07.08.2019 23:54

Sandkorn úr sögunni

*   

Elsti hreppsjóðurinn á  Eyrum var Þorleifsgjafasjóður. Gjöf Þorleifs ríka til Stokkseyrarhrepps 16. 2. 1861. Þorleifur Kolbeinsson á Stóru-Háeyri var einn ríkasti íslendingurinn á sinni tíð.

07.08.2019 23:40

Þorleifur Guðmundsson

Fæddur á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka 25. mars 1882, dáinn 5. júní 1941. Foreldrar: Guðmundur Ísleifsson (fæddur 17. janúar 1850, dáinn 3. nóvember 1937) formaður og kaupmaður þar og kona hans Sigríður Þorleifsdóttir (fædd 15. mars 1857, dáin 3. apríl 1937) húsmóðir. Maki (22. september 1907): Hannesína Sigurðardóttir (fædd 9. júní 1890, dáin 20. september 1962) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Jónsson og kona hans Viktoría Þorkelsdóttir. Börn: Jónína Sigrún (1908), Viktoría (1910), Sigurður (1911), Sigríður (1914), Guðmundur (1918), Kolbeinn (1936).

Pöntunar- og kaupstjóri á Eyrarbakka 1905-1908, við verslunarstörf og kaupmennsku þar og í Reykjavík 1909-1914. Bóndi og útvegsmaður í Þorlákshöfn 1914-1928, í Garði á Eyrarbakka 1928-1930. Síðan um skeið fisksölustjóri í Reykjavík.

Regluboði Stórstúku Íslands 1940-1941.

Alþingismaður Árnesinga 1919-1923 (utan flokka, Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).

Heimild: Althingi.is 



Þ

20.05.2019 23:01

Baugsstaðir (2)

Tvíbýlt er á Baugsstöðum sem greint er frá hér í fyrra bloggi, en hér er upptalning ábúðar á hinum hlutanum.

1775 - 1797 Magnús  hreppstjóri  Jónsson Bjarnasonar í Grímsfjósum (Hann sagði af sér)Kona hans var Ólöf Bjarnadóttir hreppstjóra á Baugsstöðum Brynjólfssonar. Synir Þeirra voru: Bjarni eldri á Baugsstöðum og Bjarni yngri á Leiðólfsstöðum.

1797 - 1805 Ólöf Bjarnadóttir ekkja Magnúsar. Ólöf var tvígift og var fyrri maður hennar Gissur Stefánsson í Traðarholti.

1805-1807 Bjarni hreppstjóri Magnússon eldri. Kona hans var Elín Jónsdóttir hreppstjóra á Stokkseyri Ingimundarsonar. Sonur þeirra var Magnús á Grjótalæk.

1807-1808 Elín Jónsdóttir ekkja Bjarna. Hún giftist aftur Hannesi  Árnasyni á Baugsstöðum.

1808-1844 Hannes Árnason frá Selalæk hreppstjóra Ormssonar prests á Reyðarvatni. Kona hans var Elín Jónsdóttir er fyr er getið. Börn þeirra voru:  Þuríður á Fljótshólum,  Bjarni hreppstjóri í Óseyrarnesi og Magnús á Baugsstöðum.

1844 - 1852 Oddur Hinriksson frá Brandshúsum Þorkellssonar. Kona hans var Róbjörg Ólafsdóttir á fljótshólum Þorleifssonar. Börn þeirra voru: Ólafur á Fljótshólum-dó ókvæntur, Guðmundur -dó ungur. Ingibjörg á Fljótshólum -dó ógift. Oddur á Ragnheiðarstöðum, Róbjörg á Fljótshólum og Margrét -dó ung.

1854 - 1892 Magnús Hannesson Árnasonar er fyr er getið og Guðlaug Jónsdóttir frá Vestri-Loftstöðum Jónssonar yngra á Stokkseyri Gamalíelssonar. Börn þeirra voru: Jón í Austur-Meðalholtum, Elín á Baugsstöðum, Jón á Baugsstöðum, Hannes í Hólum, Magnús á Baugsstöðum, Sigurður smiður á Baugsstöðum.

1892 - 1897 Magnús Magnússon Hannessonar á Baugsstöðum og Þórunn Guðbrandsdóttir frá Kolsholti Brandssonar. Dóttir þeirra var Margrét.

1897-1933 Jón Magnússon Hannessonar á Baugsstöðum og Helga Þorvaldsdóttir frá Brennu í Flóa. Áttu einn son er dó ungur.

1933 - 1984 Ólafur Gunnarsson frá Ragnheiðarstöðum Þorvaldssonar í Brennu í Flóa og Jónína Oktavía Sigurðardóttir frá Eystri -Rauðarhól Jónssonar. Synir þeirra voru: Hinnrik d 2011, Erlendur Óli og Sigurjón.

1984- 2011 Hinnrik Ólafsson vörubílstjóri .( Árið 1959 fann Hinrik flöskuskeyti í Baugsstaðafjöru,var það frá þýskum sjómanni sem hafði varpað flöskunni frá skipi langt suður í hafi. Þýskukunnátta Hinriks kom þarna að góðu gagni, svaraði hann skeytinu og hófust svo samskipti, skrifuðust þeir á og sendu hvor öðrum jólagjafir í yfir 50 ár)

Heimild: Guðni Jónsson-Búendur og bólstaðir í Stokkseyrarhreppi og mbl.is

20.05.2019 21:57

Baugstaðir (1)

Baugstaðir er elsta byggt ból á Stokkseyri og kennt við Baug Rauðsson, fóstbróðir Ketils hængs, er hafði þar aðsetur hinn fyrsta vetur er hann var á Íslandi um árið 890 en fór síðan og nam Fljótshlíð og bjó á Hlíðarenda. Svo er sagt að Baugur hafi haft samflot við með Katli til Íslands og stýrt sínum knerri hvor eftir víg þeirra á Hildiríðarsonum. Þegar Hásteinn Atlason kemur út, e.t.v.  áratug síðar nemur hann allt það land sem tilheyrði Stokkseyrarhrepp hinum forna, en mági sínum Hallsteini Þorsteinssyni gaf hann vesturbakkann þ.e. Eyrarbakka. Þegar synir Hásteins skiptu arfi sínum hlaut kom eystri hlutinn í hlutskipti Atla í Traðarholti, ásamt Baugstöðum. Staðurinn var því í eigu Hásteins, sona og niðja alla landnáms og söguöld.

Í byrjun 13 aldar bjó þar Börkur Grímsson er var sá 7. í beinan karllegg frá Hásteini. Flosi prestur Bjarnason, tengdasonur Barkar tók síðan við jörðinni, en seldi hana 1226 Dufgúsi Þorleifssyni. Um 1270 átti Þeobaldus Vilhjálmsson jörðina, en skipti við Árna biskup Þorláksson á Dal undir Eyjafjöllum.  Komst jörðin þá undir Skálholtsveldi og var svo næstu 500 ár.

1738 Magnús Jónsson og Einar Jónsson kaupa jörðina á uppboði. Hefur jörðin síðan að nokkru eða öllu verið í eigu afkomenda þeirra. Erfingjar Magnúsar voru Bjarni eldri á Baugstöðum og Bjarni yngri á Leiðólfsstöðum. 1806 Bjarni eldri kaupir bróður sinn Bjarna yngri út úr jörðinni og fellur jörðin síðan til ekkju hans Elínar Jónsdóttur og seinni manns hennar Hannesar Árnasonar á Baugstöðum. Af þessum helmingi gekk 5/6 partur til Bjarna í Nesi Hannessonar, síðan til Gríms í Nesi Bjarnasonar, síðan til Guðmundar stútendts Grímssonar er seldi partinn Jóni bónda Magnússyni á Baugstöðum um aldamótin 1900, en 1/6 hafði Jón hlotið í erfðir frá föður sínum Magnúsi Hannessyni.

Helming Einars Jónssonar erfir einkasonur hans, Jón hreppstjóri  á Baugstöðum Einarsson og síðan ekkja hans Sesselja Ámundardóttir og seinni maður hennar Þorkell Helgason að nokkru og Einar í Hólum Jónssonar  hreppstjóra Einarssonar að nokkru. Þann part erfir Bjarni sonur hans, en part Sesselju erfir dóttir hennar Margrét á Minna-Núpi Jónsdóttir. Báða þessa parta eignast  Guðmundur Margrétarson Jónsson á Baugstöðum með erfð og kaupi. 1910 Guðmundur Jónsson og Jón Magnússon eru eigendur jarðarinnar. Eftir það Páll Guðmundsson og Ólafur Gunnarsson, uppeldissonur Jóns Magnússonar verða eigendur jarðarinnar.

-----------------------Ábúendur---------------------------

890 Baugur Rauðsson ruggu frá Naumudal  hafði þar vetursetu, en nam síðan land í Fljótshlíð.

1000 eða síðar hafa búið þar niðjar Hásteins Atlasonar landnámsmanns á Stokkseyri.

1222 Börkur Grímsson,Ingjaldssonar, Grímssonar glammaðar Þorgilssonar örrabeinsstjúps í Traðarholti, Þórðarsonar dofna,  Atlasonar, Hásteinssonar landnámsmanns,  Atlasonar. Börn Barkar voru Herdís, móðir Nikulásar Oddssonar í Kalmarstungu og Ragnhildur kona Flosa prests Bjarnasonar.

1222-1226 Flosi Bjarnason prestur Bjarnasonar, Flosasonar, Kolbeinssonar,Flosasonar,Valla-Brandssonar. Kona hans var Ragnhildur Barkardóttir á Baugstöðum Grímssonar. Börn þeirra voru: Einar, sr. Bjarni, Halla í Odda, Þórdís á Hvoli, Valgerður, og Guðrún. Fyrir átti hún Benedikt Vermundarson.

1226-1237 Dufgús Þorleifsson skeifu í Hjarðarholti Þormóðssonar Skeiðagoða Guðmundssonar og Þuríðar Hvamm-Sturludóttir Þórðarsonar. Kona hans var Halla Bjarnadótir og börn þeirra voru: Svarthöfði, Björn drumbur, Björn kægill, og Kolbeinn grön, og allir hinir mestu garpar. Eftir það búa þau á Strönd í Selvogi. Þar lét Gissur Þorvaldsson ræna þau búfé öllu.

1243-1265 Börkur Ormsson frá Þingnesi í Borgarfirði. Dóttir hans var Margrét á Baugsstöðum.

1265-1272 Þeóbaldus Vilhjálmsson í Odda Sæmundssonar Jónssonar og Margrét Barkardóttir Ormssonar. Þau seldu jörðina til Árna biskups Þorlákssonar í Skálholti fyrir Dal undir Eyjafjöllum. Komust Baugstaðir þá undir Skálholtsstól og hélst svo nærri næstu 500 ár.

1272-1277 sr. Magnús frá Dal Þorláksson af Svínafelli Guðmundssonar gríss alsherjargoða og prests á Þingvöllum Ámundssonar, og bróðir Árna biskups.

1277-1284 Ásgrímur Þorsteinsson riddari og sýslumaður Árnes og Rángárþings,  Jónssonar í Hvammi Vatnsdal. Bróðir Eyjólfs ofsa, er stóð fyrir Flugumýrarbrennu og þá vinur Árna biskups. Hann flutti síðan að Traðarholti, þegar fullur fjandskapur brast á með þeim Árna biskupi. Kona hans var Guðný Mánadóttir frá Gnúpufelli í Eyjafirði. Synir þeirra voru Eyjólfur sýslumaður í Traðarholti og Máni. Ásgrímur átti með Geirlaugu jónsdóttur á Stokkseyri, sr. Jón og sr. Þorstein.

1284-1625 Á þessu tímabili eru ábúendur óþekktir með öllu, og tímabilið að mestu hulið myrkri. Þess er vert að geta að innan þessa tímabils geisaði "svartidauði" er lagði margar sveitir í eiði og hálfri öld síðar kom "plágan" sem var mjög mannskæð. Kólnun veðurfars og loftslagsbreytingar ollu búsifjum, svo kúabúskapur dróst verulega saman, en sauðabúskapur jókst á móti. En  e.t.v. urðu þessi harðindi vegna stórfeldra eldgosa, svo sem í Heklu og Kötlu snemma á þessu tímabili og í Grímsvötnum, Heklu og Kötlu og Öræfajökli  alloft á 14. öld og voru einhver hin mestu öskugos íslandsögunnar. [Það er vel þekkt að stórfelld öskugos hafa gríðarleg áhrif á loftslag um allan heim]  Á öndveðri 17. öld gengu miklar deilur um ábúð jarðarinnar, eða hin svokölluðu "Baugstaðamál" og er þaðan hægt að rekja ábúendur að nýju.

1625-1632 Þorlákur Gunnarsson á Hólum, er kemur við sögu í Baugstaðamáli.

1628-1632 Gissur Þorkellsson, er kemur við sögu í Baugstaðamáli.

1632-1634 Sigurður Jónsson  skrifari Gísla biskups Oddsonar.

1636-1637 Erlendur, (Ekki er meira um hann vitað)

1637-1657- Pétur Filippusson. Börn hans voru:  Gunnar á Baugstöðum, Vigfús í Tungu í Flóa, Valgerður og Filippus, húsmaður á Skúmstöðum Eyrarbakka.

-1659- Gunnar Pétursson, er fyr er getið Filippussonar. Hann varð "bjargþrota ómagi" á framfæri Höllu dóttur sinnar. Börn Gunnars voru: Ólafur í Vöðlakoti í Flóa, Halla í Gerðum í Flóa og Pétur í Snóksnesi.

-1666 --1681- Magnús Jónsson . Dóttir hans var Ingiríður á Skipum.

-1666 --1681- Guðmundur Jónsson . Sonur hans var Jón á Skipum.

1690-1700 Jón Guðmundsson á Skipum.

1700 - 1722 Brynjólfur lögréttumaður Hannesson hreppstjóra Tómassonar á Skipum. Brynjólfur bjó síðar á Skipum. Hann kól bæði á höndum og fótum í "kyndilmessufjúkum" 1697 og fékk  þá viðurnefnið "Stúfur". Sonur af fyrra hjónabandi var Hannes í Hróarsholti er fór úr stóru-bólu. Seinni kona Brynjólfs var Vigdís Árnadóttir í Súluholti, Gíslasonar lögréttumanns í Ölvesholti Brynjólfssonar af ætt Torfa í Klofa. Börn þeirra voru:  Kristín í Hraungerði, Valgerður á Egilsstöðum í Ölfusi, Gísli - dó ókvæntur, Sesselja á Skipum, Bjarni á Baugsstöðum, Steinunn í Hólum, Margrét í Þorlákshöfn. Frá þeim er komin svonefnd "Baugstaðaætt".

1722 - 1758 Bjarni Brynjólfsson Hannessonar er fyr er getið og hreppstjóri Stokkseyrarhrepps. Kona hans var Herdís Þorsteinsdóttir frá Hróarsholti Jónssonar. Börn þeirra voru:  Ólöf í Traðarholti, síðar Baugsstöðum. Ingunn á Mið-Kekki og Vilborg á Baugstöðum.

1758 - 1775 Herdís Þorsteinsdóttir, ekkja. Eftir hana taka tengdasynir hennar Einar og Magnús við sinn helmingnum hvor, og er síðan tvíbýlt á Baugstöðum.

Baugstaðir 1

1775-1792 Einar Jónsson ríka í Skúmstaðarhverfi Eyrarbakka (Jón gamla Pálssonar og Þórunnar Álfsdóttur í Mundakoti Ólafssonar). Einar var hreppstjóri Stokkseyrarhrepps og þingvitni. Kona hans var Vilborg Bjarnadóttir á baugstöðum Brynjólfssonar. Sonur þeirra var Jón hreppstjóri á Baugsstöðum.

1792 - 1824 Jón Einarsson hreppstjóri. (Kemur við sögu Þuríðar formanns og Kambránsins) Fyrri kona Jóns var Margrét Sigurðardóttir frá Vorsabæ í Flóa, Péturssonar Sigurðssonar og systir Bjarna riddara í Hafnafirði. Börn þeirra voru: Einar í Hólum, Guðmundur er druknaði í Tunguósi 1810, Vilborg -dó uppkomin og Guðrún í Hvassahrauni. Seinni kona Jóns var Sesselja Árnadóttir smiðs í Syðra-Langholti. Börn þeirra voru: Margrét á Minnanúpi, Sigríður á Bjólu, Ólafur í Eystra-Geldingaholti og Jónas -drukknaði ungur.

-1824- Sesselja Árnadóttir ekkja, en giftist aftur.

1824 - 1826  Þorkell Helgason frá Eystra-Geldingaholti. Kona hans var Sesselja Árnadóttir, áður ekkja. Þau voru barnlaus.

1826 - 1846 Ólafur Nikulásson, áður Eystara Geldingaholti og Solveig  Gottvinsdóttir gamla í Steinsholti  Jónssonar. (Hún kemur við sögu Þuríðar formanns og Kambránsins) Börn þeirra voru: Guðrún -dó ung, Ingveldur á Vestri-hellum, Sesselja -dó ógift en átti son er Sveinn hét Halldórsson, Níels í Lindabæ Reykjavík -dó voveiflega (Kemur við í Kambránssögu) Guðbjörg á Arnarhóli, Guðbjörg önnur og Kristín -Jóns vind yngra Jónssyni á Eyrarbakka.

1846 - 1853 Solveig Gottvinsdóttir ekkja.

1853 - 1875 Guðrún Guðmundsdóttir  Gamalíelssonar ekkja. Almennt kölluð Baugstaða-Guðrún.

1876 - 1882 Þorsteinn  steinsmiður Teitsson Jónssonar í Skáldabúðum Gnúp, og  Ingigerður Gísladóttir í Ásum . Sonur þeirra var Rögnvaldur steinsmiður í Reykjavík.

1882 - 1918 Guðmundur Jónsson frá Minna-Núpi Brynjólfssonar. Sonur Margrétar Jónsdóttur Einarssonar hreppstjóra er fyr er getið. Kona hans var Guðný Ásmundsdóttir frá Haga Eystrihrepp. Synir þeirra voru Sigurgeir og Páll báðir bændur á Baugstöðum.

1918 Siggeir Guðmundsson Jónssonar á Baugstöðum -druknaði í Baugstaðafjöru sama ár. Kona hans var Kristín Jóhannsdóttir frá Eyvakoti Hannessonar í Tungu, Einarssonar. Hún giftist aftur Ísleifi Einarssyni á Læk í Ölfusi. Börn Siggeirs og hennar voru: Guðmundur sjómaður á Eyrarbakka, Jóhann bílstjóri Reykjavík, Sigurlaug á Syðra-Seli, Ásmundur í Gaulverjabæ og Sigurður á Læk í Ölfusi.

1918-1977 Páll Guðmundsson Jónssonar á Baugsstöðum  og Elín Jóhannsdóttir Hannessonar í Tungu Einarssonar. Börn þeirra eru: Guðný í Laugarási, Ásta -dó ung, Sigurður, Siggeir -dó af slysförum 2001. 

-1977-2001 Siggeir Pálsson, Kona hans var Una Kristín Georgsdóttir. Börn þeirra eru: Páll, Svanborg, Elín, Þórarinn og Guðný. Siggeir lést af slysförum 2001. Siggeir rak búið ásamt bróður sínum Sigurði síðasta íslenska vitaverðinum, en sigurður var vitavörður í Knarrarósvita til 2010.

Heimild: Guðni Jónsson-Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi

15.05.2019 23:06

Ásgautsstaðir II ábúendur

1708 Ásgrímur Eyvindsson í Holti*

1729-1731 Jón Þorláksson Stóra-Hrauni og Nesi, Bergsonar lögréttumanns í Þorlákshöfn Benediktssonar. Kona hans var Hallfríður Magnúsdóttir í Ranakoti efra Ólafssonar.

1735 Árni Jónsson á Kalastöðum*

1740-1747 Einar Bjarnhéðinsson frá Vestri-Garðkvika í Hvolhreppi Guðmundssonar í Langagerði Ólafssonar. Kona hans var Guðríður Þorsteinsdóttir frá Sandlækjarkoti Jónssonar.

1746-1748 Bernharður Einarsson Bjarnhéðinssonar er hér að ofan greinir.  (Hefur í sumum skjölum misritast "Vernharður")

1761-1763 Bjarni Jónsson í Traðarholti*

1767-1771 Gretar Snorrason

1771-1773 Þórarinn Jónsson í Keldnaholti*

1798-1801 Jón Jónsson Söngur í Vestra-Íragerði*

1801-1812 Jón Bjarnason í Grímsfjósum*

1813-1815 Jón Jónsson frá Leiðólfsstöðum Ingimundarsonar frá Hólum Bergssonar og drukknaði á Stokkseyri 30 mars 1815 við þrettánda mann. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir skipasmiðs á Ásgautsstöðum Snorrasonar.

1822-1825 Jón í Nesi Jónsson skipasmiðs Snorrasonar. Fyrri kona hans var Ólöf Þorkellsdóttir skipasmiðs og hreppstjóra á Gamla-Hrauni Jónssonar. Hún var efnuð mjög. Börn þeirra voru Þuríður, dó ógift. Þorkell bóndi í Nesi, Hinrik í Ranakoti og Jón bókamaður í Simbakoti, fróðleiksmaður mikill. Seinni kona Jóns var Guðrún eldri Guðmundsdóttir frá Miðhúsum í Biskupstungum Gamalíelsonar. Dóttir hennar hét Þorbjörg Jónsdóttir Johnson. Börn þeirra voru Ólöf í Neistakoti, Þóra á Kalastöðum og Sigurður í Björk Grímsnesi.

1882-1823 Guðmundur Jónsson á Gerðum*

1825-1826 Einar Kristofersson í Brú*

1831-1852 Gísli Þorsteinsson Jónssonar í Hól og drukknaði á Stokkseyri 18. maí 1852 ásamt Þorsteini syni sínum. Kona hans var Oddný Jónsdóttir frá Stóra-Hrauni. Börn þeirra voru Anna í Starkaðarhúsum, Gróa vinnukona í Votmúla, Sóveig, Vilborg, Ástríður, Gísli vinnumaður í íragerði og Þorsteinn er fyrr er getið.

1852-1859 Hannes Jónsson í Grjótalæk*

1858-1870 Karel formaður Jónsson í Hvíld Egilssonar. Hann ætlaði til Ameríku en af ferðinni varð þó aldrei. Karel var jafnframt útistöðumaður við ýmsa sveitunga sína og átti gjarnan í málaþjarki. Kona hans var Guðríður Þorvarðsdóttir í Brattholti Hallgrímssonar. Börn þeirra voru Margrét, Jóhanna, Karolína í Þórðarkoti, Ingvar í Hvíld, drukknaði á Stokkseyri 1908, Gísli í Sjávargötu, drukknaði með bróðir sínum, Þorvarður, drukknaði á þilskipinu "Ingvari" í Viðey 1906.

1870-1872 Jóhannes Jónsson frá Björnskoti á Skeiðum, ættaður úr Leirársveit og Valgerður Andrésdóttir úr Mýrdal.

13.05.2019 21:34

Ásgautsstaðir I ábúendur

Ásgautur hét leysingi Hásteins Atlasonar og sona hans er byggði Ásgautsstaði. Ekkert er kunnugt um ábúendur á miðöldum.

1675-1705 Eyjólfur Þorsteinsson

1700-1705 Brynjólfur Jónsson

Um 1708 Gísli Gunnarsson, síðar á Höskuldsstöðum og þórðarkoti í Sandvíkurhreppi. f.1681 d.1762

1729-1735 Guðmundur Jónsson f.1681 og Valgerður Hinriksdóttir

1740-1747 Sigurður Jónsson

1747-1750 Nikulás Jónsson silfursmiður frá Suður-Reykjum í Mosfellssveit og Anna Einarsdóttir lögréttumanns Ísleifssonar á Suður-Reykjum.

1750-1770 Anna Einarsdóttir ekkja Nikulásar Jónssonar.

1768-1776 Sigurður Þorláksson búðarþjóns á Eyrarbakka, Brynjólfssonar lögréttumanns á Stóra-Hrauni Eyrarbakka Þórðarsonar, og Sólveig Nikulásdóttir silfursmiðs Jónssonar.

1779-1782 Jón Ingimundarson yngri

1782-1795 Grímur Snorrason frá Gýgjarhóli í Biskupstungum, Guðmundssonar lögréttumanns frá Miðfelli Jónssonar, og Gróa Hafliðadóttir frá Flóagafli Egilssonar.

1795-1801 Jón formaður Símonarsson Eyjólfssonar sterka frá Litla-Hrauni , síðar Óseyri og Selfossi, (f.1767-d.1856) og Guðrún Snorradóttir frá Kakahjáleigu Knútssonar.

1801-1815 Magnús ríki fyrrv. hreppstjóri og hafnsögumaður á Eyrarbakka, Bjarnasonar hafnsögumanns og hreppstjóra á Litlu-Háeyri Magnússonar í Simbakoti Beinteinssonar. [ Magnús og hans menn björguðu Salthólsfólkinu úr stórflóðinu 1799 er flóðið tók bæinn, en að öllu venju þótti Magnús ekkert góðmenni og helst til skapstór] Magnús var tvíkvæntur og var fyrri kona hans Halla Filippusdóttir frá Skúmstöðum Þorsteinssonar og þótti hið mesta valkvendi. Seinni kona Magnúsar var Þóra Magnúsdóttir frá Stóru-Sandvík Gunnlaugssonar. Magnús hélt einnig við Jórunni Alexiusdóttur frá Salthól.

1815-1831 Jón skipasmiður Snorrasonar á Hól Ögmundssonar í Kotleysu, og Þuríður Jónsdóttir frá Mið-Kekki Þórólfssonar.  Ásgautstaði keypti hann 1793 Óseyrarnes með Rekstokki 1797 og hjáleigurnar Gerða og Hól í Stokkseyrarhverfi. Frá þeim hjónum er kominn Nesætt.

1831-1835 Jón Egilssonar frá Hrútastaðahjáleigu Jónssonar Þórarinssonar hreppstjóra á Hæringsstöðum, Sigurðssonar. Í Móðurætt var Jón kominn af Eyjólfi sterka. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þuríður formaður Einarsdóttir, en þau skildu eftir stutta sambúð. Seinni kona hans var Ingunn Jónsdóttir skipasmiðs Snorrasonar, er áður er getið.

1835-1853 Snæbjörn Sigurðsson frá Ósgerði í Ölfusi, Snæbjörnssonar, Sigurðssonar í Skálmholtshrauni, Ísólfssonar. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Vigdís Einarsdóttir  frá Norðurkoti í Votmúlahverfi, Eiríkssonar í Brúnavallakoti, Sveinssonar á Syðri-Brúnavöllum, Rauðssonar á Fjalli. Hún varð bráðkvödd. Seinni kona hans var Halla Þorsteinsdóttir frá Hól, Jónssonar.

1853-1859 Helgi skipasmiður Jónsson, Bjarnasonar í Grímsfjósum. Fóstursonur Margrétar Guðnadóttur  í Efra-Seli, bróðurdóttur Brands skipasmiðs í Roðgúl. Hann eignaðist hin fræga smíðahamar Brands, en með honum voru m.a. byggð mörg skip og endurbyggðir a.m.k. 9 bæir. Kona Helga var, Ingunn Jónsdóttir skipasmiðs Snorrasonar, áður Jóns Egilssonar, er fyrr er getið.

1859-1867 Helgi Snorrason í Hellukoti.

1867-1873 Páll Jónsson Mathiesen prestur. Ásgautsstaðir urðu þá prestsetur. Kona hans var Guðlaug Þorsteinsdóttir frá Núpakoti undir Eyjafjöllum.

1873-1874 Gísli Thorarensen prestur Sigurðssonar Gíslasonar Thorarensen í Hraungerði. Kona hans var Ingibjörg Pálsdóttir amtmanns Melsteðs Þórðarsonar.

1874-1876 Ingibjörg Pálsdóttir prestsekkja er áður er getið.

1876-1884 Jón Björnsson prestur, síðar á Litla-Hrauni og Eyrarbakka, en hann gekk þar fyrir kirkjubyggingu þeirri er þar stendur. Hann fannst síðar örendur í flæðamálinu utan við kaupstaðinn. Kona hans var Ingibjörg Hinriksdóttir bátasmiðs frá Hákoti á Álftanesi.

1884-1885 Jón Bjarnason söðlasmiður og Sigríður Davíðsdóttir úr Vestmannaeyjum, Ólafssonar. Þau skildu. Síðari sambýliskona Jóns var Guðrún Sigurðardóttir í Bjálmholti í Holtum Björnssonar.

1885-1888 Jón Magnússon í Efra-Seli og síðar Nýja-Kastala.

1888-1890 Vernharður Jónsson í Efra-Seli.

1890-1893 Jón formaður Vernharðsson eldri og Finnbjörg Finnsdóttir frá Hvammi á landi. Þau fluttu til Ameríku með fjölskyldu sína.

1893-1909 Gísli söngvari Gíslason Þorgilssonar á Kalastöðum. Gísli var hreppstjóri á Stokkseyri  en sagði af sér. Kona hans var Halldóra Jónsdóttir  frá Syðsta-Kekki Sturlaugssonar.

1909-1910 Júlíus Gíslason, sonur Gísla söngvara er hér er getið.

1910-1916 Jón Jónatansson búfræðingur frá Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi Þorleifssonar og Kristjana Benediktsdóttir frá Vöglum í Fnjóskadal Bjarnasonar.

1916-1918 Björn Gíslason fésýslumaður var þar síðastur ábúenda sem  getið er.

Heimild: Guðni Jónsson Magister/Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi.

09.05.2019 23:40

Húsanöfn á Stokkseyri fyrir 1950 / A-B

1.       Adólfshús - Kennt við Adólf Adólfsson á Stokkseyri. Talið er að húsið hafi verið byggt 1889 og var fyrsta bárujárnsklædda húsið sem byggt var á Stokkseyri. Eftir 1913 Var það notað fyrir vöruskemmu og verslun Jóns kaupmanns Magnússonar.

2.       Aðalsteinn - Byggt 1910 af Guðmundi Guðmundssyni, síðar í Brautartungu. Þetta var annað steinsteypta húsið sem byggt var á Stokkseyri, en hitt var Hafsteinn, sem byggt var sama ár.

3.       Aftanköld - Upphaflega skemma er Jón Adaólfsson í Grímsfjósum byggði við Stokkseyrarbæinn á árunum 1860-1865 er hann hóf verslun þar. (Nafnið er dregið af staðsetningu skemmunar og þótti köld) Lengi bjó þar Einar Ólafsson frá Grjótlæk og skírði hann bæinn upp og nefndi Varmadal.

4.       Akbraut - Byggt 1920 af Jóni Kristjánssyni, bróðursyni Magnúsar Teitssonar hagyrðings.

5.       Aldarminni - Byggt árið 1901 af Einari Jónssyni, áður bónda í Götu og Guðlaugi Skúlasyni, síðar bónda í Símonarhúsum. Jón Sigurðsson keypti húsið síðar og stækkaði nokkuð.

6.       Alþýðuhús - Byggt 1901 af verkamannafélaginu "Bjarma"  og var samkomuhús þess. Notað síðar sem áhaldahús hreppsins og slökkvistöð.

7.       Árnatóft - Kennd við Árna nokkurn úr Bæjarhrepp, er hafi fengið að stunda silungsveiðar í Traðarholtsvatni og reisti kofa þar við vatnið. Sigurður Sigurðsson, síðar í Hraukshlöðu fékk að gera sér þarna býli á tóftunum árið 1859. Bjuggu þar ýmsir þurrabúðarmenn síðar. Kristján Hreinsson er þar bjó gerði bæinn upp árið 1903 og kallaði Brautarholt*.

8.       Ártún I - voru byggð árið 1891 hjá Garðbæ í Beinteigshverfinu af Gústaf Árnasyni trésmiðs frá Ártúnum á Rangárvöllum [Þá í Beinteig]. Brynjólfur Gunnarsson keypti bæinn árið 1898 og Kallaði Traðarhús*

9.       Ártún II - Byggð 1898 af Gústaf Árnasyni trésmið [Flutti síðan til Stykkishólms] Gunnar í Götu keypti það af honum og bjó þar í nokkur ár, en flutti það síðan upp að Löllukoti, en þaðan var það flutt að Hæringsstöðum.

10.   Ásgarður - Byggt árið 1906 af Ásgeiri Jónssyni borgara í Hrútstaða-norðurkoti.

11.   Auðnukot /Unukot - hét býli í Syðra-Selslandi á mörkum milli Svanavatnsengja og Syðra-Sels. Ekki er vitað um aldur tóftarinnar eða hver þar byggði eða bjó.

12.   Bakarí - Svonefnt brauðgerðarhús og íbúð bakara reist fyrir aldamótin 1900. Það stóð við Helgahús, sunnan við Þingdalinn. Seinast vöruskemma pöntunarfélags verkamanna. Byggingin brann árið 1939. Var þar síðan byggt fiskþurkunarhús.

13.   Bakkagerði - Þurrabúð í Traðarholtslandi, byggt af Guðjóni Pálssyni árið 1905. Fór í eiði 1921. Síðasti ábúandinn var Guðmundur Sigurðarson frá Sjónarhól, síðar Hvanneyri*

14.   Bakkakot - byggt fyrir 1920, bjó þar Jón Þórðarson, áður bóndi á Leiðólfsstöðum. kot þetta fór í eiði 1934

15.   Bakki - eitt af Sjónarhólsbæjum, byggt 1901 af Jóhanni Guðmundssyni frá Bakka í Landeyjum, síðar Vestmannaeyjum.

16.   Baldurshagi - Byggður 1910 af Sæmundi Benediktssyni frá Íragerði*. [Flutti til Vestmannaeyja 1935]

17.   Baldursheimur - Byggður 1945 af Sturlaugi Guðnasyni frá Sandgerði*.

18.   Barna og unglingaskóli stokkseyrar - Reist á árunum 1947-1951 á Stokkseyrartúni gamla. Þar hjá var reistur skólastjórabústaður Stjörnusteinar*.

19.   Baugstaðarjómabú - Byggt árið 1904 við Baugstaðaá vestan við Baugstaði.

20.   Beinteigur - Þurrabúð í eiði ca 1648, eiðilagðist af sjávargangi 1653 [Flóðið mikla 2. janúar 1653] Beinteigur er elsta nafngreinda þurrabúð í Stokkseyrarhverfi. Sjóbúð var þar fyrir eða um 1882 og bjó þar eitt ár Einar Ólafsson síðar í Aftanköld* Árið 1883 flutti í Beinteig Sigurður Snæbjörnsson frá Brattholtshjáleigu og reisti þar fyrsta bæinn. Bærinn var endurgerður á árunum 1945-1946 og fluttur lítið eitt úr stað og hét þá Sætún* en á tóftinni var síðan byggð hlaða og gripahús frá Sætúni. Um og fyrir aldamótin 1900 risu margir nafnlausir bæir í Beinteigshverfinu, en sumir fengu síðar nöfnin Garðbær*, Garðstaðir*, Haustshús* og Traðarhús*.

21.   Bjarg - Byggt 1901 af Jóni Jóhannssyni, áður bónda á Mið-Klekki. Gísli Magnússon bjó þar eftir honum.

22.   Bjarmaland - Byggt 1895 af Jóni Vigfússyni verslunarmanni hjá Ólafi Árnasyni. [Jón fór til Ameríku 1899] Þá bjó þar Guðmundur Vernharðsson kennari til dauðadags 1901. Húsið var síðan lengi vörugeymsluhús Jóns kaupmanns Jónssonar. Árið 1932 bjó þar Guðjón Jónsson fyrrum bóndi á Leiðólfsstöðum.

23.   Bjarnaborg - Byggt árið 1900 af Jóni bónda Grímssyni á Stokkseyri. Húsið er kennt við Bjarna Jónsson formann frá Magnúsfjósum.

24.   Bjarnahús - Byggt árið 1901 af Eiríki Jónssyni  trésmið frá Ási í Holtum. Húsið er kennt við Bjarna Grímsson er keypti af honum sama ár. [Bjarni flutti til Reykjavíkur 1926] Þá bjó Sigurður Sigurðsson bóndi á Stokkseyri í Bjarnahúsi og síðan Katrín ekkja hans.

25.   Bjarnastaðir - Býlið hét fyrst Baugakot* en síðar Heiðarhvammur*. 1903-10 var húsið kennt við Bjarna formann Nikulásson er þar bjó.

26.   Björgvin - Byggt árið 1898 og nefndist þá Eiríkshús. Árið 1903 keyptu Daníel Arnbjörnsson frá Gerðum í Flóa og Eyjólfur Sigurðsson frá Kalastöðum húsið og nefndu Björgvin.

27.   Blómsturvellir - Byggt árið 1910 af Brynjólfi Gíslasyni frá Þverspyrnu í Ytrihrepp. [Flutti síðar til Rvíkur]

28.   Brautarholt - Hét áður Árnatóft* en Kristján Hreinsson breytti nafninu árið 1903. Síðasti ábúandinn var Helgi Halldórsson til ársins 1911, síðar Grjótalæk. Fór þá býlið í eiði.

29.   Brávellir - Byggt 1911 af Jóni Þorsteinssyni járnsmið frá Kolsholtshelli og Theódór Jónssyni frá Álfsstöðum.  [Theódór flutti síðar til Rvíkur]

30.   Brekkukot - Byggt árið 1907 af Ingimundi Eiríkssyni frá Haugakoti í Flóa.

31.   Brún - Byggt árið 1896 af Magnúsi Teitssyni hagyrðingi. Samdi hann vísu er hljómar svo: >Þessi heitir bærinn brún/byggður rétt hjá flóði/fylgir hvorki tröð né tún/telst þar lítill gróði.< Húsið fór í eiði og var síðar notað sem sumarbústaður.

32.   Brynkahús / Traðarhús* - Kennt við Brynjólf Gunnarson

33.   Bræðaraborg I -  (Vestari Bæðraborg) Byggt árið 1896 af bræðrunum Sæmundsonum, Guðmundi kennara og Lénharði söðlasmið.

34.   Bræðraborg II - Byggt árið 1899 af bræðrunum Jóni og Ingimundi Vigfússonum.

35.   Búð - Byggt úr gamalli sjóbúð árið 1893 af Sigurði Bjarnasyni áður bónda á Grjótlæk. Hann byggði einig fyrsta húsið á Sjónarhól og var Búð þá rifin.

36.   Baugakot / Baugkot - Byggt 1893 af Bjarna Nikulássyni  frá Stokkseyrarseli, áður bónda á Bugum. Árið 1903 skírði hann bæinn Bjarnastaði*, en eftir 1910 var bærinn nefndur Heiðahvammur*.

09.05.2019 23:36

Húsanöfn á Stokkseyri fyrir 1950 / D-E

1.       Dalbær - Byggður 1899, þar bjuggu Jón Jónsson og Helga Þorsteinsdóttir úr Ytrihrepp. Bærinn fór í eiði 1940.

2.       Deild - Byggð árið 1901 af Jóhanni V Daníelssyni, síðar Kaupmanni á Eyrarbakka.

3.       Djúpidalur - Byggður árið 1891 af Jónasi íshúsverði Jónassyni frá Ranakoti*. Jónas var kallaður "drottinn minn" af Stokkseyringum. Nikulás Helgason keypti bæinn og þá kvað Magnús Teitsson: >Eignast fyrir aura val/ónýtt fúahreysi/Nikulás í Djúpadal/deyr úr iðjuleysi< En Jónas Flutti að Hellukoti í þurrabúð þar, og enn kvað Magnús Teitsson: >Ónýtt brúka orðaval/eru hvor í sínu sloti/Nikulás í Djúpadal/og "drottinn minn" í Hellukoti.< Nokkrum árum síðar keyptu hjón ofan af Skeiðum bæinn af Nikulási en urðu að segja sig á sveitina árið 1916 sökum fátæktar. Rifu Skeiðamenn þá Djúpadal og fluttu hjónin til sín.

4.       Eiríksbakki - Byggður 1902 af Eiríki Magnússyni frá Háfshól í Holtum. [Einn af Sjónarhólsbæjum og síðar sumarbústaður]

5.       Eiríkshús - Byggt árið 1898 af Eiríki Jónssyni trésmið frá Ási í Holtum. Hann seldi húsið Daníel Arnbjörnssyni og Eyjólfi Sigurðssyni, en þeir skírðu húsið Björgvin*

09.05.2019 23:33

Húsanöfn á Stokkseyri fyrir 1950 / F-G

1.       Fagridalur - Byggður 1912 af Jóni Þorsteinssyni Járnsmið, áður Garðbæ* og  Brávöllum*

2.       Félagshús - Vörugeymsluhúsið mikla er Grímur í Nesi (Eyrarb.) reisti á Stokkseyri 1893. Það var 36x12 álnir að flatarmáli og á þrem hæðum, sterklega viðað og þiljað í hólf og gólf. Árið 1896 keypti Björn Kristjánsson og verslunarfélagar hans austurhlutann. Árið 1898 keypti Edinborgarverslunin í Reykjavík hlutinn. 1903 keypti Ólafur kaupmaður Árnason hlutinn. 1907 Kaupir kaupfélagið Ingólfur hlutinn. Vesturhlutann seldi Grímur 1895 Stokkseyrarfélaginu (Zöllnersfélaginu), fékk þá húsið þetta nafn. 1914 tekur Kauðfélagið Ingólfur við vesturhlutanum einig. Húsið brann 9-10 desember 1926 í Stokkseyrarbrunanum mikla, svonefndum. Á grunninum var síðar byggt Hraðfrystihús Stokkseyrar, en þær byggingar brunnu 30. maí 1979. Stuttu síðar var hafist handa við að endurbyggja hraðfrystihúsið. Hin mikla bygging gegnir nú hlutverki Menningarverstöðvar og ferðaþjónustu.

3.       Folald - Sama og Kumbaravogskot* Þannig nefndu flóamenn ýmis afbýli, en einnig var til að þau væru nefnd "Kuðungur".

4.       Garðbær - Byggður 1886 af Magnúsi Teitssyni hagyrðing. Bærinn var einn af Beinteigsbæjum. 1891 keypti Jón Þorsteinsson járnsmiður frá Kolsholtshelli bæinn og bjó þar til 1908 þá er hann byggði Brávelli* við Garðbæ var allstórt smiðjuhús og var oft gestkvæmt í smiðjunni, er menn ræddu þar landsins gagn og gamann, eða sögðu sögur af samferðafólki sínu. Urðu þar til margir kviðlingar af vörum Magnúsar Teitssonar.

5.       Garðhús - Byggð 1890 af Einari Einarssyni, áður bónda á Buglum.

6.       Garðstaðir - Einn af Beinteigsbæjunum, Það var upphaflega sjóbúð Magnúsar Teitssonar. Þegar hann seldi Garðbæ, 1881 flutti hann sig í sjóbúðina og gerði hana upp og kallaði Garðstaði. Bjó þar til 1896 er hann byggði Brún*. Jón Eiríkur Jónsson úr Klofa og Halla Sigurðardóttir frá Beinteig, keyptu þá Garðstaði og byggðu bæinn upp að nýju, en notuðu sjóbúðina fyrir kindakofa. Síðar var steinhús byggt á lóðinni.

7.       Garður - Byggt árið 1941 af Böðvari Tómassyni útgerðamanni (d.1966). Það er timburhús á steyptum kjallara og múrhúðað að utan.

8.       Geirakot - Upphaflega sjóbúð Sigurðar Árnasonar í Hafliðakoti, en er kennt við Olgeir Jónsson frá Grímsfjósum, einsetumanns er bjó þar frá 1920.

9.       Gimli - Samkomu og þinghús hreppsins. Byggt árið 1921 timburhús á steyptum kjallara. Á níunda áratugnum hýsti það bókasafn, en er nú veitinga og handverkshús í þágu ferðaþjónustu. - Góðtemplarahús var reist fyrir aldamótin 1900 og stóð fyrir framan Vinaminni* en Grímur í Nesi gaf lóð undir það. Verkalýðsfélagið Bjarmi keypti húsið og flutti á þessa lóð og var um tíma aðal samkomuhús staðarins, eða þar til Gimli var byggt vestast á lóðinni. Verkalýðsfélagið seldi þá húsið Andrési Jónssyni kaupmanni á Eyrarbakka er verslaði þar um tíma. Jón Adólfsson keypti síðan húsið og verslaði þar einig. Kaupfélag Árnessinga keypti síðan húsið og hafði þar útibú til margra ára, og síðar í nýju húsnæði skamt frá, eða þar til félagið verður gjaldþrota árið 2003. Góðtemplarahúsið var síðar rifið ásamt seinni tíma viðbyggingum.

10.   Grímsbær - Byggður 1889 af Njáli Símonarsyni. Árið 1903 var bærinn skírður upp og hét þá Hólmur*

11.   Grímsfjós -  Hjáleiga frá Stokkseyri fyrir árið 1703. Árið  1880 keypti Grímur í Nesi hjáleiguna og tók hún nafn af því. Hann keypti svo Stokkseyrarjörðina 1889 ásamt Einari Jónssyni borgara.

12.   Grund - Byggð árið 1906 af Gísla Gíslasyni áður bónda á Bugum.

13.   Gústafshús - Kennt við Gústaf Árnason trésmið (Sjá Ártún II*)

14.   Götuhús - Byggð árið 1897 af Sæmundi Steinsmið Steindórssyni frá Stóru-Sandvík

09.05.2019 23:29

Húsanöfn á Stokkseyri fyrir 1950 / H-K

1.       Hafsteinn - Byggður árið 1910 af Hreini Kristjánssyni, síðar bónda í Símonarhúsum. Hafsteinn var fyrsta steinhúsið sem fullgert var á Stokkseyri.

2.       Hausthús - Einn af Beinteigsbæjum. Byggð árið 1896 af Runólfi Jónssyni frá Magnúsarfjósum. Jósteinn Kristjánsson kaupmaður byggði þar sölubúð við.

3.       Heiðahvammur - Hét fyrst Baugakot og svo Bjarnastaðir. Ólafur Guðmundsson ferjumaður frá Sandhólaferju skírði bæinn Heiðahvamm árið 1910. Síðast bjó þar Júlíus Gíslason frá Ásgautsstöðum, en flutti að Syðsta-Kekki 1914 og fór Heiðahvammur þá í eiði.

4.       Heiði - Þurrabúð frá Brattsholti. Oft kölluð "Trýni" meðal Stokkseyringa. Þar byggðu árið 1879 hjónin Jón Jónsson og Hildur Jónsdóttir. Kotið fór í eiði 1896 eftir Tómas Ögmundsson.

5.       Helgahús - Kennt við Helga Jónsson verslunarstjóra í Kf. Ingólfi. Áður kallað Ólafshús*

6.       Helgastaðir -  Byggt árið 1896 af Helga Pálssyni fyrrum bónda í Vestra-Stokkseyrarseli.

7.       Helluhóll - Þar bjó Erlendur Bjarnason 1802. Kotið hefur verið "kuðungur" frá Hellukoti.

8.       Hof - Byggt 1908 af Gísla Sigmundssyni frá Gerðum í Flóa. Fór í eiði eftir Bjarna Nikulásson 1933.

9.       Hólahjáleiga - Þurrabúð frá Hólum. Þar bjó Guðmundur Ormsson 1703. Einhverníman kallaður "Lokabær" Kotið fór í eiði.

10.   Hóll - Hét áður Ölhóll*

11.   Hólmur - Hét áður Grímsbær* Jón Guðbrandsson og Guðjón Jónsson, ábúendur skírðu bæinn upp árið 1903.

12.   Hólsbær - Einnig kallaður Hólshjáleiga eða Norður-Hóll. Byggður árið 1884 af Magnúsi Þorsteinssyni frá Kolsholtshelli. Fór í eiði eftir Þorkel Halldórsson frá Kalastöðum 1925.

13.   Hólshjáleiga - Sjá Hólsbær*

14.   Hótel Stokkseyri - Byggt 1943 af hlutafélagi og stóð að nokkru á grunni Félagshússins, sjá Félagshús*

15.   Hraukur - Byggt árið 1824 af Bjarna Jónssyni bónda á Syðsta-Kekki. Fór í eiði eftir að Erlendur Þorsteinsson flutti að Símonarhúsum 1842. Árið 1880 byggði Bjarni Nikulásson kotið upp. Kotið fór aftur í eiði 1925 eftir Sigurð Gíslason á Jaðri er þar bjó síðast.

16.   Hryggir - Sjá Nýjibær*

17.   Hviða - Þurrabúð sem fór í eiði 1707. Síðar voru Útgarðar* byggðir á þeim stað.

18.   Hvíld - Fór í eiði árið 1707. Karel Jónsson bóndi á Ásgautstöðum byggði þar 1876 og hélst nafnið. Fór aftur í eiði 1928.

19.   Hvanneyri - Byggt árið 1921 af Guðmundi Sigurðssyni frá Sjónarhól.

20.   Ísólfsskáli - Kenndur við Ísólf Pálsson tónskáld er byggði hann árið 1899. Ísólfsskáli fór í eiði 1916 eftir Magnús Gunnarsson kaupmann. (Ísólfsskáli sumarbústaður austast á Stokkseyri)

21.   Ívarshús - Byggt 1901 af Ívari Sigurðssyni verslunarmanni. Sjá Sólbakki*

22.   Jaðar - Einn af Sjónarhólsbæjum. Byggður 1905 af Jóni Sigurðssyni frá Jaðri Ytrihrepp.

23.   Kalastaðir - Hjáleiga frá Stokkseyri fyrir 1681. Einnig nefnt Kaðlastaðir og Kaðalstaðir í öðrum heimildum. Hvortveggja nöfnin, eða öll þrjú  koma úr Keltnesku. Tvíbýlt var lengi á Kalastöðum, en nú stendur einn bærinn eftir, 19. aldar hús.

24.   Keldnakotshjáleiga - "Kuðungur" frá Keldnakoti fyrir 1769. Þar bjó Jón Jónsson yngri frá Grjótlæk. Hann var dæmdur 16 ára gamall til hýðingar fyrir að stela kind úr fjárhúsi Bjarna hreppstjóra Brynjólfssonar á Baugstöðum, en fékk síðar konunglega uppreisn æru. Árið 1769 var hann enn uppvís að sauðaþjófnaði og var dæmdur til ævilangrar refsivistar á Arnarhóli í Reykjavík.

25.   Kirkjuból - Byggt árið 1894 af Jóni Bjarnasyni söðlasmið frá Tungufelli.

26.   Kjartanshús - Byggt árið 1899 af Kjartani Guðmundssyni frá Björk í Flóa.

27.   Klöpp - Byggð árið 1891 af Oddi Sveinssyni og Kristínu Sigurðardóttur.

28.   Knarrarósviti - Reistur árið 1939 á svonefndum Baugstaðakampi. (Nálægt fornu-Baugstöðum) Vitinn er 25 m hár að meðtöldu ljóskeri. Vitavörður var lengst af Páll bóndi Guðmundsson á Baugstöðum.

29.   Kot - Stytting úr Kumbaravogskot*

30.   Kuðungur - sama og Kumbaravogskot* sama og Nýju-Gerðar*

31.   Kumbaravogskot - Folald eða kuðungur frá Kumbaravogi. Það var í byggðum á árunum 1830-1837 og bjuggu þar Salgerður Bjarnadóttir og Ásmundur Sveinsson.

09.05.2019 23:27

Húsanöfn á Stokkseyri fyrir 1950/ L-P

1.       Lárubúð - Kennd við Láru Sveinbjörnsdóttur.

2.       Laufás - Byggður 1920 af Karli Guðmundssyni frá Gamla-Hrauni, Jenssonar.

3.       Litla-Árnatóft - Sama og Nýlenda*

4.       Litla-Ranakot - Var folald eða kuðungur frá Ranakoti efra* Var í byggð 1851-1857  Jón Jónsson byggði kotið, en Sveinn blindi Jónson bjó þar síðar.

5.       Lokabær - Einsetumannakot eða þurrabúð í túninu í Hólum* (Líklega sama og Hólahjáleiga*)

6.       Lyngholt - Sumarbústaður fyrir austan Bræðratungu, byggður 1950-51 af Guðbjörgu Árnadóttur forstöðukonu á Kumbaravogi.

7.       Læknishús - Byggt 1898 af Eiríki Jónssyni trésmið frá Ási í Holtum. Hann seldi það Guðmundi lækni Guðmundssyni (1898-1901). Seinna íbúðar og verslunarhús Jóns kaupmanns jónssonar. Húsið brann 25. sept. 1929.

8.       Merkigarður - Byggður árið 1902 af Einari Sveinbjörnssyni bónda frá Leiðólfsstöðum.

9.       Minni-Bræðraborg - Sama og Bræðraborg II*

10.   Móakot - Byggt fyrir 1789. Bjó þá þar Brandur Manússon frá Eystri-Rauðhól. 1825-30 bjó þar Guðný jónsdóttir ekkja Jóns Brandssonar yngri frá Roðgúl* 1864 byggði Ólafur Jónsson frá Brattholtshjáleigu kotið að nýju. Það var enn í byggð 1953 og var því elsta þurrabúð á Stokkseyri í ábúð.

11.   Móhúsahjáleiga - Sama og Útgarðar*

12.   Norður-Hóll - Sama og Hólsbær*

13.   Nýborg - Byggð árið 1890 af Sigurði Jóhannssyni, síðar bónda á Gljúfri í Ölfusi.

14.   Nýibær - Byggður árið 1886 af Gísla Sigurðssyni  fyrrum bónda á Syðra-Klekki* Bærinn var uppnefndur "Hryggir" af Stokkseyringum. Bjuggu þar síðast Jón Guðbrandsson og Guðný Gísladóttir.

15.   Nýikastali - Byggður 1890 af Jóni Magnússyni, áður bónda á Efra-Seli.

16.   Nýlenda - Þurrabúð í Traðarholtslandi, uppnefnd "Litla-Árnatóft" og "Upphleypa" þegar kotið var hækkað upp sökum vatnságangs. Nýlenda var í byggð fyrir 1888 en þá bjó þar Eiríkur Arnoddsson fyrrum bóndi í Ranakoti efra. Nýlenda fór í eiði 1907 eftir Sigurð Jónsson er þá fluttist að Eystri-Rauðarhól.

17.   Ólafshús - Byggt 1895 af Ólafi kaupmanni Árnasyni, var það bæði verslunar og íbúðarhús hans. 1907 Keypti Kf. Ingólfur húsið og bjó helgi Jónsson verslunarstjóri þar. Þá var húsið kallað Helgahús*. Húsið stóð syðst í Þingdalnum og sunnan við hann.

18.   Ólafsvellir - (Stundum ritað Ólafsvöllur) Byggt árið 1899 af Ólafi Sæmundssyni frá Húsagarði á Landi.

19.   Pálmarshús - Byggt 1911-12 af Pálmari Pálssyni bónda á Stokkseyri. Þorkell Guðjónsson rafveitustjóri bjó þar mörg ár.

20.   Pálsbær - Byggt fyrir 1891. Húsið er kennt við Pál Gíslason Thorarensen frá Ásgautsstöðum. Bærinn hét í eina tíð Tjörn* en það nafn festist síðar við annan bæ. Í Pálsbæ bjó eitt sinn orðlagður ræðari, Guðmundur Snorrason frá Eiði-Sandvík, Bjarnasonar í Eystra-Stokkseyrarseli. Þá fluttur til Hafnafjarðar, tók hann þátt í kappróðri og réri vík á keppinauta sína. Komst þá Guðmundur svo að orði "Svona var nú róið á Stokkseyrarsjónum".

21.   Pálshús - Byggt árið 1881 af Páli Stefánssyni. Fór í eiði 1931 eftir Jóhann Jónsson áður bónda á Grjótlæk.

22.   Pungur - Var uppnefni á Stokkseyrarselskoti*

09.05.2019 23:21

Húsanöfn á Stokkseyri, fyrir 1950/ S

1.       Sanda - Byggt löngu fyrir 1823 af Jóni Brandssyni yngri frá Roðgúl og Guðnýju Jónsdóttur er þar bjuggu þá. Sanda fór í eiði eftir 1825, en byggt upp aftur árið 1884 af Torfa Nikulássyni frá Eystra Stokkseyrarseli og kallaðist þá Torfabær, en nafninu var aftur breytt í Söndu árið 1888 svo sem heitir enn í dag.

2.       Sandfell - Byggt árið 1898 af Guðmundi Guðmundssyni fyrrum bónda á Efra-Seli.

3.       Sandgerði - Byggt árið 1893 af Gísla Guðnasyni frá Þverspyrnu í Ytrihrepp

4.       Sandprýði - Byggt árið 1898 af Þorkeli formanni Magnússyni frá Brandshúsum í Flóa. Hann drukknaði á Stokkseyri árið 1889.

5.       Sandvík - Byggð árið 1911 af Guðjóni Þorkellssyni frá Gamla-Hrauni. Fluttist til Reykjavíkur 1927.

6.       Sauðagerði - Byggt árið 1899 af Guðna Jónssyni frá Iðu. Fór í eiði 1934.

7.       Selkot - Sama og Stokkseyrarselkot*

8.       Setberg - Byggt 1920 af Guðmundi Ólafssyni úr Holtum.

9.       Sigurðarhús - Byggt árið 1899 af Eiríki Jónssyni trésmið frá Ási í Holtum.Jón Adólfsson kaupmaður og Sigurgeir Jónsson verslunarmaður bjuggu þar fyrst, en húsið er kennt við Sigurð Einarsson verslunarmanns.

10.   Símstöð - Sama og Skálafell*

11.   Sjóbúð I - Búðin var hjá Söndu* 1896 bjó þar Þuríður Einarsdóttir ekkja og sonur.

12.   Sjóbúð II - Bær sem stóð gegnt Kirkjubóli* og byggð upp af sjóbúð handa Guðmundi Jónssyni danska og Láru Sveinbjarnardóttur. Bærinn var stundum uppnefndur Lárubúð* Þar voru síðar fjárhús frá Sandgerði*

13.   Sjólyst - Byggð árið 1902 af þeim Þórði Björnssyni frá Móheiðahvolshjáleigu, en fluttist til Rvíkur 1927 eins og svo margir á þeim árum, og Sigurði Magnússyni, síðar í Dvergasteinum

14.   Sjónarhóll - Bæjarþorp sem reist var um og eftir aldamótin 1900. Fyrstu tvö húsin voru byggð árið 1897 af þeim Sigurði Bjarnasyni í Búð og Sigurði Magnússyni frá Háfshól í Holtum, en það þriðja af Halldóri Magnússyni árið 1899, en hann var bróðir Sigurðar. Síðar bættust þrjú hús við sem aðgreind voru með nöfnunum: Bakki* Eiríksbakki* og Jaðar*

15.   Skálafell - Byggt um 1943 af Axel Þórðarsyni símstjóra og fyrrum kennara. Einig nefnt Símstöð*

16.   Skálavík - Byggt um 1918 af systkynunum Magnúsi Gunnarssyni kaupmanni og Þuríði Gunnarsdóttur, ekkju Páls í Brattholti Þórðarsonar.

17.   Skipagerði - Byggt árið 1901 af Eyjólfi Bjarnasyni frá Símonarhúsum. Árið 1950 er byggt steinhús í Stokkseyrarhverfi með þessu nafni. Það lét Byggingafélag verkamanna byggja og fluttist Eyjólfur Bjarnason með fjölskyldu sinni í það.

18.   Slóra - Var einsetukot á Stokkseyrartúni. Saga þess er óþekkt, en síðar var þar byggt hús nefnt Bjarnahús*

19.   Smiðshús - Byggð 1898 af Guðjóni Björnssyni, síðar í Stardal.

20.   Sólbakki - Áður Ívarshús* en Karl Fr. Magnússon skýrði húsið upp 1915.

21.   Sólskáli - Sumarbústaður byggður fyrir 1930 af Hjálmtý Sigurðssyni.

22.   Sólvangur - Byggður árið 1941 af Ásgeir Hraundal

23.   Stardalur - Byggður árið 1888 af Guðmundi Bjarnasyni fyrrum bónda Vestri-Rauðarhól.

       Starkaðarhús - Hjáleiga frá Stokkseyri (Mynd)

SS  Stíghús - Byggt árið 1899 af Helga Halldórssyni, síðar bónda á Grjótalæk.

25.   Stjörnusteinar - Upphaflega skólastjórabústaður byggður um 1950 af ríkinu.

26.   Stokkseyrarselkot - Byggt af Sigurði Björnssyni, fyrrum bónda frá Efra-Seli. Var í byggð 1869-93 og 1897-1900, þurrabúð frá Vestara-Stokkseyrarseli, einig nefnt Selkot* eða uppnefnt Pungur*. Síðast bjó þar Bjarni Bjarnason, síðar bóndi í Indriðakoti undir Eyjafjöllum.

27.   Stokkseyri - nefndust einu nafni mörg hús sem risu smám saman hið næsta Stokkseyrarbæjunum gömlu, 15-20 að tölu sem fengu sérstök nöfn, en flest hafa horfið úr sögunni. Síðasta húsið sem kallað var Stokkseyri var verslunar og íbúðarhús Ásgeirs kaupmanns Eiríkssonar er stóð á sama stað og gamli Stokkseyrarbærinn eystri. Þetta hús brann í Stokkseyrarbrunanum mikla 1926, en Ásgeir byggði þar nýtt hús eftir brunann.

28.   Strönd - Byggt árið 1896 af þeim svilum Sigurði Hannessyni frá Hjalla og Guðna Árnasyni Söðlasmið.

29.   Stærri-Bræðraborg - Sama og Bræðraborg I*

30.   Sunnuhvoll - Byggður um 1912 af Sigurði Ingimundarsyni kaupmanni. Guðmundur trésmiður Sigurjónsson frá Gamla-Hrauni og ekkja hans Guðríður Jónsdóttir frá Túnprýði Hinrikssonar bjuggu þar lengi.

31.   Sunnutún - Byggt um 1948 af Þórði Guðnasyni frá Keldnaholti.

32.   Sæból - Byggt árið 1901 af Þorsteini Ásbjörnssyni trésmið frá Andrésfjósum á Skeiðum.

33.   Sæborg - Byggð árið 1904 af Ingimundi Guðmundssyni trésmið og bjó hann þar sína tíð. Húsið var rifið skömmu eftir 1936

34.   Sæhvoll - Byggður árið 1935 af Páli Guðjónssyni bílstjóra.

35.   Sætún - Byggt um 1945 af Guðmundi Valdimarssyni frá Norðurgarði á Skeiðum upp úr elsta Beinteigsbænum. [Var lítið eitt færður úr stað]

St

09.05.2019 23:06

Húsanöfn á Stokkseyri, fyrir 1950/ T-Ö

1.       Tíðaborg - Í byggð 1820-1822. Þar bjó Jón Brandsson yngri frá Roðgúl, áður bóndi í Ranakoti-efra. Sagt er að byggð þar hafi laggst af vegna reimleika.

2.       Tjarnarkot - Byggt árið 1887 af Gamalíel Jónssyni frá Oddagörðum. Kotið fór í eiði 1933. Gamalíel var hringjari í Stokkseyrarkirkju. Hann var stór maður vexti, söngmaður góður og leikari í eðli sínu og þótti vinsæll. Tvíbýlt var í Tjarnarkoti 1899-1926 og bjuggu þar í annari þurrabúðinni Guðmundur Vigfússon frá Valdakoti í Flóa og Jóhanna Guðmundsdóttir í Útgörðum.

3.       Tjarnir - Byggðar árið 1899 af Þorsteini Jónssyni úr Landeyjum. Árið eftir kom Guðmundur Pálsson, einig Landeyingur og skírði bæinn upp og kallaði Vatnsdal*

4.       Tjörn - Byggð árið 1884 af Ingibjörgu, ekkju sr. Gísla Thorarensen á Ásgautsstöðum og Páli syni hennar. Seinna var bærinn nefndur Pálsbær* Annar bær var byggður þar hjá er fékk nafnið Tjörn.

5.       Torfabær - Byggður árið 1884 af Torfa Nikulássyni frá Eystra-Stokkseyrarseli. Þar stóð áður bærinn Sanda* og var það nafn tekið aftur upp árið 1888.

6.       Traðarhús - Einn af Beinteigsbæjum, byggður árið 1891 af Gústaf Árnasyni trésmið og nefndist bærin þá Ártún* Árið 1898 keypti Brynjólfur Gunnarsson bæinn og kallaði Traðarhús. Stundum uppnefnt Brynkahús.

7.       Trýni - Sama og Heiði* sjá þar.

8.       Tún - Byggt árið 1901 af Jóni Vigfússyni frá Borgarholti. Jón dó 1936 þá búsettur í Reykjavík, en jarðsettur á Stokkseyri, skammt frá sáluhliði þar sem leiði hinnar fjölkunnugu Stokkseyrar-Dísu hafði verið. Fram að því höfðu Stokkseyringar sneitt hjá að grafa lík nærri leiði Stokkseyrar-Dísu sökum hjátrúar.

9.       Túnprýði - Byggt árið 1900 af Jóni Hinrikssyni formanni frá Ranakoti.

10.   Töpp - Þurrabúð sennilega byggð eftir 1703, en fór í eiði árið 1706. Ekki er vitað um nánari staðsetningu.

11.   Unhóll - Byggður árið 1898 af Jóni Benediktssyni frá Unhól í Þykkvabæ. Þar stóð áður sjóbúð Jóns Guðmundssonar frá Gamla-Hrauni. Árið 1901 kom þangað Jón Gíslason af Þykkvabæ og lét rífa bæinn. Síðan byggði hann þar timburhús í staðinn.

12.   Unukot - Sama og Auðnukot* - sjá þar

13.   Upphleypa - Sama og Nýlenda* - sjá þar

14.   Útgarðar - Byggðir árið 1870 af Guðnýju Kjartansdóttur, ekkju Einars loftssonar í Ranakoti. Hét fyrst Móhúsarhjáleiga, en síðan um tíma Móhús. Um 1873 nefnt eða uppnefnt "Ölhóll" og síðan "Hóll". Útgarðar voru annað elsta þurrabúðarbýli sem var í byggð á 20. öld, en hitt var Móakot. Í Útgörðum bjuggu meðal annars, Guðmundur Steindórsson, Magnús Kristjánsson mormóni og Bárður Diðriksson.

15.   Varmidalur - Hét áður Aftanköld* og breytti Einar Ólafsson nafninu árið 1900. Bærinn brann í Stokkseyrarbrunanum mikla árið 1926 og var síðan byggt íbúðarhús þar eftir brunann.

16.   Vegamót - Byggt árið 1906 af Gunnari Gunnarssyni frá Byggðarhorni.

17.   Vestri-Bræðraborg - Sama og Bræðraborg I* - sjá þar

18.   Vinaminni - Byggt árið 1898 af Jóni Sturlaugssyni hafnsögumanni og bjargvætti. Nafnið er svo til komið að Jón bauð nakkrum kunningjum til sín í innfluttningspartý og stakk Ólafur kaupmaður Árnason upp á nafninu til að minnast þessa vinafundar.

19.   Þingdalur - "Íbúðarhús" byggt árið 1907 og bjó þar Edvald Möller verslunarmaður um tíma. Hús þetta var í raun skúr, eða útbygging áföst áföst við Ólafshús og nefndist síðar Helgahús* -sjá þar. [Þingdalur er gamallt örnefni á Stokkseyri og var þingstaður hins forna Stokkseyrarhrepps og sér þessari lægð engann stað framar, þar sem hún var smásaman fyllt upp fyrir húsabyggð. Síðasta uppfyllingin á dalnum eða lægðinni var þegar Alþýðuhúsið* var byggt.

20.   Þóruhús - Byggt fyrir árið 1681 og var í byggð fram um 1703. Bjó þar Þórunn Jónsdóttir ekkja, ásamt syni sínum Jóni Eyjólfssyni, síðar bónda á Syðsta-Kekki.

21.   Ölhóll - Sama og Útgarðar*

 

Heimild: Guðni jónsson magister-Bólstaðir og Búendur í Stokkseyrarhreppi 1952, Sjá einig: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3297622

02.05.2019 22:14

Þurrabúðir á Stokkseyri

1.       Beinteigur - Í eiði fyrir 1880

2.       Hvíld - í eiði fyrir 1880

3.       Hviða - Í eiði fyrir 1880

4.       Tröpp - Í eiði fyrir 1880

5.       Þóruhús - Í eiði fyrir 1708

6.       Hólahjáleiga - Í eiði fyrir 1708

7.       Keldnakotshjáleiga -Örfá ár á 18. öld.

8.       Móakot - Örfá ár á 18. öld, fer aftur í byggð á 19. öld og byggt 3. sinn um miðja 19. öld

9.       Tíðaborg - í byggð á 19. öld, en í eiði fyrir 1850

10.   Sanda - Í byggð á 19. öld, en í eiði fyrir 1850

11.   Hraukur - Í byggð á 19. öld, en í eiði fyrir 1850 - Byggt öðru sinni eftir miðja 19. öld.

12.   Kumbaravogskot - Í byggð á 19. öld, en í eiði fyrir 1850

13.   Litla-Ranakot - Í byggð um miðja 19. öld

14.   Árnatóft - Í byggð um miðja 19. öld

15.   Heiði - Í byggð um miðja 19. öld


Alla 19. öldina var íbúatala á Stokkseyri á bilinu 300-500 manns. Flestir voru Íbúar á Stokkseyri árið 1901 þá 943 en fór síðan stöðugt fækkandi fram á miðja 20. öld. Íbúatala hefur síðan verið í jafnvægi u.þ.b. 500 manns.

Heimild: Guðni Jónsson

01.05.2019 23:38

Hjáleigur á Stokkseyri

1.       Eystra (Austara) Íragerði

2.       Austur (Austari) Móhús

3.       Baugstaðahjáleiga

4.       Bergstaðir

5.       Borgarholt

6.       Brattholtshjáleiga

7.       Brautarholt

8.       Breiðamýrarholt

9.       Brú

10.   Brúarhóll

11.   Bræðratunga

12.   Baugar

13.   Dvergasteinar

14.   Efra-Ranakot

15.   Eystra - Stokkseyrarsel

16.   Eystri -Grund

17.   Eystri - Móhús

18.   Eystri - Rauðarhóll

19.   Fram-Ranakot

20.   Gata

21.   Gerðar

22.   Gerði

23.   Gljákot

24.   Grímsfjós

25.   Grjótlækur

26.   Grund

27.   Gömlufjós

28.   Heimahjáleiga

29.   Hellukot

30.   Hólahjáleiga

31.   Hóll

32.   Holtshjáleiga

33.   Hraukhlaða

34.   Hraunshlaða

35.   Hæringsstaðafjárhús (Löllukot) (Rögnvalskot)

36.   Hæringsstaðahjáleiga

37.   Hæringsstaðakot

38.   Írgerði

39.   Kaðlastaðir (Kalastaðir)

40.   Keldnakot

41.   Kotleysa (Kotsleysa)

42.   Kumbaravogur

43.   Litla-Gata

44.   Litli - Rauðarhóll

45.   Litlu-Móhús

46.   Minni-Gata (Roðgúll)

47.   Moshús

48.   Norðurhjáleiga

49.   Norðurkot

50.   Oddagarðar

51.   Ranakot

52.   Ranakot Efra

53.   Rauðarhóll

54.   Símonarhús

55.   Snorrakot

56.   Sólheimar

57.   Starkaðahús

58.   Stokkseyrar-Gerðar

59.   Stokkseyra-Hóll

60.   Stokkseyrarsel

61.   Stóra - Ranakot

62.   Stóru -Móhús

63.   Suðurhjáleiga

64.   Suðurkot

65.   Teitssel

66.   Upp-Ranakot

67.   Út-Gerðar

68.   Vatnsdalur

69.   Vestra - Íragerði

70.   Vestra-Stokkseyrarsel (Vestursel - Ytra Stokkseyrarsel))

71.   Vestri-Grund

72.   Vestri-Móhús (Vestur-Móhús)

73.   Vestri - Rauðhóll

74.   Þingholt

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229370
Samtals gestir: 29867
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 03:28:05