosti eða um 1-5 stig hér Sunnanlands en þó varð frostið neira undir lok mánaðarinns. Bjartviðri og sólríki var einkennandi fyrir mánuðinn.

Túnlmyrkvi er í kvöld en engar líkur eru til að hann sjáist hér í Flóanum þar sem skýjað verður í þann tíma sem túnglmyrkvinn verður.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06