Færslur: 2006 Maí

30.05.2006 15:18

Nýr Brimvinur!

Anitta frá Belgíu á fallega síðu. Hún gefur Briminu gull einkun!

22.05.2006 08:48

Vorhret.

Hélt einhver að sumarið væri komið? Þá er að fara úr stuttbuxunuim og í gamla góða föðurlandið, því kalt verður í veðri framan af vikunni.

Í dag verður hvöss norðanátt, víða átta til þrettán metrar á sekúndu, sums staðar hvassari, einkum austan til. Þá er spáð éljagangi á Norður- og Austurlandi, en úrkomulaust að mestu. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands dregur úr vindi á morgun og á miðvikudag, þótt áfram verði éljagangur fyrir norðan. Seinni hluta vikunnar má búast við hægri vestlægri átt með hlýnandi veðri.

 

Ástæðan fyrir kuldakastinu eru lægðir fyrir austan land sem dæla köldu heimskautalofti inn yfir landið.

16.05.2006 08:10

krían kominn!

Krían er kominn á Bakkann síðust farfugla. Einnig sást til fyrstu túrhestanna renna niður þjóðveginn á reiðhjólunum sínum og má því segja að sumarið sé komið.

13.05.2006 18:23

Stemming á Bakkanum.

Það var margt um manninn í blíðuni á Bakkanum í dag sem og annarstaðar í Árborg á hinni rómuðu bæjarhátið "Vor í Árborg"! Það mátti sjá fólk lesa á ljósastaura og glugga í búðarglugga eða kynna sér leirbrenslu á bak við Byrgin, skoða söfn og myndlistasýningar. En líklegast var sölutjaldið við Rauða Húsið vinsælast þar sem margir fagrir listmunir og handverk af ýmsu tægi var til sölu.

11.05.2006 10:10

Vor í Árborg! Eyrarbakki 1900

Eyrarbakki

Það verður mikið um að vera á Bakkanum nú um helgina þegar vorið í Árborg gengur í garð.Menningarhátíðin, Vor í Árborg, er nú haldin í fjórða sinn. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að vanda og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst fimmtudaginn 11. maí klukkan 18.00 með afhendingu menningarviðurkenningar Árborgar 2006 í leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Á Eyrarbakka verða margir athyglisverðir viðburðir,m.a. útimarkaður milli Húsinns og Rauðahúsinns. Dagskrá

Eyrbekkingurinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson gerði dagskránni á Eyrarbakka góð skil í þættinum 6-7 á Skjá einum og þættinum Ísland í bítið á Stöð 2  sjá  Veftv

 

 

 

11.05.2006 09:27

Ingólfsfjall aldrei samt!

Mynd:mbl.is

Nú hefur það gerst sem margir óttuðust svo mjög, að Ölfushreppur heimilaði áframhaldandi efnistöku úr Ingólfsfjalli með þeim afleiðingum að fjalsbrúnin verður eiðilögð á stórum kafla til frambúðar.

 
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti í morgun að fela byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss að gefa út framkvæmdaleyfi til Fossvéla til efnistöku úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli í landi Kjarrs í Ölfusi. Skipulagsstofnum lagðist gegn því að framkvæmdaleyfið yrði gefið út á þeirri forsendu að umhverfisáhrif væru of mikil.

Áður hafði skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd Ölfus lagt til við bæjarstjórn, að ekki verði farið að áliti Skipulagsstofnunar.

09.05.2006 12:59

Miðjarðarhafsloftslag á Eyrarbakka

Sólargeislarnir stinga sér niður á Bakkann sem iðar af lífi og framkvæmdargleði enda eru að koma kosningar og bæjaryfirvöld eru því í óða önnað standsetja lóðir undir nýbyggingar framtíðarinnar, og á  meðan menn eru í óða önn að byggja hús  í blíðunni, þvær þvær brimið hin skreypu sker í hita yfir 20°C.

 

 

Margir hafa undrast blámóðuna sem hylur mönnum fjallasýn,en það ku vera mengun af völdum kolareyks frá Póllandi og skógareldum í Noregi. Í mollunni má jafnvel finna angan af brennandi birkitrjám.

 

Í býtið á fimmtudagsmorgun verður fjallað um Eyrarbakka í þættinum "Í býtið" á stöð 2. Ekki missa af því.

  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219589
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 18:19:47