Flokkur: Fréttir
01.09.2019 22:42
Fornleifar á Eyrarbakka
Búðir norskra kaupmanna stóðu í landi Einarshafnar frá árinu 1316. á svipuðum slóðum og Sundvörðurnar nú og kölluðust "Rauðubúðir" manna á meðal. Nokkrum áratugum síðar leggst Ísland undir danskt konungsvald (1380). Um aldamótin 1500 var byggt þar stórt geymsluhús og baðstofa úr timbri. Stóð það á hnéháum stöplum. Öld síðar hófst einokunarverslunin á Íslandi. [https://is.wikipedia.org/wiki/Einokunarverslunin ]Einarshöfn fór illa í stóraflóði 1653 og voru bæir og verslunarhús flutt á Skúmstaðahorn. Hús þau hétu síðan Vesturbúðir. Síðan sumarið 2017 hefur verið grafið þar eftir fornminjum og nú síðast í sumar. Þau hús sem þar stóðu síðast voru byggð á árunum 1750 til 1892. Húsin komust síðar í eigu kaupfélags Árnessinga og voru rifin 1959 og var efnið flutt til Þorlákshafna, þar sem kaupfélagið byggði fiskverkunarhús úr efniviðnum, sem síðar brann.
Sjá: Húsbrot og rupl í Rauðubúð
Sjá: Haust
21.06.2015 17:07
Jónsmessuhátíðin, miðsumarhátíð Eyrbekkinga
07.06.2015 22:39
Sjómannadagurinn
26.05.2015 23:01
Flaggað frá
15.03.2015 12:54
Stormar og brim
09.08.2014 20:10
Verðlaunagarður
16.09.2013 23:43
Umsáturs ástand
13.09.2013 15:44
Afturgöngur á Eyrarbakka
04.09.2013 19:55
Ingólfur kemur á Eyrarbakka
29.08.2013 00:34
Skólinn lagfærður
26.08.2013 22:27
Framkvæmdir við Eyrargötu
23.08.2013 17:03
Leikmynd að fæðast
12.08.2013 11:14
Söguskilti
22.07.2013 20:15
Stríðsmynd tekin upp á Eyrarbakka
Ef öll tilskilin leyfi fást verður Eyrarbakki sögusvið kvikmyndar
sem gerist í síðari heimstyrjöldinni. Atburðirnir eiga að gerast í Noregi en
hagkvæmara þykir að taka upp meginefni myndarinnar hér á landi. Það er Sagafilm
sem stendur að undirbúningi fyrirtækisins með norskum kvikmyndagerðarmönnum sem munu reisa hér allmikið
kvikmyndasvið stríðsáranna, og m.a. mun alvöru skriðdreki leika stórt hlutverk
á Bakkanum. Áætlað er að tökur muni hefjast í síðari hluta ágúst og standa fram
í september. Þess er skemst að minnast að fyrir ári var tekin hér upp að stórum
hluta sænsk kvikmynd, en fyrsta kvikmyndaskotið þar sem Eyrarbakki kom við sögu
sem sviðsmynd var í íslensku kvikmyndinni Brekkukotsannál á 7. áratugnum.
Þorpið og umhverfi þess þykir búa yfir eftirsóknarverðu og jafnvel dularfullu myndrænu
sviði, svo hver veit nema "Hollywood" norðursins leynist hér.