Flokkur: Sögur

06.09.2022 20:31

Álfkonan í Skollhól

slenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason
 
 

Á Eyrarbakka í Árnessýslu er kot nokkurt sem kallað er Eyfakot. Kot þetta er skammt fyrir sunnan og austan íbúðarhús Bakkakaupmannsins þar sem það er nú, en fyrir norðan það og þó heldur til austurs er dæl ein sem kölluð er Hjalladæl. Hún verður svo lítil á sumrum að hana þurrkar því nær upp ef þerrar ganga lengi með sólbakstri. Norðan- og austanvert við dæl þessa er hraunbelti lítið sem nefnt er Hjallahraun. Í hrauni þessu er hóll einn grasi vaxinn að mestu og heitir hann Skollhóll.

Í elztu manna minnum sem nú lifa bjó kona ein öldruð mjög í Eyfakoti er Guðrún hét. Hún átti son einn stálpaðan hér um bil tólf eða fjórtán vetra. Drengur þessi var mikill fyrir sér, ódæll og ógegninn móður sinni. Hann tamdi sér það eitthvert sumar að ganga norður fyrir Hjalladæl og norður á Skollhól; lét hann þar öllum illum látum, hafði í frammi galsa mikinn, hark og háreysti eða hann henti steinum ýmist ofan af hólnum eða upp á hann og utan í hann. Það var og stundum að hann fleygði sér niður í hraungjóturnar utan í hólnum þegar hann var orðinn þreyttur á þessum ógangi og óraspreng.

Þegar þessu hafði fram farið um hríð dreymir móður hans einhverja nótt um sumarið að henni þykir kona koma til sín og biðja sig að hamla syni sínum frá að leggja leiðir sínar norður á Skollhól og enn heldur að sjá svo fyrir að hann hafi þar ekki í frammi ógang þann er hann hafi tamið sér þar um hríð þar sem hann hafi bæði brotið fyrir sér glugga og mölvað fyrir sér klápa og kirnur með grjótkasti og þar á ofan gagnist sér ekki að elda neitt fyrir moldkastinu úr honum. Hún lyktar með því ræðu sína að ef drengurinn haldi teknum hætti um athæfi sitt skuli hann sjálfan sig fyrir hitta. Að svo mæltu hverfur hún frá Guðrúnu.

Um morguninn vandar Guðrún við son sinn um athæfi hans að undanförnu á Skollhól og leggur ríkt á við hann að koma þar ekki framar þar eð mikið muni við liggja og þó mest fyrir sjálfan hann ef hann hlýddi ekki boði sínu. Ekki er þess getið að hann héti móður sinni neinu góðu um það, en hitt er víst að hann mundi skamma stund skipan hennar því fám dögum síðar en Guðrún hafði vandað um þetta við hann fannst hann dauður norður á Skollhól og var nálega brotið í honum hvert bein, og er það trú manna að kona sú er móður hans dreymdi litlu áður hafi átt byggð í hólnum og látið nú drenginn grimmilega gjalda gáska síns.

Wikiheimild.

21.03.2021 01:21

Um Kambsránid

Hid svonefnda Kambsmál var fyrirtekid í Landsyfirrétti árid 1844. Höfdad gegn Sigurdi Gottvinssyni, Jóni Geirmundssyni og þeim brædrum, Jóni Kolbeinssyni og Haflida Kolbeinssyni fyrir húsbrot og rán. Vid rannsókn málsinns féll einnig grunur á 26 adra menn og sumir þeirra uppvísir ad þjófnadi og ödrum afbrotum.

Rán þad er ádur er getid var framid á bænum Kambi í Flóa 9. Febrúar árid 1827 og þótti mikid illvirki. Þá um nóttina komu ádurnefndir ránsmenn ad Kambi og voru þeir flestir skinnklæddir sem algengt var um sjómenn og höfdu dulur fyrir höfdi og andlitum. Foringi þeirra Sigurdur Gottvinsson var útbúinn med langt og oddhvast saxi ef til þyrfti ad taka. Þad var hid versta illvidri er þeir félagar lögdu upp í ferd sína og komu þeir ad bænum laust um midnætti og brutu upp dyrnar. Fólk var í fasta svefni, Hjörtur Jónsson bóndi og vinnukonur hans tvær (Gudrún hét önur) og 6 ára barn. Ránsmenn gengu ad rekkjum og gripu heimafólkid nakid og færdu nidur á gólf og bundu þau bædi á höndum og fótum. Dysjudu þau þar á gólfinu undir reidingi, sængurfötum, kvarnarstokki, kistu og ödru þvílíku sem þeir þrifu til í myrkrinu. Næst brutu þeir upp kistur og kistla sem peningar voru geymdir í og hótudu ad skera Hjört á háls ef hann segdi ekki til allra fjármuna sinna. Þá er þeir böfdu rænt meira en 1000 dali í peningum og annad verdmæti hurfu þeir á brott og skildu fólkid eftir bundid undir dysinni sem ádur er getid. Sigurdur foringi ránsmanna vildi brenna bæinn, en hinir löttu hann til þess og fóru þeir vid svo búid.

Rannsókn og þinghald stód í 98 daga, en talid var ad þjófafélag þetta hafi stundad rán og gripdeildir vída um sýslunna. Þetta mál þótti hid stórkostlegasta sem komid hafdi upp frá byrjun 18. aldar. Þó svo dómarar og sækjandi eignudu sér mestann heidur af lausn málsins, þá átti Þurídur formadur í Hraunshvefi ekki síst heidur skilid fyrir ad koma upp um þjófafélagid, en hún þekkti prjónamunstrid á vettlingum sem einn ránsmanna hafdi hnupplad í ráninu og lét yfirvöld vita af grunsemdum sínum.

Landsyfirréttur dæmdi í málinu 7. júlí 1828 þannig: Sigurdur Gottvinsson  skal hýdast vid staur 27 vandarhöggum og þrælka ævilangt í festingu undir strangri vöktun. Þeir brædur Jón og Haflidi og Jón Geirmunds skildu einig  hídast vid staur og þrælka ævilangt í festingu. Þurftu þeir og ad greida málskostnad og skadabætur. Um afdrif þeirra í refsivistinni á Brimarhólmi er skemst frá ad segja ad Haflidi var sá eini sem sneri aftur af þeim félögum, en hann druknadi í sjóródri ári eftir heimkomuna.

Grunadir medlimir þjófafélagsins: Jón Gottvinsson yngri á Forsæti fékk 3x27 vandarhögg. Einar Jónsson á Skúmstödum fékk 2x27 vandarhögg. Snorri Geirmundsson á Litla-Hrauni fékk 27 vandarhögg. Þau sem voru adeins dæmd til greidslu málskostnadar voru, Gottvin Jónsson á Baugstödum, Ólafur Stefánsson á Nedri-Hömrum, Markús Gíslason á Steinsholti, Valgerdur Jónsdóttir á Steinsholti, Kristín Gunnlaugsdóttir í Steinsholti, Gudmundur Þorláksson á Efri-Hömrum, Eiríkur Snorrason á Hólum, Teitur Helgason á Skúmstödum, Helga Ólafsdóttir á Efri-Hömrum, Vilborg Jónsdóttir á Leidólfsstödum, Árni Eyjólfsson á Stödlakoti, Þorleifur Kolbeinsson á Stéttum, Páll Haflidason á Skúmstödum, Jón Halldórsson og Þorvaldur Gunnlaugsson á Gróf. Þau sem hlutu alfarid síknu voru, Gudbjörg Gottvinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir á Baugstödum, Gudrún Jónsdóttir á Hólum, Kristín Hannesdóttir á Stéttum. Gunnhildur Eyjólfsdóttir á Stóra-Hrauni og Gudbjörg Kolbeinsdóttir á Eyrarbakka.

Ekkert fangelsi var á íslandi á þessum tíma og voru fangarnir vistadir á ýmsum stödum þar til var dæmt í málinu og þeir fluttir til afplánunar í Kaupmannahöfn. Sigurdur Gottvinsson var í Hjálmholti. Jón Geirmundsson var á Stóra-Ármóti. Jón Kolbeinsson var í Bár. Haflidi var í Langholti.

 Sjá einnig: Eyrarbakkaþjófnadurinn 1886 Kambsránid 1827 Rán og rupl í Raudubúd Fjársjóður Hafliða


18.03.2017 17:45

Karfi í hvert mál

Um þorrakomu 1653 rak mikinn karfa austan með, á Eyrarbakka og Hafnarskeiði, svo hann var seldur upp um sveitina, hundraðið á fimm alnir, og var stórt gagn þeim sveitum. Á Háeyri á Eyrarbakka báru 2 menn á lítilli stundu úr flæðarmáli og upp á meginland 16 hundruð karfa, og höfðu helming þar af fyrir ómakið. - Þar var þriggja stafgólfa grindarhús fullt yfir bita milli gafls og gáttar með karfakös (skemmdist þó ei, vegna kælu og frosta). Þar af var mestu burt lógað á hálfum öðrum mánuði, ókeypis flestum, eftir skipun Rannveigar Jónsdóttur á Háeyri, af meðaumkun við fátæka og þurfandi, sem þá voru margir. - (Fitjaann.)

17.06.2016 17:39

Vesturbakkinn- Skúmstaðir

Vesturbakkinn hafði öldum saman verið miðstöð siglinga, verslunar og menningar á Suðurlandi í bland við landbúnað og fiskveiðar. Þar stóðu Vesturbúðirnar frá 1755 til 1950. Húsið frá 1765 og Kirkjan frá 1890 eru nú hin mesta menningararfleið sem prýða Vesturbakkann ásamt fjölda gamalla húsa.

 

Uppruni örnefnisins "Skúmstaðir" er óþekkt, en gæti dregið nafn sitt af því náttúrufyrirbæri þegar "skúm" dregst þar í fjöruna á heitum dögum með hafgolunni. Á Skúmstöðum hafði löngum verið smá þorp torfbæja, allt frá ómunatíð en ekkert er vitað um ábúendur fyr en jörðin kemst í eigu Skálholtsbiskupa á 16. öld, en Oddur Grímsson og Gyðríður Gestsdóttir sátu jörðina árið 1540 og Magnús Sveinbjörnsson bjó þar samtímis. (Oddur var faðir Odds í Nesi lögréttumanns í Árnesþingi.)  Skúmstaðarbændur höfðu allmikil völd í gegnum vinfengi við Skálholtsbiskupa, svo sem  Árni Pálsson og Ásta Sigurðardóttir til 1678 og Bjarni Árnason og Valgerður Eyjólfsdóttir til 1704. Á þessum árum var allmikil uppbygging að Skúmstöðum, einkum í tíð Gottskálks Oddsonar um 1681 er hafði þar byggingaleyfi og Sigurðar lóðs Jónssonar um sama leiti. Þá var danska verslunin flutt af Einarshöfn og á Skúmstaði, eftir stórflóðið 1653 ásamt Einarshafnarbæjum. Uppbyggingin hélt áfram í tíð Tómasar smiðs Þorsteinssonar og Þórdísar Bjarnadóttur til 1754, en hús hans þóttu í meira lagi og árið 1755 reis fyrsti hluti hinna nefndu "Vesturbúða" og smátt og smátt viku torfbæirnir fyrir nýjum timburhúsum. Núverandi mynd Skúmstaða er að mestu tilkomin um og eftir aldamótin 1900, en elstu húsin sem staðist hafa tímanns tönn eru Húsið byggt 1765, Kirkjuhús 1879, Assistenthúsið 1883 og Bakaríið 1884 en u.þ.b. 10 - 12 hús standa byggð fyrir 1900. Árið 1816 bjuggu um 100 manns á Vesturbakkanum en um 170 á Austurbakkanum. Af merkisfólki úr Skúmstaðahverfi væri helst að nefna Einar Hansen kaupmann í Húsinu sem árið 1789 var talinn ríkastur Eyrbekkinga. Lambert kaupmaður Lambertsson kaupmanns um 1833. (Hann hafði 10 manns í heimili) Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri og kona hans Sylvía og dóttir hennar Eugenía Nielsen og dætur hennar Guðmunda og Karen. J.A. Lefolii sem var skrifaður fyrir Skúmstaða og Einarshafnarjörðum fram til 1911, dvaldi oft sumarlangt en hann bjó í danmörku.  Um 1930 voru Skúmstaðir komnir undir Landsbankann og færðist síðan undir Eyrarbakkahrepp. Á síðari tímum voru helst nafntogaðir á Vesturbakkanum að öðrum ólöstuðum, þeir grannar, Vigfús Jónsson oddviti í Garðbæ, Guðlaugur kaupmaður í Sjónarhól og Hjörtur hreppstjóri í Káragerði.

 

Ábúendatal Skúmstaðir frá 1540 - 1930:

Oddur Grímsson og Gyðríður Gestsdóttir um 1540. (Magnús Sveinbjörnsson samtímis)

Þórður Ormsson 1616-1617.

Jón Guðnýjarson (Guðný dóttir hans) 1621.

Sveinbjörn Geirmundsson og Ingunn Gísladóttir til1635. (Ingunn var áður í tygjum við Kvæða-Eyjólf. Sveinbjörn leyfði flutning Einarshafnarbæja á Skúmstaði.)

Ormur Jónsson og Guðrún Sveinbjarnardóttir til 1665. (á hálfri jörðinni)

Árni Pálsson og Ásta Sigurðardóttir til 1678. Árni naut vinfengis við Skálholtsbiskupa þá Brynjólf og þórð og hafði umboð þeirra fyrir öllum reka á Eyrarbakka og víðar.

Bjarni Árnason og Valgerður Eyjólfsdóttir til 1704. Bjarni var einnig í vinfengi við þá biskupa Brynjólf og þórð og hlaut mikil völd.

Gottskálk Oddson var þar einnig um 1681 og hafði þar byggingaleyfi.

Jón Ormsson og Guðrúnar og Ástríður Snorradóttir á svipuðum tíma.

Ástríður Snorradóttir ekkja til 1688. (Þá ráðstafar biskup hennar parti.)

Sigurður lóðs Jónsson fékk byggingabréf á Skúmstöðum þetta ár.

Guðmundur Lafranzson og Guðrún Eyjólfsdóttir um 1703. (hjá Garðinum-hjáleiga) Þá eru í Skúmstaðaþorpinu 30 kýr. (Háeyrarhverfi 41 kýr á sama tíma)

Valgerður Eyjólfsdóttir ekkja til 1714. (afsalar þá ábúð til Bjarna Jónssonar)

Bjarni Jónsson og Þórdís Snorradóttir til 1747.

Tómas smiður Þorsteinsson og Þórdís Bjarnadóttir um 1754, en þá verður hún ekkja. (Tómas gerði út áttæring og hús hans þóttu í meira lagi.)

Magnús hreppstjóri Bjarnason Jónssonar til 1781. Hann hafði 11 hjáleigumenn, 13 húsmenn, en undir hans stjórn samtals 153 menn.(59 á Skúmstöðum, 8 í Einarshöfn og 85 á Háeyri)

(Á árunum 1748-1773 höfði nokkrir afnot af jarðarpörtum:

Sigríður Álfsdóttir, Filippus Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Jens Lassen kaupmaður Húsinu, Brynjólfur Klemensson, Símon Eyjólfssonar sterka, Haagen verslunarmaður.)

Húsið: D.KR. Petersen kaupmaður 1788-1795 eða lengur. (Hann hafði tvo róðrabáta og 20 manns í heimili, og talsvert bú.)

Haagen Möller beykir og Hallgerður Jónsdóttir til 1804. (Þau missi nær aleiguna í flóðinu mikla 1799) Gunnar Jónsson er á Skúmstöðum samtímis.

Kristján Berger verslunarþjónn og Jarþrúður Magnúsdóttir samtímis.(og síðar í Garðinum)

Jón lóðs Bjarnason frá 1793. (Byggði laglegan bæ á Skúmstöðum)

Bjarni hreppstjóri Jónssonar lóðs til 1804 ásamt Kristjáni Berger og Haagen Möller.

Húsið : Einar Hannsen kaupmaður til 1817. (talinn ríkastur Eyrbakkinga 1798)

Maddama Pedersen 1815.

Húsið: Níls Lambertsen kaupmaður og Birgitta Guðmundsdóttir til 1822 (hafði talsvert bú. 1 mann á Skúmstöðum, 5 kýr, 159 fjár, og 13 hross. Að auki 4 róðraskip átta og tíuæringa og 2 báta fjögra og sex æringa) Kálgarður var, eins og við flesta bæi og hús. (Ekki þótti Nils vel liðinn.)

Fr. Kr. Hólm verslunarþjónn til 1819.

Birgitta Guðmundsdóttir ekkja á Skúmstöðum til 1827.

Filippus Þorkellsson og Guðný Teitsdóttir til 1855.

Ólafur Nikulásson og Ingibjörg (laundóttir Sveins Sigurðarsonar verslunarstjóra) til 1847

Þorleifur Kolbeinsson 1826, síðar Háeyri.

Erlendur Jónsson húsmaður og Guðrún Guðmundsdóttir 1829.

Teitur lóðs Helgason og Sigríður Sigurðardóttir 1826-1834, einnig í Einarshöfn.

Sigurður sakamaður Jónsson 1838. (Bú hans stórt og mikið gert upptækt.)

Húsið: Lambert kaupmaður Lambertsson kaupmanns um 1833. (10 manns í heimili og talsvert bú í Garðinum, sem var hluti af Skúmstaðatorfunni)

Sigurður Sívertsen verslunarstjóri á svipuðum tíma. (var einnig með stórt bú í Garðinum)

Þá voru einnig með jarðaafnot, Oddur Halldórsson og Einar Loftsson,

Vigfús Helgason og Sigríður eldri Brynjólfsdóttir til 1867.

Oddur Snorrason frá Gaulverjabæ og bústýra Soffía Friðfinnsdóttir 1846.

Jón Jónsson frá Vindheimum Ölf. og Guðrún Jónsdóttir 1844-1871. (kv. síðar Guðríði ekkju Bjarnadóttur frá Háeyri) Lítið bú.

Jón Jónsson frá Stk. og Ragnheiður Vernharðsdóttir til 1871. Lítið bú.

Brynjólfur Bjarnason og Sigríður Eiríksdóttir prestsekkja um 1857.

Teitur Teitssonar í Einarshöfn Helgasonar og Hólmfríður Vernharðsdóttir um 1866 og síðar í Einarshöfn. Fóru til Ameríku 1873.

Sigríður Brynjólfsdóttir ekkja Vigfúsar um 1873.

Gísli Einarsson frá Hólum og Guðný Jónsdóttir um 1869.

Jón Ormssonar í Einarshöfn til 1879. (forfaðir Norðurkots-fólksinns)

Jón snikkari Þórhallsson frá Vogsósum og þórunn Gísladóttir um 1870, þó ekki talinn hafa ábúð.

Magnús lóðs Ormssonar í Einarshöfn og Gróa Jónsdóttir um 1871.

Jón Stefánsson og Sigríður Vigfúsdóttir til 1875.

Húsið: Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri. Hélt Skúmstaði alla til 1897.

Húsið: Pétur Níelsen, verslunarstjóri hélt Skúmstaði til 1910.

J.A. Lefolii stórkaupmaður telst skrifaður fyrir Skúmstaða og Einarshafnarjörðum 1911. en er ekki búandi hér.

Húsið: Jens D Nielsen verslunarstjóri til 1919.

Guðmundur Guðmundsson kaupfélagsstjóri og Ragnheiður Björgvnsdóttir 1926 í Garði.

Þorleifur þingmaður Guðmundsson frá Háeyri og Hansína Sigurðardóttir í Garði til 1930. Þá voru Skúmstaðir komnir undir landsbankann.

Jón Íshúsvörður Stefánsson og Hansína Jóhannsdóttir nutu einhvers afraksturs af landinu í tíð Kaupfélags Árnesinga. Jörðin féll síðan undir Eyrarbakkahrepp.

 

Fólk kom víða að einkum úr sunnlenskum sveitum á 18 og 19 öld og settust að á Vesturbakkanum. t.d. Nikulás Þorsteinsson á Skúmstöðum 2 er kom frá Hrífunesi í Skaftártungu með börn sín Jón og Sesselju. Filippus Þorkellsson úr Hraungerðishrepp og hans kona Guðrún Teitsdóttir frá Skálmabæ í Leiðarvallahreppi. Börn þeirra voru Hjálmar, Gróa og Sesselja.

Árið 1816 áttu 21 einstaklingur heima í Kaupmanns og Assistenthúsi (Húsið). Þá bjuggu þar Cristian Fredric Holm factor frá Rudköbing á Fjóni og kona hans Frederikke Lovisa Holm frá Eskifirði. Börn þeirra Jacobina Cristiane Holm, Frederikke Holm, Hans Wolrath Holm, Jacob Holm, Frederik Cristian Holm, Wolrath Cristian Holm. Ekkjan Elisabeth Marie G Petersen og sonur hennar Wilhelm Andres Petersen. Vinnukonurnar Ingveldur Þorkellsdóttir frá Kökki og Margrét Þorsteinsdóttir frá Vaðlakoti, og vinnumenn Ari Jónsson frá Stokkseyri og Einar Jónsson Hallvarðssonar frá Vífilstöðum. Verslunarmennirnir Sigurður Sívertsen frá Gróttu og Eiríkur Sverrisson af Síðu. Í Assistent húsinu bjuggu á sama tíma Hans Símon Hansen assistent frá Reykjavík og kona hans Marie Hansen frá Eyrarbakka. Fósturbarn þeirra Einar Pedersen Hansen og jómfrú Inger Margrete Hansen og vinnukonan Þorbjörg Hannesdóttir frá Eyrarbakka.

 

Skamt frá þessu auðmannahúsi stendur annað er Norðurkot heitir, þá torfbær  og voru fátækt og sjálfsbjörg þar í ráðuneyti. Þar bjuggu Jón Geirmundsson frá Götu og Halla Jónsdóttir frá Syðri Gengishólum með niðursetninginn Guðrúnu Jónsdóttur og börn þeirra Sigríði og Sigurð ásamt vikapiltinum Snorra Geirmundssyni, bróðir Jóns.

 

Jón þessi var nokkuð séður, en hann keypti aflóga húðjálka til slátrunar fyrir lítið sem ekkert og seldi síðan af þeim kjötið, en reyktar hrossalappirnar seldi hann fátækum fyrir slikk. Kölluðu gárungarnir því fyrirtæki þetta "Skankaveldi", en af þessu efnaðist hann nokkuð. Jón hafði reikning í Eyrarbakkaverslun er hann tók út á ýmsan búðarvarning og seldi svo dýrar á vetrum þegar vöruskortur gerði vart við sig eins og aðrir smáhönlarar þess tíma. Sumt af því sem var til sölu í "Skankaveldi" var talið illa fengið, en Jón var kenndur við þjófafélag nokkurt er í voru Snorri Geirmundsson lausamaður og Páll Hafliðason tómthúsmaður á Skúmstöðum, en þeir voru grunaðir um að sækja sér varning í verslunina að næturlagi.

Fyrri kona Jóns hét Halla dóttir Jóns-lána. Hún þótti forkunnar fríð og efnileg. Gerði hún sér gjarnan dælt við Sigurð stúdent Sívertsen er þá var við Eyrarbakkaverslun, en þó í mesta sakleysi. Jón var hinsvegar afbrigðissamur mjög og er hann gallt líku líkt með Gróu Jónsdóttur vinnukonu á Skúmstöðum leiddi það til óléttu. Það var til þess að Halla gekk frá honum og fór til Sigurðar stúdents sem hún giftist síðar. Jóni varð svo um þennan eftirmála að hann lokaði sig inni, bar grjót fyrir hurð og kveikti í kotinu. Menn sáu reykinn stíga upp, en komust eigi inn fyrr en Eiríkur Sverrisson kom á staðinn. Hann var tveggja manna maki að afli og hljóp hann á hurðina sem brotnaði í spón. Tókst þá að bjarga Jóni er nær var andaður og lá hann lengi á eftir. Um þennan atburð var ort vísa:

 

Heiftin geisar hart um torg,

herðir kölski ganginn.

Skankaveldis brunnin borg,

buðlung hennar fanginn.

03.05.2016 23:47

Staldrað við í Hraunshverfi

Horn heitir þessi tóft í Hraunshverfi og stendur vestan við Gamla-Hraun á vesturhluta túnsins. Tóftin sem og aðrar í nágreninu minna á að á þessum slóðum var nokkur byggð svokallaðra "Tómthúsa" en þar bjó svo nefnt tómthúsfólk fyr á tímum. Þessir torfkofar voru jafnan byggðir af vanefnum og þóttu litlar gersemar á þeim tíma og lengi síðar, og hafa fáar varðveist. Þessar tóftir í Hraunshverfi minna á merkilega sögu, og þó svo húsin þættu ekki merkileg báru þau sum skondin nöfn, eins og: Horn, Fok, Salthóll, Stéttar, og Folaldið. Mörg bæjarnöfn í Hraunslandi má finna í ritinu Örnefni á Eyrarbakka og Eyrarbakki.is. Áf þessum söguslóðum er sennilega frægust sagan um "Skerflóðs-Móra" úr bókinni "Saga Hraunshverfis"  og þar má líka læra um líf þessa fólks er þarna bjó. Frægust persóna frá þessari byggð er eflaust kvenskörungurinn og sjókonan Þuríður formaður Einarsdóttir, en hún var fædd og ólst upp á Stéttum. Af bókunum "Saga Eyrarbakka" og "Austantórum" má einig  að miklu leiti setja sig inn í líf og störf fólksins er Hraunshverfi byggði. Þessar tóftir tilheyra landi Gamla-Hrauns vestra og hafa ábúendur þar í hyggju að byggja þær upp og gera að safni og þannig veita nútímafólki innsýn í forna lífshætti.

 

 [Tómthúsfólk, eða Þurrabúðarmenn var  sá hópur landlausra húsmanna kallaður sem áttu lítið annað en hróflatildrið sem það hlóð úr grjóti og torfi með leyfi landeigenda. Voru oft daglaunamenn, réðust undir árar á vertíð og heyskapar að sumri. Aðrir óvinnufærir drógu fram lífið á sveitarstyrk. Í Hraunshverfi árið 1755 bjuggu við tómthús, Jón Jónsson smiður kona hans og fjögur börn. Jón dauði svokallaður bjó þar í tómthúsi með konu og tvö börn. Þá voru þeir Bauga-Guðmundur og Páll Hafliðason taldir letingjar mestir hér um slóðir. Síðasti tómthúsmaðurinn á Bakknanum var Berþór Jónsson (1875-1952) eða Bergur dáti eins og hann var kallaður, en hann bjó að Grímsstöðum  í Háeyrarhverfi.]

 

Það má að mestu leiti þakka Guðna Jónssyni frá Gamla-Hrauni að saga þessa byggðar hafi ekki horfið með fólkinu sem það byggði. Eitt ritverk Guðna sem geyma m.a. heimildir þessa tíma er "Saga Hraunshverfis á Eyrarbakka  og kom út 1958 en þar eru raktar ættir Guðna og allar þær ættarsögur sem sem geimst höfðu í minnum fólks.

 

Ábúendatal:

Hraunshverfi tiheyrði landi Stóra-Hrauns, (Jörðin var áður undir Framnesi, þá er síðar hét Hraun) en hún var setin sem hér segir frá 1546:

Oddur Grímsson 1546-1562

Oddur Oddson lögréttumaður til 1581 (Síðar á Seltjarnarnesi)

Þórhallur Oddsson um 1600

Katrín á Hrauni Þormóðsdóttir til 1656. (Maður hennar var Magnús Gíslason en hún talinn ekkja. Katrín gerði út skip eftir mann sinn, en það fórst með 11 mönnum árið 1640)

Benedikt Þorleifsson Skálholtsráðsmaður til 1681. (Þá Stóljörð Skálholts)

Helga Benediktsdóttir til 1708 (Maður hennar var sr.Þorlákur Bjarnason að Sokkseyri en hún hér ekkja)

Þorlákur lögréttumaður Bergsson (bróðurbarn Helgu) og Guðný Þórðardóttir til 1707.

Sigurður Bergsson, bróðir Þorláks á sama tíma. Guðný þá ekkja til 1712.

Brynjólfur Þórðarson lögréttumaður og Guðný Þórðardóttir til 1730 (Síðari maður hennar)

Jón Þorláksson Bergsonar til 1735.

Magnús Þórðarson (Hjáleigumaður) og Ingveldur Bjarnadóttir til 1755.

Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir 1740 til 1746. Ekki er víst að þau hafi setið mikið á jörðinni á þessum árum, en hjáleigjendur líklega haft samtíða, þá Filippus Gunnlaugsson, Björn Pálsson og Þorsteinn Pétursson.

Þórður Gunnarsson og Guðríður Pétursdóttir 1759 til 1773.

Steindór Finnsson biskups og Guðríður Gísladóttir til 1780.

Upp úr aldamótunum 1800 urðu til margar hjáleigur á jörðinni og ekki hægt að henda reiður á hverjir sátu á höfuðbóli og hverjir í hjáleigum þessa öld.

(Magnús Bjarnason og Halla Filippusdóttir til 1815. Keyptu jörðina 1788, en sátu þar fyrst til 1801 og svo tvö síðustu árin. Annars á Ásgautsstöðum. Magnús seldi Gamlahraun frá jörðinni ásamt Salthóli 1807. Afgangi jarðarinnar var síðan skipt milli erfingja 1815 og var seinni konu Magnúsar, Þóru Magnúsdóttir ánafnað Litla Hrauni, er hún sat til 1818 þá ekkja og seldi síðan kameráðinu- Þórði Guðmundsyni sýslumanni.)

Jón Snorrason 1801 til 1815, líklega hjáleigjandi. (Síðar á Ásgautsstöðum.)

Þórður Thorlacius sýslumaður 1813 til 1819. Líklega aðeins á hluta jarðarinnar.

Kristófer Jónsson 1818 til 1822. Líklega hjáleigjandi

Þuríður formaður Einarsdóttir frá stéttum 1821, líklega þar í rúmt ár í Kristofersbæ. (Fyrr í Götu og síðar í Grímsfjósum og víðar)

Jón Kambránsmaður Geirmundsson til 1823 (eitt ár í Kristofersbæ) Hann stundaði áður verslun í Noðurkoti sem nefnd var "Skánkaveldi" (Seldi reyktar hrossalappir)

Stefán Jónsson sjómaður og Hildur Magnúsdóttir garðyrkjukona frá 1823 til 1832. (Hildur þá ekkja, líklega hjáleigendur. Árið 1828 8. apríl. Á Stokkseyrarsundi fórst róðraskip Jóns Jónssonar á Gamla-Hrauni með 10 mönnum. (Þ.a.m. var Ingimundur Grímsson frá Háeyri og Stefán Jónsson á Stóra-Hrauni).)

[1826 3. júní. Róðraskip fórst af Eyrarbakka. 4 menn drukkna.(m.a. Rafnkell Hannesson á Litla-hrauni og vinnumaður þar Guðmundur Jónsson]

Jón drejari Jónssonar sýslumanns og Steinun Arngrímsdóttir 1831 (Líklega hjáleigjendur)

Jón Bjarnason 1832 (tók við af Hildi og var í eitt ár)

Þorleifur Kolbeinsson 1833 til 1841 (Líklega hjáleigjandi, var síðar á Háeyri)

Eiríkur Guðmundsson samtíða Þorleifi.

Sigurður stútendt Sívertsen og Halla Jónsdóttir 1841 til 1864 (Halla var áður kona Jóns Kambránsmanns Geirmundssonar)

Kristján Jónsson og Salgerður Einarsdóttir (Systir Þuríðar formanns) 1844 (eitt ár og líklega hjáleigjendur)

Bjarni Magnússon og Guðbjörg Jónsdóttir kambránsmanns Geirmundssonar 1848 til 1857.

Þórarinn Árnason jarðyrkjumaður og Ingunn Magnúsdóttir alþingismanns Andréssonar 1864 til 1866. (Var þá jarðbaðstofan á Stóra-Hrauni endurbætt veglega.) Og Ingunn ekkja til 1868.(Ingunn flutti síðan til Reykjavíkur og hafði umsjá með geðsjúkling á heimili sínu (Jón Blöndal) sem læknaðist í vistinni, lærði trésmíði og flutti svo til Ameríku.)

Ari Símonarson frá Gamla Hrauni 1868 til 1890.

[1891 25. mars. Fórst skip Sigurðar Grímssonar (meðhjálpara, frá Borg í Hraunshverfi) við brimboða á Músarsundi við Stokkseyri með allri áhöfn, 9 mönnum. (Stokkseyrarformenn treystust ekki til að reyna björgun og fengu átölur fyrir).]

Gísli Gíslason hreppstjóri og Halldóra Jónsdóttir 1868-1893.

sr. Ólafur Helgason og Krístín Ísleifsdóttir frá Keldum. 1893 til 1904.

Krístín ekkja Ísleifsdóttir og sr. Gísli Skúlason til 1910. Síðan þar í nafni Gísla til 1915 er þau sleppa ábúðinni, en hafa búsetu þar til þau flytja í "Prestshúsið" í Einarshafnarhverfi 1938.

Árni Tómasson og Magnea Einarsdóttir til 1920.

Hálfdán Ólafsonar prests Helgasonar til 1928.

Þá verður jörðin ríkiseign og fellur undir fangelsið Litla-Hraun, en eins og fram kemur hafði stórjörðin skipst í nokkra hluta upp  úr aldamótunum 1800. (Stóra-Hraun, Litla-Hraun, Salthól, Gamla-Hraun og Borg)

 

Heimild: http://eyrbekkingur.blogspot.is/2011/03/abuendur-jara-eyrarbakka.html  http://eyrbekkingur.blogspot.is/2011_03_01_archive.html

08.11.2015 22:20

Skip Þorleifs ferst

Þorleifur Kolbeinsson kaupmaður á Háeyri átti skip, sexæring eins og flest þau skip sem gerð voru út á Eyrarbakka á þessari tíð. Þessi skip voru á ýmsan hátt hentugri hér við ströndina en hinir stóru tólfæringar sem hér einig þekktust. Sexæringarnir voru léttari til uppdráttar í sandinn eftir veiðiferð og léttari til róðrar. Það þurfti aðeins 7 menn í áhöfn, eða helmingi færri en á tólfæring. Sexæringarnir voru notaðir allt árið þegar veður var gott og sjór stiltur. Helstu ókostirnir voru þó þeir að þessi skip vörðust ekki eins vel sjó og tólfæringarnir þegar eitthvað gerði að veðri.

Á skipi Þorleifs var formaður Magnús Ingvarsson, en hann byrjaði ungur formennsku á Eyrarbakka og var formaður fram á elliár. Var hann með fremstu formönnum á Bakkanum, aflasæll, aðgætinin og vaskur í öllum verkum.

Skömmu fyrir skírdag á vetrarvertíðinni 1870 sendi Þorleifur formann sinn, Magnús Ingvarsson til Reykjavíkur að versla nokkuð smáræði til útgerðarinnar, öngla og þessháttar og aukinheldur eitt og annað sem búðinni vanhagaði um [kaffi og sykur eða brennivínskút að einhverjir töldu, en Guðni Jónsson sagnfræðingur frá Gamla-Hrauni dró það þó vínkaupin í efa.]. Á meðan Magnús var í þessum erindum vestur fyrir fjall var háseti nokkur, Sveinn Arason í Simbakoti settur formaður. Sveinn var þó óvanur skipstjórn en þótti djarfur og áræðinn og því líklega vel til þess fallinn að taka við stjórn að mati Þorleifs. Á meðan á útilegunni stóð hafði brim tekið sig upp en Sveinn lagði á sundið, þrátt fyrir brimhroðann.  Það hefur ef til vill vakað fyrir Sveini að sanna sig sem formanns, ekki bara fyrir Þorleifi heldur og öðrum formönnum á Bakkanum og ekki síst Magnúsi, um að hann væri enginn veifiskati og full klár að sigla brimsundin. Svo óheppilega vildi þó til að skipinu hlekktist illa á í brimgarðinum og fórst það með allri áhöfn, en þeir voru auk Sveins, Ólafur Björgólfsson (46) Sölkutóft, Jón Árnason (18) frá Þórðarkoti, Oddur Snorrason (48) í Einkofa, Sigmundur Teitsson (31) Litlu-Háeyri og Jón Guðmundsson (59) Litlu-Háeyri. Önnur Bakkaskip leituðu þrautalendingar í Þorlákshöfn þennan dag. Að öllum líkindum hafði áhöfn Sveins misst undan árum í brimhroðanum og skipið fallið flatt og hvolft.

Þorleifur var þó ekki af baki dottinn, því strax eftir páskana útvegaði hann annað skip handa Magnúsi Ingvarssyni og nýja áhöfn.

 [Árið 1888 lenti Magnús Ingvarsson með skipshöfn sína í hrakningum ásamt skipshöfn Hús-Magnúsar í 15 stiga frosti og kolvitlausu veðri og svartabyl í heilan sólarhring. Þeir náðu síðan landi allir, en kalnir sumir.( http://brim.123.is/blog/2007/06/09/117577/ )- Oddur Snorrason, alnafni hans og sjómaður frá Sölkutóft druknaði einig hér í lendingu hálfri öld síðar. Sigmundur Teitsson, sennilega afkomandi Teits Helgasonar lóðs í Einarshöfn/ f. 1786 í Simbakoti. Sonur hans Teitur Teitsson hafnsögumaður fór til vesturheims 1873. Margir þeirra er fórust voru fjölskyldufeður og voru börn þeirra mörg seld í fóstur á misgóð heimili, eða boðin lægstbjóðanda, eins og Þórður Jónsson greinahöfundur kemst að orði. Þegar þetta gerðist var síðari kona Þorleifs, Elín Þorsteinsdóttir nýlega dáinn og Þorleifur sjálfur liðlega 72 ára og tekin að reskjast, en yngsta barn hans "Kolbeinn" þá rétt orðinn eins árs. Hjá Þorleifi var ekki ein báran stök, þetta árið "þá er ein bára rís, er önnur vís" sagði hann. Nú hafði hann misst konu sína og skipshöfn alla ásamt skipi. 7ær dóu og besti hestur hans um þetta leiti. Einhverjir vildu kenna Þorleifi um slys þetta þó vart væri með fullri sanngirni, því sjósókn frá þessari brimströnd var ætið áhættusöm og það vissu í raun allir. Þorleifur var einn af stofnendum barnaskólans á Eyrarbakka og lagði til hans hús, jarðeign og talsvert fé. Hann studdi einig fátæk börn til skólagöngu. Þorleifur dó 1882]

 -Sjóhrakningasögur af Bakkanum http://brim.123.is/blog/cat/5349/

Heimild: Tímarit/ Blanda 8b. 1944-Tvö sendibréf frá Þorleifi til  bróðurdóttur hans, Sigríðar Hafliðadóttur húsfreyju í Hjörsey á Mýrum.. Sjómannabl. Víkingur 1950.  Alþ.bl. 1937-Jólablað (Þórður Jónsson). Vefur: http://mattikristjana.blog.is/blog/mattikristjana/

20.01.2015 01:29

Bergsteinn kraftaskáld

Bergsteinn blindi Þorvaldsson var kallaður kraftaskáld, og heldur en ekki þótti honum góður sopinn. Eitt sinn var það, að hann kom í búðina á Eyrarbakka og bað kaupmanninn að gefa sér í staupinu. Kaupmaður tók því fjarri, því að hann væri alveg brennivínslaus. Kvað hann andskotann mega eiga þann dropann, sem hann ætti eftir af brennivíni. Ekki lagði Bergsteinn mikinn trúnað á það og kvað vísu þessa við búðarborðið:

Eg krefst þess af þér,

sem kaupmaðurinn gaf þér,

þinn kölski og fjandi

í ámuna farðu óstjórnandi

og af henni sviptu hverju bandi.

Brá þá svo við, að braka tók heldur óþyrmilega í brennivínstunnu kaupmanns, svo að við var búið að bresta mundu af henni öll bönd. Þorði kaupmaður þá ekki annað en gefa Bergsteini neðan í því og varð feginn að sleppa, áður en verra yrði úr.

Sagt er, að þau yrðu æfilok flökkuskáldsins Bergsteins blinda, að hann kvæði sig sjálfur drukkinn í hel eftir boði annarra, og hafi hann þá verið æfa gamall. En með vissu vita menn það um endalykt Bergsteins, að hann dó á Eyrarbakka út úr drykkjuskap 17. júlí 1635, og þótti þá svo ískyggilegt um dauða hans, að hann fékk ekki kirkjuleg, heldur var hann grafinn utan kirkjugarðs á Stokkseyri. Getur Gísli biskup Oddsson þess í bréfabók sinni, að ekkja Bergsteins hafi "klagað sárlega" fyrir sér, að maður sinn lægi utan garðs, og hafi "séra Oddur Stephánsson helst gengist fyrir því, að hann skyldi ekki innan kirkjugarðs grafinn vera".

(Eftir Jóni Þorkelssyni)

03.10.2013 21:09

Þjóðsaga, Finninn og flaskan

Skip kom á Eyrarbakka eins og einatt hafði við borið í eina tíð. Einn af skipmönnum var finnskur að ætt. Hann hafði meðal annars til sölu flösku eina tóma. Kostaði hún litlum mun meira en vanalegt er að flöskur kosti. Loksins bauðst einn til að kaupa flöskuna og skyldi hann koma með hana að morgni því nú var hún á skipi. Um morguninn kemur Finnurinn með flöskuna, en þá er Íslendingnum snúinn hugur svo hann gengur á móti kaupunum. Verður þá deila mikil með þeim og loksins hrifsingar og hrekur Íslendingurinn Finninn. Hann grípur þá flöskuna, kastar henni af hendi sem harðast ofan í klappirnar. Hrekkur hún upp á móti og kemur fjærri niður því í henni var sveigjugler. Þetta sá Íslendingur, grípur flöskuna og fer með í burtu án þess hinn hefði nokkuð fyrir. Um sumarið siglir skip þetta aftur til Noregs, en kemur aftur á næsta sumri. Kemur Finnurinn enn með flösku og biður landsmenn að selja sér á hana konumjólk og kúa, en skipstjórnarmaður gaut því að landsmönnum að gera það ekki, hafa það heldur tíkarmjólk og kattar og var það gjört. Siglir hann nú með flöskuna og er hjartanlega ánægður. Nú er best að elta hann fram með flöskuna og það allt til Finnmerkur. Þar átti hann móður gamla. Setur hún nú flöskuna með því sem í var milli tveggja potta og seyðir allan veturinn fram að góulokum og geltir þá og mjámar í pottinum. Við það brá henni svo að hún hljóp út og drap sig þegar hún heyrði hvernig hún var prettuð. Um sumarið fór hann með flöskuna til Íslands og kom þá dæmalaust farald á hunda og ketti. Þannig er hundafárið komið upp sem hér hefir stöku sinnum gengið.


(Hundafárið, úr þjóðsögum Jóns Árnasonar)

29.09.2013 22:59

Álfar og Huldufólk.

ÁlfurFyrr á öldum hófst landnám álfa og huldufólks á Eyrarbakka og var byggð þeirra nokkuð víðfem um lönd þorpsins á 18 og 19. öldinni, en a.m.k tíu álfaheimili eru þekkt enn í dag. Sumir telja að íslensku álfarnir séu náskyldir hinum færeysku álfum, þó er ekki vitað með neinni vissu hvernig og hvaðan þeir bárust hingað, en álfatrúin hefur þó lifað lengi með þjóðinni. Álfar eru ósýnilegt fólk sem birtast aðalega í draumi, eða við sérstakar aðstæður og búa þeir yfirleitt í hólum eða klettum. Á Hulduhóli í landi Steinskots er bústaður álfa, en sagt er að álfar geti orðið mörghundruð ára gamlir. Simbakotshóll var álfabústaður í eina tíð og er sú þjóðsaga um hann, að strákur einn hafi tekið upp á því, að reka staf svo langt sem hann gat inn í hraunglufu, sem var á hólnum. Nóttina eftir vitjaði álfkona móður sveinsins í draumi og lagði fast að henni að vanda svo um við son sinn, að hann hætti þessum óvanda, gerði hún það eftir megni, en kom þó fyrir ekki, því strákur færist heldur í aukana, gengur svo þrisvar sinnum, en í hið síðasta sinn er álfkonan kom til móðurinnar er hún reiðilegust og segir, að nú hafi svo illa til tekist, að sonur hennar hafi meitt barn sitt með stafnum og skuli hann fyrir það aldrei ná þeim þroska, sem honum sé ætlaður og bera alla æfi sína merki heimsku sinnar og óhlýðni. Hermir þjóðsagan svo frá, að strákur hafi náð Iitlum þroska, orðið haltur og bægslaður og hinn mesti ólánsmaður.

Medía álfdrottningÍ Medíuhól vestan Álfstéttar bjuggu álfar fyrr á tímum. Fyrir neðan hann var staraflóð er nefndist Medíuflóð, segir ein þjóðsagan, að nýgiftur bóndi frá Steinskoti, hafi spýtt frá sér í allar áttir yfir þeim bábiljum og kerlingaþvaðri er af því gengu, að ekki mætti slá flóðið og ýmsum öðrum álögum staðanna og vísað því öllu norður og niður, haldið svo einn góðan veðurdag til flóðsins með orf og ljá um öxl og slegið flóðið, en við sláttinn hafi hann skyndilega veikst og dregist heim með veikum burðum og síðan aldrei meir á fætur stigið.

Í Skollhól við Hjalladæl er trúlega enn bústaður álfa, en um hann er sú þjóðsaga, að strákur frá Eyvakoti, hafi haft þar í frammi ærsl mikil, þess vegna hafi álfkona komið til móður sveinsins í draumi og beðið móðurina, sem hét Guðrún, að sjá um að sonur hennar legði niður ferðir sínar á hólinn, því annars muni hann sjálfa sig fyrir hitta. Vandar nú Guðrún um við son sinn og leggur ríkt á við hann að koma aldrei framar á Skollhól. Ekki er þess getið að hann héti móður sinni neinu góðu um það, en skamma stund mundi hann skipan hennar, því fám dögum síðar fannst hann dauður norður á Skollhól og var nálega brotið í honum hvert bein.

í Gunnhildarhól á Háeyrartúni bjuggu álfar, en ekki fara sögur af samskiptum þeirra við menn.

Í landi Hrauns neðan þjóðvegar eru hólarnir, Strokkhól, Miðmorgunshól og Krókhóll er voru bústaðir huldufólks og í eina tíð heyrði fólk þar rokkhljóð og strokkhljóð og sá loga þar ljós á kvöldum.

Í Litla-Hraunsstekkum búa álfar og flóðið þar mátti ekki slá því það var engi huldufólksins í Litla-Hraunsstekk. Er sú saga sögð, að Gísli Einarsson á Litla-Hrauni, hafi einu sinni slegið flóðið. Gísli átti þá tvær kýr, var önnur tímalaus, en hin snemmbær. Seint um haustið ætlaði Gísli að slátra tímalausu kúnni og fór með hana út á Bakka til þess, en þegar búið var að slátra kúnni, kom í ljós, að hann hafði tekið snemmbæruna í misgripum og mátti sjá á kálfinum, að kýrin var komin að burði. Eitt sinn tók Gísli Gíslason á Hrauni einn stein úr hólnum. Fótbrotnaði þá hryssa er hann átti og festi fótinn í holu, og varð að skera hana á staðnum þar sem fóturinn náðist ekki upp úr. Var þó fóturinn laus um leið og búið var að skera hana. Jónas Halldórsson í Borg, hafði eitt sinn reynt það að taka starartuggu úr flóðinu, er kýr veiktist og gefið henni það, og brást þá varla að henni batnaði.

Í Landi Skúmstaða norður af Einarshafnarhverfi, rétt norðan við þorpið, er lítill strýtumyndaður grjóthóll, sem heitir Katthóll og er hann bústaður álfa, en fyrir norðan hann er flóð, sem heitir Katthólsflóð. Enginn mátti slá flóðið og börnum var stranglega bönnuð öll ólæti við hólinn. Sagan segir að þegar Guðmundur kaupmaður á Eyrarbakka rak búskap með versluninni lét hann slá flóðið. Tvö fyrstu árin missti hann sinn stórgripinn hvort árið. Þriðja árið lét hann slá tjörnina, en þá dó Jónína dóttir hans. Hætti hann þá búskap og sigldi.

Í landi Óseyrarnes í svokallaðri Nautagirðingu eru Skollhólar og átti þar að vera álfakirkja og hvíldi mikil helgi á þeim.

Efst og austast í Háeyrarlandi er Vestri-Blakktjörn. Gömul munnmæli eru um að í henni sé nykur annað hvert ár, en hitt árið sé hann í Traðarholtsflóði.

Heimild: Eyrarbakki.is (Þjóðsögur Jóns Árnasonar og Guðna Jónssonar) http://sagnagrunnur.razorch.com.Álfar og Huldufólk.


23.09.2013 23:45

Af draugum fyrri tíma

MóriMóri: Þekktastur drauga í neðanverðum Flóa er óneitanlega "Sels-Móri" eða "Skerflóðsmóri" öðru nafni. Var honum lýst svo að klæddur væri í ullarföt eins og þá tíðkaðist um sveitabörn en þó í öllu úr mórauðu með barðastóran hatt gamlan og lúinn og var rifið úr hattbarðinu öðru meginn. Af klæðnaðinum fékk hann viðurnefnið Móri. Hann var flökkupiltur í sínu lifanda lífi og talin hafa flúið Skaftárelda er þá geisuðu (1783 ). Hann hafði síðan borist hingað í Flóann og leitað ásjár í bæjarþorpunum við ströndina eins og margt fólk austanað um þessar mundir. Hann kom við í Hraunshverfi, en var úthýst þaðan og hugði hann fara þvínæst upp að Efra-Seli, en á þeirri leið fæktist hann út í Skerflóð það er Hraunsá rennur úr og druknaði hann þar.

Móri gekk aftur og var í fyrstu ærsladraugur er framdi óhljóð og skarkala ýmiskonar og sjónhverfingar þegar skyggja tók og skaut það fólki á þessum slóðum skelk í bringu. Hann átti það til að bregða fyrir mönnum fæti þegar minnst varði eða birtast skyndilega við kynlegar aðstæður og hverfa jafn skjótt síðan. Oft hafði sést til Móra sitjandi á Hraunsárbrú er þá var og þorðu menn þá ekki yfir. Ferðamaður einn vestan að er þar kom að Móra sitjani á brúnni var þó hugaður og steypti honum í ána, en þá þorði hann ekki yfir hana heldur fór á vaði niður við sjó. Kom þá Móri undan vatninu og greip í fót hans. Ferðamanninum tókst skjótt að losa sig undan og hljóp hvað af tók til Stokkseyrar.  Það var svo síðar er Móri komst í kynni við aðra drauga að leikar tóku heldur betur að æsast í sjávarþorpunum.

SkottaSkotta: Stúlka ein varð úti skammt frá Móhúsum eftir úthýsingu þar nokkrum árum eftir að Sels-Móri kom fram og varð hún að illvígum draugi sem kölluð var "Móhúsa-Skotta". Skottu var mest kennt um brambolt manndráp og skemmdarverk.

Maður frá Ranakoti á Stokkseyri fannst kyrktur í brunni einum og var Skottu kennt um. Skömmu síðar lögðu þau Móri og Skotta lag sitt saman og drápu þau Tómas nokkurn frá Norðurkoti á Eyrarbakka eftir að hann fór austur á Stokkseyri um jólin þennan vetur. Þar hafði hann keypti sér hangiketskrof til hátíðarinnar. Í bakaleiðinni skömmu eftir sólsetur réðust þau skötuhjú að honum og drápu hvað menn héldu. Fannst hann morguninn eftir skamt frá Hraunsá dauður og allur sundur skorinn, blár og blóðugur.

TommiTommi: Eftir þetta sáust þrír draugar á ferð og var þá talið að Tómas hefði gengið í félag við Móra og Skottu. Kvað þá svo rammt að reimleikum að engum var fært milli Eyrarbakka og Stokkseyrar eftir að skyggja tók á kvöldin. Skotta, Tommi og Móri fóru líka hamförum á mörgum bæjum í nágreninu og komu stundum við í Norðurkoti á Eyrarbakka þaðan sem Tómas var upprunnin. Lék þá bærinn á reiðiskjálfi. Húsmunir, búsáhöld og leritau fóru á flug og lentu með af miklu afli í veggjum svo stórsá á.  Héldu þau þrjú saman um nokkur ár en svo tók Skotta að fylgja Jóni í Móhúsum og Móri fylgdi ætt Einars á Stéttum, einkum Þuríði Formanni. Jón í Móhúsum fékk Klaustur-Jón í Þykkvabæ til að kveða niður drauga þessa og tókst það nema hvað Sels-Móri slapp undan presti og hefur engum enn tekist að kveða hann niður.

MundiMundi: Einu sinni bar svo við að smali frá Stóru-Háeyri, á Eyrarbakka sem gegndi fé uppi á mýrinni, fór í beitarhúsin á aðfangadagskvöld jóla. Þegar liðið var á jólahátíðina þetta kvöld var farið að undrast um smalann sem ekki hafði komið til baka. Þegar smalinn hafði ekki skilað sér á jóladagsmorgun var farið að leita hans og var víða farið í eftirgrenslan, en árangurslaust.

Á annann dag jóla, þá um morguninn fannst hann dauður og illa útleikinn niður við sjó í Mundakotslendingu. Talið var að draugur eða óvættur hafi elt hann og flæmt fram í fjöru og drepið hann þar. Gerðist smali þessi nú draugur en meinlaus þó. Urðu margir varir við afturgöngu hans, skyggnir menn og óskyggnir. Leitaðist hann einkum við að villa menn, ef þeir voru einir síns liðs seint á ferð og teyma þá út í ófærur. Komust margir í hann krappan af völdum Munda. Þótti ekki síst verða vart við hann í Mundakoti, helst í fjárhúsunum þar og neðan við vörðuna og var hann því ýmist kallaður Mundakotsdraugur eða Vörðudraugur. Skammt fyrir austan vörðuna stóð rétt sem Steinskotsrétt var kölluð (Núverandi kirkjugarður) og bar oft við að menn villtust þar.

KeliKeli: Eitt sinn er er Skaftfellingar voru í verslunarferð á Eyrarbakka fældi strákur fyrir þeim hrossin. Sá var nefndur Keli og hafði ekki sem best orð á sér fyrir prakkaraskap. Skaftfellingum þótti þetta óþvera hrekkur og reiddust þessu mjög. Greip þá einn þeirra klyfbera og henti í strákinn. Varð það honum að bana og þótti sú hefnd meiri en til var ætlast, en varð þó ekki aftur tekin. Keli gekk aftur og varð draugur sem fylgdi banamanni sínum. Banamanni Kela tókst með hjálp lærðra manna  að koma Kela í skjóðu, en honum sjálfum ráðlagt að flytja sig til Vestmannaeyja og koma aldrei í land aftur.

 Skinnskjóðu þessa sendir svo banamaður Kela til hálfsystur sinnar í Holti í Álftaveri sem verður það á að opna skjóðuna, og gaus þá út blá gufa með því sama. Keli gekk síðan meðal Álftveringa og veitti þeim ýmsar skráveifur.

Þá eru ótaldar vofur sem sést hafa, en frægastar af þeirri gerð er "Stokkseyrardraugurinn" svokallaði er hélt sig í verbúð einni þar. Hafa vofur þann eginleik að geta breytt mynd sinni í næstum hvað sem vera skal, en þessi vofa sást oftast sem grár hnoðri eða í hestlíki. Þá kom vofa ein og hrekkti mann er í eina tíð gekk yfir Gónhól á Eyrarbakka, en þar var talinn forn kirkjugarður. Vofa sást síðast á bæ einum ofan við Eyrarbakka fyrir nokkrum árum. 

Bær er austan Stokkseyrar er Skipar heita. Þar út af klettunum við sjávarsíðuna nærri Baugstaðará var talið fyrr á tíð að sjódraugur byggi og gat sótt að mönnum er gengu veginn til Baugstaða eftir að skuggsýnt var orðið.

22.08.2012 23:21

Dáðadrengir

SkallagrímurAð morgni 13.apríl 1926 reru 17 bátar af Eyrarbakka og Stokkseyri. Þegar á daginn leið gerði  landsynningsrok og brim svo mikið, að aðeins nokkrir bátar gátu  lent heima, (aðeins 5 bátar náðu höfn á Stokkseyri og 4 á Eyrarbakka) en hinir urðu að láta  fyrirberast úti á rúmsjó. Þegar heimamönnum þótti sýnt, að bátarnir gátu ekki náð landi var símað til stjórnarráðsins og það beðið að hlutast til um það, að varðskipið Fylla og önnur skip, sem til næðist væru beðin að koma bátunum til hjálpar. Var þá strax sent skeyti til allra skipa á þessu svæði og þau beðin að líta eftir bátunum. Strax um kvöldið voru fimm íslenskir togarar komnir á vettvang til hjálpar, þeir Skallagrímur, Belgaum, Hannes ráðherra, Earl Kitchener og Gyllir. Tók Gyllir einn bátinn "Trausta" og dróg hann til Reykjavíkur, en Skallagrímur bjargaði áhöfninni af "Öðlingi", bát frá Eyrarbakka (ÁR 148 vélbátur Árna Helgasonar í Akri). Liðaðist hann sundur og sökk, (skipsflakið rak á land við Grindavík) en skipverjar komu með Skallagrími til Reykjavíkur. Belgaum, Hannes ráðherra og Earl Kitchener fylgdu hinum 7 bátunum, sem eftir voru til Vestmannaeyja.

Sveinn Árnason fyrrum nágranni minn í Nýjabæ minntist eitt sinn á þennan atburð, en hann mun þá hafa verið 13 ára er faðir hans var með Öðling. Eftir barning allan daginn berandi ótta og kvíða í brjósti á lítilli bátskel í aftaka veðri handan við brimgarðinn, varð það þeim mikill léttir þegar þeir sáu togarann Skallagrím sér við hlið. En þó höfðu þeir aldrei orðið eins hissa og þakklátir þegar þeir þekktu manninn sem rétti fram höndina og kippti þeim um borð, en það reindist vera nágranni þeirra feðga, Sigurður Guðjónsson frá Litlu-Háeyri sem þá var háseti á Skallagrími, en átti síðar eftir að stýra því skipi farsællega öll heimstyrjaldarárin. Við annað tækifæri átti þessi frækni togaraskipstjóri eftir að fylgja þeim feðgum fyrir Reykjanesið, en þeir höfðu þá keypt bát frá Akranesi og lentu í miklum barningi á hemleið.

Heimild: Aldan 1926  

Mynd-Skallagrímur RE:http://www.mikes-place.connectfree.co.uk/icegal/skallagrimur.html

Eldri frásögn Brimið á Bakkanum: Hrakningar á miðunum

07.04.2012 00:25

"EOS" strandið

http://loregame.wikia.com/wiki/Naval_UnitsÍ janúar 1920 rak mannlaust skip inn fyrir brimgarðinn á Eyrarbakka og brotnaði í spón. Það var barkskipið "EOS" frá Hafnafirði og hafði áhöfnin yfirgefið skipið skömmu áður. Skipið fór frá Hafnarfirði 19. janúar og var förinni heitið til Svíþjóðar. Dró mótorskipið "Venus" það úr höfn og skildi við það um tveim tímum síðar. Barkskipið komst síðan klakklaust fyrir Reykjanes. En aðfaranótt 21. janúar um kl. 2 gerði svo mikið aftakaveður [Af suðaustri], að ekki varð við neitt ráðið. Mistu þeir þá stjórn á skipinu og virtist svo um tíma, sem skipinu væri mikil hætta búin. Tóku þá seglin að rifna, hvert af öðru, og reiðar gengu úr lagi. Seint um nóttina fór veðrinu heldur að slota og var þá farið að aðgæta, hvort leki hefði hefði komið að skipinu, og kom þá í ljós, að talsverður sjór var kominn í það. Vildu skipsmenn þá reyna að dæla, en dælurnar voru i ólagi, og vinddæla, sem mest var treyst á, hafði öll brotnað í veðrinu, svo að ekki var viðlit að gera við hana. Fleiri bilanir komu og í ljós og með því að enginn tiltök voru að gera við alt það í rúmsjó, sem bilað hafði, þá var siglt af stað, þegar stjórn náðist á skipinu og lensað austur, því að Vestmannaeyjar voru nú einasta höfnin, sem tök var að ná.

Í birtingu um miðjan morgun sáu þeir Vestmannaeyjar fyrir stafni og var þá veður tekið að hægja. Settu þeir upp öll segl, sem þeir gátu og stýrðu til eyja, en síðdegis lygndi og voru þeir þá skamt N.V. af Eyjum. En brátt fór að hvessa af suðaustri og var þá slegið undan. Undir kvöld reyndu þeir að vekja eftirtekt á sér með neyðarmerkjum (blysum), en enginn tók eftir því. Um kl. 8 var komið suðaustan rok og sigldu þeir þá undan' [á lensi vestur með landi], en brátt herti veðrið svo mjög, að segl þau, sem eftir voru, fóru í tuskur og fylgdi þessu veðri stjórsjór, þrumur og eldingar. Einni eldingu sló niður í skipið nálægt skipstjóra og tveim öðrum, en engan þeirra sakaði til muna, og má merkilegt heita.

Alt í einu datt í dúnalogn litla stund, en fór svo að hvessa af suðvestri. Var þá skipinu haldið upp að vindi. Um kl. 3 um nóttina var kominn álandsstormur, og rak skipið til lands, og voru þá gefin neyðarmerki seinni part næturinnar. Um kl. 6 árdegis kom enski botnvörpungurinn Mary A. Johnson (skipstjóri Nielsen) þeim til hjálpar og fylgdi þeim þar til bjart var orðið. Ekki treystist hann til að draga skipið til hafnar, en bauðst til að fara til Eyja og reyna að ná í björgunarskipið, en með því að skipið átti þá svo skamt til lands, sá hann, að enginn tími væri til þess og vildi að skipshöfnin yfirgæfi "Eos". Var þá ekki annað ráð vænna fyrir höndum og skaut hann út björgunarbáti til þeirra, (því að skipsbátur "Eos" hafði laskast), og gengu skipverjar af "Eos" allir í hann. Var það þó ekki auðsótt, því að sjór var mikill, en Englendingar heltu olíu i sjóinn og gerðu sér alt far um að hjálpa sem best. Sumum skipverja tókst að hafa nokkuð af fötum sínum með sér, en aðrir mistu alt, sem þeir höfðu meðferðis. Þetta mun hafa verið um hádegi á fimtudag og var svo beðið hjá barkinum, ef vera mætti, að honum yrði bjargað, en um kl. 4 var hann kominn upp í brimgarðinn við Eyrarbakka, og var þá haldið til Reykjavíkur. Skipstjóri á "Eos" var Davíð Gíslason. "Eos" var 456 smálestir að stærð (nettó). Eigendur h.f. Eos (þ. e. Jóhannes Reykdal, Guðm. Kr. Guðmundsson, Lárus Fjeldsted og Ásmundur í Hábæ).

Heimild: Ægir 1920. Austurland 1920. Alþ.bl.1920.

13.03.2012 23:14

Sendiförin

21. des. 1893 fóru 2 menn landleið af Eyrarbakka út i Þorlákshöfn, [Þangað er innan við 10 km með ströndinni um Óseyranesferju, en mun lengra ef farið var um Kotferju og líklega var sú leið farin í þetta sinn til að hafa bærilegra sleðafæri á harðfenni og ís]. Í Þorlákshöfn var nokkurt útræði á vetrarvertíðum, en þar var einnig þrautalending Eyrbekkinga þegar brim lokuðu sundum, og því þurfti oft að sendast þangað með vistir og veiðarfæri landleiðina af Bakkanum. Mennirnir ætluðu svo heim aftur um kvöldið að lokinni sendiför. Þeir drógu sleða með farangrinum á, enn ófærð var og blindbyl rak á með allmiklu frosti. Urðu þeir að skilja eftir sleðann á leiðinni, enda var hann þungur og þeir þá orðnir þreyttir, enn héldu þó áfram. Stundu síðar kvartaði annar þeirra um lasleik og magnleysi, - hann hét Gunnar Gunnarsson, ættaður frá Kraga á Rangárvöllum, heilsutæpur maður - kom þar, að samferðamaður hans varð að bera hann og gerði hann það meðan hann mátti. Enn er hann fann, að hann mundi örmagnast, bjó hann um Gunnar i snjó og hélt áfram austur í Flóagaflshverfið, því það var næst, og fékk þar menn til að sækja hann þó myrkur væri skollið á; enn sjálfur var hann þá svo þrotinn, að hann mátti ekki fara með þeim. Leitarmenn gátu ekki fundið Gunnar í náttmyrkrinu og bylnum. Morguninn eftir var hans aftur leitað og fanst hann þá. Var hann fluttur til Eyrarbakka og gert hvað unt var til að reyna að lifga hann. Enn þrátt fyrir alvarlega viðleitni læknis og annara var það árangrslaust. Gunnar sál var ungur að aldri, fátækur þurbúðarmaður, enn kom sér vel. Hann lét eftir sig ekkju og 1 barn á 1. ári, og gerðu Eyrarbekkingar samskot handa henni.

Heimild: Fjallkonan 10.01.1894

08.11.2011 21:46

Eyrarbakkaþjófnaðurinn 1886

VesturbúðirnarTil sögunnar eru nefndir Þorfinnur Jónsson (f. 10. júní 1867), Magnús þorláksson (f.18. september 1866), Jón Magnússon í Svarfhóli (f. 24. marz 1852), Eyjúlfur Símonarson á Reykjavöllum (f.6. febrúar 1857) og Loptur Hansson (f.2. júní 1824). Voru þeir Þorfinnur og Magnús vinnumenn að Laugardælum í Flóa hjá Guðmundi lækni Guðmundssyni,  veturinn 1886. Þorfinnur, Magnús og Jón stunduðu á árunum áður sauðaþjófnað og ýmiskonar gripdeildir, en Eyjúlfur og Loptur nutu yfirleitt góðs af með þeim félögum.  Að kvöldi dags hinn 2. febrúar ákváðu þeir félagar  Þorfinnur og Magnús að fara fótgangandi í ránsferð niður á Eyrarbakka og höfðu þeir með sér skaröxi eina til verksins. Smá föl og svellalög voru yfir allri mýrinni og tunglbjart  sem gerði þeim gönguna léttari. Undir miðnætti voru þeir komnir í þorpið og brutust þeir fljótlega  inn um glugga í Lefolii-verslun, (Guðmundur Thorgrímsen var þá verslunarstjóri)  kveiktu þar ljós og stálu ýmsum búðarvarningi, svo sem dúkum, tóbaki, sykri, talsverðu af brauði, hnífum sem þeir prófuðu bitið á með því að skera gólfteppi í lengjur, speglum, þjölum, treflum, lérefti, sjölum, stígvélum, skyrtum, klútum, sápu, smjöri, vínflösku o. fl. matarkyns, sem þeir létu ofan í 2 poka, er þeir einnig tóku í búðinni. Þeir fóru því næst út úr húsinu sömu leið og þeir komu inn í það, og höfðu pokana með sér; tók þá Þorfinnur skíðasleða, er hann fann í bæjarþorpinu á Eyrarbakka  og óku þeir þýfinu um nóttina á sleða Þessum heim að Laugardælum og fólu Það í heyi í heygarðinum en komu sleðanum niður um vök í Ölfusá. Síðar tóku þeir þýfið Þaðan og geymdu það um stund í Coghillsrétt (John Coghill sauðakaupmanns )og víðar, allt  þar til eftirhreitur þýfisins fannst og málið komst upp. Höfðu þá allir fyrnefndir félagar hagnýtt sér hluta þýfisins á einhvern hátt.  En þetta var ekki fyrsta ránsferðin  niður á Bakka; Á þorra 1885 stálu þeir félagar, Þorfinnur, Jón og Eyjúlfur, jakka á Eyrarbakka, tilheyrandi Jóni í Norðurkoti, og lenti hann hjá þorfinni á endanum. Þá stálu þeir ýmsu lauslegu frá Guðmundi bókbindara Guðmundssonar sem og húsbónda sínum að Laugardælum.

Sýslumaður og lögreglustjóri var þá Þórður Guðmundsson í Gerðiskoti. Daginn eftir fyrrgreinda ránsferð voru sleðaförin eftir þjófanna rakin allar götur upp í Laugardælahverfi, en þá var orðið svo dimt að ekki var rakið lengra þennan daginn, en um nóttina snjóaði og huldi fönnin allar slóðir næsta morgun. Leitarmenn höfðu fundið í sleðaförunum sykurmolar, kaffibaunir og tvíbökur. Þeir töldu því ranglega í fyrstu að slóðin hefði verið gerð til að villa um fyrir leitarmönnum.

Í þessu máli voru átta manns lögsóttir, tvær konur sýknaðar og 6 dæmdir.

Þorfinnur og Magnús voru dæmdir í landsyfirréttardómi  1887 til 3 ára betrunarhúsavinnu. Jón og Eyjúlfur voru dæmdir til 4 ára betrunarhúsavinnu, en Loptur fékk 20 daga fangelsi við vatn og brauð. Þá var Hólmfríður Loptsdóttir (f. 18. nóvember 1837), vinnukona Lopts 5 daga fangelsi við vatn og brauð fyrir að matreiða hin stolnu matvæli úr Eyrarbakkabúð.

Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum

Þjóðólfur 1886 og 1887.

29.10.2011 23:04

"Best verður að fara til Brasilíu"

Þetta var viðkvæði á Eyrarbakka fyrir hart nær 150 árum en það átti þó eftir að breytast.

Maður er nefndur "William Wickmann, danskur að ætt. Hafði hann dvalið um 10 ár á Íslandi sem Washington Island Town Governmentverslunarþjónn, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði og á Eyrarbakka. Um haustið 1865 fór hann af íslandi áleiðis til Bandaríkjanna, og lenti hann í Milwaukee í Wisconsin-ríki. Hann átti þar ættingja, sem hann fór að vitja. "Wickmann þessi skrifaðist á við fyrrum húsbónda sinn, Guðmund. Tlhorgrimsen á Eyrarbakka  og lét hann í bréfum sínum vel yfir stöðu sinni i hinum nýja heimi. Hrósaði mjög landkostum, og meðal annars áleit hann að fiskurinn i Michigan-vatninu væri stór og óþrjótandi gullkista, sem ýmsar þjóðir ysu úr, og að Islendingar mundu hafa sama rétt og aðrir að seilast ofan í kistuna og fá sinn hlut. Vera kann nú, að Wickmann hafi séð björtu hliðina á sínu nýja heimkynni, og eins og ungum mönnum oft er hætt við, ekki gáð að skuggahliðinni, og þessvegna lofað landið, ef til vill um of. En bréf Williams til Guðmundar Thorgrímssens á Eyrarbakka varð öðrum hvatning til að feta í fótspor hans.

Árið 1870, þann 12. dag maímánaðar, fóru af Eyrarbakka þrír ungir menn til Vesturheims, voru þeir: Jón Gíslason (f.12.12.1849 í Kálfholti í Holtasveit) búðarsveinn við Lefolii-verslun, Guðmundur Guðmundsson (f .8.7.1840 á Litla-Hrauni) formaður á Eyrarbakka og Árni Guðmundsson ( fæddur að Gamlahliði á Álftanesi 24. október 1845.), vinnumaður hjá G. Thorgrímssen  en Jón Einarsson bættist við hópinn í Reykjavík. Hinn fyrst nefndi var forsprakkinn, og lánaði hann hinum tveimur síðast nefndu fé til fararinnar, en Guðmundur fór upp á sínar eigin spítur. Jón hafði tekið arf eftir föður sinn, sem hann hafði óskertan, svo hann stóð betur að vigi en flestir aðrir i þessari byggð til að fara af landi burt, og kom arfurinn honum nú að góðu haldi, og einnig þeim sem slógust í förina með honum.

Jón GíslasonHinn 12. maí lögðu þeir félagar á stað frá Eyrarbakka landveg til Reykjavíkur, og eftir fárra daga dvöl í höfuðborginni tóku þeir sér far með póstskipinu "Díana" til Kaupmannahafnar. Á meðan þeir stóðu við í Reykjavik, reyndu ýmsir að telja þá af að leggja út í þessa glæfraför. Einn var meira að segja fullvissaður um, að ef hann færi vestur, yrði hann étinn upp með húð og hári, en ef ske kynni að hann ekki lenti þar sem mannæturnar héldu til, yrði hann gerður að þræli-svertingja líkast til? En þeir  félagar héldu sinu striki og töku sér far með ,,Diönu", eins og áður er sagt, til höfuðstaðar Danmerkur. Skipið kom við í Færeyjum og Shetlandseyjum, og að endingu lagðist það við festar í Kaupmannahöfn. Þeir félagar stóðu þar við í 4 daga, og notuðu tímann til að hitta ýmsa landa sína þar og skoða hið markverðasta í þeirri fögru borg. Hinn 3. júni lögðu þeir á stað með gufuskipinu "Pacific" til Hull, og eftir að þar var lent, fóru þeir með járnbraut tíl Liverpool. Frá Liverpool fóru þeir á Allanlínu- skipinu "Austrian". Þeir fengu harða og langa útivist-sífelda storma af austri, og var sjógangurinn gríðarlegur, farþegar og farangur kastaðist til og frá í skipinu; tóku þá Eyrbekkingarnir það ráð, að skorða sig milli bekkja niður í skipinu og spiluðu  Vist  dag eftir dag sér til dægrastyttingar. Þeir lentu í Quebec 18. eða 19. júní. Þaðan fóru þeir áleiðis til Milwaukee, en höfðu svo miklar tafir á leiðinni, eins og títt er með vörulestum Guðmundur(freight trains) að þeir komu ekki til Milwaukee fyrr en þann 27. s. mán. Farbréf fyrir hvern kostaði 94 ríkisdali ríkismyntar frá Kaupmannahöfn til Milwaukee. Dvöldu þeir um tíma í Milwatrkee, en Jón fór um haustið til Washington Island og keypti þar land í félagi við William Wickmann, sem áður er getið. Létu þeir félagar þá höggva skóg á landi sínu, og bygðu-útskipunar bryggju o.fl.  Árið 1873 skiptu þeir eignum sínum, og fékk þá Jón mest af landinu, með húsum, en Wickmann bryggjuna, ásamt nokkrum ekrum af landinu. Jón giftist 1877 Ágústu dóttir Einars kaupmanns Bjarnasonar í Reykjavík. Jón setti upp verslun á Vashingtoneyju um það leiti.

Guðmundur var formaður á Bakkanum frá því hann var 19 ára gamall þangað til hann fór af landi burt vorið 1870. Hann réði sig til fiskimanna frá Milwaukee sumarlangt, en fór um haustið til Washington Island og stundaði þaðan fiskveiðar. Hann kvæntist 1875, Guðrúnu Ingvarsdóttir frá Mundakoti.

Móðir Guðmundar "Málfríður Kolbeinsdóttir" var hagyrt og hefur varðveist ein vísa eftir hana, sem er svo hljóðandi.

Gísli, Þórður, Guðmundur,

Geir, Jón, Þorsteinn, Mangi,

Jóhannes, Stefán, Hróbjartur,

jafnt þar sjást á gangi,

 

Úr Stokkseyrar ýta vör

einhver fæst til bollinn,

allir þeir á einum knör,

út á Danapollinn."

                      MK

 

(Danapollur var í Stokkseyrarlending)

Árni GuðmundssonÁrni fór 18 ára gamall austur á Eyrarbakka; gerðist vinnumaður hjá G. Thorgrimsen og var hjá honum í 4 ár. Fór síðan til Reykjavíkur, og lærði þar trésmíði hjá Jóhannesi Jónssyni snikkara. Fór hann að því búnu aftur austur á Eyrarbakka, til Thorgrimsens, og var þar vinnumaður og búðarmaður þangað tiil um vorið 1870, að hann fór með þeim félögum til Ameríku. Var hann að fiskiveiðum um sumarið með félaga sínum Guðmundi Guðmundssyni, og fór það haust til Washington eyju. Árið 1880 flutti hann sig til Andabon County í lowa, og var þar i 2 ár við smíðar. Kom aftur til eyjarinnar, og dvaldi þar síðan en giftist ekki.

Jón (f.ca 1850) var um nokkur ár vinnumaöur og meðreiðarmaður dr. Hjaltalíns (var hann því stundum kallaður Jón Hjaltalín). Eftir að hann fór vestur, stundaði hann flskiveiðar, fyrst í Milwaukee og svo á Washington eynni.

Næstu árin fóru margir Íslendingar vestur til Washingtoneyjar og voru allmargir Eyrbekkingar á  meðal þeirra:

1872. Fóru 14 manns af Eyrarbakka; af þeim lentu flestir á eynni. Þrjár persónur af þeim voru þar enn árið 1900: Olafur Hannesson, sonur Hannesar Sigurðssonar og konuhans Guðrúnar Jónsdóttur á Litluháeyri á Eyrarbakka; Árni Guðraundsen, sonur Þórðar kameráðs Guðmundsen, sem lengi var sýslumaður í Arnessýslu, og konu hans Jóhönnu A. Knudsen; og Guðrún Ingvarsdóttir, sem giftist Guðm Guðmundssyni, eins og áður er getið. Hinir aðrir, sem lentu þar úr þessum hóp. voru: séra Hans Thorgrimsen; Dr. Arnabjarni Sveinbjörnsson; Þovkell Árnason frá Eiði á Seltjarnarnesi; og Olafuv Guðmundsson, frá Arnarbæli, en þeir fóru þaðan aftur eftir lengri eða skemri dvöl.

1873. Teitur Teitsson, hafnsögumaður af Eyrarbakka; var faðir hans TeiturHelgason, einnig búsettur á Eyrarbakka. Hann fór þaðan alfarinn 1887, og flutti til Manitoba.

1881. Björn Vernharðsson, ættaður af Eyrarbakka. Fór frá Íslandi til Milwaukee 1873; var þar þar til hann kom til Washingtoneyjar. Hann varr föðurbróðii Björns kaupmanns Kristjánssonar í Reykjavík. Sagðist Björn vera kominn í beinan ættlegg í móðurætt af Þangbrandi biskupi, en í föðurættaf Agli Skallagrímssyni.

1884, Hannes Jónsson af Eyrarbakka, sonur Jóns Jónssonar á Skúmstöðum i Rangárv.sýslu, og konu hans Ragnhildar Vernharðsdóttur. Sigurður Sigurðsson af Eyrarbakka, ættaður frá Skammadal í Mýrdal.

1885. Þórður læknir Guðmundsson, bróðir Árna, sem áður er nefndur -Kom 13. ágúst það ár. Hann dó snögglega 29. janúar 1899.

 

1886. Magnús Jónsson Þórhallasonar, af Eyrarbakka, en móðir Magnúsar var Þórunn Gísladóttir frá Gröf í V.Skaftafelssýslu.

1887. Jón Þorhallason, tiésmiður, faðir Magnúsar. af Eyrarbakka. Jón er ættaður frá Mörk á Síðu, sonur Þórhalls Runólfssonar, sem lengi bjó þar. Bárður Nikulásson, Bárðarsonar Jónssonar, af Eyrarbakka, ættaður úr Skaftártungu: var móðir hans Sigríður Sigurðardóttir, frá Hvammi, Arnasonar frá Hrísnesi.

 

1888. Þorgeir Einarsson, ættaður af Eyrarbakka. Kom til Milwaukee 1873, en dvaldi i Racine og Walworth Counties í 15 ár. Faðir hans, Einar Vigfússon fór með honum. (Sigurður Jónsson, Arnasonar Magnússonar Beinteinssonar, ættaður úr Þorlákshöfn. Móðir hans var Þórunn Sigurðardöttir frá Skúmstöðum í Landeyjum, og voru því foreldrar hans bræðrabörn. Kom til Minneapolis frá Kaupmannahöfn 1885).

 

Heimild: Almanak Ólafs  S. Thorgeirssonar 1900. http://brim.123.is/blog/record/425257/  http://brim.123.is/blog/2010/02/24/436646/

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260597
Samtals gestir: 33734
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 16:02:39