21.01.2012 15:38
Tíðarfar og aflabrögð V
1835 fremur flskitregt, tveggja hundraða hlutir syðra.
1836 góður afli austanfjalls, 500 hlutir, minni við Faxaflóa; þá gekk fiskurinn um vorið inn að Þyrilsnesi í Hvalfirði og var róið úr Brynjudal.
1837 afli góður í Skaftafellssýslu og undir Eyjafjöllum, 600 hlutir; afli í minna meðallagi við Faxaflóa.
1838 afli fremur lítill syðra, en þó helzt netaflskur; 300 hæst í Keflavík.
1839-45 var oftast afli góður.
1846 fiskiafli góður nema í Selvogi og Grindavík.
1847 Hlýr vetur. Bezta fiskiár, i Höfnum og á Akranesi 8 hundraða hlutir.
1848 Veturinn mikill snjóavetur á Suðurlandi. Fiskiafli sérlega góður syðra og vestra, 12 hundraða hlutir syðra, meðalhlutir 5 og 6 hundruð. 49-50 var aflinn allgóður.
1851 Kuldatíð. Bezta hlutaár nema kringum Vogastapa; þar brást fiskur í net.
1852 Hlýtt vor.
1853 fiskiafli sumstaðar mikið góður; á páskum komnir 8 hundraða hlutir undir Jökli og 6 hundruð á Innnesjum. Fremur fiskitregt í Vogum, Njarðvikum og í Keflavík. Hæstu hlutir í Húnavatnssýslu 1000.
1854 fiskilítið i Árnes- og Rangárvallasýslum, 60-80 fiska hlutur; góður afli við Faxaflóa, 9 hundruð hæst i Höfnum og 7 hundruð á Seltjarnarnesi. Hausthlutur við Eyjafjörð 10-16 hundruð.
1855 fiskiár allgott.
1856 fiskitregt austanfjalls sömuleíðis í Garði og Leiru, en afli á Innnesjum og i Höfnum; hæstur hlutur i Höfnum og á Akranesi 11 hundruð.
1857 fremur fiskilitið, afli hæstur á Akranesi 7 hundruð.
1858 afli i góðu meðallagi; meðalhlutir um vetrarvertið syðra 3-400. Mestir hlutir í Garði 1000 og 900 á Akranesi; vestra fiskitregt; vorvertíð syðra mjög fiskitreg, 4-500 af smáfiski mest.
1859 Kalt árferði, kalt vor. Bezti afli austanfjalls og við Faxaflóa; fiskilaust vestra og þar hinn mesti bjargarskortur.
1860 vetrarvertið innfjarðar við Faxaflóa ein með hinum rýrari; i Höfnum allgóður afli, 6-7 hundruð hæst; aflinn rýr við Jökul og austanfjalls nema í Hornafirði; vorvertíð góð á Innnesjum.
1861 vetrarvertíð hin bágasta við Faxaflóa, 25-100 fiska hlutur, austanfjalls vertíð nokkru betri. Undir Jökli var hæstur hlutur 350. Þá var fengið 14 þúsund króna lán handa bjargþrota fólki á Suðurlandi.
1862 góður afli austanfjalls; í Höfnum hæstur hlutur 10 hundruð tólfræð, minst 7 hundruð; minni afli innfjarðar við Faxaflóa.
1865 vetrarvertið við Faxaflóa hin allra bágasta ; þá fengu margir þar 5 -10 fiska hlut. Hæstur hlutur í Höfnum 3 hundruð.
1866 Kalt árferði. Vetrarvertið litlu eða engu betri en árinu áður; höfðu engar vertíðir syðra komið jafn bágar síðan 1892. Vorvertið mæta góð syðra og við Ísafjörð, en lakari við Jökul; þá fékk einn maður 9 hundruð til hlutar á Innnesjum í 11 róðrum.
1867 afli í góðu meðallagi um vetrarvertíð syðra og vestra, 200-250 meðalhlutur við Faxaflóa; 5 hundruð hæst i Höfnum.
1868 mishepnuðust svo flskiveiðar á Suðurlandi og austanfjalls, að fá varð korn að láni, en kaupmenn erlendis söfnuðu gjöfum handa Sunnlendingum.
1869 fiskiafli i tæpu meðallagi með allri suðurströnd landsins og inn á Faxaflóa, á vetrarvertið 200 að meðaltali; í Njarðvík, Keflavík og Garði 6 hundruð hæst.
1870 vetrarvertíð góð einkum austanfjalls, 8 hundraða hlutir komnir í marzmánaðarlok í Grindavík. Vorvertíð rýrari; haustafli góður nyrðra, 16 hnndruð hæst við Eyjafjörð, 8 hundruð i Skagafirði og 14 hundruð við Steingrímsfjörð.
1871 vetrarvertið i góðu meðallagi við Faxaflóa og ísafjörð; rýrari austanfjalls og við Jökul; haustafli góður við Hrútafjörð, Miðfjörð og Austfirði.
1872 fiskaðist vel syðra fyrri part vetrarvertíðar, en mikið minna seinni partinn, svo vertíðin varð ekki meira enn í meðallagi, en þó lökust i Vestmanneyjum. Vorvertíðin syðra tæplega i meðallagi, en á Austfjörðum góður afli mestan part ársins.
1873 vetrarvertíð syðra rýr; frá Hafnarfirði suður í Grindavik 90-120 flskahlutir og eins á Akranesi, 200 á Álftanesi, 250 á Seltjarnarnesi, 300 á Eyrarbakka. Við Jökul litill afli, en góðurum vetrarog vorvertíð við Ísafjarðardjúp. Á Austfjörðum ágætur afli að sumrinu.
1874 afli um vetrarvertíð heldur í minna lagi við Faxaflóa, 500 hæstur hlutur. Haust- og vorvertíðir allgóðar syðra. Vestra fremur aflatregt, en góður afli á Austfjörðum meiri part árs.
1875 vetrarvertíð við Faxaflóa hlutahá á færi, en aflalítið i net; rýrari vertið austan fjalls einkum í Vestmanneyjum. Vor- og haustvertíðir syðra rýrar. Vestra afli fremur í minna lagi, en góður afli á Austfjörðum.
1876 hið mesta fiskileysis ár á Suðurlandi , betra vestra, en gæðaafli nyrðra og eystra; þá var og allgóður afli á þilskip.
1877 fiskileysi hið mesta alt árið við Faxaflóa . Þessi tvö flskileysisár var safnað gjöfum víða um land handa nauðstöddum mönnum í flskileysissveitunum. Austanfjalls var afli sæmilegur, en nyrðra og á Austfjörðum fiskaðist oftast afbragðsvel.
1878 vetrarvertíð i góðu lagi við Faxaflóa; rýrari austanfjalls. Vetrarafli ágætur við ísafjarðardjúp. Nyrðra og á Austfjörðum gott aflaár.
Tímaritið Ægir 1906-1907 eftir ritgerð sr. Þorkels Bjarnasonar í tímariti Bókm.fél. 1883. o.fl. (http://www.vedur.is/loftslag/loftslag/fra1800/hitafar/bigimg/728?ListID=0)
15.01.2012 13:44
Tíðarfarsannáll og aflabrögð IV
1787 vetur hinn bezti fram yflr páska. Vor hart, ógæftir syðra en flskafli þar góður (hin mesta laxveiði).
1788 vetur kafaldssamur. Harðindi norðan og austur á landi. Hið mesta flskiár á Suðurnesjum og gott viða, þótt stormasamt væri og ógæftasamt.
1789 vetur harður eftir nýár, en betri syðra hafis frá þvi fyrir jól kringum Vesturland. Fiskiár ekki.
1790 gott haust, frostamikill vetur, vor kalt og hafis umhverfls mestalt land og fiskileysi.
1791 vetur hinn frostamesti, fiskiafli góður syðra, en þó nokkuð missagt um. Hafþök af ísum norðanlands.
1792 vetur þungur norðan og vestanlands en betri austan og sunnanlands, afli mjög lítill syðra, hákarlatekja mikil fyrir norðan og síldargegnd á Eyjafirði. Ís um vorið fyrir landi austur undir Horni.
1793 vetur allgóður, snjóasamur norðan og vestan; fiskifátt, en mikill afli af síld og hrognkelsum á Eyjaflrði.
1794 meðalár um flest, þá fekkst mikill hlýri á Barðaströnd, 300 á bæ og meira.
1795 vetur í meðallagi til þorra, en allgóður sunnan og vestan, hafís nyðra, afli í meðallagi; mikla mergð hlýra rak á Rauðasandi.
1796 vetur harður og hríðasamur víðast, en góður síðari hluta, hafís norðan og austan, hart vor; flskiafli til jafnaðar í betra lagi.
1797 vetur blíður, en veðrasamur; fiskiafli góður um sumarið norðanlands, en lítill í Múlasýslum, þurrviðri og haust vindasamt.
1798 vetur fyrst snjóasamur, síðan harður norðanlands, annarstaðar misjafn. Gæftir stirðar syðra til páska, en síðan stillur og afli mikill víðast, nema í Hafnarfirði og norðanlands, en þar hindraði rekís afla.
1799 vetur framan af harður, seinna góður og gott vor.
1800 vetur hinn besti.
1801 vetur góður til miðgóu, en þaðan af harður; mislægur afli og ógæftir stórar, vorfengur mikill á Innnesjum, þegar gaf, og þegar róið varð fyrir lagnaðarísum, jafnvel meir en 900 stór, allvel kringum Jökul, í Bolungarvík töpuðust veiðarfæri af 30 skipum af ís, er fylti alla fjörðu. Vor kalt, afli næsta mikill í Múlasýslum um sumarið og svo norðanlands, bátar í Eyjafirði fengu þá 300 af góðum þorski á hálfum mán., en tví og þríhlaðið á degi skamt undan Sléttu og Langanesströndum, þar ei hafði lengi fiskast. Margt fengu norrænir menn í síldarnetum og laxavoðum í Hafnarfirði og ætluðu sumir af því, að síld mætti veiða víðar í fjörðum, en á Eyjafirði og svo var um hrognkelsaveiðar, að þær voru tíðkaðar á Innnesjum.
1802 vetur mjög harður með blotum á milli, ísalög og hafísar vestantil. norðan og austan, vorkuldi, fiskitekja sumstaðar, helzt norðanlands, og slidarganga mikil á Eyjafirði.
1803 miðveturinn góður, en misjafn endrarnær. Afli víða lítili, harðrétti.
1804 [meðal vetur, en vor kalt] harðrétti enn, [því hafís lá við land langt fram á slátt].
1805 [vetur einhver hinn bezti, vor gott, gras-sumarið mikla] [Á Suðurlandi var fiskiár gott, en fyrir norðan aflaðist i bezta lagi flskur, heilagfiski og hákarl, líka síldin á Eyjafirði].
1806 vetur allharður; fiskafli lítill, því hann kom seint; en allgóður n. um sumarið, hákarlaafli mikill í Fljótum og á Siglufirði, [og laxveiði góð].
1807 hafísar mjög miklir umhverfís alt land, nema á parti af Faxafióa og lagnaðarís mikill, vetur mjög harður, vor hart og sumar mjög ílt (fiskiaust nyðra) [Hvarvetna var rír afli nema í Vestmannaeyjum, ollu þvi að miklu leyti haf- og lagnaðarísar, samt fiskaðist vel um haustið sunnan og vestanlands og síldarveiði mikil víða kringum Eyjafjörð].
1808 vetur allharður, og frostamikill, fátt um afla, kalt vor, hafís mikill nyrðra og þar fiskilaust, en aflasamt syðra um haustið (flsklítið sunnanlands um veturinn).
1809 vetur allgóður, afli lítill syðra á venjulegri vertíð, fiskileysi mikið úti á Nesjum, enginn afli norðan, afli mjög mikill sunnan (um haustið?) að gekk inn alt á grunn. [Sildarfengur var góður á Eyjafirði].
1810 vetur allgóður norðan, en harður sunnan, afli góður fyrir Jökli og syðra og hélst jafnan þegar róið varð, um sumarið mikill afli sunnanlands og í Múlaþingi, þar fekk 1 skip á 5 -6 dögum 9 1/2 hundr. Hallæri norðanlands af fiskileysi og matvöruleysi, langvint.
1811 vetur góður til þorra, menn lifðu þá á fiskinum einum saman sunnanlands, en fisklaust nyðra, litlir hlutir syðra, vor kalt og ílt; afli sunnanlands um sumarið og vorið, ís mikill norðanlands, veiðiskapur enginn, hallæri.
1812 vetur mjög harður, afli góður vestan, á góu kom lognsnjór syðra og tók þá fyrir afla. Skip sökk af ofhleðslu á Látrum v., hákarlar náðust sumstaðar i vökum fyrir norðan.
1813 afli nokkur fyrir Jökli, en lítill á Innesjums. Vetur góður framan af, en víða mjög umhleypingasamur, enginn afli norðantil um sumarið, lítill syðra.
1814 vetur misjafn, en góður víðast og vorið, lítill afli sunnanlands nema í Vestmanneyjum afli mikill og fyrir vesturlandi. björguðust menn við hvalreka.
1815 vetur misjafn, gæftalítið undir Jökli, en aflalítið annarstaðar, vor kalt og þurt, sæmilegur afli vestanlands, afli nokkur fyrir norðan um sumarið.
1816 vetur harður og snjóasamur, afli góður á honum öndverðum, en enginn síðar, lítill vestan nema i veiðistöðum úti, sjór gagnlítill nyðra semfyrri. í Múlasýslu ár gott, haust og vetur fram á JólaföstuJ. [Mikill fiskafli í Múlasýslu, Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og á Suðurnesjum, en á Innesjum mjög lítill um vertið, var og sumarafli þar betri, en undir Jökli aflalítið. í Grímsey fiskaðist vel um sláttinn, víða var laxveiði góð].
1817 vetur misjafn, en snjóasamur mjög og hafís um miðjan vetur, og lá ís vestan og norðan til miðsumars. Hrognkelsavaveiði hjálpaði mönnum á Tjörnesi mest. [Vertíðarafli var mikill í Vestmanneyjum, á Suðurlandi mjög lítill, en mikill afli þaðan af alt árið. Lítið fiskaðist undir Jökli. Hafísar hömluðu róðrum í Múlasýslu, Norðurlandi og Vestfjörðum, en þá ísinn fór af Ísafirði um mitt sumar, kom þar góður afli og hlaðfiski mikið um haustið].
1818 vetur víðast þungur af jarðbönnum nema vestra. Afli mikill við Ísafjarðardjúp, og ofanvert vetur undir Jökli, lítill um haustið. Syðra afli snemma vetrar, en minna ofanverðan, þó nokkur; rigningar um sumarið; góður vetrarafli syðra, en ögæftir, enginn afli fyrir norðan, (þá voru reistar fyrir nokkru 3 skútur i Hafnarfirði af Bjarna riddara Sigurðssyni, svo 2 aðrar, ein í Njarðvík og ein í Vogum), um sumarið. [Fyrir norðurlandi því nær fisklaust, en hákarlaveiði viðaminst. Hrognkelsaveiði víðast kringum land mikil um vorið, en laxveiði lítil. Silungsveiði lítil í Mývatni, enda var haft orð á, að þar hefði varla sést mýfluga um sumarið].
1819 góður afli syðra öndverðan vetur og höfðu menn þá sókt alt norður af Sléttu.
1820 vor kalt, góður afli fyrir sunnan um haustið fyrir nýár.
1821 vetur góður sunnan og vestan, en gerði hroða er á leið, norðantil góður til einmán., en þá kom ís. Afli góður í Vestmannaeyjum, alt að 800, sæmilegurs. Vetur mjög harður norðanlands frá góu, með hafís og lagnaðarís. Sumar og haust nyðra hið versta.
1822 Afli hinn mesti sunnan, austan og vestan og nokkur fyrir norðan (um haustið og sumarið) og var það þá nýtt. Vetur hinn bezti.
1823 sumar var þá harla ílt, nálega sem vetur væri, kalt og þurt syðra, afli mjög mikill sunnan og vestan í landsteinum uppi, þó var flskurinn rír mjög. Afli mikill fyrir norðan á útkjálkum.
1824 vor og sumar gott.
1825 Vetur kaldur og snjóamikill framanaf, en síðan umhleypingasamur. Fiskur mikill fyrir sunnan og austan og undir Jökli, en gæftir litlar, mikill afli undir Jökli, sótt úr ýnisum áttum, jafnvel af Akureyri. Hafís norðanlands, vor kalt og þurt eftir hvítasunnu, en aflaleysi syðra sökum ógæfta. [Í Grímsey var góður afli og á útsveitum Vaðlasýslu um sumarið].
1826 vor kalt og eigi gott sumarið. [Góður varð fiskiafli hvervetna kringum landið, en illa nýttist hann víða].
1827 vetur þungur og hart vor og sumar með fjúki og kulda, haust gott. [Góður fiskiafii víðast kringum landið, hákarlaveiði mikil norðanlands og mikil síld barst á land á Akureyri].
1828 vetur góður og vor gott, afli góður syðra síðan mikill afli alstaðar við land.
1829 vetur hinn bezti til góuloka; hákarlaafli hinn mesti í útsveitum norðanlands, alstaðar hið mesta bjargræði af sjó, sumir 17 hundr. syðra fyrir vertíð og hlaðafli vestra. Fyrir páska skipti um, kom þá ís og fyllti allt. Haustið var hið bezta, og fiskafli hvarvetna og inni í sundum syðra.
1830 vetur afar góður til miðs, en síðan ryskjóttur. Vor einkar gott á sjó og landi; ár enn gott til sjávar og haust gott.
1831 vetur varð góður eftir nýár, einkum ómuna góður einmán. Vor og sumar gott.
1832 vetur góður til miðs og hagfeldur á sjó og landi; vor kalt.
Heimildir: Árbækur Espólíns; annálar Jóns Haldórssonar prófasts, Annálar Jóns Ólafssonar lögréttumanns á Grímsstöðum, [viðbætur Hallgríms Jónssonar djákna á Þingeyrum]. Samantekt Bjarni Sæmundsson-Tímaritið Ægir 1906.
12.01.2012 21:15
Tíðarfarsannáll og aflabrögð III
1749 vetur mjög harður, vorveðrátta allgóð og þá afli vestan og sunnan.
1750 vetur harður frá Góu, is mikill vestan og norðan.
1751 vetur harður, afli lítill sunnan og norðan en allgóður undir Jökli.
1752 vetur harður seinni partinn, harðæri víða, duggurnar 200 tunnur fiska í afla. Fiskiafli allstaðar lítill.
1753 vetrarfar gott, en aflaskortur mikill. [Harðindaár bæði til sjós og lands].
1754 vetur hinn harðasti norðan. Fiskiafli mjög lítill; hæstir hlutir 1 hundr. sunnan og vestan, verra austan, hafís lá lengi.
1755 vetur góður til Einmán. en harðnaði svo, hafþök af ísi, vorkuldar og fiskileysi mikið, nema allgóður afli norðan um sumarið.
1756 vetur mjög harður frá nýári, helzt norðan og austan, mikill hafis frá Einmán. til hundadaga; afli litill.
1757 vetur í meðallagi og fiskafli lítill. [Sjóbönn og fiskifátt til sumarmála, bæði á Suðurlandi og fyrir
sunnan Jökul, meðal fiskiár um vertíð fyrir vestan hann, hundraðs hlutur í meðallagi.]
1758 vetur bezti; afli í meðall. sunnanlands en minni vestan, hungurdauði i Vestmannaeyjum.
1759 veðrátta allgóð, en hlutir litlir, betri um sumarið. [Fiskiár sæmilegt og nýttist vel, fiskifátt um haustið.]
1760 vetur hinn bezti og afli góður; fiskur nógur fyrir sunnan Jökul. [Fiskur nógur fyrir vestan Jökul á Góu, fiskiafli á seinni vertíð i meðallagi].
1761 vetur harður og stórvíðrasamur. Mikill afli í kringum Jökul, en i minna lagi annarstaðar.
1762 vetur góður; fiskigengd með Góu.
1763 vetur góður, bæði á sjó og landi, afli mikill, [en var grannur og meltist til helminga.]
1764 vetur hríðóttur, en fiskiafli allgóður.
1765 vetur góður sunnan og vestan, en hríðasamur norðan og austan Miklir hlutir sunnan og vestan, en selatekja ærin í Þingeyjarþingi.
1766 vetur góður frá nýári. Góðir hlutir sunnan og vestan, en hafísar bönnuðu björg norðan, frá Látrabjargi norður um að Reykjanesi.
1767 vetur og vor gott; miklir hlutir vestan en minni sunnan
1768 vetur, vor og sumar hið bezta; afli mikill um alt land, 20 vætta hlutur i Grímsey.
1769 haust og vetur hið bezta og fiskiár hið bezta sunnan og vestan
1770 vetur harður frá nýári, hafís lengi norðan, bezti afli um alt land. 10-12 hundr. hlutir í Njarðvikum og víðar sunnanlands.
1771 vetur í meðallagi, fiskiafli góður hvervetna.
1772 vetur mjög harður, hafísar miklir, kalt vor, en fiskiár allgott sunnan og vestan.
1773 vetur mjög harður; afli mjög mikill á Vestfj. góður nyrðra og kringum Jökul. Hafís nyrðra.
1774 vetur í betra lagi, góður afli víðast, nema austan og í Vestmannaeyjum.
1775 vetur mestallur góður norðan og vestan en harður sunnanlands; fiskileysi víða, helzt austan, afli víða lítill, nær enginn í Vestmannaeyjum.
1776 gott alt árferði. [Hlutir misjafnir sunnan, mjög litlir austan og í Vestmanneyjum, smáir undir Jökli, en góðir við Ísafjarðardjúp og norðanlands og hákarlatekja mikil.]
1777 góður vetur, vor kalt, hafís norðanlands, afli góður víðast. [Fiskiafli góður víðast, en litill samt í Vestmanneyjum og undir Eyjafjöllum, en minstur þó á Innnesjum og í Hafnarfirði].
1778 vetur stórhríðasamur, hart vor; fiskiár í meðall. víðast.
1779 vetur góður, en veður ókyr, hafís, gæfta og flskileysi öndverða vertíð.
1780 vetur upp og niður. Fiskiafli lítill.
1781 vetur slæmur, hallæri við sjó vestan og sunnanlands, því seinfiskið var.
1782 vetur kaldur, hafis lengi; fiskiár í lakara lagi.
1783 vetur hinn frostamesti; fiskiár fyrir austan og sunnan, lítið norðanlands; hákarlsafli mikill í Fljótum. Hafís fyrir norðan.
1784 vetur áhlaupasamur með útsynningum og mestu óáran. Fiskilitið og gæftir litlar. Hafísar alstaðar nema syðra um miðjan vetur.
1785 vetur góður frá nýári að veðráttu, 2 skipsfarmar af fiski fluttir vestan að norður.
1786 vor kalt, hafís. Sunnanlands gekk fiskur og austan og vestan í betra lagi en mjög lítt norðanlands.
(Framh.)
Heimildir: Árbækur Espólíns; annálar Jóns Haldórssonar prófasts, Annálar Jóns Ólafssonar lögréttumanns á Grímsstöðum, [viðbætur Hallgríms Jónssonar djákna á Þingeyrum]. Samantekt Bjarni Sæmundsson-Tímaritið Ægir 1906.
09.01.2012 22:01
Tíðarfarsannáll og aflabrögð II
1684 vetur bezti, lestarhlutur hjá flestum sunnanlands um vertið og hjá mörgum meir, [en undir Eyjafjöllum og austar lítill afli. Fiskileysi og harðindi á Langanesi og norðan.
1685 vetur snjóalitill, mannskaðar mjög miklir, hlutir i meðallagi, hafís frá Einmán. til Bartólómeusmessu.
1686 góður vetur, siðari hluta; miklir hlutir sunnan og vestan [en austur með landinu litlir].
1687 vetur góður syðra, stirður nyðra.
1688 harður vetur, litlir hlutir, en í meðall. sunnan og vestan. Í Vestmanneyjum hafði þá ekki aflast fiskur i 3 ár.
1689 vetur góður, fiskileysi sem mest [fiskaðist til bjargar um haustið, hlutir litlir].
1690 vetur harður, fiskileysi víðast meir en 1689. [Hlutir mjög litlir og austur i Mýrdal engir, svo Kirkjubæjarklausturshaldari fékk 24 fiska i 16 hluti, annar maður 10 fiska í 8 hluti; haustið gott og afiasamt suður með landinu].
1691 vetur mjög góður; hlutir i meðall. sunnan, en nær engir austan Þjórsár.
1692 vetur góður til Kyndilmessu, en eftir pað miklar frosthörkur. Á páskum enginn fiskur fenginn sunnanlands, fiskileysi austan og nnorðan.
1693 vetur hinn bezti, lítill afli sunnanlands.
1694 vetur öndverður með pokum og frosti fyrir jól, annars upp og niður. Hafís mikill norðan og austan og óáran; hlutir i meðallagi [sunnan en miklir vestan].
1695 hafisár ákaflega miklir kringum allt land; mikið fiskiár, en sjaldan róið; lestarhlutur sunnan og vestan og sumstaðar meira [en ónýttist mjög].
[1696 hlutir litlir fyrir vestan, nokkuð meiri fyrir sunnan].
1697 vetur hinn frostamesti, lá ís við land; mesta fiskileysi.
1698 vetur góður, sjógæftir bágar, en góður afli sunnan og vestan [Hlutir litlir austanlands.]
1699 vetur mjög harður og fjúkasamur, hlutir litlir nema austan. Ís fyrir norðan og enginn afli til þings [þá dó margt fátækt fólk af hungri og harðæri].
1700 vetur frost litill, en mjög stórviðrasamur, en enginn afli [stórt hallæri um allt land].
1701 vetur misjafn, harður norðan góður sunnan, en snjór mikill víða. Hlutir litlir sunnan og vestan betri eystra (bóndinn i Njarðvík hafði 30 hluti við sjó og fékk til samans 360 fiska. 12 menn reru út frá Hólum og fengu als 300. [Fiskileysi um alt land, sem menn mundu ei annað því líkt].
1702 vetur góður, afli nær enginn syðra. [Vertíðarhlutir mjög litlir, bjargræðisbreztur stór; manndauði við sjó].
1703 vetur þungur, mikill fiskigangur eystra, lítill á Innnesjum. [Vertíðarhlutir litlir, nema í Vestmanneyjum og undir Eyjafjöllum].
1704 vetur góður og frostlaus; harðæri við Ísafjörð. [Fiskiafli betri viðast, en á næst undangengnum árum].
1705 vetur þungur og stórviðrasamur. 6 hndr mestur afli við Stapa; miklir hlutir i Vestmanneyjum, fiskileysi og ís fyrir norðan. [Fiskiafli um sumarið og haustið góður].
1706 vetur i meðallagi, hinn mesti fiskur fyrir, stórmiklir hlutir og meira á Suðurnesjum. [Fiskiár hið bezta fyrir vestan og sunnan, meira en lestarhlutir. Sumstaðar var svo mikill fiskiafli, að sjóarbændur höfðu eigi hús til inn að láta. Í mörgum kaupstöðum eftir skilinn nærri farmur af fiski].
1707 vetur, góður litlar gæftir, fiskur fyrir þegar róið var.
1708 vetur góður sunnan og vestan, harður norðan og austan Hlutir góðir, en fá skip sökum mannfæðar (eftir bóluna).
1709 vetur góður alstaðar og hlutir miklir [nærri lestarhlutir sumstaðar].
1710 vetur hinn bezti, gott og þurt sumar, fiskur gekk til hlítar.
1711 ársamt og hlutasamt.
1712 vetur góður sunnan harður norðan, hlutir litlir, nema fyrir Stafnesi og umhverfis Jökul.
1713 gott ár á sjó og landi, vetur og sumar.
1714 vetur mislægur, gæftalitill, hinn bezti austan [hlutir viða litlir nema í Vestmanneyjum]. 10 hundr. hlutir um vorið á Innnesjum.
1715 vetur skakviðrasamur, ógæftir stórar [hlutir í minna lagi].
1716 vetur góður, hlutir litlir nema undir Jökli. [á Austfjörðum 12 hundr. hlutir í sumum fjörðum].
1717 harður vetur með snjóum. Miklir hlutir austan og i Vestmanneyjum, nál. engir á Suðurnesjum, litlir vestra. [góðir kringum Jökul].
1718 Vetur harður er á leið, ógæftir miklar og litill afli. Fólk sumt flosnaði upp á Innnesjum [víða góður afli fram eftir sumri af heilagfiski].
1719 litlir hlutir í útverum og víðast um Suðurnes nær engir [en bjarglegir undir Snæfellsjökli].
1720 Vetur allgóður nema norðan, afli mikill norðanlands ofanvert sumar, stopult vor, allgott sumar, hlutir í meðallagi.
1721 vetur góður, hlutir allgóðir, sumar vott og ógæftasamt.
1722 vetur allgóður; góðir hlutir í Vestmannaeyjum, annarstaðar i meðallagi. Fiskiföng góð norðan um sumarið.
1723 vetur i harðara lagi, vor gott, hlutir litlir nema í Vestmannaeyjum og Hafnarfirði; þar voru 6 hundr. hlutir og meiri og kom þá afli fyrir norðan fyrr en vant var.
1724 vetur harður með veðrum og snjóum, helst norðan, lítil hlutatekja, en vor allgott og gekk fiskur snemma norður fyrir land og fiskiafli þar um sumarið. [Hlutir sunnan mjög litlir, vestan bjarglegir, en góðir fyrir austan, helzt i Vestmannaeyjum].
1725 vetur allgóður og hlutir ei mjög miklir, vor kalt; afli fyrír norðan um sumarið [mjög litlir vetrarhlutir vestan vegna ógæfta, en um vorið og sumarið góður afli víða, einkum fyrir norðan hin mesta fiskigengd].
1726 vetur góður, vor hlýtt, hlutir í meðallagi sunnan og vestan, sumar gott og fiskur norðan sem fyrr [sjógæftir bágar, fiskigangur mikill].
1727 hlutir allgóðir, fiskur fyrir norðan land um sumarið. [Hlutir miklir bæði vestan og sunnan-lands, 6, 7-8 hundr., en fiskur mjög grannur og ónýttist mjög afli].
1728 vetur harður, hlutir voru miklir, 6-7 hundr., og að lestarhlulum. Ís mikill um vorið frá sumarmálum til fardaga, en þó góður afli fyrir norðan eftir að ísinn rak burt, og hélst lengi. [í Skaftafells- og Múlasýslum bezti vetur og nógur fiskur, hlutir með Jökli og annarstaðar miklir og nýttust vel; 6 og7 hundr. og lestarhlutur í Vestmannaeyjum; fiskileysi á Akranesi og Mýrum].
1729 vetur allgóður, hafíhsroði á þorra. Hlutir í meira lagi sunnan og í útverum. [í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum 7-8 hndr. hlutir og sumstaðar sunnan við Jökulinn, litlir vestanlands].
1730 vetur upp og niður. Hlutir góðir sunnan og vestan og í útverum [mjög lítill afli á Vestfjörðum].
1731 vetur snjóalitill og stórviðrasamur, gæftir litlar, sumar þurt. [Fiskiafli mjög lítill í útverum, svo sem á Suðurnesjum, en enginn sunnan Jökul, með öllum Heimsveitum. í Hafnarfirði mikill fiskigangur; fiskaðist þar eftir í umgetnum sveitum og í Hafnarfirði fengust framan af til góu 3 hundr.].
1732 vetur bezti og vor, en hlutir litlir allvíða. Ís á Góu norðan [í útverum víða litlir hlutir, en sunnan Jökul 3 og 4 hndr.; í Eyrarsveit og Eyjum miklir, á Mýrum litlir].
1733 vetur bezti, sumar hið bezta sunnan og vestan, verra norðan sakir ísa sudda. Fiskreki mikill eystra, 80 hndr. rak í Ólafsvik. [Vertíðarsjóbönn stór, hlutir eystra og fyrir vestan Jökul 3 hndr., mestir í Njarðvík og á innnesjum 7 hndr., í Eyrarsveit 5 hundr.].
1734 vetur rosasamur, ekki mikill afli, mestur í Hafnarfirði og á Álftanesi. [Í Vestmannaeyjum, á Suðurnesjum viðast, í útverum og kringum Jökul stærstu hlutir 3 hundr. og 2 hundr- 50; í Njarðvíkum, Hafnarfirði og á Álftanesi 7, 8 til 10 hndr. á einum báti].
1735 vetur allgóður, rosamikill, hlutir litlir sunnan, engir undir Jökli.
1736 vetur hinn bezti, blítt vor, mesta árgæzka. Vorhlutir i meðallagi vestan, litlir sunnan. Afli fyrir norðan um sumarið og þó meiri á Ströndum.
1737 Haust rosasamt, vetur snjómikill, litlir hlutir sunnan en nokkuð meiri undir Jökli. [Fiskaðist vel fyrir páskana sunnan Jökuls, en um vetrarvertíð eftir páská gaf aldrei að róa].
1738 harður vetur og óstöðug veðrátta, gæftalítið, fiskilaust kringum Jökul [búðafólk nær útkomið].
1739 harður vetur vestan og norðan, fiskifátt [fram undir sumarmál, en gott fiskiár kringum Jökul á seinni vertíð].
1740 vetur hinn bezti að öllu. Ár mikið á sjó og landi. [Tókust engir hlutir fyrir páska, en mesti fiskigangur á seinni vertíð, tókust 4-7 hndr. hlutir].
1741 Vetur allgóður, fiskur mikill undir Jökli, um vorið miklir hafísar og harðindi á sjó og landi austan. [Fiskifátt til þorra, þá kom nóglegur fiskur vestan Jökul og fiskur nógur um seinni vertíð].
1742 vetur harður víða einkum n. til miðgóu. Afli í meðallagi vestan og sunnan [Fiskur nógur fyrir vestan Jökul; eftir sumarmál kom svo mikill fiskur, að menn mundu eigi meiri].
1743 vetur harður sunnan, en betri norðan og austan (í meðallagi fiskiár]. 1. marz rak 18 hundr. af brimrotuðum þorski á Eyrarbakka.
1744 vetur góður, afli sæmilegur sunnan og vestan [Fiskifátt kringum Jökul fram á góu].
1745 vetur ómuna harður. Ís kringum nálega allt land. Afli í meðallagi.
1746 vetur góður norðan, harður sunnan, lítill afli, illar gæftir.
1747 vetur harður sunnan, vestan og norðan; 4-5 dóu úr vesöld á Akranesi; aflaleysi mikið kringum land, hlutir engir hærri en hundrað [mesta harðindis og fiskileysisár, einkum á Suðurnesjum, hundraðs hlutir kringum Jökul og á Suðurnesjum].
1748 vetur harður framan af, síðar hinn bezti. Afli sunnan og vestan en lítíll norðan á því ári. [Fiskiár í betra lagi kringum Jökul fyrir páska, en í lakasta lagi eftir páska].
(Frh.)
Heimildir: Árbækur Espólíns; annálar Jóns Haldórssonar prófasts, Annálar Jóns Ólafssonar lögréttumanns á Grímsstöðum, [viðbætur Hallgríms Jónssonar djákna á Þingeyrum]. Samantekt Bjarni Sæmundsson-Tímaritið Ægir 1906.
07.01.2012 21:53
Tíðarfarsannáll og aflabrögð I
1337 Um sumarið drapst svo mikið af fugli á Vestfjörðum að öll fuglabjörg þar eyddust.
1340 var svo góður vetur, að enginn mundi annan slíkan; fundust egg undan fuglum í Flóa nær miðri Góu og aftur síðar á Einmánuði.
1601 var mjög harður vetur (Lurkur); tók pá fisk frá fyrir norðan.
1603 var mjög harður vetur og fiskileysi.
1604 var mjög harður vetur, en beztu hlutir fyrir sunnan og vestan.
1605 harður vetur, hlutir í útverum litlir, engir fyrir norðan land.
1608 vetur góður mjög, en is um vorið til Jónsmessu.
1609 vetur i meðallagi frá jólum, en hlutir mjög litlirí útverum.
1613 veðrátta stormasöm með sjávargangi, hlutasamt um Suðurnes.
1616 hlutasamt í útverum.
1617 hlutir góðir i útverum.
1619 hlutir i betra lagi og góður vetur.
1620 vetur góður og gerði hið bezta ár.
1621 vetur góður og hlutasamt.
1627 harðindavetur, hlutir góðir vestra og syðra.
1628 enginn afli, mikill ís.
1629 miklir hlutir i útverum syðra og vestra. Fiskileysi fyrir norðan, en hákarlaafli góður.
1630 Fiskileysi fyrir norðan, en snjóar miklir.
1631 er kvartað yfir að harðindi hafi verið í 7 ár, fiskur lagst frá landinu, svo þar af hafi hallæri orðið, einkum norðan og austan lands.
1634 5-6 hndr hlutir áSuðurnesjum. Vetur upp og niður.
1635 vetur góður, hlutasamt syðra og vestra.
1638 vetur misjafn; miklir hlutir á Suðurnesjum og svo austureftir, meiri en næstu 50 vetur, skip fengu lestarhlut, en hvergi minna en 5 hudr-tólfræð; góðir hlutir undir jökli, -þó eigi slíkir sem syðra.
1639 harður vetur; hlutir miklir syðra og vestra 4-5 hndr. Þá rak í Hornafirði, á land ekkju einnar, 7000 af skreiðarþorski, er hún og heimamenn komust yfir en lét þó hvern annan taka sem vildi og mátti: Þar rak og síld ótölulega.
1640 harður vetur, hlutir miklir fyrir sunnan land, 4- 10 hndr en magur fiskur.
1641 vetur góður til jóla en þaðan af harður; miklirhlutir með Suðurlandi öllu en lestarhlutur í Þorláksh'dfn.
1643 vetur góður. Fiskiafli mlkill.
1644 góðir hlutir syðra. [1645 fiskaðist vel]. [1646 fiskaðist vel].
1647 ómuna góður vetur. nógur fiskur vestra í miðjum Einmán. og hlutir miklir á sumarmálum, 16 hndr tólfr. á Álftanesi syðra, en annarsstaðar nokkru minni.
1648 harður vetur seinni part, fiskur var nógur fyrir, en menn komust ekki til sjávar. [10 hndr hlutir, og um sumarið nógur fiskur fyrir syðra].
1649 flskiár fyrir sunnan, mikill fengur víða, en nýttist illa vegna votviðra.
1650 vetur góður og spök veðrátta, hver fjörður fullur af fiski, og var hann á Breiðafirði þegar eftir jól og sumstaðar þar sem menn vissu engin dæmi. [Fskiár gott með öllu Suðurlandi og sumstaðar lestarhlutur].
1651 vetur var góður, en fiskur mikill vestra og nyðra, litill syðra i fyrstu, en urðu þó hlutir góðir.
1653 vetur allgóður og hlutir þá hæstir 9 hndr syðra, [sumstaðar lestarhlutur].
1654 vetur misjafn en löngum hlutasamt, 10 hndr hlutir. [9 hndr hlutir i Þorlákshöfn, 12 hndr i Njarðvík].
1655 vetur góður, misjafnir hlutir, en góðir víða, [meir en lestarhlutur í sumum stöðum].
1656 vetur góður og hlutaár gott, (lestarhlutur sumstaðar sunnanlands).
1657 vetur þýður og snjólaus og hlutir miklir umhverfis land allt.
1658 vetur stormamikill og fiskiár mikið, [þó eigi hið bezta]. [1659 hlutir i minna lagi].
[1660 hlutir misjafnir].
1661 vetur harður og alt árferði miður en fyrri hafði verið lengi. [hlutir litlir sunnanlands].
[1662 hlutir á Suðurnesjum og austurmeð, helzt í Vestmanneyjum, miklir, á Innnesjum litlir].
[1663 hlutir litlir sunnanlands].
1664 vetur góður og æskilegur, fiskiafli umhverfis land helzt eystra.
1665 vetur var góður og svo þaðan af ársæla um sumarið, [hlutir í útverum fyrir sunnan og vestan miklir, á Innnesjum litlir].
1666 vetur í meðallagi.
[1668 hlutir i meðallagi].
1669 frostavetur mikill og stórviðrasamur, hlutir miklir. [Fiskiár gott sunnanlands, meir en lestarhlutur í Vestmanneyjum].
1670 vetur góðurenharðnaði, gott flskiár nyrðra en meðallagi syðra.
1671 veiur harður, mikill fiskur syðra.
1673 vetur harður eystra, góður syðra, þar miklir hlutir, en litlir fyrir norðan. |Fiskileysi fyrir austan og norðan].
1674 vetur harður, fiskileysi fyrir norðan og austan mesti afli fyrir sunnan og vestan 15 hndr hlutar fyrir vestan jökul og því nær í Garði.
1675 meðal frosta vetur, fiskiafli góður sunnan og vestan þegar á leið [mikill fyrir austan og vestan].
1676 vetur harður, og stórviðrasamur nál. aldrei róið fyrir Suðurlandi til páska.
1677 vetur góður, miklir hlutir austur með landi og í útverum, litlir á Inn-nesjum.
1678 vetur meðal frostharður, hlutir 3-8 hndr á Suðurnesjum.
1679 vetur ágætur, hlutir miklir syðra.
1680 vetur mjög hríðasamur eftir jól, gæftir bágar, litlir hlutir viða.
1681 rosavetur, litlir hlutir syðra og eystra.
1682 fiskigangur mikill, góðir hlutir syðra og vestra en minni eystra.
1683 vetur rosasamur, litlir hlutir norðan, frostasamt sunnan og
vestan og þar miklir hlutir; hafís mikill norðan, eftir sumarmál
austan og sunnan.
(Framh)
Heimildir: Árbækur Espólíns; annálar Jóns Haldórssonar prófasts, Annálar Jóns Ólafssonar lögréttumanns á Grímsstöðum, viðbætur Hallgríms Jónssonar djákna á Þingeyrum. Samantekt Bjarni Sæmundsson-Tímaritið Ægir 1906.
01.01.2012 14:05
Tíðarfarið í desember 2011
Tíðarfarið hefur verið afleitt hér við suðvesturströndina vegna fannfergis og hagaleysis. Þann 28. nóvember hófust fyrstu vetrarhörkurnar með snjókomu og frostum. Örfáir þýðudagar hafa komið í desember, en ekki nægt til að snjó tæki alfarið upp. Snjóruðningstæki hafa verið í önnum nær hvern dag mánaðarins. Mánuðurinn hófst með tæplega 16 stiga frosti og var svo talsvert frost næstu daga með snjókomu og skafrenningi. Þann 7. desember fór frostið niður í -19°C og daginn eftir mældist -20 stiga frost á Eyrarbakka. Þann 10. til 13. desember fór hitastigið aðeins uppfyrir frostmark í fyrsta sinn í mánuðinum en þó snjóaði áfram og kólnaði á ný en eftir miðjan mánuðinn urðu dálitlar umhleypingar og gerði rigningu um vetrarsólstöður 21-22. en tók þó ekku upp snjóinn. Ein dýpsta lægð síðari ára kom yfir ströndina á aðfangadag 948.4 Hpa með illviðri víða um land og gekk svo á með hvössum éljum á jóladag. Þann 29. féll talsverður snjór eða 25 cm, síðan dálitlar umhleypingar fram til áramóta.
Mestu snjóavetrar hér á landi á síðari tímum: 1909, 1918, 1920, 1931,1949,1952,1968,1979,1982,1990,1995.
31.12.2011 12:00
Snjókarlakeppnin


Þessi snjókarl (Snæfinnur) var búinn til af Sunnu Bryndísi og Söndru Dís í garðinum við Silfurtún 28.nóv sl. Hann lifði í hálfan mánuð en þá komu einhverjir óprúttnir aðilar í garðinn þeira og spörkuðu hann niður, líklegt má þó telja að það hefði farið illa fyrir honum hvort sem er nokkrum dögum síðar þegar hlánaði all verulega hér á Bakkanum ;-)

Litli Snjómaðurinn frá Hofi. (Harald og Stefanía)

Hákon Hugi og Snæfríður.
Þessar myndir bárust í snjókarlakeppnina 2011, Kosning um fegursta snjókarlinn fór fram á gamlársdag hjá veðurklúbbnum andvara og var "Snæfinnur" frá Silfurtúni hlutskarpastur og fær því titilinn Snjókarl ársins 2011.
Fyrir næstu fegurðarsamkeppni snjókarla má senda myndir til brimgardur@gmail.com
27.12.2011 20:16
Auglýsingar

Bræðurnir Kristjáns 1930

Verslun Guðlaugs Pálssonar 1930

Einarshöfn 1912
18.12.2011 19:37
Verslunin Dagsbrún auglýsir
Verslunin Dagsbrún var rekin bæði á Eyrarbakka og í Reykjavík. Á Bakkanum var verslunin í "Regin" árið 1912 ásamt skrifstofu undir stjórn Þorleifs Guðmundssonar frá Háeyri. Hús það sem stóð handan við Regin og Þorleifur verslaði í á árunum áður var með versluninni Dagsbrún notað sem pakkhús.
Í Reykjavík seldi verslunin aðalega vefnaðarvörur og föt. Þar var einnig saumastofa undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar skraddara. En á Eyrarbakka voru einnig alhlhiða nauðsynja og munaðarvörur til sölu, eins og auglýsingin ber með sér.
Síðar stóð hús sem "Dagsbrún" hét þar skamt frá, sunnan götunar og austan við "Læknishús"
Heimild: Suðurland 1912
08.12.2011 21:57
Lyfjabúðin auglýsir
Um 1930 rak Lárus Böðvarsson apotekið á Eyrarbakka, en áratug áður, 1919 var stofnuð fyrsta lyfjabúðin á Eyrarbakka sem þjónaði sunnlendingum nær og fjær um árabil. Lyfsalinn K.C. Petersen var danskur og hafði áður verið við Apotek Reykjavíkur um nokkur ár, þar til hann flutti á Bakkann. Keypti hann Þá gömlu Heklu húsin, (Kf.Hekla)og lét breyta þeim að innan samkvæmt nýjustu týsku þess tíma. Árið 1928 varð lyfjaverslunin gjaldþrota og var henni þá lokað að kröfu erlends lánadrottins. Meðal þess sem var til sölu í lyfjabúðinni á Eyrarbakka var: Gerpúlver í bréfum og lausri vígt. Eggjaduft, sem var á við 6 egg. Sitrondropa. Vanilledropa. Möndludropa. Krydd allskonar í bréfum og Sodapulver.
Lyfjavörur: Álún. Borax. Kolodinm. Glycerin. Heftiplástur. Flugnalím. Magnesia. Kamillute. Kúrneti. Einiber. Vaselin o. fl. Meltingar- og styrkjaudi lyf: Barnamél. Agernkacao. Maltsaft, Lýsi. Hunang o. fl.
Sóttvarnarlyf: Klórkaik. Kreolin. Lysol. Blývatn. o. fl. - ilástalyf: Lakríslíkjör. Mentholtöblur. Montreuxpastillur. Terpinoltablettur. Sen Sen.
Tyggegumi o. fl.
Hreinlætisvörur: Tannpasta. Coldcream. Varasmyrsl. Kolodonia. Arnickiglycarín. Hárspiritus. Eau de Cologne. Frönsk ilmvötn. Handsápur o. fl.
Hjúkrunarvörur: Gumiléreft, Bómull. Sjúkrabindi. Kviðslitsbindi. Skolunaráhöld. Hitamælar. Greiður. Svampar. Sprautur. Tannburstar o. fl.
Tekniskar vörur: Brennisteinssýra. Saltsýra. Salmiakspirítus. Brennisteinn. Talcum. Viðarkvoða. Schellak. Krít. Gips. Linolía. Bæs. Terpentínolia. Suðuspiritus o. fl. - Sadol, aesti pólitúr á húsgögn,- hljóðfæri, ramma o. þ. h.
Ratín: Besta rottueitur; drepur aðeins rottur og mýs.
Einnig: Suðufsúkkulaði. Átsúkkulaði. Konfect. Brjóstsykur. Piparmintur. Af af bestu tegund. Lit í pökkum til ½ °og 1 punds. - Málningarvörur allskonar. Pensla af öllum stærðum. Niðursoðið, svo sem: Leverpostej. Kjötbollur. Fiskibollur. Soya. o. fl. Skósvertu. Fitusvertu. Ofnsvertu. Fægiefni. Bláma. - Flugnanet. Kraftskurepuiver o. fl. o, fl. Munntóbak. Vindlar. Cigarettur og Reyktóbak.
Heimild: Þjóðólfur 03.11.1919/ Skinfaxi 21.arg.1930 /Árb. HSK 4.arg.1929 <Timarit.is
01.12.2011 23:24
Þórdís ljósmóðir
Þórdís Símonardóttir (f.22.09.1853. að Kvikstöðum í Borgarfirði. d. 4.6.1933) nam ung ljósmóðurstörf hjá Þorbjörgu Sveinsdóttur (systur Benedikts Sveinssonar, alþingism.) Átján ára hafði hún lokið námi, og fluttist þá útlærð ljósmóðir í Biskupstungur og gegndi þar starfi í 8 ár. Síðan var hún skipuð ljósmóðir á Eyrarbakka, Þar sem hún gengdi ljósmóðurstörfum til dauðadags. Tómthúsfólk, sem flest átti við þröng kjör að búa, áttu fylgi Þórdísar í öllu, sem til góðs mátti vera, hún studdi við réttindabaráttu og menningu þessa fólks og tók virkan þátt í félagsmálum, verkalýðs og kvenréttindabaráttu og áfengisvörnum. Síðustu árin kenndi hún börnum að lesa, en það var lengi til siðs á Bakkanum að eldri kvenfélagskonur tækju að sér lestrarkennslu 6-7 ára barna.
Þórdís giftist Bergsteini Jónssyni, söðlasmið, árið 1890, en hann dó ungur. Seinni maður Þórdísar var Jóhannes Sveinsson, úrsmiður, en þau skildu samvistir. Eignuðust þau eina dóttur, Ágústu Jóhannesdóttur er lengi bjó í Brennu og kenndi hún einnig mörgum börnum að lesa á sínum efri árum.
Heimild: Hlín 195430.11.2011 23:04
Tíðarfarið á Bakkanum í nóvember
Mánuðurinn var yfirleitt hlýr en vindasamt á köflum. Hitinn var lengi framan af um 10°C. þann 7. gekk á með skruggum og hvassviðri. Hvasst var næstu daga, súldar og brimasamt. Þann 11. gekk yfir ströndina mikið haglveður með þrumum og vöknuðu margir við ósköpin. Næstu dagar einkenndust af hlýndum en fór síðan hægt kólnandi og fjöllin gránuðu smám saman. Á nýju tungli þann 24. féll fyrsti snjór vetrarins hér við ströndina og gekk svo upp í frosthörkur næstu daga og meiri snjó. Mest var frostið -10 stig aðfararnótt 26. og að kveldi 30. en 11 cm jafnfallinn snjór var þann 28.
24.11.2011 22:47
Viðurnefni fyrr og nú
Það hefur löngum tíðkast hér við ströndina sem og víðar að gefa mönnum viðurnefni og eða gælunöfn og jafnvel stundum uppnefni. Sumir eru kenndir við húsin, starfið, mæður, maka eða önnur einkenni. Þannig voru menn þekktir sem t.d. Siggi-skó, Jón-kaldi, Jón-halti, Gunnsi í Gistihúsinu, Sæmi á Sandi, Kalli á Borg, Bjadda á Sæfelli, Tóta Kristins, Inga Lalla, Reinsi Bö, o.s.fr.v. Til forna þótti mikil upphefð í viðurnefnum eins og alkunna er, t.d. Skalla-Grímur, Eiríkur-rauði o.s.frv. En allt frá þjóðveldisöld hafa nafngiftir af þessum toga verið bannaðar samkvæmt Íslenskum lögum. Um það mál segir svo í Grágás: "Ef maður gefur manni nafn annað en hann eigi áður, og varðar það fjörbaugsgarð,(3 ára útlegð) ef hinn vill reiðast við.
Á héraðsþingi sem haldið var á Stokkseyri 19. júní 1704 kom upp slíkt mál. Þannig hafði sr. Halldór Torfason verið kallaður Brúsi, en kona hans Þuríður Sæmundsdóttir, kölluð Lúpa; lögréttumaðurinn Jón Gíslason nefndur Harðhaus; lögréttumaðurinn Brynjólfur Hannesson kallaður Stúfur; Kvinna Jóns Guðmundssonar í Hólum, Guðný Sigurðardóttir, Langatrjóna; Þorlákur Bergsson á Hrauni Snarkjaftur; Helga Benediktsdóttir á Hrauni Ígrá; Jón Guðmundsson á Skipum Rosi; hans kvinna, Ingiríður Magnúsdóttir, Svingla; hans sonur, Hafliði, Stóri-Blesi; hans sonur annar, Páll, Minnavíti; Sigurður Bergsson á Hrauni Merarson; kona lögréttumannsins Þorsteins Eyjólfssonar, Svanhildur Sigurðardóttir, Lóðabytta; kvinna Þorláks Bergssonar á Hrauni, Guðný Þórðardóttir, Langvía; kvinna Sigurðar Jónssonar í Einarshöfn, Ingunn Brynjólfsdóttir,Ígrá.
Þeir sem voru kallaðir fyrir þingið vegna þessara uppnefna voru: Gísli Pálsson umferðardrengur í Stokkseyrarhreppi 19 ára, Ófeigur Jónsson í Skúmsstaðahverfi, Kári Jónsson í Einarshöfn, Brandur Sveinsson í Skúmsstaðahverfi, (Jón Eyjólfsson í Stokkseyrarhverfi, var fjarverandi) og Ormur Þórðarson í Traðarholti, en þeir neituðu að hafa fundið upp þessi viðurnefni. En fyrrnefndur Gísli Pálsson sagðist hafa heyrt úti á Eyrarbakka í nálægð kaupmannanna beggja, Páls Christianssonar Birck og Rasmusar Hanssonar Munch, ásamt velbyrðugs herra amtmannsins fullmegtugs, Seigr Pauls Beyer, framsagt hafa eftir þeirra spurn og eftirleitni, að yfirkaupmaðurinn Páll Christiansson hefði verið kallaður Ólöfarstreðill, en undirkaupmaðurinn Rasmus Munch Halldórustreðill. Frambar þá Gísli opinberlega, að haustið áður, 1703, þá Eyrarbakkaskip hafi verið afsiglt, hafi Kári Jónsson, Ófeigur Jónsson, Brandur Sveinsson og hann sjálfur verið allir til samans við stofugluggann á Skúmsstöðum, og sagðist hann þá heyrt hafa, að þeir hafi þar um hönd haft nafnagiftur nokkrar af þeim, sem hér eru nefndar.
Einginn hlaut dóm svo vitað sé en tilkallaðir látnir sverja eiðstaf fyrir utan Gísla Pálsson sem þótti ekki eiðtækur sökum óknittasögu.
Heimild: Blanda 1944/Guðni Jónsson
21.11.2011 23:25
Sundtrén
Sundtrén eða sundvörðurnar á Eyrarbakka eru gömul leiðarmerki fyrir sjófarendur inn sundin, sem einkum eru tvö. Einarshafnarsund og Bússusund. Á Einarshafnarsundi voru miðin þannig 1917:
1. Sundtré (mið þessi eru næstum mitt á milli Eyrarbakka og Óseyrarness).
2. Eystri varðan (vörðurnar standa nær sjónum en tréð).
Þvermið:
3. Barnaskólahúsið (austasta húsið í þorpinu).
4. Þríhyrningur (fjall sem flestir þekkja í Rangárvallasýslu).
5. Kirkjuturninn.
6. Einarshafnar-verslunarhús.
Þegar að sundinu er komið að utan má ekki fara grynra, ef brim er, en að merkin 3 og 4 beri saman og sömuleiðis 1 og 2 og eiga þau að bera austan til við Ingólfsfjall, þeim merkjum á að halda ef inn er farið, þangað til merkið 5 gengur inn í síðasta hornið á Einarshafnar- verslunarhúsum, og er þá komið inn úr sundinu, þá er haldið austur lónið og er stefnan sem næst á mitt þorpið, en ef lágsjávað er, segja skerin til. Dýpið i sundinu um stórstraumsfjöru er 1,7 metir þar sem grynst er.
Á Bússusundi voru miðin þannig 1917:
1. Sundtré (sama sundtré og á Einarshafnarsundi).
2. Vestri varðan.
Þvermerki:
3. Skálafell.
4. Tanginn vestan við Ölfusá.
5. Tré með þrihyrnu og veit eitt hornið upp skamt fyrir austan Einarshafnar verslunarhús.
6. Tré með þríhyrnu og veit einn flöturinn upp. Það tré er skamt austar en 5 og er nokkuð hærra.
Þegar að sundinu er komið að utan, má ekki fara grynra, ef brim er, en merkin 3 og 4 beri saman og sömaleiðis merkin 1 og 2, og þeim merkjum er haldið ef inn er farið þangað til merkin 5 og 6 bera saman og þeim merkjum, nefnilega 5 og 6, á að halda austur fyrir Einarshafnarsundmerki (þómá vera heldur innan við merkin), úr því er haldin sama leið og af Einarshafnarsundi. Dýpið í Bússu um stórstraumsfjöru er 2,8 metir þar sem grynst er.
1923 voru sett ljósker (50W perur) á sundtrén rauð á Bússu -vörður og græn á Innri -hafnartrén, en engin ljós voru höfð á Einarshafnarsundtrjám þar sem sjaldan var farið um það á mótorbátum15.11.2011 21:57
Frá Eyrarbakka, út í Vog
Sumarið 1919 kom Bjarni Sæmundsson til fiskiransókna á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hér dvaldi hann frá 9-23. júlí og notaði hann ferðina m.a. til að kynna sér mótorbátaútgerð sem þá var mjög að ryðja sér til rúms hér um slóðir en einig skipalegur þær er hér voru notaðar. þá var starfandi hér fiskifélagsdeildin "Framtíðin", en í stjórn hennar voru árið 1919: Guðmundur Ísleifsson, Sigurjón Jónsson og Einar Jónsson, en félagsmenn munu hafa verðið um 50. Heimamenn fræddu Bjarna um erlenda botnvörpunga sem stunduðu veiðar við landhelgismörkin (4 sj.m.) á árunum áður og fram til 1915, en oft voru 20 erlend skip á miðunum samtímis sem leiddi til aflasamdráttar hjá heimamönnum. Sérstakann áhuga hafði Bjarni á ýsu og lýsuafla á Eyrarbakkamiðum og varð hann margs vísari, en það var aðal fiskaflinn yfir sumarið og einkum veiddur til heimabrúks fram að slætti. Með tilkomu mótorbáta var unt að sækja á dýpri mið, svo sem "Gullkistuna" í Selvogsbanka ef vel viðraði að sumarlagi, en áður höfðu aðeins stærri skip sótt þangað í sumarveiði. - í ágúst 1893 fiskaði kúttarinn "Tojler" úr Reykjavík, skipstj. Sigurður Jónsson, á 60 faðma dýpi, 16 sjómílur SV. af Selvogstöngum þorsk og stútung (legufisk) og um 200 lúður. Í júnímán. 1897 reyndi kúttarinn "Kastor" úr Reykjavík, skipstj. Sölvi Víglundarson, á 56-78 faðma dýpi, 16-19 sjómílur SSV. af Selvogstöngum og fékk þar vænan göngufisk, með síld í maga, og mikið af heilagfiski. í ágúst 1898 fékk sama skip á annað þúsund af þorski á 60-70 faðma dýpi, 12-18 sjómílur SV. af Selvogstöngum. Það var legufiskur, með ýmiskonar fæðu í maga.- Sá sem fyrstur lagði á djúpið á mótorbát frá Eyrarbakka og varð þar af leiðandi brautryðjandi í þessu tilliti, var Árni Helgason í Akri, sem þá var einn af ötulustu yngri formönnum á Eyrarbakka. Það var sumarið 1912. Næsta sumar bættust fleiri við, bæði frá Stokkseyri og Eyrarbakka og voru veiðar á þessu svæði stundaðar ætíð síðan. Stundum fóru bátarnir út í Selvogssjó, Herdísarvíkursjó, og út fyrir Krísuvíkurberg, alt út i Grindavíkursjó (Hælsvík) og brúkuðu lóð eða færi.
Heimild: Andvari 1919 - Ægir 1919