17.12.2019 22:00

Hús á Bakkanum - götur með tölu

Túngata 1-83 Flest hús frá 6.- 8. áratugnum s.a. Mörg með nöfnum 

Þykkvaflöt 1-9 Hús frá 9. áratugnum s.a. hús með tölu      

Hulduhóll 1-61 Hús frá 10. áratugnum s.a. til dagsins í dag. hús með tölu

Eyrargata 1-53 Hús frá 1. áratug s.a. og eldri. Öll með nöfnum.       

Merkisteinsvellir 1 -11 Hús frá 5. -7. áratugar s.a. Sum með nöfnum           

Háeyrarvellir 1-55 Hús frá 7. áratugnum s.a.hús með tölu

Bárðarbrú, hús með nöfnum  

Hjallavegur  1-2 Hús frá 5. áratugnum Með nöfnum 

Háeyrarvegur 1-5 Hús frá 8. áratug s.a.með tölu

Bakarísstígur. ein elsta gatan Hús með nöfnum         

Búðarstígur Hús með tölu      

Skúmstaðir, hús með tölu

Kirkjustræti Hluti Eyrargötu, hús með nöfnum                

Nesbrú, hús með tölu             

Hafnarbrú, hús með tölu 

17.12.2019 21:16

Hús á Bakkanum - Túnprýði

TÚNPRÝÐI eldri........1891

Túnprýði yngri.....

Bjarni[b1]  Halldórss. og Þórdís Guðjóna Jónasd.

Hörður Thorarensen og Guðrún Thorarenssen. o.fj.

?

--


 [b1]Þeirra barn var; Halldóra Bjarnadóttir (1901)

16.12.2019 23:25

Hús á Bakkanum - Valdakot

VALDAKOT

Bærinn fór í eiði 1896 (Flóagaflsbæir)

 

16.12.2019 23:23

Hús á Bakkanum - Vatnagarður

VATNAGARÐUR

Húsið var rifið eftir jarðskjálftanna 2008

Gróa Jakopsdóttir og Steinn Einarsson

um 1980 Brottflutt

16.12.2019 23:21

Hús á Bakkanum - Vegamót

VEGAMÓT........1896

Húsið vat rifið á 7. áratugnum.

Sigurður[b1]  Gíslason og Kristín Jónsdóttir

Sigurður[b2]  Þórarinsson sjómaður

Þórarinn Jónsson sjómaður

Rannveig Sigurðardóttir húsfreyja

Kolfinna Þórarinsdóttir

?

1927 - 40

1934 - 80

1950 - 91s

Sjá Bakarí   


 [b1]Þeirra börn: Gíslína (1898) og Friðrik (1900)

 [b2]Fórst í sjóslysi

16.12.2019 23:20

Hús á Bakkanum - Vinaminni

VINAMINNI

Húsið var rifið- endurbyggt

Guðríður Guðmundsdóttir

Ólöf A. Gunnarsdóttir heiðursborgari

1926 - 81s

1970 - 101s

16.12.2019 23:16

Hús á Bakkanum - Vorhús

VORHÚS


Guðmundur[b1]  Jónsson og Ingunn Sveinsdóttir

Margrét Jónsdóttir (Móðir Ingunnar)

Ingunn Sveinsdóttir

Ármann Guðmundsson kartöflubóndi

Sigurveig Jónasdóttir

Sjá Ingunn

1906 - 70 ára

1932 - 66 -

1994 - 86 -

2000 - 91s -


 [b1]Þeirra börn voru: Sigríður (1893) Guðjón (1897)  (Stúlka f. 1901?) Ármann (1908)

16.12.2019 23:15

Hús á Bakkanum - Zephyr

ZEPHYR (Leptyr).....1882

Þýðir vestanvindur

Guðmundur[b1]  Höskuldss. og Guðrún Einarsdóttir

Sigríður Guðmundsdóttir

um 1900

?


 [b1]Þeirra börn: Elías Guðmundur (1888) Valdemar Sigurjón (1890)  Ásgeir (1894)  Vilborg (1896)  Ásta (1898) Ingunn Júlía (1900) Guðmundur var bókbindari.

16.12.2019 23:12

Hús á Bakkanum - Þorvaldseyri

ÞORVALDSEYRI

Sigurður Bjarnason Ólafsson

Jenný D. Jensdóttir húsmóðir

Ólafur E. Bjarnason

Húsið er sumarhús í dag

1943 - 18 ára

1964 - 67 -

1983 - 90 -


16.12.2019 23:09

Hús á Bakkanum - Þórðarkot

ÞÓRÐARKOT

Bærinn er horfinn

Árni Eiríksson og Margrét Gísladóttir

Einar Árnason

Sigríður Árnadóttir?

Karolína Sigríður Karlsdóttir

Guðmundur Einarsson

Eiríkur Árnason bóndi

Helga Guðmundsdóttir

ca 1850

1894 ca

1896 - ?

1902 - ?

1937 - 86

1943 - 88

?

16.12.2019 23:06

Hús á Bakkanum - Ægissíða

ÆGISSÍÐA

Jón Guðmann Valdemarsson trésmiður

Stefanía Magnúsdóttir

1997 - 78

22.11.2019 21:31

Höndin dauðans hömlum í

Ungbarnadauði á Eyrarbakka 1900-1950

0-1 árs

Ár

Stúlkur

Drengir

Samtals

1900

0

2

2

1901

0

1

1

1902

2

1

3

1903

1

1

2

1904

1

1

2

1905

0

2

2

1906

0

0

0

1907

0

0

0

1908

1

3

4

1909

0

4

4

1910

1

0

1

1911

1

0

1

1912

1

2

3

1913

1

1

2

1914

0

0

0

1915

0

1

1

1916

0

0

0

1917

0

1

1

1918

0

0

0

1919

0

1

1

1920

2

1

3

1921

1

1

2

1922

1

2

3[b1] 

1923

0

0

0

1924

0

2

2

1925

0

0

0

1926

0

0

0

1927

0

0

0

1928

0

2

2

1929

1

1

2

1930

0

0

0

1931

0

0

0

1932

3

0

3

1933

1

1

2

1934

0

0

0

1935

0

2

2

1936

0

1

1

1937

0

0

0

1938

0

1

1

1939

0

0

0

1940

0

0

0

1941

0

0

0

1942

0

1

1

1943

0

0

0

1944

0

0

0

1945

0

1

1

1946

0

0

0

1947

0

0

0

1948

0

0

0

1949

0

0

0

1950

0

0

0

Samtals

18

37

55

1-7 ára

Ár

Stúlkur

Drengir

Samtals

1900

1

1

2

1901

0

1

1

1902

0

1

1

1903

0

0

0

1904

0

0

0

1905

0

1

1

1906

0

0

0

1907

0

0

0

1908

1

2

3

1909

0

0

0

1910

0

0

0

1911

0

0

0

1912

0

1

1

1913

0

0

0

1914

0

1

1

1915

1

0

1

1916

0

0

0

1917

0

0

0

1918

0

0

0

1919

0

0

0

1920

0

0

0

1921

0

0

0

1922

0

1

1

1923

0

1

1

1924

1

1

2

1925

1

0

1

1926

1

0

1

1927

0

1

1

1928

0

0

0

1929

0

0

0

1930

0

0

0

1931

0

0

0

1932

0

1

1

1933

0

0

0

1934

0

0

0

1935

0

0

0

1936

0

0

0

1937

1

1

2

1938

0

0

0

1939

0

0

0

1940

0

0

0

1941

0

0

0

1942

0

0

0

1943

0

0

0

1944

0

0

0

1945

0

0

0

1946

1

0

1

1947

0

0

0

1948

0

0

0

1949

1

0

1

1950

0

0

0

Samtals

9

14

23

Samtals 78 börn. drengir 51 Stúlkur 27


 [b1]Þríburar Bakarí

19.11.2019 22:30

Einar Jónsson brunavörður

Einar hét maður Jónsson Einarssonar bónda og Marínar Jónsdóttur í Egilsstaðakoti í Villingaholtshreppi, járnsmiður á Eyrarbakka, síðar bifreiðarstjóri í Reykjavík (f. 1887)

 

Einar bjó í Túni og var slökkviliðsstjóri á Bakkanum (1913-20 og 1925-31) og bar svo til í hans tíð stórbruni einn, (15.12.1914) er nefndur hefur verið "Igólfsbruninn" en svo hétu verslunarhúsin á Háeyri. Í kjölfar brunans sköpuðust miklar deilur milli Einars og Guðmundar Ísleifssonar á Háeyri þegar hinn síðarnefndi lét miður heppileg orð falla um tildrög brunans og vildi kenna Einari um. Varð af þessu málarekstur sem Einar vann bæði í héraði og Landsyfirrétti. En þannig voru mál með vexti að eftir að handslökkvidæla (Nú á sjóminjasafninu) barst til landsins var byggt sérstakt hús yfir hana og þann fylgibúnað sem henni fylgdi eins og fötur og slöngur. Skúrinn, sem kallaður var slökkviáhaldaskúr, var áfastur Háeyrarpakkhúsi, sem var fyrir miðju þorpsins. (Háeyrarpakkhúsið var flutt vestur í Skerjafjörð en nýr "Brunaskúr" byggður þar í staðinn. [Frystihúslóðin]) Dælan var m.a. notuð í þessum bruna og þótti reynast vel. Guðmundur hafði selt Stokkseyrarfélaginu reksturinn árið 1912 en var í húsi í eigu Jóhanns V Daníelsonar sem jafnframt var sölustjóri og leigði hann Kaupfélaginu Ingólfi  húsnæðið en hugði á að setja þar upp egin verslun í byrjun árs 1915.

Ólafi Helgasyni þá búðarmanni í versluninni var einig um kennt og sat hann í gæsluvarðhaldi um tíma vegna þess, en hann setti síðar (1920) upp verslun í Túnbergi. Þessar umkenningar urðu eins og olía á ófriðarbálið sem geysað hafði í þorpinu um skeið. [1926 brunnu öll verslunarhús kaupfélagsins Ingólfs á Stokkseyri]

Árið 1916 þann 26.janúar brann "Samúelshús" til kaldra kola, en það var læknisbústaðurinn og stendur þar nú steinsteypt hús, svonefnt "Læknishús" byggt sama ár. (Læknir var Pétur Gíslason).

Árið 1930 kviknaði í austurbænum á Litlu-Háeyri við Eyrarbakka, en þar bjó Guðjón Jónsson formaður. Brann bærinn, en innanstokksmunm var bjargað.

 Að lokum kom upp eldur í húsi Einars "Túni" og glötuðust þar fundarbækur verkalýðsfélagsins Bárunnar frá stofnun þess 1903 en Einar var virkur í verkalýðsbaráttunni á Eyrarbakka og um tíma formaður félagsins. Flutti hann til Reykjavíkur í kjölfar þess, þá orðinn ekkill.

 

 

Einar var hagmæltur og til er eftir hann lausavísa svohljóðandi:

 

Hefur Bakkur hvofta tvo

höldum fláir reynast.

Gleður fyrst og grætir svo

gröfin býður seinast.

 

Slökkvilið Eyrarbakka-slökkvistörf og stórbrunar:

1887 Veitingahúsið Ingólfur

1895 Oddstekkur

1914 Ingólfsbruninn á Háeyri

1916 Samúelshús

1926 Kaupfélagið Ingólfur Stokkseyri

1930 Litla-Háeyri Eystri

1934 Lyfjabúðin á Eyrarbakka.

1939 Brauðgerðarhúsið á Stokkseyri

1947 kaupfélagssmiðjur Selfossi

1948 Sláturhús S. Ólafssonar o.co Selfossi

1963 Braggi í Kaldaðarnesi

1966 Búðarstígur 8

1975 Veiðafærahús og Trésmiðja Eyrarbakka.

1979 Hraðfrystihús Stokkseyrar

1980 Smiðshús (Tjón takmarkað)

1982 Allabúð á Stokkseyri

1987 Saltfiskverkunarhús Meitilsins í Þorlákshöfn

1991 Götuhús á Stokkseyri

1997 Merkisteinn

2000 Alpan (Tjón var takmarkað)

Eldar höfðu margoft komið upp í húsum, byggingum og bátum á þessu tímabili, en slökkvistarf tekist. Líklega er Litla-Hraun það hús sem oftast hefir komið upp eldur. Þá hafa ýmsir kofar,skúrar og hlöður brunnið á þessu tímabili.

 

 

Heimildir:

Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. bls.Lbs. 3793, 4to

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3951842 (Ísafold)

https://baekur.is/bok/001194492/9/802/Landsyfirrettardomar_og (Bækur.is)

http://www.gopfrettir.net/gop_id/AJ_GOP/index.htm (vefsíða)

https://www.babubabu.is/brunavarnir_arnessyslu/slokkvilid_eyrar/ (Brunavarnir Árnessýslu)

http://eyrarbakkinews.blogspot.com/2017/04/vagnstjori-verur-bilstjori.html (vefsíða)

http://www.brim.123.is/blog/yearmonth/2013/12/ (Brim á Bakkanum)

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1113705 (Tímarit.is)

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2272605 (Tímarit.is)

Skrár - Brim á Bakkanum - 123.is

 Bruni Kaupfélagsinns Ingólfs 1914 - 123.is

17.11.2019 22:39

Jón í Simbakoti og bókakistan góða

Óseyrarnes á 19 öld

Jón hét maður og var Jónsson, Jónssonar bónda og formanns á Óseyrarnesi [Bær sá stóð út við Ölfusárósa og var ferjustaður yfir ána.] Ólöf hét móðir hans Þorkelsdóttir frá Simbakoti á Eyrarbakka. Jón ólst upp á Óseyrarnesi við þau handtök sem þá tíðkuðust til sjós og lands. Tvítugur að aldri tók hann til pjökkur sínar og flutti sig í Simbakot á Eyrarbakka þar sem hann gerðist húsmaður og átti heima lengst af síðan. Jón dó 1912 í Einarshöfn, 78 ára að aldri, (f. 1834) þurfamaður ókvæntur og barnlaus. Jón var lítill vexti og vel að sér, hagur og stilltur.

 Ósyrarnes á 20. öld

 

Foreldrar Jóns voru vel efnuð, en hann fékk í arf að þeim liðnum, hlut í jörðinni Óseyrarnesi sem hann hélt síðar í makaskiptum fyrir Eystri-Þurá í Ölfusi. Undir það síðasta var Jón nær félaus orðinn. Um skeið á sínum yngri árum var Jón bóndi í Simbakoti og formaður allengi í Þorlákshöfn á skipi er Farsæll hét og hann gerði út þar.

 

Jón var fróður svo mjög að enginn jafningi hans hafi verið á Eyrarbakka á þeirri tíð og þó svo víðar væri leitað. Hann safnaði ógrynni af bókum og handritum. Oft á tíðum hélt hann úti skrifara til að eftirrita handrit sem hann hafi fengið lánuð í þessu skyni. Fólk kom títt á bókasafn Jóns og fékk bækur að láni og svo fór eftir fráfall hans að þetta mikla safn tvístraðist og sumt tapaðist áður í útlánum. Eina stóra kistu átti Jón og fulla af bókum, Þessi kista ásamt bókum og persónulegum eigum fóru á uppoð við verslunarhús Heklu 21.oktober 1912 og voru margir mættir þar til að bjóða í.

 

Sængurföt hans voru sleginn á kr. 19.80au. Fatnaður á kr. 6 Olíumaskína (prímus) á 45au. lífband (notað vegna kvislits) á kr.1 eða samtals 27kr og 25aurar. Lauk þar fyrri hluta uppboðsins, en þá kom röðin að bókunum og kistunni. Í kistunni voru sagðar vera 177 bækur og voru boðnar upp í 88 númerum og slegnar á samtals 177kr. og 65 aura. Þá kom röðin að sjálfri kistunni stóru og var hæsta boð 2kr. og 60 aurar. Samtals kr. 207.50 fyrir allar eigur Jóns.

 

Hér fer upptalning þeirra sem fengu slegnar bækur á þessu merkilega uppboði.

Nafn

Bækur

Kr.,au.

Árni Árnason í Stíghúsi Eyrarbakka, þurrabúðarmaður

2

1,50

Árni Helgason bóndi á Garðsstööum á Stokkseyri

10

17,80

Einar Jónsson járnsmiður á Eyrarbakka

4

4,40

Eiríkur Árnason bóndi í Þórðarkoti á Eyrarbakka

2

1,00

Friðrik Sigurðsson formaður í Hafiiðakoti á Stokkseyri

6

5,60

Guðmundur Hanncsson bóndi í Jórvík í Flóa

6

6,30

Guðmundur Höskuldsson bókbindari í Zephyr á Eyrarbakka

2

0,10

Guðmundur Jónsson oddviti í Einarshúsi á Eyrarbakka

7

8,20

Hannes Jónsson bóndi á Stóru-Reykjum í Hraunhreppi

8

8,70

Jóhann V. Daníelsson verslunarstjóri í Haga á Eyrarbakka

2

1,90

Jóhannes Jónsson borgari í Merkisteini á Eyrarbakka

6

5,00

Jón Helgason prentari í Samúelshúsi á Eyrarbakka

14

9,80

Jón Ólafsson vinnumaður í Foki á Stokkseyri

9

11,10

Jón Sigurðsson í Kaldaðarnesi í Flóa

5

6,90

Karl H. Bjarnason prentari í Nýjabæ á Eyrarbakka

6

6,90

Karl G. á Gamla-Hrauni á Stokkseyri

4

6,20

Kjartan Guðmundsson ljósmyndari á Eyrarbakka

6

14,20

Kristinn Þórarinsson bóndi í Naustakoti á Eyrabakka

6

8,20

Magnús Magnússon yngri í Nýjabæ á Eyrarbakka

14

11,50

Maríus Ólafsson í Sandprýði á Eyrarbakka

19

12,80

Sigurður Magnússon smiður á Baugsstöðum

2

3,80

Sigurður Þorvaldsson í Samúelshúsi á Eyrarbakka

5

3,10

Tómas Vigfússon formaður í Garðbæ á Eyrarbakka

2

1,60

Vilhjálmur Einarsson bóndi í Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi

6

5,30

Þorbergur Magnússon í Nýjabæ á Eyrarbakka

2

1,00

Þorbjörn Einar Guðmundsson í Einkofa á Eyrarbakka

2

1,10

Þórður Jónsson verslunarmaður á Stokkseyri

12

7,40

Þorkell Þorkelsson vinnumaður á Gamla-Hrauni

8

6,20

 

En kistan góða var sleginn Gísla Eiríkssyni frá Bitru í Flóa, þá smiður á Eyrarakka.

Segir nú ekki af kistunni í bili, en hugum nú að innihaldinu: Eitthvað af handritunum sem Jón lét skrifa voru að tínast á Landsbókasafnið allar götur síðan 1913, en það var Jón Sigurðsson í Kaldaðarnesi sem fyrstur reið á vaðið með þessi skil en síðan skiluðust hvert af öðru næstu rúm 70 árin, eða samtals 20 handrit, en talið er að handritin hafi numið nokkrum tugum eða þriðjungur þessara 177 bóka.

Skrifarar Jóns hafa þó vart tekið mikið fyrir sinn snúð, því auðmaður var hann ekki talinn og hefur það því líkast til helgast meira af greiðvikni.

 

Hér upptaldir nokkrir af skrifurum Jóns:

Eiríkur Pálsson í Simbakoti

2 kver og hlut í fjórum

Ólafur Sigurðsson í Naustakoti

2 kver og hlut í tveimur

Þorsteinn Halldórsson á Litlu-Háeyri

5 kver

Magnús Teitsson formaður í Garðbæ og á Brún á Stokkseyri

1 kver og hlut í tveimur

Gunnar Jónsson í Langholti í Meðallandi

Hlut í þremur kverum

Páll Guðmundsson frá Strönd í Meðallandi

Hlut í tveimur kverum

Ólafur Bjarnason á Steinum í Leiru

1 kver

Eyjólfur Sigurðsson á Kaðlastöðum á Stokkseyri,

Hlut í einu kveri

Guðmundur Jónsson frá Sölvholti í Hraungerðishreppi,

Hlut í einu kveri

Hjörleifur Steindórsson söðlasmiður á Eyrarbakka

Hlut í einu kveri

Sigurður Gíslason smiður í Eyvakoti á Eyrarbakka

Hlut í einu kveri

 

Hér eru upptaldar nokkrir titlar af eftirritunum í safni Jóns:

Sagan af Agnari kóngi Hróarssyni

Sagan af Goðleifi prúða

Sagan af Cyrusi Persakeisara

Sagan af Hektor og köppum hans

Sagan af Dínusi drambláta

Sagan af Knúti kappsama og Regin ráðuga

Sagan af Elís og Rósamundu

Sagan af Rémundi keisarasyni

Sagan af Flóvent Frakkakonungi,

Sagan af Sigurði turnara

Sagan af Geirmundi og Gosiló,

Sagan af Vilhjálmi sjóð

Sagan af Blómsturvallaköppum

Sagan af Sigurði kóngi og Smáfríði

Sagan af Fóstbræðrum

Rímur af Artimundi Úlfarssyni

Sagan af Flórusi kóngi og sonum hans

Rímur af Kiða-Þorbirni

Sagan af Haraldi Hringsbana

Kvæði af Alexander blinda

Sagan af Nikulási leikari

Þýskalandskvæði

Sagan af Sigurði Friggufóstra

 

 

Kver þessi eru innbundinn en ekki er vitað hverja hann hafi fengið til þess, en samtíða honum á Eyrarbakka voru kunnáttumenn  eins og t.d. Guðmundur Höskuldsson bókb. í Zephyr.

 

En víkjum nú að kistunni, því spurning hvort hér sé kominn kista Vigfúsar Halldórsonar bónda í Simbakoti á Eyrarbakka er hann keypti á uppboði í maímánuði 1888, eftir Hjört bónda Þorkelsson á Bolafæti i Ytrihrepp. Kistu þessa ætlaði hann að höggva í eldinn, árið 1890. Hann byrjaði á þeim enda kistunnar, sem handraðinn var í og þá varð hann þess var, að nokkrir peningar hrundu úr leynihólfi, sem var innan á kistugaflinum undir handraðanum. Þegar hann fór að aðgæta þetta betur, fann hann þar peningapoka með 79 spesíum 42 ríkisdölum einum fírskilding og einum túskilding. Leynihólf þetta var fyrir öllum gafli kistunnar, frá handraða niður að botni og út til beggja hliða. Peningunum var raðað í pokann þannig, að þrír og þrír voru hver við hliðina á öðrum. Pokinn var úr lérefti og var saumaður í gegn milli hverra raða, svo ekki gat hringlað neitt í þeim. Hann fyllti einnig mátulega út i allt hólfið. 27 spesíurnar voru frá ríkisstjórnarárum Kristjáns VII.; 48 frá ríkisstjórnarárum Friðriks VI. og tvær frá ríkisstjórnarárum Kristjáns VIII. - Elsta spesían hefir verið slegin árið 1787, sú yngsta 1840. Yngsti ríkisdalurinn 1842, og fírskildingurinn 1836 og túskildingurinn 1654. Allir peningarnir vógu 6 pund. Hvort Vigfús hafi að lokum höggvið kistu sína í eldinn, eða hún gengið í endurnýjun lífdaga er óvíst, en þó ekki útilokað. En fróðlegt væri að vita hvort kista sú sem Gísli Eiríkson keypti á uppboðinu ætti sér lengri sögu.

 

Heimildir: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur, 12. árgangur ...

 

Annað: Google "Jón í Simbakoti" - bækur.is

01.11.2019 22:58

Hafísárið 1881 á Eyrarbakka

Mikinn hafís rak að ströndinni á Eyrarbakka 12. febrúar 1881 og skóf allt þang af skerjunum. Gerði þá góðar sölvatekjur um sumarið, segir í annálum. Árið eftir var eitt af mestu kreppu og harðindaárum sem dunið höfðu yfir þjóðina fram til þess tíma. Hafísar og gríðarlegur snjóbylur lagði norðurland í heljargreipar um vorið, tepti siglingar og veiðar. Ótíðin olli einig miklum fjárskaða og öðrum búsifjum. Þá gengu mislingar yfir landið og varð 1.600 manns að aldurtila. Skaði af atvinnumissi var gríðalegur og fóðurskortur  bæði fénaðar og fólks mikill. Landflótti brast á í kjölfarið og fóru margir vestur um haf. Nágranaþjóðirnar komu til hjálpar og sendu nokkra skipsfarma af matvælum til sveltandi íslendinga.

Á sama tíma stóð Eyrarbakki vel að vígi og uppgángur í þorpinu. Um vorið var allgóður afli bæði á Eyrarbakka, í Þorlákshöfn og fyrir Loptsstaðasandi; hélst aflatíð þessi allan júlímánuð og voru orðnir háir hlutir manna í kauptíð. Þá var Assistentahúsið í byggingu (Vesturálma Hússins)

Á þessum árum fæddust nokkrir forustumenn og konur. m.a. Þorleifur Guðmundsson alþ.m. Stóru Háeyri,  Hjónin Rannveig Jónsdóttir frá Litlu Háeyri og Guðfinnur Þórarinsson formaður á Eyri.

Sjá ennfremur tíðarfar á Eyrarbakka 1881: http://brim.123.is/blog/2007/02/22/82933/
Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 444
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 378473
Samtals gestir: 42916
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 08:30:26