Flokkur: Viðburðir

17.05.2007 00:09

Hvernig viðrar á vorskipið?

scantours.com/images/DenmarkÁ föstudaginn hefst vorhátíðn "Vorskipið kemur"á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem glæsileg dagskrá er í boði og þorpin taka á sig mynd 19.aldar. En hvernig viðrar á Stokkseyrarbakka um hátíðina? Eftir að hafa vafrað yfir nokkrar veðuspásíður er þetta niðurstaðan.

Föstudagur (Freysdag)18.maí: Rigningu sem spáð er aðfaranótt föstudags,styttir upp um hádegi, en þó nokkuð skýjað verður yfir daginn en tekur svo að létta til undir kvöld. Hæg NA átt og hiti um 10 - 12 °C að deginum en gengur síða í norðanátt og bætir í vind.

Laugardagur: Léttskýjað að morgni en þykknar upp yfir daginn en helst til þurt. NNV blástur og hiti um 10°C yfir daginn.

Sunnudagur: Kólnar nokkuð aðfaranótt sunnudags, jafnvel að frostmarki en hiti um og yfir 8°C að deginum.Færist í SA og Sunnan átt með rigningu síðdegis
.

Þess má geta að  vöruskipin komu ávalt inn á leguna þegar háflóð var og á föstudaginn er háflóð kl:19
Dagskrá hátíðarinnar er viðamikil og að mörgu leiti frumleg og líklegt að gestir hátíðarinnar hverfi aftur í tíman og upplifi lifandi stað og stund um aldamótin 1900
Dagskrána má nálgast á www.eyrarbakki.is

28.03.2007 12:54

Vorskipið á leiðinni.

Það er gullfallegt veður á Bakkanum í dag eins og víða á landinu. Á hádegi var NNA 2 m/s Léttskýjað og Skyggni >70 km hiti 3,6°C á mönnuðu veðurstöðinni en hinsvegar sýndi sjálvirka stöðin 5,8°C á sama tíma,en hún er staðsett rétt vestan við bæinn. Annars hljóðaði lýsingin frá veðurstofu Íslands í hádeginu þannig: Á hádegi var hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku él norðantil, en léttskýjað syðra. Hlýjast var 6 stiga hiti á Eyrarbakka, en kaldast 2 stiga frost við Mývatn. Svo er bara að njóta sólskínsdagsinns 28.mars.

Svo eru þær góðu fréttir frá Árborg að flýta egi lagningu fjörustígs.
 Framkvæmdir við lagningu fjörustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar eiga að hefjast árið 2008 í stað ársins 2010, samkvæmt breytingum á þriggja ára fjárhagsáætlun Árborgar. 

Þeir sem hafa sérastakan áhuga fyrir konum og víni geta hlýtt á Erling Brynjólfsson sagnfræðing flytja fyrirlestur í borðstofu Hússins fimmtudagkvöldið 29. mars kl 20.30. Nefnist fyrirlesturinn Um kvenfólk og brennivín.


Vorskipið kemur
Hópur áhugafólks og fulltrúar fyrirtækja í ferðaþjónustu á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa ákveðið að blása til vorhátíðar, helgina 18-20. maí, undir heitinu: "Vorskipið kemur! á Eyrarbakka og Stokkseyri

Meira um vorskipið.


27.03.2007 20:40

Lóan kom með vorið.

Nú er vorið komið á Eyrarbakka og er spáin góð fyrir morgundagin. Það má búast við sól og björtu veðri og er því tilvalið að skoða fuglanna í fjörunni. Farfuglarnir eru óðum að fylkjast að þessa dagana.

Í muggunni í dag mátti sjá nýkomna Tjalda spóka sig undir Bakkahlöðum og létu ekki smá él aftra sér í ætisleit enda víst að sársvangir séu eftir langt flug.
mbl.is/Jóhann Óli Hilmarsson


Vorboðinn ljúfi sást líka,en það var Jóhann Óli Hilmarsson sem náði þessari mynd af henni. En auk Lóu og Tjalds mátti sjá sendlingahópa á vappi svo og allmarga máfategundir. Nú bíða sennilega flestir fuglaskoðarar spentir eftir að fyrsti Spóinn og Hrossagaukurinn gefi sig fram
.
Tjaldur

28.01.2007 17:18

Íslands forni fjandi.

Þeir fréttir berast nú á netmiðlum að hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum og nær hann langt inn fyrir Þingeyri og hamlar siglingum og sjósókn. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem allra elstu menn muna á þessum slóðum. Þessu veldur öflug hæð suður af landinu sem orsakað hefur stöðugar suðvestanáttir að undanförnu.

 

Það er hinsvegar 313 ár síðan  eða árið 1694 sem fyrst er heimilda getið um svo mikinn hafís að hann náði inn á Eyrarbakka og suður fyrir Vestmannaeyjar og kom í veg fyrir að vorskipin kæmust með varning sinn til Eyrarbakka. Ekki var orðið skipafært inn á Einarshöfn fyrr en um Jónsmessu það ár og líklega hafa Íslendingar þá mátt þreyja Þorran og Góuna og gera sér súpu úr handritum og skinnskóm.

 

Tíðin.

Hér á Bakkanum hefur  tíðin verið mild, hiti frá 3-6 °C og hægar vestanáttir með þokusúld. Einungis stæðstu skaflar og snjóruðningar standa eftir hér og hvar og jörð virðist koma vel undan snjó.

 

Úr þorpinu.

Eyrbekkingar héldu sítt árlega þorrablót nú um helgina og ku hafa verið uppselt á þann vinsæla mannfögnuð nú sem endranær og þeir Skúmstæðingar sem héldu sig heima við máttu heyra óm af gleði og söng bergmála um hverfið. Væntanlega munu einhverjar fréttir af þessari Jöfragleði upplýsast á Eyrarbakki.is

08.01.2007 12:37

Halastjarna!

Dularfullt ljós á himni, hélt það væri háfleyg risaþota en þarna er á ferðinni halastjarnan  McNaught. Hægt er að sjá hana bjarta og skæra í suð austri snemma morguns. Það var ástralski stjörnufræðingurinn Robert McNaught sem uppgötvaði stjörnuna og er hún kennd við hann. Hann sá hana 7. ágúst í fyrra á mynd sem tekin var með stjörnusjónauka í Ástralíu. Þá var stjarnan of dauf til að sjást með berum augum, en síðan hefur braut hennar legið inn í sólkerfið og eftir því sem hún hefur nálgast sólina hefur hún orðið bjartari.

 

Elstu heimildir um halastjörnu er að finna í kínverskri bók frá 1057 f.Kr. Árið 66 e.Kr. skrifar sagnaritarinn Jósefus um halastjörnu sem hékk á himninum yfir Jerúsalem eins og glóandi sverð í heilt ár. Þúsund árum síðar, árið 1066, sáu normenn halastjörnu á himinum og töldu hana boða fall einhvers konungsdæmis.

 

Haldið þið nokkuð að bæjarstjórnin í Árborg sé  í fallhættu?

Í sögu jarðar kom oft fyrir að halastjörnur rákust á jörðina. Slíkir árekstrar léku stórt hlutverk í þróun jarðar, sér í lagi snemma í sögu hennar, fyrir milljörðum ára. Margir vísindamenn telja að vatnið á jörðinni og lífræn efnasambönd sem komu lífinu af stað hafi að hluta til komið frá halastjörnum. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir því hve vísindamenn eru spenntir fyrir því að rannsaka halastjörnur. Af sömu ástæðu er líklegt að einhverskonar lífræn efnasambönd eða lífsform hafi tekið sér bólfestu á öðrum plánetum t.d. á Mars. Vísindamenn telja meira að segja að lífsform í míkró formi hafi þrifist á Mars fram til ársins 1976 þegar plánetan var heimsótt af  Víking farinu sem átti að finna jarðlíkar lífverur á Mars en gerðu ekki ráð fyrir að hugsanlega þrifist þar lífverur í míkró formi. Nú telja sumir vísindamenn eins og Dirk Schulze-Makuch prófisor við Washington State University að NASA hafi eitt öllu lífi á plánetuni Mars með því að senda þangað "Viking" geimfarið.


Nasa found life on Mars and killed it

 

23.11.2006 21:40

Jólabjöllur á Bakka.

Í Árborg kveikti á jólaskrautinu í kvöld og er nú Bakkinn rauðum bjöllum prýddur fyrir jólið! Það vekur athygli að þessum lýsandi bjöllum hefur fjölgað talsvert frá fyrri jólum en þá voru þær eitthvað um fjórar talsinns en eru nú á öðru hverjum staur um strætið endilangt.

 

29.08.2006 18:20

Höfuðdagur

Þennan dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni Salóme að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Hvað gerir maður svo sem ekki fyrir konuna sína??

 

Eitt ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrina: lagði borgina New Orleans USA í rúst og varð 1350 manns að fjörtjóni. Mánuði síðar heimsótti fellibylurinn Ríta þá Orleansbúa sem eftir voru í ringulreiðinni eftir Katarínu.

 

Hjátrú segir að veður næstu þriggja vikna muni vera eins og á höfuðdegi. Svo er bara að sjá hvort það standist!

 

13.05.2006 18:23

Stemming á Bakkanum.

Það var margt um manninn í blíðuni á Bakkanum í dag sem og annarstaðar í Árborg á hinni rómuðu bæjarhátið "Vor í Árborg"! Það mátti sjá fólk lesa á ljósastaura og glugga í búðarglugga eða kynna sér leirbrenslu á bak við Byrgin, skoða söfn og myndlistasýningar. En líklegast var sölutjaldið við Rauða Húsið vinsælast þar sem margir fagrir listmunir og handverk af ýmsu tægi var til sölu.

11.05.2006 10:10

Vor í Árborg! Eyrarbakki 1900

Eyrarbakki

Það verður mikið um að vera á Bakkanum nú um helgina þegar vorið í Árborg gengur í garð.Menningarhátíðin, Vor í Árborg, er nú haldin í fjórða sinn. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að vanda og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst fimmtudaginn 11. maí klukkan 18.00 með afhendingu menningarviðurkenningar Árborgar 2006 í leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Á Eyrarbakka verða margir athyglisverðir viðburðir,m.a. útimarkaður milli Húsinns og Rauðahúsinns. Dagskrá

Eyrbekkingurinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson gerði dagskránni á Eyrarbakka góð skil í þættinum 6-7 á Skjá einum og þættinum Ísland í bítið á Stöð 2  sjá  Veftv

 

 

 

Flettingar í dag: 2108
Gestir í dag: 189
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266435
Samtals gestir: 34326
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 10:49:47