21.07.2010 09:16

Kirkjan í viðhaldi

Eyrarbakkakirkja
Þessa daganna standa yfir endurbætur á Eyrarbakkakirkju, en smiðir vinna nú að nýrri þakklæðningu.

Eyrarbakkakirkja vígð 14. desember 1890 af Hallgrími Sveinssyni biskup. Kirkjan var teiknuð af Jóhanni Fr. Jónssyni húsasmið.


Klukkuskifan smíðuð af Kristni Jónassyni í Garðhúsum.Altaristafla kirkjunar er eftir Lovísu Danadrottningu, máluð árið 1891. Nýtt pípuorgel var tekið í notkun 7. september 1948. Í stað krossins sem nú trónir á turninum var vindflagg slegið úr járni og nefndist "Járnblómið". Kristinn Jónasson í Garðhúsum smíðaði klukkuskifuna sem snýr að austurbekkingum, en auk þess smíðaði hann líkanið af teinæringi þeim sem hangir í kirkjuloftinu. Hann var auk þess organisti kirkjunar í 40 ár.  sr. Jón Björnsson var fyrsti presturinn sem þjónaði Eyrarbakkakirkju, en í dag þjónar sr. Sveinn Valgeirson og er hann 8.presturinn sem þjónað hefur kirkjunni.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06