21.07.2010 09:16
Kirkjan í viðhaldi
Þessa daganna standa yfir endurbætur á Eyrarbakkakirkju, en smiðir vinna nú að nýrri þakklæðningu.
Eyrarbakkakirkja vígð 14. desember 1890 af Hallgrími Sveinssyni biskup. Kirkjan var teiknuð af Jóhanni Fr. Jónssyni húsasmið.
Altaristafla kirkjunar er eftir Lovísu Danadrottningu, máluð árið 1891. Nýtt pípuorgel var tekið í notkun 7. september 1948. Í stað krossins sem nú trónir á turninum var vindflagg slegið úr járni og nefndist "Járnblómið". Kristinn Jónasson í Garðhúsum smíðaði klukkuskifuna sem snýr að austurbekkingum, en auk þess smíðaði hann líkanið af teinæringi þeim sem hangir í kirkjuloftinu. Hann var auk þess organisti kirkjunar í 40 ár. sr. Jón Björnsson var fyrsti presturinn sem þjónaði Eyrarbakkakirkju, en í dag þjónar sr. Sveinn Valgeirson og er hann 8.presturinn sem þjónað hefur kirkjunni.