Flokkur: Atvinnumál
14.03.2007 14:34
Alpan
Núr er er liðið rétt um eitt ár frá því rekstri Alpans h/f var hætt á Eyrarbakka og því væri fróðlegt að vita hvernig íslensku álpönnuverksmiðjunni vegnaði í Targoviste í Rúmeníu og fann ég grein um þetta efni í viðskiptablaðinu sem er svo hljóðandi:
Íslensk álpönnuverksmiðja hefur framleiðslu í Rúmeníu
Framleiðsla er hafin á álpönnum í verksmiðju LOOK Cookware Ísland ehf. í Rúmeníu. Að sögn Ingimundar Helgasonar, stjórnarformanns félagsins, horfir ágætlega með reksturinn eftir nokkra byrjunarerfiðleika við að koma framleiðslunni af stað. Verksmiðjan hefur náð sölusamningi sem tryggir ákveðna grunnstarfsemi hjá fyrirtækinu næstu fimm ár og sagði Ingimundur að viðbrögð á nýlegri sýningu hefðu aukið mönnum bjartsýni.
Verksmiðjan í Rúmeníu er í grunninn sú starfsemi sem var á vegum Alpan hf. á Eyrarbakka um árabil. Eftir langvarandi erfiðleika í rekstri hér á Íslandi var ákveðið í lok árs 2005 að færa verksmiðjuna til Rúmeníu en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er framleiðslukostnaðurinn um það bil helmingi lægri þar en á Íslandi og í Danmörku, en þar í landi er helsti samkeppnisaðili verksmiðjunnar. Einnig skipti miklu máli varðandi flutninginn út að ekki fékkst starfsfólk til starfa á Eyrarbakka. Þá er verksmiðjan í Rúmeníu nær mörkuðum og hráefni.
Ingimundur sagði að það hefði verið kostnaðarfrekt að fara með verksmiðjuna út en nú horfði ágætlega með rekstur hennar. Verksmiðjan er í 4.800 fermetra húsnæði í borginni Targoviste og sagði Ingimundur að hún væri miklu betur búin en verksmiðjan á Eyrarbakka. Þannig væri skipulag og tækjakostur mun betra sem yki mönnum bjartsýni á reksturinn. "Við erum að þjálfa starfsfólk og því fylgja ákveðnir byrjunarörðugleikar. Öll aðstaða starfsfólks er miklu betri en hún var nokkurn tímann hér heima. Við erum í húsnæði sem er búið að endurnýja frá grunni og við erum vonandi búnir að búa þessu þann farveg að þetta geti gengið," sagði Ingimundur en hann benti á að næstu mánuðir væru mikilvægir fyrir framhaldið. www.vb.is
09.02.2007 10:56
Bakkamenn byggja.
Talsverðar byggingarframkvæmdir standa yfir á Bakkanum þessa dagana og ný hús dúkka upp hér og hvar í þorpinu. Í gær hélt Klaudiuzs reisugildi á "Figlarskistöðum" og óskar Nýtt Brim honum til hamingju.
Í hinum enda þorpsinns er Halldór Forni að gera sinn "Fornalund" fokheldann.Þetta er reisulegt hús sem Forni hefur byggt upp á egin spítur.
Við "Bráðræði" er verið að byggja í stíl úr stáli og staurum en í engu bráðræði.
Nú er búið að selja Álaborgina til Eyja og er þá útséð með það að útgerð og fiskvinnsla á Eyrarbakka heyrir nú sögunni til. Það eru breyttir tímar og tækifærin liggja nú á öðrum sviðum.
Tíðin:
Bjart en en dálítið frost með norðlægum áttum.
23.02.2006 12:53
Verstöðin þagnar
Frystihúsið er nú til Sölu Ísfold, áður Bakkafiskur og þar áður Hraðfrystistöð Eyrarbakka. Í frystihúsinu var nú líf og fjör í den! eða allt frá því árið 1944. Fiskilyktin, amoniakbrælan og suðið í frystivélunum var eðlilegur þáttur í umhverfi Eyrbekkinga á árunum áður að ógleymdum máfunum sem settu stóran svip á umhverfið með hringflugi og gargi. Nú er öldin önnur, fiskilyktin og máfarnir löngu horfnir og yfir þessari verstöð ríkir nú þögnin ein. Kanski verður þessum byggingum breytt í íbúðir eins og Kaupfélagshúsinu eða við tökum upp Stokkseyrískan sið og þarna verði sett upp menningarsetur ósýnileikanns af einhverju húsdýravinafélagi í líkingu við Hrútavinafélagið.
19.12.2005 19:51
Álpönnuverksmiðjan
Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu. Framleiðslu hér verður hætt í mars og hún hafin aftur í maí í húsnæði sem keypt hefur verið í Rúmeníu.
Alpan hf. var keypt frá Danmörku árið 1984 og hóf starfsemi sína sama ár á Eyrarbakka. Verksmiðjan í Danmörku hafði þá framleitt undir vörumerkinu LOOK í 35 ár og fyrirtækið því orðið 50 ára gamalt.
Alpan hf. hefur starfað á Eyrarbakka síðastliðin 20 ár og framleitt hágæða eldunaráhöld sem næstum öll fara á erlendan markað og hafa verið seld í yfir tuttugu löndum víðsvegar um heim. Þegar flest var hjá fyrirtækinu voru starfsmenn um 50.
Nú vinna 25 manns hjá Alpan og því ljóst að þetta er umtalsvert áfall fyrir Eyrarbakka.
Við hljótum að harma þessa ákvörðun fyrirtækisinns og það fordæmi sem í henni felst. Þó er líklegt að flestir sem starfa hjá fyrirtækinu fái vinnu annarstaðar enda atvinnuástand á svæðinu tiltölulega gott.
Alpan var upphaflega sett á fót til að styrkja atvinnuvegi á Suðurlandi og kom sér vel fyrir Eyrbekkinga sem voru á þessum tíma að missa útgerðina burt úr plássinu.