28.03.2021 22:13

Útgerðarfélagið Árborg hf.


Bjarni Herjólfsson ÁR 200. Mynd af internetinu Vigfús Markússon.


Eyrarbakkahreppur ásamt Selfoss og Stokkseyrarhreppi stofnuðu útgerðarfélagið Árborg hf. árið 1975 ásamt nokkrum einstaklingum af svæðinu. Félagið var stofnað um kaup og útgerð á togaranum Bjarna Herjólfssyni (Eftir farmanninum Bjarna sem fyrstur evrópubúa sigldi upp að ströndum Ameríku) Hraðfrystihúss Eyrarbakka og Stokkseyrar urðu síðan aðaleigendur útgerðarinnar. Útgerðarfélagið náði sér aldrei á flug og var togaranum lagt haustið 1984 og síðan seldur.
Aðal hvatamaður að stofnun útgerðafélagsins var Ásgrímur Pálsson framkvæmdastjóri hraðfrystistöðvarinnar á Stokkseyri og kom togarinn heim frá Póllandi 9. mars 1977 til Þorlákshafnar sem var hans heimahöfn þessi árin.

Bjarni Herjólfsson ÁR 200 var 500 tonna skuttogari og gekk um 15 mílur á klst. Skipstjóri var ráðinn Axel Schöith.
Útgerðin gekk brösulega alla tíð og var togarinn seldur til Akureyrar eins og áður sagði og fékk þá nafnið Hrímbakur EA. Síðar hét skipið Klakkur SK og síðast Klakkur ÍS.

https://www.mbl.is/200milur/skipaskra/skip/1472/ 

21.03.2021 01:21

Um Kambsránid

Hid svonefnda Kambsmál var fyrirtekid í Landsyfirrétti árid 1844. Höfdad gegn Sigurdi Gottvinssyni, Jóni Geirmundssyni og þeim brædrum, Jóni Kolbeinssyni og Haflida Kolbeinssyni fyrir húsbrot og rán. Vid rannsókn málsinns féll einnig grunur á 26 adra menn og sumir þeirra uppvísir ad þjófnadi og ödrum afbrotum.

Rán þad er ádur er getid var framid á bænum Kambi í Flóa 9. Febrúar árid 1827 og þótti mikid illvirki. Þá um nóttina komu ádurnefndir ránsmenn ad Kambi og voru þeir flestir skinnklæddir sem algengt var um sjómenn og höfdu dulur fyrir höfdi og andlitum. Foringi þeirra Sigurdur Gottvinsson var útbúinn med langt og oddhvast saxi ef til þyrfti ad taka. Þad var hid versta illvidri er þeir félagar lögdu upp í ferd sína og komu þeir ad bænum laust um midnætti og brutu upp dyrnar. Fólk var í fasta svefni, Hjörtur Jónsson bóndi og vinnukonur hans tvær (Gudrún hét önur) og 6 ára barn. Ránsmenn gengu ad rekkjum og gripu heimafólkid nakid og færdu nidur á gólf og bundu þau bædi á höndum og fótum. Dysjudu þau þar á gólfinu undir reidingi, sængurfötum, kvarnarstokki, kistu og ödru þvílíku sem þeir þrifu til í myrkrinu. Næst brutu þeir upp kistur og kistla sem peningar voru geymdir í og hótudu ad skera Hjört á háls ef hann segdi ekki til allra fjármuna sinna. Þá er þeir böfdu rænt meira en 1000 dali í peningum og annad verdmæti hurfu þeir á brott og skildu fólkid eftir bundid undir dysinni sem ádur er getid. Sigurdur foringi ránsmanna vildi brenna bæinn, en hinir löttu hann til þess og fóru þeir vid svo búid.

Rannsókn og þinghald stód í 98 daga, en talid var ad þjófafélag þetta hafi stundad rán og gripdeildir vída um sýslunna. Þetta mál þótti hid stórkostlegasta sem komid hafdi upp frá byrjun 18. aldar. Þó svo dómarar og sækjandi eignudu sér mestann heidur af lausn málsins, þá átti Þurídur formadur í Hraunshvefi ekki síst heidur skilid fyrir ad koma upp um þjófafélagid, en hún þekkti prjónamunstrid á vettlingum sem einn ránsmanna hafdi hnupplad í ráninu og lét yfirvöld vita af grunsemdum sínum.

Landsyfirréttur dæmdi í málinu 7. júlí 1828 þannig: Sigurdur Gottvinsson  skal hýdast vid staur 27 vandarhöggum og þrælka ævilangt í festingu undir strangri vöktun. Þeir brædur Jón og Haflidi og Jón Geirmunds skildu einig  hídast vid staur og þrælka ævilangt í festingu. Þurftu þeir og ad greida málskostnad og skadabætur. Um afdrif þeirra í refsivistinni á Brimarhólmi er skemst frá ad segja ad Haflidi var sá eini sem sneri aftur af þeim félögum, en hann druknadi í sjóródri ári eftir heimkomuna.

Grunadir medlimir þjófafélagsins: Jón Gottvinsson yngri á Forsæti fékk 3x27 vandarhögg. Einar Jónsson á Skúmstödum fékk 2x27 vandarhögg. Snorri Geirmundsson á Litla-Hrauni fékk 27 vandarhögg. Þau sem voru adeins dæmd til greidslu málskostnadar voru, Gottvin Jónsson á Baugstödum, Ólafur Stefánsson á Nedri-Hömrum, Markús Gíslason á Steinsholti, Valgerdur Jónsdóttir á Steinsholti, Kristín Gunnlaugsdóttir í Steinsholti, Gudmundur Þorláksson á Efri-Hömrum, Eiríkur Snorrason á Hólum, Teitur Helgason á Skúmstödum, Helga Ólafsdóttir á Efri-Hömrum, Vilborg Jónsdóttir á Leidólfsstödum, Árni Eyjólfsson á Stödlakoti, Þorleifur Kolbeinsson á Stéttum, Páll Haflidason á Skúmstödum, Jón Halldórsson og Þorvaldur Gunnlaugsson á Gróf. Þau sem hlutu alfarid síknu voru, Gudbjörg Gottvinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir á Baugstödum, Gudrún Jónsdóttir á Hólum, Kristín Hannesdóttir á Stéttum. Gunnhildur Eyjólfsdóttir á Stóra-Hrauni og Gudbjörg Kolbeinsdóttir á Eyrarbakka.

Ekkert fangelsi var á íslandi á þessum tíma og voru fangarnir vistadir á ýmsum stödum þar til var dæmt í málinu og þeir fluttir til afplánunar í Kaupmannahöfn. Sigurdur Gottvinsson var í Hjálmholti. Jón Geirmundsson var á Stóra-Ármóti. Jón Kolbeinsson var í Bár. Haflidi var í Langholti.

 Sjá einnig: Eyrarbakkaþjófnadurinn 1886 Kambsránid 1827 Rán og rupl í Raudubúd Fjársjóður Hafliða


12.03.2021 22:07

Leikskóli í nær hálfa öld.

Þann 17. mars 1975 var gerð tilraun til að reka dagvistun á Eyrarbakka yfir vertíðina. Það var tvísetinn leikskóli, fyrir og eftir hádegi. Áhugi fyrir þessu hafði verið í umræðunni um nokkurt skeið hjá sveitarstjórn, verkalýðsfélaginu Bárunni, kvenfélaginu og stjórn Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka, sem kallaði eftir vinnuafli húsmæðra.
Aðstaða fékkst í húsi sem Ungmennafélag Eyrarbakka og vmf Báran áttu saman og hét Brimver og festist það nafn við leikskólinn.
Þær Gyðríður Sigurðardóttir og Auður Hjálmarsdóttir, voru ráðnar til að stýra leikskólanum sem hefur starfað óslitið síðan. Árið 1982 var húsnæðið endurnýjað með því að kaupa fokhelt einingahús frá SG-hús sem sjálfboðaliðar og feður luku við að einangra og klæða innan. Húsnæðið var síðan stækkað og endurbætt árið 1995.

Heimild: mbl.is tímarit.is 

18.02.2021 22:43

Vatnsveitan

Frá fornu fari hafði vatnið verið sótt brunna sem voru margir á Bakkanum og flestar útbúnar brunnvindum. Gerð var tilraun til að bora eftir vatni í við þorpið en það var djúpt á því og þegar farið var að dæla kom flótt mýrarauða með því og vatnið því ónothæft. Ein slík hola var boruð við Frystihúsið og notuð þar til hreppurinn gekst fyrir vatnsöflun úr Kaldaðarnesi 1967. Þar er jarðvatnsstaðan há og fékkst sæmilegt neysluvatn sem dælt var 6 km leið í vatnstank sem byggður var í Hjalladæl. Vatnsveitan var tekin í notkun þann 18. febrúar 1968. Árið 1977 gerði Orkustofnun könnun á vatnsöflun fyrir Eyrarbakka, en athuganir sýndu að leirkennt efni barst með neysluvatninu sem talið að eigi uppruna úr Ölfusá. Úr þessu fékkst þó ekki bætt að sinni. Ástand vatnsöflunar á Stokkseyri var síst betra. Eftir sameiningu sveitarfélaganna í Árborg var farið að huga að þessum málum á ný fyrir bæði þorpinn og árið 2006 var lögð ný vatnsleiðsla frá Selfossi til Eyrarbakka og Stokkseyar. En vatnið er sótt í vatnslyndir í Ingólfsfjalli 14 km leið frá Eyrarbakka og 17 km frá Stokkseyri. Árið 2017 var síðan byggð dælustöð við vegamótin til þorpanna og hefur vatnsöflun verið í góðu horfi síðan. Nokkrar nýjar vatnslyndir hafa verið virkjaðar við Ingólfsfjall á þessu árabili enda ört vaxandi byggð á svæðinu.

16.02.2021 22:54

Sjógarðurinn á Bakkanum


Eitt af merkustu mannvirkjum fyrri alda er sjógarðurinn á Eyrarbakka. Elsti hluti hans er frá árinu 1800, en árið áður (1799) gekk svokallað 'Stóraflód' yfir þorpið og olli miklu tjóni. Þá var farið að huga að vörnum gegn árgangi sjávar með því að byggja garð hlaðinn úr grjóti. Fyrst framan við verslunarhúsin þar sem þau stóðu og síðan framan við kaupmanns-Húsið. Stöðugt var unnið að garðhleðslunni og endurbótum á henni næstu 110 árin, en þá náði sjógarðurinn frá Ölfusárósum og austur fyrir Stokkseyri. Síðan höfðu stórflóð rofið skörð í garðinn hér og þar, t.d. í flóðunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Endurbygging nýrra sjóvarnargarða hefst síða 1990 eftir stormflóðið. Þeim var síðan að fullu lokið við árið 1997. Efnið er tekið úr hrauni ofan þorpsins ásamt stórgrýti sem flutt er ofan úr Grímsnesi og hlaðið upp sjávarmegin við eldri sjógarðinn. Einnig var talsvert magn af grjóti fengið frá Hrauni í Ölfusi. Þannig á þetta mannvirki um 200 ára gamla sögu sem vel mætti gera betri skil með ýmsum hætti. Verktakar við uppbyggingu nýja sjógarðsins voru Sveinbjörn Runólfsson og Ístak. 

03.01.2021 22:28

Skipakomur 1884 - 1885


Árið 1884 komu 12 kaupskip til Eyrarbakka.
6 skip frá danmörku. 5 frá bretlandi og 1 frá noregi.
Á árinu 1885 komu 13 kaupskip.
Til Lefolii-verslunar 7 skip. Til Einars borgara komu 4 og 2 til Muus kaupmanns.
Aðallega var flutt inn korn, kaffi, timbur, tjara, sement og járnvara. En einnig ýmsar bænda og heimilisvörur. Út var flutt ull og gærur, skreið og saltfiskur tólg, kjöt og lax. Eitthvað var líka um hrossaútfluttninga á þessum árum sem og áður fyrr, til brúkunar í enskum kolanámum.

01.01.2021 22:03

Jarðakaupin


Stefna Eyarbakkahrepps í jarðakaupamálum hófust upp úr aldamótunum 1900. Fyrst voru keyptar jarðir í Sandvíkurhreppi, Flóagaflstorfan sem voru 1/10 hluti úr Sandvíkurhreppi og voru jarðirnar að fullu eign Eyarbakkahrepps 1. janúar 1947. Síðan voru keyptar jarðirnar Óseyrarnes og Gamla-Hraun. Árið 1959 voru svo keyptar jarðirnar sem þorpið stendur á. Einarshöfn, Skúmstaðir og Stóra-Háeyri með öllum hjáleigum. Eigendur þessara jarða voru verslunin Lefolii, Þorleifsson Kolbeinssonar og Guðmundar Ísleifssonar á Háeyri. 

31.12.2020 21:00

Íbúafjöldi á Eyrarbakka

Skráður íbúafjöldi var mestur á Bakkanum árin  1918-1920. Þá bjuggu hér 950 til 1000 manns. Þar af bjuggu í Hraunshverfi um 100 manns, flest í torfbæjum. Í stærri húsum á Bakkanum sem þá voru flest nýbyggð, bjuggu 2 - 3 fjölskyldur saman og oft barnmargar. Síðan tók íbúum að fækka og Hraunshverfi og torfbæirnir lögðust í eyði. Stórverslunin lagðist af og með því hurfu störf fjölda fólks. Frá þeim tíma hefur íbúatalan verið nokkuð stöðug milli 5 og 600 manns. Árið 2019 voru 558 íbúar á Eyrarbakka.
Í dag búa ríflega 10.000 manns í Árborg, sameinuðu sveitarfélagi.

23.12.2020 23:02

Frystihúsið


Á þorláksmessu 1943 var tekin fyrsta skóflustungan að Hraðfrystistöð Eyrarbakka. Húsið var reist á félagslegum grundvelli eins og svo margt annað á Bakkanum. Aðeins fjórum mánuðum síðar var húsið tekið í notkun

17.12.2020 22:04

Barnaskólinn


17. desember 1850: Fyrsti undirbúningsfundur að stofnun barnaskóla á Eyrarbakka var haldinn á Stokkseyri.
12. janúar 1851: Annar undirbúningsfundur haldin og þá kosið í nefndir og ákveðið að skólinn starfaði fyrir bæði þorpinn.
25. október 1852: Skólinn settur í fyrsta sinn.
Skólahúsið á Eyrarbakka var byggt með fjáröflun almennings en á Stokkseyri var aðstaða tekin á leigu.
1880 Nýtt skólahús er byggt á vesturbakkanum. Þá voru hugmyndir um stofnun gagfræðaskóla sem náði þó ekki að verða að veruleika.
1897 Eyrarbakkahreppur stofnaður, skólinn klofnar í tvo skóla.
1913 Nýtt skólahús er byggt austast í þorpinu.
1952 Byggt er við skólahúsið. Skólinn 100 ára.
1973 Fyrsta útistofan sett niður.
1981 Byggt við skólahúsið. Skólinn 129 ára.
1987 Tvær nýjar útistofur settar niður.
1996 Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri sameinast á ný. Skólinn 144 ára.
2007 Tvær nýjar útistofur settar niður.
2008 Nýtt skólahús byggt á Stokkseyri eftir langvarandi deilur um staðsetningu.
2014 Byggt við skólahúsið lítil útbygging.
2018 skólalóðin endurnýjuð. Skólinn 166 ára.

01.12.2020 23:31

Þjóðþekktir Eyrbekkingar

Vilhjálmur S Vilhjálmsson rithöfundur.
Ragnar Jónsson í Smára.
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari.
Sigurgeir Sigurðsson biskup.
Þorleifur Guðmundsson alþingismaður.
Sigurður Ó Ólafsson alþingismaður.
Peter Níelssen frumkvöðull og verslunarstjóri.
Guðmundur Thorgrímssen verslunarstjóri.
Guðmunda Nielsen kaupmaður.
Guðlaugur Pálsson kaupmaður.
Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Kveldúlfstogaranum Egill Skallagrímssonar RE.
Sigurður Jónsson flugmaður (Siggi flug) fæddur á Bakkanum.
sr. Eiríkur J Eiríksson þjóðgarðsvörður.
Sigurður Eiríksson regluboði.
Jón Ingi Sigurmundsson listmálari.
Sigfús Einarsson tónskáld.
Guðmundur Daníelsson rithöfundur.
Hallgrímur Helgason tónskáld.
Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri.
Valgeir Guðjónsson tónskáld.


Eflaust eiga margir fleiri heima í þessari upptalningu þó ekki sé getið hér.

01.12.2020 22:13

Mannlegum vedurathugunum lokið

Fyrir rýflega ári síðan eða meira var hætt að mæla úrkomu á Eyrarbakka þegar síðasti veðurathugunamaðurinn hætti störfum og sjálfvirka veðurstöðin tók alfarið við hlutverkinu, en hún mælir í staðinn rakainnihald lofts.
Hinsvegar er hægt að styðjast við þá staðreynd að meðal úrkoma er hlutfallslega meiri á Eyrarbakka en í Reykjavík eins og meðfylgjandi graf sýnir.



02.11.2020 22:18

Hús á Bakkanum - Deild

DEILD


Margrét[b1]  Aldís Árnadóttir

Sigurður[b2]  Daníelsson gullsmiður

Vilhjálmur Ólafsson

Ágústa[b3]  Ebenesersdóttir

Sigríður[b4]  Bergsteinsdóttir

Klara Sigurðardóttir Daníels

 

1908 - 7

1929 - 49

1939 - 72

1965 - 76

1966 - 61s  

?

 


 [b2]https://www.facebook.com/gamlirdagar/photos/a.798522410245213/940678726029580/?type=1&theater Systkyni Sigurðar voru, Guðrún, Jóhann V. Sigurður gestgjafi á Kolviðarhól, Daníel b. á Guttormshaga og Vilhjálmur á Guttormshaga.Móðir þeirra Guðrún Sigurðardóttir frá Skammbeinsstöðum Holtum. Daníel var Þorsteinsson frá Kaldárholti sömu sveit. Kona Sigurðar var Ágústa Ebenesersdóttir gulsmiðs.

 [b3]Ágústa og Sigurður áttu þrjár dætur, Þorbjörgu, Sesselju og Klöru.

 [b4]Síðar í Sölkutóft. Hennar maður var Aðalsteinn Sigurjónsson. Sonur þeirra Bergsteinn Sigmar Sigurðsson.

18.10.2020 22:35

Hús á Bakkanum - Eggjaskúr

EGGJASKÚR 2004


Á grunni eldri Eggjaskúrs er stóð á sama stað við Húsið til ársins 1926. Upprunalega frá því fyrir 1886.

 

Byggðasafn

Eggja[b1] - og fuglasafn ásamt öðrum náttúrugripum Byggðasafns Árnesinga. Þar verður einnig aðstaða til að kynna fuglafriðlandið.

Húsið Eyrarbakki


 [b1]https://www.mbl.is/greinasafn/grein/816358/ Eggjaskúrinn var reistur m.a. fyrir styrk frá Minjastofnun Íslands 1. miljón, Arni Richter, sem gerir út ferjur í Wisconsin, (ein þeirra bar nafnið Eyrarbakki) lagði fram 10.000 dollara til byggingarinnar. Vestur-íslendingarnir Hannes M. Andersen og Jeannie Roonings, lögðu einig fram 10.000 dollara. Byggðasafn Árnessinga lagði svo til það fjármagn sem á vantaði. Byggingakostnaður var áætlaður um 5. milj. kr.

04.10.2020 21:46

Hús á Bakkanum - Einarshús

EINARSHÚS........1888

Húsið var fært á nýjan sökkul 1997

http://loftmyndir.arborg.is/teikningar/8200-TG-57a-A-01.pdf


Einar[b1]  Jónsson og Guðrún Jónsdóttir

Jónína[b2]  Árnadóttir

Guðmundur[b3]  Jónsson oddviti

Diðrik[b4]  Diðriksson verkamaður

Ólöf[b5]  Gróa Ebenezerdóttir

Sæmundur[b6]  Jónsson þurrabúðarmaður

Guðríður[b7]  Jónsdóttir

Sigurður[b8]  Guðmundsson skipstjóri (Siggi tani)

Vilborg[b9]  Sæmundsdóttir

Þórir Erlingsson

Núverandi eigandi er Sigurður Sigurðsson

?

1915 - 40

1941 - 71s

1945 - 75

1955 - 62ja

1964 - 83ja

1970 - 91s

1981

1999


 [b1]Einar borgari var verslunarmaður á Eyrarbakka og bjó í Einarshúsi, sem hann byggði 1860. Hann fékk borgarabréf (leyfisbréf) fyrir verslun og er viðskeytið við nafn hans þaðan komið. Börn hans og Guðrúnar voru Sigfús tónskáld og Elsa Sigfúss s-ngkona:  http://skjalaskrar.skjalasafn.is:8080/Default.aspx?ID=SVMtw57DjS0xOTY3LTAwMDAtMjY2

 

 [b2]Jónína var ætuð frá Stokkseyri, gift Guðmundi Jónssyni oddvita.(Sjá þar)

 [b3]Foreldrar Guðmundar voru Jón Halldórsson og Guðrún Magnúsdóttir á Hrauni í Ölfusi.  Guðmundur var verslunarmaður við Kaupfélagið Heklu og oddviti á Eyrarbakka til fjölda ára auk ýmissa annara sýslustarfa. Konan hans var Jónína Árnadóttir d.1915.  Börn þeirra voru Sigurður (Sjá þar) og Jón sjómaður í Reykjavík.

 [b4]Diðrik var ættaður úr Kaldaðarneshverfi síðar bóndi að Langholti Hraungerðishreppi. Kona hans var Guðríður Jónsdóttir. (Sjá þar) Þeirra börn; Guðrún, Diðrik, Haraldur, Úlfar, Eiríkur og Þorgerður.

 [b5]Systkyni hennar voru Ágústa í Deild (sjá þar)  Guðmundur skó í Hraungerði og Ebenezer vélstjóri. Foreldrar þeirra: Ebenezer Guðmundsson gullsmiður og Sesselja Ólafsdóttir.

 [b6]Konan hans var Þuríður Björnsdóttir frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra og börn þeirra þau Vilborg  (Sjá þar) og Guðrún. Sæmundur var frá Skeggjastöðum í Flóa. Börn þuríðar (Jakopsbörn)  Elín Björg, Anna Sigurbjörg, Sigurður, Gróa Jakobína, Laufey, og Björn Skapti.

 [b7]Guðríður var fædd í Rútsstaða-Suðurkoti, systir Ásgríms Jónssonar listmálara.

 [b8]Guðmundar Jónatans Guðmundssonar - Áður Sólbakka. Konan hans var Vilborg Sæmundsdóttir (Sjá þar)

 [b9]Vilborg var gift Sigurði Guðmundssyni útgerðarmanni á Eyrarbakka. Börn þeirra: Hafsteinn, lést af slysförum 1980. Guðmund Jónatan er lést af veikindum 1981.

Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 444
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 378473
Samtals gestir: 42916
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 08:30:26