04.01.2011 23:42
Bakkakonur- Ólöf í Simbakoti
Ólöf Gunnarsdóttir f. 1868 í Moldartungu (Marteinstungu í Holtum) var einsetukerling er bjó í Simbakoti. Hún þótti stór og stæðileg og varð fjörgömul. Hún flæktist um og bætti flíkur fyrir fólk út um sveitir í mörg ár, þar til hún þurfti að leita til læknis á Eyrarbakka og upp frá því vildi hún hvergi annarstaðar vera. Hún gerðist ráðskona í Kirkjubæ um skamma hríð en keypti síðan Simbakotið af ekkju einni er Bjarghildur hét og bjó hún þar í fjölda mörg ár og stundaði, hænsnabúskap og kartöflurækt, þar til hún flutti í Vinaminni, það fræga hús sem nú var eitt minnsta og hrörlegasta timburhúsið á Bakkanum, þegar henni var gert að flytja þangað árið 1950, því til stóð að reisa samkomuhús og skóla á Simbakotslóðinni, en aldrei varð þó úr þeim framkvæmdum á þessum stað, annað en nokkuð stór hola. Hænsnabúskap hennar lauk þegar minnkur komst í búið sem enn var í uppistandandi baðstofunni í Simbakoti, og drap þær flestar, en hún hafði þá átt 20 verpandi hænur. Þá var Ólöf á níræðis aldri, en hún dó 1970 þá 102 ára. Í hjáverkum spann hún þráð og prjónaði og bætti flíkur á börn. Hafði hún af þessu lífsiðurværi sitt þar til hún fluttist á elliheimili í Hveragerði.
Heimild: Guðmundur Daníelsson-Þjóð í Önn 1965
Í Vinaminni bjuggu frægir menn, eins og Vilhjálmur S Vilhjálmsson rithöfundur og Hannes á Horninu kallaður. Sigurður Gíslason trésmiður og fleiri mætir menn og konur.
04.01.2011 18:02
Bálhvasst og kalt
04.01.2011 00:21
Bakkakonur-Ingileif
Ingileif Eyjólfsdóttir f. 15.10. 1885 kom á Bakkann árið 1907 er hún gerðist bústýra hjá Ágústínusi vagnstjóra (Kallaður Ágúst) Daníelssyni í Steinskoti sem þá var hjáleiga frá Háeyri í tíð Guðmundar Ísleifssonar. Þau giftust síðar. Hún segir svo frá flóðinu mikla 1925:
Í febrúar 1925 gerði feykilega hafátt og varð svo mikið flóð að sjórinn gekk óbrotinn inn í Hópið og upp á glugga í Steinskoti og allt í kríngum bæinn. Það braut á bænum eins og skeri í hafinu, og svo mikið var sædrifið að ekki sást til barnaskólanns. Stórgrýtið úr sjógarðinum dreifðist um öll tún og girðingar eiðilögðust. Símastaur sem lá suður í kampi flaut upp í hraun. Um þetta orti einn drengur í barnaskólanum vísu sem er svona:
Nú er dapurt drengjum hjá,
dimmt að vaka sjónum á.
Nú er hríðin næsta dimm
1925.
Heimild: Guðmundur Daníelsson- Þjóð í önn 1965
02.01.2011 17:16
Bakkakonur-Eugenia
Eugenia Jakobína Nielsen var fædd 2 nóv. 1850, kona P. Nielsen's verslunarstjóra Lefooli-versl unarinnar á Eyrarbakka og mikill skörungur. Hún var dóttir Guðmundar Thorgrímsen og Sylvíu konu hans. Eugenia beitti sér mög fyrir bættu menningar- og félagsstarfi á Eyrarbakka. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Eyrarbakka og formaður þess um 25 ára skeið. Kvenfélagið er eitt elsta kvenfélag hér á landi. Hún hafði einnig sérstakan áhuga á að sjúkrahús yrðir byggt fyrir Sunnlendinga.
Hér er lítil saga sem Eguenia sagði stundum samferðamönnum sínum:
Þá er Eugenia, dóttir Thorgrímsens verslunarstjóra á Eyrarbakka, var barn að aldri, datt hún einu sinni ofan úr stiga niður á gólf. Hún meiddist samt ekkert. Tík, sem foreldrar hennar áttu, lá undir stiganum og lenti barnið á henni. Tíkin lærhrotnaði af högginu, sem hún fékk, er barnið datt á hana. Var tíkin síðan hölt alla æfi. Varð samt gömul. Þá er hún var orðin lasburða af elli, var það eitt kvöld, að Thorgrimsen sagði við konu sína: "Tíkin er ekki fær um að lifa lengur. Það má til með að fara að lóga henni". Frúin sagðist vilja, að hún fengi að lifa meðan hún gæti, þar eð hún hefði orðið barninu þeirra til lífs og liðið svo mikið fyrir það. Tíkin hafði legið undir stól á meðan og var ekki tekið eflir henni. Nú kom hún alt í einu fram, skreið að hnjám frúarinnar, og lagði trýnið í kjöltu hennar með álakanlegum blíðulátum og þakklætið skein úr augum hennar. Það var auðséð, að hún hafði skilið samtalið. - Hún fékk að lifa á méðan hún gat.
Heimild: Brynjúlfur Jónsson- Dýravinurinn 14.tbl.1911
Sjá einnig Guðmanda Nielsen-Guðmundubúð
01.01.2011 20:41
Nýtt ár gengið í garð
Gamlársbrenna var haldin á Eyrarbakka eins og venja er til, þó sú skemtan sé ekki lengur í boði barna og unglinga, eins og tíðkaðist á seinustu öld. Nú eru það bæjarstarfsmenn sem sjá um það fyrirtæki. Nokkur fjöldi fólks horfði á bálið brenna burt anda ársins 2010.
Úr lúðri kom lagið "Nú er árið liðið í aldanna skaut" en söngurinn var mun daufari en síðast. Kanski var það bara vindurinn sem bar í burtu fagrar söngraddir út í svörtuloftin, eða kanski að árið hafi varla verið þess vert að hljóta glaðlegar kveðjur okkar mannanna.
Flugeldaskothríð var líkt því eins og um síðustu áramót, en oft hefur þó meira púður verið sprengt á Bakkanum en þessi árin.
Það verður örugglega margt skrifað í sandinn á nýja árinu, þó ekki ekki sé brimið alla daga, þá er ýmislegt ósagt enn á þessum síðum og mun gamalli tíð verða minst sem fyrr og sjálfsagt mun verða haft auga með veðri og vindum og öðru því sem reka kann á fjörurnar.
30.12.2010 14:02
Árið 2010 það hlýjasta
Veðurfar á Suðurlandi var eitt hið hlýjasta sem vitað er um, jafnframt eitt hið þurrasta og snjóléttasta. Ársmeðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafnhár og nú. Árið var einnig óvenju hægviðrasamt og snjór var með minnsta móti á Suður- og Vesturlandi. Þá var vindur með hægasta móti á árinu, meðaltal allra mannaðra stöðva það lægsta frá 1965. Nánar má lesa um veðurfarið á árinu á vef Veðurstofu Íslands.
Á Bakkanum voru slegin um 16 ný dægurhitamet á árinu.
29.12.2010 22:51
Áramótaveðrið
Að morgni gamlársdags verður hæg vestlæg átt á Bakkanum og milt, en snýst sennilega um hádegi í Norðan 6-8 m/s og hratt kólnandi. Heldur bætir í vind fram að brennutíma, en fer síðan lægjandi fram eftir nóttu og um miðnætti gæti verið NA 4-6 m/s. Frost 4 - 6 stig. Einhverjir éljabakkar úti fyrir gætu slæðst inn að ströndinni, þá helst fyrripart dags. Skýjað að mestu að deginum en síst um brennutíma til miðnættis Nýársdags, en eftir það gætu éljabakkar af landi dregið yfir þegar vindur snýr sér til SA áttar.
Heldur ákveðin SA átt á Nýársdag og hlýnandi og líklega talsverð úrkoma þegar líður á daginn.
Á Flugeldasýningunni annað kvöld Suðvestan 3-8 m/s súld með köflum, heldur ákveðnari vindur síðar um kvöldið.
29.12.2010 00:10
Yfir 16.500 heimsóknir
Brimið hefur verið heimsótt yfir 16.500 skipti á árinu, sem er 2.500 heimsóknum fleiri en á síðasta ári. apríl og ágúst eru vinsælustu mánuðirnir á þessu ári. Festir gestir eru frá Íslandi en einnig frá 72 öðrum löndum. Um 80.000 gestir hafa heimsótt síðuna frá upphafi. Brimið þakkar fyrir góðar viðtökur og heimsóknir á árinu.
27.12.2010 22:45
Kirkjukórinn 1950
Fremst frá vinstri: Anna Ámundardóttir,Guðlaug Brynjólfsdóttir, Kjartan Jóhannesson þjálfari, Kristinn Jónasson organisti, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Þuríður Helgadóttir. 2. röð. Guðrún Bjarnfinnsdóttir, Guðlaug Böðvarsdóttir, Kristín Ottósdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Bjarndís Guðjónsdóttir. 3. röð: Helgi Vigfússon, Vigfús Jónsson, Guðmundur Ebenezersson, Guðmundur Daníelsson, Guðjón Guðjónsson, Egill Þorsteinsson, Nikulás Torfason. Efst: Sigurjón Valdimarsson, Eyþór Guðjónsson, Þorbjörn Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson.
Heimild: Staðir og stefnumót-Guðm.Dan.
26.12.2010 23:38
Vatnsveður
Töluvert hefur ringt síðasta sólarhringinn og er vatnselgur víða á túnum og lautum. Frá miðnætti hafa fallið 39.6 mm, en mest var úrkoman um kl. 10 í morgun og var þá allur snjór farinn. Hlýindi mikil fyldu þessu vatnsveðri á bilinu 7-8°C. Þá hefur verið strekkings vindur og talsvert brim.
25.12.2010 15:47
Hvít jól á Bakkanum
Eins og sjá má á þessum myndum er nú jólalegt á Bakkanum.
Hér hefur fennt yfir jólabarnið
Jólaseríur prýða glugga hús og trén í þorpinu.
23.12.2010 20:12
Jólakveðja
22.12.2010 23:47
kaldur dagur
Í dag var nístings kuldi, enda var lágmarkshiti á Eyrarbakka -17.9 °C um hádegið og fáir á ferli. Ef einhverjum þykir það kalt, þá var kaldast á landinu í Möðrudal - 28.1°C í dag.
21.12.2010 22:59
Í myrkum mánafjöllum
Vetrarsólhvörf, eða vetrarsólstöður, eru þegar sól er lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur, en það er einmitt þessi dagur. Það er þó ekki fyrr en þann 25. des sem sól fer að rísa fyrr að morgni, en sólarlaginu er þó farið að seinka og á morgun lengist því dagurinn. Þá vildi svo til að í morgun um kl. 7:30 var tunglmyrkvi og sást hann vel héðan af Bakkanum. Við tunglmyrkva verður tunglið riðrautt um nokkurn tíma eins og sjá má hér á myndunum sem teknar voru í morgun.
Það er svo ætið fagnaðrefni þegar daginn tekur að lengja og bæði kristnir og heiðnir halda sín blót af þessu tilefni.
20.12.2010 23:52
"Landaflugur" af fiski
Það dró heldur betur til tíðinda á Bakkanum í byrjun mars 1950. Þann 1. og 2. mars hafði verið foráttubrim á Eyrarbakka með strekkings sunnanátt. Urðu menn þess þá varir að fisk var farið að reka í talsverðu magni á fjörurnar. Þegar farið var að gefa þessum reka frekari gætur kom það í ljós að lygnan inn af brimgarðinum var vaðandi í fiski sem óð lifandi á land og menn gogguðu hann hreinlega í fjöruborðinu. "Öfluðu" menn nálega 200 rígaþorska án þess að setja út bát eða veiðarfæri. Bakkamenn kölluðu þetta "landaflugur" og sennilegast þótti að fiskitorfan hafi verið á eftir síli sem skolaði inn fyrir brimgarðinn. Ekki er vitað til þess að sambærilegt atvik hafi orðið síðan.