09.05.2019 23:21
Húsanöfn á Stokkseyri, fyrir 1950/ S
1. Sanda -
Byggt löngu fyrir 1823 af Jóni Brandssyni yngri frá Roðgúl og Guðnýju
Jónsdóttur er þar bjuggu þá. Sanda fór í eiði eftir 1825, en byggt upp aftur
árið 1884 af Torfa Nikulássyni frá Eystra Stokkseyrarseli og kallaðist þá
Torfabær, en nafninu var aftur breytt í Söndu árið 1888 svo sem heitir enn í
dag.
2. Sandfell - Byggt árið 1898 af Guðmundi
Guðmundssyni fyrrum bónda á Efra-Seli.
3. Sandgerði - Byggt árið 1893 af Gísla Guðnasyni frá Þverspyrnu í Ytrihrepp
4. Sandprýði - Byggt árið 1898 af Þorkeli
formanni Magnússyni frá Brandshúsum í Flóa. Hann drukknaði á Stokkseyri árið
1889.
5. Sandvík - Byggð árið 1911 af Guðjóni Þorkellssyni frá Gamla-Hrauni.
Fluttist til Reykjavíkur 1927.
6. Sauðagerði - Byggt árið 1899 af Guðna
Jónssyni frá Iðu. Fór í eiði 1934.
7. Selkot - Sama og Stokkseyrarselkot*
8. Setberg - Byggt 1920 af Guðmundi Ólafssyni úr Holtum.
9. Sigurðarhús - Byggt árið 1899 af Eiríki Jónssyni trésmið frá Ási í
Holtum.Jón Adólfsson kaupmaður og Sigurgeir Jónsson verslunarmaður bjuggu þar
fyrst, en húsið er kennt við Sigurð Einarsson verslunarmanns.
10. Símstöð - Sama og Skálafell*
11. Sjóbúð I - Búðin var hjá Söndu* 1896 bjó þar Þuríður Einarsdóttir ekkja
og sonur.
12. Sjóbúð II - Bær sem stóð gegnt Kirkjubóli* og byggð upp af sjóbúð handa
Guðmundi Jónssyni danska og Láru Sveinbjarnardóttur. Bærinn var stundum
uppnefndur Lárubúð* Þar voru síðar fjárhús frá Sandgerði*
13. Sjólyst - Byggð árið 1902 af þeim Þórði Björnssyni frá
Móheiðahvolshjáleigu, en fluttist til Rvíkur 1927 eins og svo margir á þeim
árum, og Sigurði Magnússyni, síðar í Dvergasteinum
14. Sjónarhóll - Bæjarþorp sem reist var um
og eftir aldamótin 1900. Fyrstu tvö húsin voru byggð árið 1897 af þeim Sigurði
Bjarnasyni í Búð og Sigurði Magnússyni frá Háfshól í Holtum, en það þriðja af Halldóri
Magnússyni árið 1899, en hann var bróðir Sigurðar. Síðar bættust þrjú hús við
sem aðgreind voru með nöfnunum: Bakki* Eiríksbakki* og Jaðar*
15. Skálafell - Byggt um 1943 af Axel
Þórðarsyni símstjóra og fyrrum kennara. Einig nefnt Símstöð*
16. Skálavík - Byggt um 1918 af systkynunum Magnúsi Gunnarssyni kaupmanni og
Þuríði Gunnarsdóttur, ekkju Páls í Brattholti Þórðarsonar.
17. Skipagerði - Byggt árið 1901 af Eyjólfi Bjarnasyni frá Símonarhúsum. Árið
1950 er byggt steinhús í Stokkseyrarhverfi með þessu nafni. Það lét
Byggingafélag verkamanna byggja og fluttist Eyjólfur Bjarnason með fjölskyldu
sinni í það.
18. Slóra -
Var einsetukot á Stokkseyrartúni. Saga þess er óþekkt, en síðar var þar
byggt hús nefnt Bjarnahús*
19. Smiðshús - Byggð 1898 af Guðjóni Björnssyni, síðar í Stardal.
20. Sólbakki - Áður Ívarshús* en Karl Fr. Magnússon skýrði húsið upp 1915.
21. Sólskáli - Sumarbústaður byggður fyrir 1930 af Hjálmtý Sigurðssyni.
22. Sólvangur - Byggður árið 1941 af Ásgeir Hraundal
23. Stardalur - Byggður árið 1888 af Guðmundi Bjarnasyni fyrrum bónda
Vestri-Rauðarhól.
Starkaðarhús - Hjáleiga frá Stokkseyri (Mynd)
SS Stíghús - Byggt árið 1899 af Helga Halldórssyni, síðar bónda á Grjótalæk.
25. Stjörnusteinar - Upphaflega
skólastjórabústaður byggður um 1950 af ríkinu.
26. Stokkseyrarselkot - Byggt af Sigurði
Björnssyni, fyrrum bónda frá Efra-Seli. Var í byggð 1869-93 og 1897-1900,
þurrabúð frá Vestara-Stokkseyrarseli, einig nefnt Selkot* eða uppnefnt Pungur*.
Síðast bjó þar Bjarni Bjarnason, síðar bóndi í Indriðakoti undir Eyjafjöllum.
27. Stokkseyri - nefndust einu nafni mörg
hús sem risu smám saman hið næsta Stokkseyrarbæjunum gömlu, 15-20 að tölu sem
fengu sérstök nöfn, en flest hafa horfið úr sögunni. Síðasta húsið sem kallað
var Stokkseyri var verslunar og íbúðarhús Ásgeirs kaupmanns Eiríkssonar er stóð
á sama stað og gamli Stokkseyrarbærinn eystri. Þetta hús brann í
Stokkseyrarbrunanum mikla 1926, en Ásgeir byggði þar nýtt hús eftir brunann.
28. Strönd -
Byggt árið 1896 af þeim svilum Sigurði Hannessyni frá Hjalla og Guðna
Árnasyni Söðlasmið.
29. Stærri-Bræðraborg
- Sama og Bræðraborg I*
30. Sunnuhvoll - Byggður um 1912 af Sigurði Ingimundarsyni kaupmanni. Guðmundur
trésmiður Sigurjónsson frá Gamla-Hrauni og ekkja hans Guðríður Jónsdóttir frá
Túnprýði Hinrikssonar bjuggu þar lengi.
31. Sunnutún - Byggt um 1948 af Þórði
Guðnasyni frá Keldnaholti.
32. Sæból -
Byggt árið 1901 af Þorsteini Ásbjörnssyni trésmið frá Andrésfjósum á
Skeiðum.
33. Sæborg -
Byggð árið 1904 af Ingimundi Guðmundssyni trésmið og bjó hann þar sína
tíð. Húsið var rifið skömmu eftir 1936
34. Sæhvoll - Byggður árið 1935 af
Páli Guðjónssyni bílstjóra.
35. Sætún - Byggt um 1945 af Guðmundi
Valdimarssyni frá Norðurgarði á Skeiðum upp úr elsta Beinteigsbænum. [Var lítið
eitt færður úr stað]
St
09.05.2019 23:06
Húsanöfn á Stokkseyri, fyrir 1950/ T-Ö
1. Tíðaborg - Í byggð 1820-1822. Þar bjó
Jón Brandsson yngri frá Roðgúl, áður bóndi í Ranakoti-efra. Sagt er að byggð
þar hafi laggst af vegna reimleika.
2. Tjarnarkot - Byggt árið 1887 af
Gamalíel Jónssyni frá Oddagörðum. Kotið fór í eiði 1933. Gamalíel var hringjari
í Stokkseyrarkirkju. Hann var stór maður vexti, söngmaður góður og leikari í
eðli sínu og þótti vinsæll. Tvíbýlt var í Tjarnarkoti 1899-1926 og bjuggu þar í
annari þurrabúðinni Guðmundur Vigfússon frá Valdakoti í Flóa og Jóhanna
Guðmundsdóttir í Útgörðum.
3. Tjarnir - Byggðar árið 1899 af
Þorsteini Jónssyni úr Landeyjum. Árið eftir kom Guðmundur Pálsson, einig
Landeyingur og skírði bæinn upp og kallaði Vatnsdal*
4. Tjörn -
Byggð árið 1884 af Ingibjörgu, ekkju sr. Gísla Thorarensen á Ásgautsstöðum
og Páli syni hennar. Seinna var bærinn nefndur Pálsbær* Annar bær var byggður
þar hjá er fékk nafnið Tjörn.
5. Torfabær - Byggður árið 1884 af Torfa
Nikulássyni frá Eystra-Stokkseyrarseli. Þar stóð áður bærinn Sanda* og var það
nafn tekið aftur upp árið 1888.
6. Traðarhús - Einn af Beinteigsbæjum, byggður árið 1891 af Gústaf Árnasyni trésmið
og nefndist bærin þá Ártún* Árið 1898 keypti Brynjólfur Gunnarsson bæinn og
kallaði Traðarhús. Stundum uppnefnt Brynkahús.
7. Trýni - Sama og Heiði* sjá þar.
8. Tún -
Byggt árið 1901 af Jóni Vigfússyni frá Borgarholti. Jón dó 1936 þá
búsettur í Reykjavík, en jarðsettur á Stokkseyri, skammt frá sáluhliði þar sem leiði
hinnar fjölkunnugu Stokkseyrar-Dísu hafði verið. Fram að því höfðu
Stokkseyringar sneitt hjá að grafa lík nærri leiði Stokkseyrar-Dísu sökum
hjátrúar.
9. Túnprýði - Byggt árið 1900 af Jóni Hinrikssyni
formanni frá Ranakoti.
10. Töpp -
Þurrabúð sennilega byggð eftir 1703, en fór í eiði árið 1706. Ekki er
vitað um nánari staðsetningu.
11. Unhóll -
Byggður árið 1898 af Jóni Benediktssyni frá Unhól í Þykkvabæ. Þar stóð
áður sjóbúð Jóns Guðmundssonar frá Gamla-Hrauni. Árið 1901 kom þangað Jón
Gíslason af Þykkvabæ og lét rífa bæinn. Síðan byggði hann þar timburhús í
staðinn.
12. Unukot -
Sama og Auðnukot* - sjá þar
13. Upphleypa - Sama og Nýlenda* - sjá
þar
14. Útgarðar - Byggðir árið 1870 af Guðnýju Kjartansdóttur, ekkju Einars
loftssonar í Ranakoti. Hét fyrst Móhúsarhjáleiga, en síðan um tíma Móhús. Um 1873
nefnt eða uppnefnt "Ölhóll" og síðan "Hóll". Útgarðar voru annað elsta
þurrabúðarbýli sem var í byggð á 20. öld, en hitt var Móakot. Í Útgörðum bjuggu
meðal annars, Guðmundur Steindórsson, Magnús Kristjánsson mormóni og Bárður
Diðriksson.
15. Varmidalur - Hét áður Aftanköld* og
breytti Einar Ólafsson nafninu árið 1900. Bærinn brann í Stokkseyrarbrunanum
mikla árið 1926 og var síðan byggt íbúðarhús þar eftir brunann.
16. Vegamót - Byggt árið 1906 af Gunnari Gunnarssyni frá Byggðarhorni.
17. Vestri-Bræðraborg
- Sama og Bræðraborg I* - sjá þar
18. Vinaminni - Byggt árið 1898 af Jóni Sturlaugssyni hafnsögumanni og
bjargvætti. Nafnið er svo til komið að Jón bauð nakkrum kunningjum til sín í
innfluttningspartý og stakk Ólafur kaupmaður Árnason upp á nafninu til að
minnast þessa vinafundar.
19. Þingdalur - "Íbúðarhús" byggt árið 1907
og bjó þar Edvald Möller verslunarmaður um tíma. Hús þetta var í raun skúr, eða
útbygging áföst áföst við Ólafshús og nefndist síðar Helgahús* -sjá þar. [Þingdalur er gamallt örnefni á
Stokkseyri og var þingstaður hins forna Stokkseyrarhrepps og sér þessari lægð
engann stað framar, þar sem hún var smásaman fyllt upp fyrir húsabyggð. Síðasta
uppfyllingin á dalnum eða lægðinni var þegar Alþýðuhúsið* var byggt.
20. Þóruhús - Byggt fyrir árið 1681 og var í byggð fram um 1703. Bjó þar
Þórunn Jónsdóttir ekkja, ásamt syni sínum Jóni Eyjólfssyni, síðar bónda á
Syðsta-Kekki.
21. Ölhóll -
Sama og Útgarðar*
Heimild: Guðni jónsson magister-Bólstaðir og Búendur í Stokkseyrarhreppi 1952, Sjá einig: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3297622
02.05.2019 22:14
Þurrabúðir á Stokkseyri
1. Beinteigur
- Í eiði fyrir 1880
2. Hvíld
- í eiði fyrir 1880
3. Hviða
- Í eiði fyrir 1880
4. Tröpp
- Í eiði fyrir 1880
5. Þóruhús
- Í eiði fyrir 1708
6. Hólahjáleiga
- Í eiði fyrir 1708
7. Keldnakotshjáleiga
-Örfá ár á 18. öld.
8. Móakot
- Örfá ár á 18. öld, fer aftur í byggð á 19. öld og byggt 3. sinn um miðja 19.
öld
9. Tíðaborg
- í byggð á 19. öld, en í eiði fyrir 1850
10. Sanda
- Í byggð á 19. öld, en í eiði fyrir 1850
11. Hraukur
- Í byggð á 19. öld, en í eiði fyrir 1850 - Byggt öðru sinni eftir miðja 19.
öld.
12. Kumbaravogskot
- Í byggð á 19. öld, en í eiði fyrir 1850
13. Litla-Ranakot
- Í byggð um miðja 19. öld
14. Árnatóft
- Í byggð um miðja 19. öld
15. Heiði
- Í byggð um miðja 19. öld
Alla 19. öldina var íbúatala á Stokkseyri á
bilinu 300-500 manns. Flestir voru Íbúar á Stokkseyri árið 1901 þá 943 en fór
síðan stöðugt fækkandi fram á miðja 20. öld. Íbúatala hefur síðan verið í
jafnvægi u.þ.b. 500 manns.
Heimild: Guðni Jónsson
01.05.2019 23:38
Hjáleigur á Stokkseyri
1. Eystra
(Austara) Íragerði
2. Austur
(Austari) Móhús
3. Baugstaðahjáleiga
4. Bergstaðir
5. Borgarholt
6. Brattholtshjáleiga
7. Brautarholt
8. Breiðamýrarholt
9. Brú
10. Brúarhóll
11. Bræðratunga
12. Baugar
13. Dvergasteinar
14. Efra-Ranakot
15. Eystra
- Stokkseyrarsel
16. Eystri
-Grund
17. Eystri
- Móhús
18. Eystri
- Rauðarhóll
19. Fram-Ranakot
20. Gata
21. Gerðar
22. Gerði
23. Gljákot
24. Grímsfjós
25. Grjótlækur
26. Grund
27. Gömlufjós
28. Heimahjáleiga
29. Hellukot
30. Hólahjáleiga
31. Hóll
32. Holtshjáleiga
33. Hraukhlaða
34. Hraunshlaða
35. Hæringsstaðafjárhús
(Löllukot) (Rögnvalskot)
36. Hæringsstaðahjáleiga
37. Hæringsstaðakot
38. Írgerði
39. Kaðlastaðir
(Kalastaðir)
40. Keldnakot
41. Kotleysa
(Kotsleysa)
42. Kumbaravogur
43. Litla-Gata
44. Litli
- Rauðarhóll
45. Litlu-Móhús
46. Minni-Gata
(Roðgúll)
47. Moshús
48. Norðurhjáleiga
49. Norðurkot
50. Oddagarðar
51. Ranakot
52. Ranakot
Efra
53. Rauðarhóll
54. Símonarhús
55. Snorrakot
56. Sólheimar
57. Starkaðahús
58. Stokkseyrar-Gerðar
59. Stokkseyra-Hóll
60. Stokkseyrarsel
61. Stóra
- Ranakot
62. Stóru
-Móhús
63. Suðurhjáleiga
64. Suðurkot
65. Teitssel
66. Upp-Ranakot
67. Út-Gerðar
68. Vatnsdalur
69. Vestra
- Íragerði
70. Vestra-Stokkseyrarsel
(Vestursel - Ytra Stokkseyrarsel))
71. Vestri-Grund
72. Vestri-Móhús
(Vestur-Móhús)
73. Vestri
- Rauðhóll
74. Þingholt
01.05.2019 23:03
Lögbýli í Stokkseyrarhreppi
Í Landnámabók er getið um 8 jarðir í Stokkseyrarhreppi hinum
síðari, sem byggst hafa á Landnáms og Söguöld: (röð eftir aldri)
I. Stokkseyri - Hásteinn Atlason byggir. Tvíbílisjörð
á 18. öld. Í eigu Jóns Ólafssonar sýslum. og Stokkseyringa og síðar ríkisjörð.
II. Stjörnusteinar -Ölvir Hásteinsson byggir. Í eigu
Stokkseyringa
III.
Traðarholt - Atli Hásteinsson byggir. Tvíbýlisjörð
á 18. öld og í eigu Stokkseyringa
IV.
Baugstaðir - Baugur leysingi. Tvíbýlisjörð frá
1775. Skálholtveldi eignast jörðina 1270-1788
V.
Brattsholt - Brattur leysingi -Jörðin í eigu
Stokkseyringa.
VI.
Leiðólfsstaðir - Leiðólfur leysingi. Jörðin féll
síðar undir Skálholtveldi til 1788
VII.
Ásgautsstaðir - Ásgautur leysingi. Í eigu Jóns
Ólafssonar sýslum. og Stokkseyringa.
VIII.
Hæringsstaðir - Hæringur Þorgrímsson frá Traðarholti byggir
árið 970. Skálholtsveldi eignast jörðina og heldur til 1788
Yngri lögbýli 10-12 öld
1. Skipar
- Féllu undir Skálholtveldi til 1788
2. Hólar.
Tvíbýlisjörð. Jörðin féll síðar undir Skálholtsveldi til 1788
3. Holt.
Jörðin í eigu Stokkseyringa.
4. Tóftar
- Skálholtsveldi eignast jörðina 1550 og heldur til 1788
5. Kökkur
- Síðar Efri Kökkur og Syðri Kökkur (Brautartunga)
Kakkarhjáleiga (Hoftún)
6. Sel
- Síðar Efra Sel og Syðra Sel. Stokkseyrarkirkja eignast jarðirnar, en síðan
ríkið.