01.05.2019 23:03

Lögbýli í Stokkseyrarhreppi

Í Landnámabók er getið um 8 jarðir í Stokkseyrarhreppi hinum síðari, sem byggst hafa á Landnáms og Söguöld: (röð eftir aldri)  

        I.          Stokkseyri - Hásteinn Atlason byggir. Tvíbílisjörð á 18. öld. Í eigu Jóns Ólafssonar sýslum. og Stokkseyringa og síðar ríkisjörð.

      II.           Stjörnusteinar -Ölvir Hásteinsson byggir. Í eigu Stokkseyringa

    III.            Traðarholt - Atli Hásteinsson byggir. Tvíbýlisjörð á 18. öld og í eigu Stokkseyringa

    IV.            Baugstaðir - Baugur leysingi. Tvíbýlisjörð frá 1775. Skálholtveldi eignast jörðina 1270-1788

      V.            Brattsholt - Brattur leysingi -Jörðin í eigu Stokkseyringa.

    VI.            Leiðólfsstaðir - Leiðólfur leysingi. Jörðin féll síðar undir Skálholtveldi til 1788

  VII.            Ásgautsstaðir - Ásgautur leysingi. Í eigu Jóns Ólafssonar sýslum. og Stokkseyringa.

VIII.            Hæringsstaðir  - Hæringur Þorgrímsson frá Traðarholti byggir árið 970. Skálholtsveldi eignast jörðina og heldur til 1788

 

Yngri lögbýli 10-12 öld

1.       Skipar - Féllu undir Skálholtveldi til 1788

2.       Hólar. Tvíbýlisjörð. Jörðin féll síðar undir Skálholtsveldi til 1788

3.       Holt. Jörðin í eigu Stokkseyringa.

4.       Tóftar - Skálholtsveldi eignast jörðina 1550 og heldur til 1788

5.       Kökkur  - Síðar Efri Kökkur og Syðri Kökkur (Brautartunga) Kakkarhjáleiga (Hoftún)

6.       Sel - Síðar Efra Sel og Syðra Sel. Stokkseyrarkirkja eignast jarðirnar, en síðan ríkið.

02.04.2019 22:35

"Letigarðurinn"

Litla-Hraun 90 ára. Upphaflega byggt sem sjúkrahús í þessari mynd, en áður en það komst á laggirnar var því breytt í fangelsi. Hefur gengið undir ýmsum nöfnum, svo sem - Vinnuhælið- Letigarðurinn og Fæla, En oftast í daglegu tali kallað "Hraunið"

07.03.2019 20:57

Þá var líf í Bakkabúð og brennivín var nóg.

Einarshafnarverslun, eða "Vesturbúðirnar" eins og þessi hús voru þekktust að heiti, en "Bakkabúð" var hún einig stundum nefnd. Lengst af í eigu danskra kaupmanna og var Lefolii síðasti danski eigandi verslunarinnar. Síðar í eigu kaupfélags Heklu og að síðustu kaupfélags Árnesinga sem lét rífa húsin um 1950. Veslunin seldi m.a. brennivín og hresstust knapar skjótt eftir langa reið allt autan úr Skaptafellssýslum. það hefur ugglaust verið líf og fjör í búðunum þá.

03.03.2019 21:56

Í lok skútualdar

Skútuöldinni að ljúka og gufuskipaöldin að taka við. Frá Einarshöfn Eyrarbakka

09.02.2019 14:26

Hekluhverfið

Marserað á þjóðhátíðardegi einhvertíman á 5.áratugnum. Hverfið byggðist upp að mestu í þessum stíl á tímum Kf. Heklu sem lengstum var með aðalstöðvar sínar í hverfinu.

09.02.2019 13:58

Hópið

Hópið er tjörn suður af Steinskoti í Háeyrarvallahverfi. Á vetrum var svellið oft notað til hópleikja í frímínútum, en barnaskólinn er skamt frá.

09.02.2019 13:52

Skúmstaðahverfi

Skúmstaðahverfið á 6. áratugnum. Vatnslitamynd eftir Sigurð Andersen símstöðvastjóra.

09.02.2019 13:32

Vesturbakkinn

Vesturbakkinn (Búðarstígur) á 6. áratugnum. Þrjú hús á þessari mynd eru horfin.

09.02.2019 13:22

Litla Háeyri í tímans rás.

Litlu-Háeyrartorfan eins og hún leit út á 7. áratugnum.

09.02.2019 13:05

Marhnútaveiðar

Marhnútaveiðar voru dæmigert sport hjá atorkum börnum sem ólust upp á Bakkanum. Oft voru notuð heimatilbúin færi, þar til litlar veiðistangir fóru að fást í búðunum.

03.02.2019 16:41

Þegar fljúgandi furðuhlutir voru fréttaefni.

Fljúgandi furðuhlutir eru kanski ekki fyrirbæri veruleikans, nema þá drónar nútímans, en hver veit. Veiðimaðurinn í Ölfusárósi er allavega of upptekinn til verða þess var.

03.02.2019 16:31

Sjoppurómantíkin

Það er kanski rómantík 8. áratugarins sem byrtist í þessari mynd. Laugi búinn að opna búðina og viðskiptavinirnir, aðalega ungafólkið.

03.02.2019 14:42

Sigling á fleka

Það muna kanski einhverjir eftir siglingu af þessu tagi. Þessi gerð af flekum voru mjög vinsæl leiktæki á tjörnunum við Eyrarbakka á 7.áratugnum og náttúrulega heimasmíðað.

03.02.2019 14:26

Bakaríið á Eyrarbakka

Gamla Bakaríið á Eyrarbakka, er með elstu húsum á Bakkanum. Nánar má lesa um sögu þessa hús á Eyrarbakki.is  

03.02.2019 13:54

Rúnturinn á Bakkanum

Rúnturinn er liðin tíð. Það var siður ungmenna að rúnta um Bakkann á kvöldin og um helgar og ekki þótti verra að eiga tryllitæki til þess. Aðrir héngu við sjoppurnar langt fram á kvöld. Þá voru tölvur og snjallsímar ekki komnir til sögunar. Þessi mynd gæti vísað til 8. áratug síðustu aldar.
Flettingar í dag: 364
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 220102
Samtals gestir: 28965
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 11:08:38