10.05.2021 22:02
Kvikmyndatökur á Bakkanum

Leikin heimildamynd um Húsið 2007, Andrés Indriðason samdi handrit og leikstýrði myndinni.
Hemma, 2012 Framleiðendur myndarinnar eru Anna G. Magnúsdóttir og Anders Granström fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Little Big Productions. Verðlaunamynd.
Dead snow 2, 2014 leikstjóri Tommy Wirkola.
09.05.2021 21:50
Alpan hf.

Hjá Alpan voru framleiddar pönnur og pottar af 35 mismunandi grunntegundum, en þær eru svo settar á markað í Þýskalandi. Auk þess var flutt út til Danmerkur, Sviss, Frakklands, Bretlands, Austurríkis, Spánar, Kanada og Bandaríkjanna og víðar.
Hráefnið var nær eingöngu innflutt endurunnið skrapál, nema í fyrstu var notað blöndun frá Ísal, auk þess sem fyrirtækið bræddi sjálft upp skilavöru til endurvinnslu.
Á fjórða tug starfsmanna unnu hjá fyrirtækinu, fyrst í stað eingöngu íslendingar en um aldamótin 2000 voru starfsmennirnir aðalega farandverkamenn frá Póllandi, Lettlandi og Englandi. Sigurður Bragi Guðmundsson var lengst af formaður stjórnar Alpans hf.
Árið 2006 flutti Alpan fyrirtækið til Targoviste Rúmeníu, þá var rekstrarumhverfið orðið óhagstætt hér á landi og starfsemin töluvert dregist saman. Þá unnu 25 manns hjá fyrirtækinu.
Húsnæðið á Bakkanum gekk síðan kaupum og sölum án þess að í það fengist virk starfsemi þar til að byggðasafn Árnesinga keypti húsið á síðasta ári undir starfsemi sína sem áður var við Hafnarbrú.
05.05.2021 22:51
Bækur um Eyrarbakka
Austantórur 1946- 1950 eru 6 hefti eftir Jón Pálsson.
Saga Hraunshverfis á Eyrarbakka 1958 eftir Guðna Jónsson.
Saga Barnaskólans á Eyrarbakka 1952 eftir Árelíus Níelsson.
Járnblómið skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson.
Margur í sandinn markaði spor 1998 eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur, ljósmynda og fræðirit.
Eyrarbakkahreppur Örnefni 2008 samantekt eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur og Magnús Karel Hannesson, fræðirit.
Saga bátanna 2013 eftir Vigfús Markússon, fræðirit
Húsið á Eyrarbakka 2014 eftir Lýð Pálsson, fræðirit.
Anna á Eyrarbakka 2015 eftir Elísabetu Jökulsdóttur, skáldsaga.
Ljósmóðirin 2015 eftir Eyrúnu Ingadóttir, söguleg skáldsaga.
Læknishúsið 2018 eftir Bjarna Bjarnason, skáldsaga.
Eitrað barnið eftir Guðmund Bryjólfsson, skáldsaga.
Lúðvík Norðdal Davíðsson 2020 eftir Lýð Pálsson, fræðirit.
02.05.2021 23:19
Skipskaðar við ströndina á skútuöld
1879 þann 3. maí slitnaði seglskipið Elba frá Fredericia í Danmörku 108,48 tn upp í höfninni á Eyrarbakka þegar skipsfestar slitnuðu vegna veðurs, hafróts og strauma frá Ölfusá. Skipshöfnin fór sjálf í land á fjöru. Veður var á suðvestan.
1882 þann 16. apríl kl.7 árd. Strandaði seglfiskiskipið Dunker-que frá Dunkerque í Frakklandi 133,33 tn á skerjunum fyrir framan Eyrarbakka vegna aðgæsluleysis. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður var á norðaustan.
1883 þann 18. júlí strandaði seglskipið Sylphiden frá Reykjavík við innsiglinguna á Eyrarbakka vegna óvenju mikils straums sem bar skipið af leið og hafnaði á skeri. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1883 þann 12. september sleit seglskipið Active frá Stavanger í Noregi 118, 68 tn skipsfestar í höfninni á Eyrarbakka í suðaustan roki og brimi og rak á land og brotnaði á klöppunum. Skipshöfnin var í landi. Veður gekk á með stormi og hafróti, skipið var þó rígbundið. Þessi skipalega var heldur austar en hinar og var lögð niður í kjölfarið.
1883 þann 12. september kl. 4 árd. rak seglskipið Anna Louise 109, 93 tn frá Fanö fyrir akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið kom til Eyrarbakka frá Liverpool. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1892 þann 24. júní ml. 3 árd. fórst seglskipið Johanne frá Mandal í Noregi 63,50 tn á leið frá Eyrarbakka til Vestmannaeyja. Skipið lét ekki að stjórn í vendingu og rak á land í sunnanátt og hafnaði á skeri framundan Rauðárhólum í Stokkseyrarhverfi. Skipshöfnin var flutt í land á bátum úr landi.
1895 þann 27. apríl kl.6 árd. strandaði seglskipið Kamp frá Mandal í Noregi í Stokkseyrarhöfn þegar bólfesting slitnaði þegar verið var að leggja skipinu og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var með suðvestanátt.
1895 þann 3. maí snemma morguns rak seglskipið Kepler frá Helsingborg 81,51tn á akkerum upp í þorlákshöfn. Skipið var að koma frá Kaupmannahöfn. Skipshöfnin var bjargað á bátum úr landi. Veður var á suðaustan.
1896 þann 16.ágúst strandaði seglskipið Allina frá Mandal í Noregi þegar hafnfestur slitnuðu þar sem skipið lá í Stokkseyrarhöfn og rak skipið á skerin. Skipshöfnin bjargaðist á skipsbátnum. Veður var á suðaustan.
1896 þann 23. október kl. 10 árd. var seglskipinu Andreas 172,76 tn frá Mandal í Noregi siglt upp í fjöru faramundan Strandakirkju í Selvogi vegna leka á leiðinni til Reykjavíkur. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Veður að norðan.
1898 þann 15. apríl kl. 9 árd. Seglfiskiskipinu Isabella frá Dunkerque Frakklandi 122,33 tn var siglt á land við Stokkseyri vegna leka eftir að skipið hafði rekist á skipsflak við Vestmannaeyjar. Skipshöfninni var bjargað á bátum úr landi. Vindur var af norðvestan.
1900 þann 11. apríl kl. 4 síðdegis strandaði seglskipið Kamp 80,68 tn frá Mandal í Noregi á Þykkvabæjarfjöru á leið frá Leith til Stokkseyri. Veður var suðvestanátt.
1902 þann 24. mars kl.2:30 árd. strandaði seglfiskiskipið Skrúður 84 tn frá Dýrafirði á skeri undan bænum Vogsósum. Skipshöfnin gekk á land með fjöru. Veður með norðan stórhríð.
---
Heimild: Landhagskýrslur 1905
02.05.2021 23:07
Bankamálið
01.05.2021 23:36
Síðara blómaskeið þorpsins

01.05.2021 22:08
Plastiðjan

30.04.2021 23:23
Sjóminjasafnið og Farsæll

hefir á þingum vanda,
djarfur þvingar ára-önd
út á hringinn-landa.
Frækinn drengur fram um ver,
fiskað lengi getur.
Stýrir "Feng" og eitthvað er
ef öðrum gengur betur.
29.04.2021 22:50
Veðurfar í Árborg

26.04.2021 22:43
Byggðamerkið

Nýtt byggðarmerki sveitarfélagsins Árborgar var tekið í notkun 12. nóvember 2000. Sérstök nefnd valdi merkið úr 48 tillögum sem bárust í opinni samkeppni um nýtt byggðarmerki.
20.04.2021 22:05
Iðnaðarmannafélagið

06.04.2021 22:31
Fyrir grúskara
06.04.2021 00:29
Álfur og Álfstétt
Álfur hét madur Jónsson sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna
og drykkfeldur nokkud. Vinnumadur var hann ad Óseyrarnesi ásamt konu sinni um 1847 (ábúd
á ödrum Nesbænum 1855). Fluttist sídan ad Nýjabæ á Eyrarbakka og ad sídustu austur
á Hól í Hraunshverfi og þadan upp ad Medalholtshjáleigu í Flóa. Þad var mikil fátækt um midbik 19 aldar og reyndar allsleysi hjá flestum í þorpinu. Álfur var duglegur
til allra verka, hagur á járn og tré og réri til sjós í Þorlákshöfn þá er hann var
í Óseyrarnesi. Sídan af Bakkanum hjá Þorleifi ríka á Háeyri, formadur á skipi hans
og frá Loftstödum. Á þessum árum voru gerd út 30 - 40 áraskip á Eyrarbakka og sjón ad sjá þessum skipum radad upp medfram allri ströndinni og birgin og beituskúranna
þar upp med sjógardinum. Þá var mikid um ad vera, skipin tví og þríhladin af fiski
og stundum med seilad aftanní. Stundum voru menn sendir út á skerin til ad taka
vid seilunum og draga upp í fjöru. Vermenn komu úr sveitum alstadar ad og nóg var
af brennivíni til ad skola sjóbragdid úr kverkunum. Svo rammt kvad ad drykkjuskap
ad menn seldu jafnvel skó og sokka barna sinna og naudsynjar heimilanna fyrir krús
af brennivíni, og sáu ýmsir höndlarar sér leik á bordi um vertídina. Fæda þorpsbúa
um þessa tíd var adalega fiskur, söl og grautur úr bankabyggi. Í hallæri var þad
líka 'Mura' rótartægjur. Kál stód stundum til boda. Til hátídabrigda var keypt skonrok.
Á jólum var börnum bodid í Faktorshúsid upp á graut med sýrópi og eitt tólgarkerti
hvert til ad fara med heim. Um sumarid fylltist þorpid af lestarmönnum ofan úr fjarlægustu
sveitum med ullina sína. Þá var líka eins gott ad nóg væri til af brennivíni ofan
í gestina.
Þarna gátu menn litid augum og heilsad upp á Þurídi formann,
lágvaxin kona sem ávalt gekk um í karlmannsfötum, en landsfræg eftir ad hún sagdi
til Kambránsmanna. En hún var ekki sú eina, því medal lestarmanna var kerling ein
eftirtektaverd. Hún hét Ingirídur, stórskorinn, hardeygd og tröllsleg. Hún gekk
med hatt og í karlmannsfötum og gaf ödrum körlum ekkert eftir.
En aftur ad Álfi. Hann átti frumkvædi ad því ad leggja veg þann
á Eyrarbakka er enn ber nafn hans, þ.e Álfstétt. Vegurinn var lagdur medfram og
yfir fúakeldur og fen svo fólk ætti betra med ad komast upp í mógrafir (mór notadur
til eldsneytis) og slægjulanda sinna. Þetta var fyrsti vegarspottinn sem sérstaklega
var byggdur sem slíkur á Eyrarbakka.
04.04.2021 22:23
Rafstöðin 1920
Árið 1920 var keypt díselrafstöð fyrir Eyrarbakkahrepp sem hreppurinn rak þar til Útvegsbankinn tók reksturinn yfir. Kristinn Jónasar í Garðbæ sá síðan um rekstur stöðvarinnar lengst af. Þegar Sogsvirkjun hafði tekið til starfa og lína lögð niður á strönd var rekstri stöðvarinnar sjálfhætt.
Áður voru tvær litlar díselrafstöðvar í notkun á Bakkanum og var önnur í Fjölni, en þar rak Haraldur Blöndal samkomu og kvikmyndahús.
02.04.2021 23:28
Árborg fortídar-1850 til nútídar.
Þad má med sanni segja ad um midja 19 öld hafi Eyrarbakki verid
nafli alheimsins í hugum íslendinga og ekki síst Sunnlendinga, því þangad komu menn
vída ad til útrædis og verslunar eins og þekkt er. Öldum saman var Eyrarbakki nátengdur
erlendri verslun og skipaferdum og íbúum stadarinns fór stödugt fjölgandi þó ekki
sé saman ad líkja vid Árborg nútímanns hvad fólksfjölgunina snertir ad ödru leiti
en því ad huga þurfti ad menntun barnanna. Í landinu var enginn eginlegur skóli fyrir börn sem svo mætti kalla, en nú stód hugur nokkura flóamanna til ad setja slíka stofnun
á fót enda var þörfin brýn. Oft var samtakaleysi sunnlendinga þrándur í götu enda
og fátækt og örbyrgd landlæg í þessum landshluta, ekki síst einmitt vegna þess.
Þad var því álitid ad yrdi mikid verk forgöngumanna ad sannfæra alþjód um ágæti
slíkrar skólastofnunar, en raunin vard önnur því flestir tóku þessum hugmyndum fagnandi.
Í nánd vid kaupstadinn voru um 50 býli og börn á aldrinum 7-14
ára á milli 30 og 40 talsins. Í Stokkseyrarhverfi voru 30 býli og 20 börn á þessum
aldri og ríflega annad eins á Bakkanum.
Forgöngumenn fyrir stofnun hjálparsjóds fyrir barnaskólann voru
þeir Gudmundur Thorgrímsen verslunarfulltrúi á Eyrarbakka, Páll Ingimundarsson prestur
í Gulverja og Stokkseyrarsókn og Þorleifur Kolbeinsson hreppstjóri á Litlu-Háeyri.
Skólinn var sídan formlega stofnadur árid
1852.