05.10.2009 11:09

Stjörnuhrap

Mynd.RUVLögreglumenn á leið um Eyrarbakkaveg náðu mynd af loftsteini sem féll til jarðar einhverstaðar í Ölfusi liðna nótt. Nánar er sagt frá þessu á RUV

Á Wikipedia segir að loftsteinar séu efnisagnir utan úr geimnum sem dragst inn í gufuhvolfið vegna aðdráttarafls jarðar. Þegar þeir falla í átt til jarðar á leið sinnni gegnum gufuhvolfið, verða þeir glóandi af hitanum sem myndast vegna loftmótstöðunnar sem þeir verða fyrir.

Flestir loftsteinar eru taldir mjög litlir, aðeins nokkur grömm. Þar af leiðandi brenna flestir þeirra upp í andrúmsloftinu á leið sinni til jarðar. Einstaka sinnum er loftsteinn það stór að hluti af honum kemst klakklaust gegnum allt gufuhvolfið og fellur á jörðina. Nokkrir slíkir hafa fundist og eru varðveittir á söfnum eða jafnvel þar sem þeir lentu.

Það er gömul trú að þeir sem verða vitni að stjörnuhrapi fái eina ósk uppfyllta, en ekki fylgir sögunni hvers lögreglumennirnir óskuðu sér á næturrúntinum.

Sjá einnig: http://stjornuskodun.blog.is/blog/stjornuskodun/entry/959841/

04.10.2009 22:16

Hiti í 8 tíma

-6,9Hitatölurnar fara stig lækkandi þessa daganna og var hitastigið fyrir ofan frostmark í aðeins 8 tíma yfir hádaginn og komst mest í tæpar 5°C. Liðna nótt fór frost hinsvegar í tæpar -7°C. Það má því með sanni segja að nú sé kominn vetur, enda má búast við að öll úrkoma sem fellur eftir sólsetur næstu daga verði í hvítu formi og allt eins líklegt að fyrstu snjókornin falli á Bakkan aðra nótt. Það væri svo eftir öðru ef komandi vetur yrði jafn þungur í skauti og efnahagur þessa lands ætlar að verða.

Í dag er tunglið fullt.

03.10.2009 17:58

Fjöllin klæðast hvítu.

Breyðamýri í forgrunni
Fallegur dagur, bjartur og fjöllin skarta hvítum kufli.
þennann dag: 1968 Heybruni mikill á Litla-Hrauni þegar hlaða sem þar var brann.1976 var mesti hiti fyrir þennan dag 14°C, en mesta frost 1986 -7,3°C

02.10.2009 12:44

Slyddurigning

Veðrið í dag er heldur leiðinlegt með kalsarigningu og fremur svalt en vindur skaplegur. Í morgun hafði snjóað í fjöllinn. Á Selfossi var krapasnjór og slydda. Nú er spáð norðanátt með kvöldinu og kólnandi veðri en stormurinn sem spáð var með suðurströndinni nær sennilega ekki á Bakkann.

Úrkoma kl.09 mældist 35mm.
Þennan dag: 1958 mældist mesti hiti sem mælst hefur hér í oktober 15.1°C

29.09.2009 20:28

Laufin falla


Nú eru trén tekin að fella laufin og búa sig undir langann og dimman veturinn. Það var nokkuð frost liðna nótt eða -6.6 °C og sló þar með út dagsmetið -5,4 frá 1988 og mánaðarmetið -6,4 frá 27.september 1995 m.v. mælingar á Eyrarbakka frá 1958. Þá er enn gert ráð fyrir frosti í nótt, en nú er loftraki nokkur og því hætta á að launhált (Black ice) verði á vegum úti.

28.09.2009 14:36

Hrím og Héla

Nái döggin að frjósa á jörðunni, kallast hún hrím eða héla. það gerðist einmitt í nótt og ökumenn sem fóru snemma af stað þurftu að finna sköfurnar sínar, því kl.8 í morgun var frost -3.7°C.
Í morgunsárið var ís kominn á tjarnir og dælur og virðist vetur vera nærri.

Mesta frost á þessum degi var árið 1995 -5,0°C

25.09.2009 10:32

Frá Kristjánssandi

kristiansand Norge
Allt gott er að frétta frá Kristiansand i Noregi. Veðrið gott og grasið grænt. Hér vaxa eppli og vínber í görðum. Hjá Norðmönnum er nú kominn 2007 stemming og framkvæmdir um allt.

Þennan dag 1989 Þá kom fellibylurinn Hugó

14.09.2009 23:08

Silfurgrár er september

LægðagangurMeð súld og brimasöng í dag. Það gekk á með hvössum vindhviðum og skúraleiðingum um hádegið og náði ein hviða stormstyrk, eða yfir 20 m/s, en þessu leiðindaveðri veldur lægð milli Íslands og Grænlands. Önnur lægð er að búa sig undir heimsókn, en hún er nú yfir Nýfundnalandi og ansi myndarleg og með nóg af rigningu.

Á þessum degi: 1957 Plastiðjan H/F tók til starfa á Eyrarbakka.

12.09.2009 21:40

Fólk og fénaður

Tungnaréttir í dag
Það voru víða réttir í dag og hvorki fólk né fé létu á sig fá þó súldin slæddist yfir öðru hvoru. Hér eru þeir bræður Hákon og Jói í Tungnaréttum , en þar hefur fé fjölgað hin síðustu ár því ekki er ýkja langt síðan mest allt fé Tungnamanna var skorið niður vegna riðu.
 Á Bakkanum hefur brimið tekið völdin síðustu daga og hefur það færst heldur í aukana, enda má nú heyra brimsifoníuna leikna af mikilli list þeirra ægis dætra.

Á þessum degi: 2007 var mesta úrkoma sem mælst hefur hér í september, 75 mm.

09.09.2009 22:25

Hrollur fer um jörð

Jarðskjálftakort VÍ 09.09.09Landskjálfta var vart um hádegisbil, en þá fór af stað skjálftahrina á sprungu sem liggur um Kaldaðarnesmýrar í Sandvíkurhverfi. Stæðsti skjálftinn var um 3 á right. og voru upptök hans um 5 km. norður af Eyrarbakka. Margir urðu skjálftanns varir á Árborgarsvæðinu og ekki laust við að hrollur læddist að fólki.

08.09.2009 21:42

Hellir haustsól gulli.

Haust á Bakkanum 2008það má með nokkru sanni segja, því dagurinn var bæði bjartur og hlýr. Komst hitinn hér í 16°C og sló út dagsmetið frá 2003 15,5 gráður. Víðast hvar á suðurlandi var afar hlýtt og gott veður. Hægviðri framan af og morgudögg yfir öllu. Sjórinn var sléttur sem spegill í morgunsárið svo langt sem séð varð.

Þennan dag: 1909 var símstöðin hér opnuð til almennra afnota og starfaði í tæpa öld.

07.09.2009 13:00

Veðrið á Google Eart

Veðrið á GoogleGoogle Eart er ágætis tæki fyrir veðuráhugamenn. þar má til að mynda sjá skýjafar í rauntíma, fellibyli og hitabeltisstorma. Úrkomuradar er víða um heim, Hitastig ásamt helstu veðurupplýsingum og veðurspá í flestum borgum og bæjum, jarðskjálfta síðustu vikna, mánaða og ára og ýmis annan fróðleik má finna þar.

Hér er hægt að hlaða niður http://earth.google.com/

Þennan dag:1983 Bakkavík fórst á Bússusundi. 1 komst af 2 fórust.

03.09.2009 23:20

Húm og myrkur hefja sig


Það er komið haust og Máninn veður í skýjum. Í húminu kólnar og fuglasöngur hljóðnar en ljósin vaka. Á þessum degi 1988 var Óseyrarbrú vígð, en hún styttir okkur leiðina yfir heiðina.

01.09.2009 20:57

Símtal til Reykjavíkur

Þennan dag 1909 Var í fyrsta sinn talað í síma milli Eyrarbakka og Reykjavíkur.1988 Var óskaplegt brim í kjölfar fellibylsins Helenar. Þessi dagur var heitastur 17°C árið 2006, en kaldastur -0,6 árið 1976. Mesta úrkoma var á þessum degi 1972 39.4 mm.
Í dag var annars fallegt veður,hægviðrasamt og sléttur sjór.

30.08.2009 20:30

Berjatíminn

Bláber Talsvert var um það í dag að fólk færi í berjatínslu upp í fjallshíðar, enda veðrið til þess hið ákjósanlegasta. Flest ber eru orðin vel þroskuð og víða krökt af þeim. Berjasprettan virðist góð þetta árið, en í fyrra var metár í berjasprettu sunnanlands.

Í dag fór hitinn hér upp í 17,4 °C og hlýjast á landinu eins og svo oft  í sumar og að auki dagsmet  á Eyrarbakka. Eldra dagsmet er frá 1984 14.5°C

Flettingar í dag: 1735
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 1472
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 432736
Samtals gestir: 45572
Tölur uppfærðar: 15.5.2025 17:36:59