25.09.2009 10:32

Frá Kristjánssandi

kristiansand Norge
Allt gott er að frétta frá Kristiansand i Noregi. Veðrið gott og grasið grænt. Hér vaxa eppli og vínber í görðum. Hjá Norðmönnum er nú kominn 2007 stemming og framkvæmdir um allt.

Þennan dag 1989 Þá kom fellibylurinn Hugó

14.09.2009 23:08

Silfurgrár er september

LægðagangurMeð súld og brimasöng í dag. Það gekk á með hvössum vindhviðum og skúraleiðingum um hádegið og náði ein hviða stormstyrk, eða yfir 20 m/s, en þessu leiðindaveðri veldur lægð milli Íslands og Grænlands. Önnur lægð er að búa sig undir heimsókn, en hún er nú yfir Nýfundnalandi og ansi myndarleg og með nóg af rigningu.

Á þessum degi: 1957 Plastiðjan H/F tók til starfa á Eyrarbakka.

12.09.2009 21:40

Fólk og fénaður

Tungnaréttir í dag
Það voru víða réttir í dag og hvorki fólk né fé létu á sig fá þó súldin slæddist yfir öðru hvoru. Hér eru þeir bræður Hákon og Jói í Tungnaréttum , en þar hefur fé fjölgað hin síðustu ár því ekki er ýkja langt síðan mest allt fé Tungnamanna var skorið niður vegna riðu.
 Á Bakkanum hefur brimið tekið völdin síðustu daga og hefur það færst heldur í aukana, enda má nú heyra brimsifoníuna leikna af mikilli list þeirra ægis dætra.

Á þessum degi: 2007 var mesta úrkoma sem mælst hefur hér í september, 75 mm.

09.09.2009 22:25

Hrollur fer um jörð

Jarðskjálftakort VÍ 09.09.09Landskjálfta var vart um hádegisbil, en þá fór af stað skjálftahrina á sprungu sem liggur um Kaldaðarnesmýrar í Sandvíkurhverfi. Stæðsti skjálftinn var um 3 á right. og voru upptök hans um 5 km. norður af Eyrarbakka. Margir urðu skjálftanns varir á Árborgarsvæðinu og ekki laust við að hrollur læddist að fólki.

08.09.2009 21:42

Hellir haustsól gulli.

Haust á Bakkanum 2008það má með nokkru sanni segja, því dagurinn var bæði bjartur og hlýr. Komst hitinn hér í 16°C og sló út dagsmetið frá 2003 15,5 gráður. Víðast hvar á suðurlandi var afar hlýtt og gott veður. Hægviðri framan af og morgudögg yfir öllu. Sjórinn var sléttur sem spegill í morgunsárið svo langt sem séð varð.

Þennan dag: 1909 var símstöðin hér opnuð til almennra afnota og starfaði í tæpa öld.

07.09.2009 13:00

Veðrið á Google Eart

Veðrið á GoogleGoogle Eart er ágætis tæki fyrir veðuráhugamenn. þar má til að mynda sjá skýjafar í rauntíma, fellibyli og hitabeltisstorma. Úrkomuradar er víða um heim, Hitastig ásamt helstu veðurupplýsingum og veðurspá í flestum borgum og bæjum, jarðskjálfta síðustu vikna, mánaða og ára og ýmis annan fróðleik má finna þar.

Hér er hægt að hlaða niður http://earth.google.com/

Þennan dag:1983 Bakkavík fórst á Bússusundi. 1 komst af 2 fórust.

03.09.2009 23:20

Húm og myrkur hefja sig


Það er komið haust og Máninn veður í skýjum. Í húminu kólnar og fuglasöngur hljóðnar en ljósin vaka. Á þessum degi 1988 var Óseyrarbrú vígð, en hún styttir okkur leiðina yfir heiðina.

01.09.2009 20:57

Símtal til Reykjavíkur

Þennan dag 1909 Var í fyrsta sinn talað í síma milli Eyrarbakka og Reykjavíkur.1988 Var óskaplegt brim í kjölfar fellibylsins Helenar. Þessi dagur var heitastur 17°C árið 2006, en kaldastur -0,6 árið 1976. Mesta úrkoma var á þessum degi 1972 39.4 mm.
Í dag var annars fallegt veður,hægviðrasamt og sléttur sjór.

30.08.2009 20:30

Berjatíminn

Bláber Talsvert var um það í dag að fólk færi í berjatínslu upp í fjallshíðar, enda veðrið til þess hið ákjósanlegasta. Flest ber eru orðin vel þroskuð og víða krökt af þeim. Berjasprettan virðist góð þetta árið, en í fyrra var metár í berjasprettu sunnanlands.

Í dag fór hitinn hér upp í 17,4 °C og hlýjast á landinu eins og svo oft  í sumar og að auki dagsmet  á Eyrarbakka. Eldra dagsmet er frá 1984 14.5°C

29.08.2009 22:08

Stormurinn Danny

DannyHitabeltisstormurinn Danny mun fylgja í kjölfar X-Bill og hitta breta fyrir á þriðjudag. Í dag var stormurinn á norðurleið undan ströndum N Carolinu USA. Danny er fremur veikburða af hitabeltisstormi að vera, en vindhviður eru um 23- 25 m/s.

Danny kemur ekkert við sögu hjá okkur, nema hvað búast má við brimi að hans völdum eftir miðja næstu viku.

29.08.2009 18:17

Brimdagatal

Mestu brimmánuðir ársins eru des,jan,febr, en minstu júlí og ágúst.
Árstíðasveiflan: dagafjöldi


 mán  B 0, 1 og 2  B 3  B 4, 5 og 6
 jan  11  14  6,25emoticon
feb  11  13  4,5
mar  17  11  3,25
apr  19  9  2
maí  25  5  1
jún  25  4  1   
júl   28  3  0,5
ágú    28emoticon  2  0,5
sep    19  8  2,5
okt  19  9  2,5
nóv    15  11  4
des  13  13  5

 alls      230        102        33                             

 

Þennan dag: 1967 Loftpúðaskip fer upp Ölfusá. 1983 Ömmubær rifinn.

28.08.2009 21:50

Brim 1881-1909

P. Níelsen veðurathugunarmaður á Eyrarbakka hélt nákvæma skrá yfir sjólag og flokkaði brimstyrk frá 0-6 sem ég kalla hér Nielsenkvarða. Hér er samantekt fyrir hvert ár (árin sem vantar var Nielsen utanlands):

ATH: Fjöldi daga á ári (einhverjar athuganir vantar eða brotum er sleppt):

   ár        

Brim 0

Brim 1

Brim 2

Brim 3

Brim 4

Brim 5

Brim 6

alls

1881

86

78

69

93

29

10

0,33

365

1882

104

55

73

83

43

7

0,00

365

1883

99

55

67

80

47

7

1,67

355

1884

90

51

69

120

30

4

2,00

364

1885

107

81

69

89

14

3

0,00

363

1886

109

70

73

94

16

3

0,00

365

1887

103

61

64

101

31

4

0,33

364

1888

137

48

70

72

36

2

0,67

365

1889

113

66

70

75

35

6

0,00

365

1890

92

61

75

83

46

8

0,00

365

1891

118

57

67

67

50

7

0,00

366

1892

136

76

60

67

24

3

0,00

366

1893

1894

1895

117

58

59

105

21

4

0,00

364

1896

87

50

73

127

26

3

0,67

366

1897

95

63

65

108

32

2

0,00

365

1898

79

53

67

140

22

3

0,33

364

1899

99

59

81

110

14

2

0,00

365

1900

103

71

64

114

12

1

1,00

365

1901

69

57

77

146

16

0

0,00

365

1902

121

57

64

97

25

2

0,00

366

1903

139

40

59

100

22

5

0,33

365

1904

96

57

56

124

30

2

0,00

365

1905

1906

1907

106

47

63

109

38

2

0,67

365

1908

96

51

49

129

39

2

0,00

366

1909

91

66

77

113

19

3

0,00

369

meðalt

103,7

59,5

67,2

101,8

28,7

3,8

0,3

364,7

Heimild: Trausti Jónsson.

27.08.2009 23:50

Brim 2 á Nielsenkvarða

Í dag tók að brima á Bakkanum eftir langt hlé. Peter Nielsen veðurathugunarmaður (1880 til 1911) og faktor í Húsinu á Eyrarbakka athugaði sjólag flest árin þrisvar á dag (kl 8, 14 og 21 (9,15 og 22 skv. okkar tíma). Hann skipti sjólagi sem hann kallaði (brænding = brim) í 7 flokka 0 - 6 á eftirfarandi hátt 
 

Styrke 0 : Aldeles slet Sö, der sees ingen Brændning paa Skærene (Al sléttur sjór, ekkert brim sést á skerjunum)

 

Styrke 1 : Rolig Sö. Brænding paa Skærene flere steder (Rólegur sjór, en brim á nokkrum stöðum)

 

Styrke 2 : Brydning overalt mod Skærene, men ikke paa Sundene (Brim-brot- fyrir öllum skerjum, en ekki á sundinu)

 

Styrke 3 : Brydning overalt, ogsaa paa Sundene for det meste; dog kan det ofte lykkes for aabne Fiskebaade at smutte ind gjennem Brændningen, ved at afvente smaa Ophold mellem Söerne, især omkring Höjvande (liggja til laga). (Brim-brot- alstaðar og á mest öllu sundinu. Oftast mögulegt fyrir opna fiskibáta að skjóta sér í gegnum brimið með því að sæta lagi á flóði.)

 

Styrke 4 : Uavbrudt Brænding overalt. Ind og Udsejling standset, i al Fald for aabne Baade og mindre Motorbaade. (Óbrotið brim yfir öllu. Inn og útsigling varasöm, í öllu falli fyrir opna báta og minni mótorbáta.)

 

Styrke 5 : Voldsom Brænding; Söerne brydes mod Sögerdet (Stórbrim, brimaldan brotnar að sjógarði)

 

Styrke 6 : Endnu voldsommere Brænding. Söerne gaar over Sögerdet og langt ind paa Land.(Ofsabrim, brimaldan gengur yfir sjógarð -gamla- og langt upp á land.)

Heimild: Trausti Jónsson veðurfr.
þýðing: OKA

25.08.2009 22:54

Hlaupinn í rigningar að helgi

Blautt í dagGali haninn óvenju mikið veit það á vætu, stendur einhversstaðar og önnur saga segir að ef einhver leggi hrífuna frá sér þannig að tindarnir standi upp, þá kalli það á regn, en hvort sem þetta er satt eða ekki þá hefur talsvert ringt hér í dag og í kvöld. En helgin lofar góðu segja spár og jafnvel hægt að sóla sig a.m.k. fram á sunnudag.

24.08.2009 21:59

Sumarið kvatt með hvelli.

Vindhraði fór víða yfir 20 metra á sekúndu í dag, t.d. hér á Bakkanum í mestu hviðunum, en hvassast var á Bláfeldi á sunnanverðu Snæfellsnesi, 27,8 metrar á sekúndu og á Fagurhólsmýri mældist vindhraðinn 26,3 m/s.

Hinu frábæra sumri virðist nú lokið fyrir fullt og allt og haustveðrin að taka völdin með gusti og rigningum. Annars fór hitinn upp í 18.1°C í stutta stund í dag og er það skráð dagsmet hjá Briminu, en fyrra dagsmetið er frá 1989 16,3°C

Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 444
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 378473
Samtals gestir: 42916
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 08:30:26