Flokkur: Umræðan.
02.04.2021 23:28
Árborg fortídar-1850 til nútídar.
Þad má med sanni segja ad um midja 19 öld hafi Eyrarbakki verid
nafli alheimsins í hugum íslendinga og ekki síst Sunnlendinga, því þangad komu menn
vída ad til útrædis og verslunar eins og þekkt er. Öldum saman var Eyrarbakki nátengdur
erlendri verslun og skipaferdum og íbúum stadarinns fór stödugt fjölgandi þó ekki
sé saman ad líkja vid Árborg nútímanns hvad fólksfjölgunina snertir ad ödru leiti
en því ad huga þurfti ad menntun barnanna. Í landinu var enginn eginlegur skóli fyrir börn sem svo mætti kalla, en nú stód hugur nokkura flóamanna til ad setja slíka stofnun
á fót enda var þörfin brýn. Oft var samtakaleysi sunnlendinga þrándur í götu enda
og fátækt og örbyrgd landlæg í þessum landshluta, ekki síst einmitt vegna þess.
Þad var því álitid ad yrdi mikid verk forgöngumanna ad sannfæra alþjód um ágæti
slíkrar skólastofnunar, en raunin vard önnur því flestir tóku þessum hugmyndum fagnandi.
Í nánd vid kaupstadinn voru um 50 býli og börn á aldrinum 7-14
ára á milli 30 og 40 talsins. Í Stokkseyrarhverfi voru 30 býli og 20 börn á þessum
aldri og ríflega annad eins á Bakkanum.
Forgöngumenn fyrir stofnun hjálparsjóds fyrir barnaskólann voru
þeir Gudmundur Thorgrímsen verslunarfulltrúi á Eyrarbakka, Páll Ingimundarsson prestur
í Gulverja og Stokkseyrarsókn og Þorleifur Kolbeinsson hreppstjóri á Litlu-Háeyri.
Skólinn var sídan formlega stofnadur árid
1852.
22.03.2020 01:00
Í skugga kórónuveiru
Um það leiti sem landsmenn voru að kveðja jólahátíðina og búa sig undir
langan og harðan vetur á hinu komandi ári 2020, barst sú fregn um netheima að í
Whuhanborg í Kína hefði uppgötvast ný og áður óþekkt veira af kórónastofni sem
átti upptök sín á markaði með villtar dýraafurðir þar í borg. Óvætturinn
reyndist bráð smitandi og barst um eins og eldur í sinu um gervallt Hubei hérað
og varð öldruðum og veikum skjótt að aldurtila. Engin bóluefni eða lyf voru til
gegn þessari veiru. Kínversk stjórnvöld voru sein að átta sig á alvarleika
málsins, en hófu þó gríðarlegt stríð við veiruna um síðir og urðu vel ágengt,
en því miður of seint fyrir heimsbyggðina. Veiran hafði stungið sér niður í
nálægum löndum, eitt og eitt tilfelli hér og hvar. Tilfellum fjölgaði smátt og
smátt, en sumstaðar náði hún sér mjög á strik einkum í Íran og síðan á Ítalíu,
Spáni og víðar.
Norður Ítalía er mjög þekkt fyrir textíliðnað sinn en einnig fyrir
ferðamennsku skíðaiðkenda. Þannig háttaði til að eignarhald á mörgum af þessum
textílverksmiðjum eru í höndum Kínverja og verkamennirnir koma flestir frá
Wuhan og héruðunum þar í kring. Beint flug var frá Wuhan til norður Ítalíu og
þannig barst vírusinn þangað og breiddist út á eldingshraða, einkum vegna
samskiptaháttu íbúana þar. Það var því ekki að sökum að spyrja að vírusinn
stingi sér niður á skíðahótelunum sem er vinsæll dvalarstaður evrópskra
skíðaiðkenda. Ítalir voru seinir til aðgerða, það var eins og þeir tryðu því
ekki að "Wuhan" var að raungerast hjá þeim og það var ekki fyrr en í óefni var
komið að norðurhéruðunum var lokað og síðan allri Ítalíu og útgöngubann sett á,
en þá blasti hryllingurinn þegar við og fólk deyjandi hundruðum saman.
Stjórnvöld í evrópu voru líka sein til viðbragða, og voru heldur ekki að trúa
því að þetta væri í raun að gerast með þessum skelfilega hætti. Nokkuð sem
hefur ekki gerst meðal nokkura liðinna kynslóða. Brátt fóru lönd að loka
landamærum sínum og reið Danmörk fyrst á vaðið með stórtækum aðgerðum og að
síðustu Evrópusambandið í heild sinni. Þá voru Bandaríkin þegar búin að skella
í lás og þóttu íslenskum stjórnvöldum það súrt í broti.
Nokkru fyr gekk allt sinn vana gang
á Íslandi og landinn var á ferð og flugi og gerði víðreist ofar skýjum á
vélflugum sínum til sólríkari landa, eins og íslendingurinn er orðinn hvað
vanastur, þrátt fyrir að segjast stundum vera með "flugviskubit" svona til að
friða blessuðu samviskuna gagnvart loftslagsmálum, en meinar auðvitað ekki
neitt með því.
Á norður Ítalíu var staddur nokkur
hópur skíðaáhugamanna, einkum úr mennta og heilbrigðisgeiranum. Margir myndu
kanski ætla þessum stéttum að hafa vaðið fyrir neðan sig öðru fólki fremur, en
eins og íslendingum er tamast þegar á þá sækir ferðahugur, að skilja vitið
eftir heima en þess í stað að trysta hópsálinni fyrir för. Með þessum forvörðum
íslensks samfélags smuglaði óvætturinn sér til vors lands. Viðbragðsteymi
Íslenskra stjórnvalda brugðust þegar við með aðgerðum stig af stigi eftir því
sem faraldurinn náði meiri fótfestu í landinu og lýstu fljótlega yfir
neyðarástandi. Það er mál flestra manna að vel sé að verkinu staðið, en þó er
ljóður á að ekki mátti styggja ferðamennsku að einu né neinu leiti í þessum
aðgerðum, enda treystu landsmenn betur á ferðamannin en lóuna til að kveða burt
snjóinn og leiðindin. Það var þó sjálfhætt því ferðamaðurinn hvarf hraðar af
landi brott en frostrósir undan sólu, en einhverjar spurnir hafa þó verið af
blessaðri lóunni þrátt fyrir hjarnavetur.
Í dag er veikin sem kölluð er Covid-19 af alþjóða heilbrigðisstofnuninni
(WHO) að breiða úr sér hægt og bítandi og róðurinn þyngist stöðugt hjá
heilbrigðisstofnunum. Á fimta hundrað veikir þegar þetta er ritað og yfir 5.000 í
sóttkví. Þeir sem geta vinna heima en aðrir við ýmsar skipulagðar takmarkanir,
einkum í skólum og stofnunum. og enn eru boðaðar hertari aðgerðir.
Ríkisstjórnin hefur lagt fram björgunarpakka fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra,
þó sitt sýnist hverjum eins og von er og vísa.
En þá hingað heim og að kjarna málsins. Á suðurlandi er mesta útbreiðsla
smits fyrir utan sjálft höfuðborgarsvæðið, samtals 34 smitaðir og 210 í
sóttkví. Ákveðin stígandi er að komast í útbreiðslu veikinar. Eina ráðið til
að kveða þessa óværu niður er að setja á algert útgöngubann í tvær vikur hið
minnsta ef nógu snemma er gripið til þess og setja á ferðatakmarkanir til og
frá landinu. Þannig má hlífa fjölda manns við að taka veikina með
ófyrirsjánlegum afleiðingum. Þetta er eina aðferðin sem dugar eins og er og
mörg ríki að taka upp, en þó virðist það ekki gert fyrr en í algert óefni er komið í mörgum tilvikum.
Það er nær öruggt að við næðum að kveða vírusinn niður með þessum hætti, en
síðan yrði að fara ofur varlega þegar opnað verður á ferðalög að nýju og
garentera að veiran komist ekki aftur inn í landið. Ef evrópa sem og öll önnur
lönd væru samtaka í þessu yrði hættan að mestu liðin hjá í sumarbyrjun.
05.10.2019 23:11
Uppfyllingar og kolefnisbinding
Nú á dögum er það til siðs að fylla upp skurði í mýrlendi sem grafnir voru upp í fyrndinni. Það var gert til að þurka upp mýrarnar svo að hafa mætti af því hey sem annars var oft hörgull á. Í nútíma landbúnaði gerist ekki þörf að hirða hey af mýrum sem eru í dag aðalega nýtt sem beitarlönd. Það er þó ekki ástæðan fyrir uppfyllingunum. Í fyrstu var það gert til að örva fuglalíf á tilteknum svæðum svo sem í fuglafriðlandinu á Eyrarbakka. En nú seinni ár til þess að kolefnisbinda jarðveginn. Hópur vísindamanna hafa nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að kolefnisútstreymi í andrúmsloftið sé að valda hamfarahlýnun á jörðinni, með þeim skelfilegu afleiðingum að allir jöklar jarðar bráðni á næstu árum og hækki sjávarborð um tug metra. Það mundi gjörbreyta strandlengjum um allann heim og færa eyjar á kaf. Ekki eru allir vísindamenn sammála um orsök fyrir þessari hlýnun á heimsvísu sem er mæld upp á ca 1°C það sem af er hlýskeiðinu. Sumir vilja skella skuldinni á ört vaxandi skóga og umfangsmikla skógrækt víða um heim, einkum í Skandinavíu. Er rökstuðningur þeirra ekkert síðri en hinna sem halda með kolefnisfullyrðingunni. Sumir vísindamenn telja hinsvegar aðalorsökina vera reglubundin ca 1000 ára sveiflu í sólinni sjálfri. Uppsafnaður ofurvarmi í miðju sólar sem nær smám saman til yfirborðs hennar og hjaðnar út á nokkur hundruð árum og endar í kuldaskeiði á jörðinni. Almenningur allur tekur þó kolefniskenninguna trúanlega, enda mikill áróður rekinn fyrir henni. Það hefur aftur skapað mikla taugveiklun og óróa meðal yngri kynslóða á heimsvísu. Stjórnmálamenn lofa hver í kapp við annann að bregðast við þessum heimsendaspám með öllum, eða næstum öllum tiltækum ráðum og til að sýna ungu kynslóðinni að eitthvað sé nú verið að gera, þá er spjótunum beint að bifreiðaeigendum sem keyra á jarðefnaeldsneyti, sem sé stóra málið.
Til gamans má geta þess að elstu skurðirnir á Eyrarbakka voru handgrafnir. Markaskurðurinn var grafinn 1885-1887. Hraunsskurðurinn var grafinn um 1908 (4,5km) Kjálkaskurðurinn var grafinn 1922-1928. Holræsin miklu voru grafin árið 192908.04.2015 23:16
Draumsýn á Eyrarbakka
Opinn kynningarfundur var haldinn að Stað um tillögu að
deiliskipulagi miðsvæðis á Eyrarbakka. Höfundar deiliskipulagstillögunar frá
Landform kynntu tillöguna og svöruðu fyrirspurnum. Almennt þótti tillagan góð
og henni fagnað, en margir þóttust þó sjá fram á að verða komnir í það neðra
áður en þessi draumsýn yrði að veruleika. Margt manna var á fundinum og nokkur umræða skapaðist
um nýjan miðbæ á Selfossi, þar sem fyrirhugað er að reisa gerfi- sögualdarþorp
í Eyrarbakkastíl og þótti sumum þar vegið að gamla Bakkanum, sem oftlega hefur
þurft að sjá á eftir perlum sínum flutta upp að Ölfusárbrú. Var bæjarstjórn Árborgar nokkuð gagnrýnd fyrir skoðanaleysi um
það hvernig "miðbær" þjónaði íbúum sveitarfélagsins best. Óttuðust menn að fyrirhugað
gerfialdarþorp á Selfossi yrði þess valdandi að kippa undirstöðunum
undan ferðaþjónustu við ströndina sem hefur verið að byggjast upp á umliðnum
árum.
02.09.2012 20:10
Fallegustu garðarnir á Eyrarbakka 2012
28.09.2011 22:41
Gamla gatan
Gamla gatan 1977. Hér má sjá að búið er að malbika austurbakkann, en malarvegurinn gamli og holurnar og pollarnir eru enn á vesturbakkanum. Á austurbakkanum eru járnstaurarnir komnir, en tréstararnir eru enn á vesturbakkanum og raflínurnar í loftinu. Malbikið endar austan við Skjaldbreið. Ekki var búið að leggja gangstéttir þegar hér er komið sögu, en voru byggðar í áföngum næstu árin á eftir. Þannig eru flestar gangstéttir á Bakkanum orðnar þrítugar og úr sér gengnar. Mikið hefur verið rætt um það meðal fólks hér í þorpinu að löngu sé orðið tímabært að endurnýja gamlar stéttar ásamt ljósastaurum sem komnir eru fram yfir leyfilegan notkunartíma. Hafði nokkru fé verið lofað af bæjaryfirvöldum á þessu ári til endurbóta 1. áfanga við austurbakkann, en nokkrir aðilar óskuðu eftir að þeim áfanga yrði frestað.
08.05.2011 18:35
Hverfisráð með fésbókarsíðu
Hverfisráð Eyrarbakka tók til starfa í febrúar 2011. Ráðið er eitt fjögurra hverfisráða sem starfa í umboði bæjarráðs Árborgar sem samráðsvettvangur íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og bæjaryfirvalda. Hverfisráðið hefur nú stofnað fésbókarsíðu til að auðvelda aðgengi íbúa að ráðinu og gera þeim kleift að koma að umræðum um málefni líðandi stundar. Ábendingum, fyrirspurnum og upplýsingum má einnig koma til ráðsins á hverfaradeyrarbakki@arborg.is
04.04.2011 23:12
Undirbúningur fyrir kartöflugarðinn
Margir hafa gaman að því að rækta sínar egin kartöflur, eða hafa hug á að koma sér upp smá garðhorni í þeim tilgangi.
Fyrsta skrefið við kartöfluræktina er að láta útsæðið forspýra til að flýta fyrir grasvextinum. Þá er kartöflunum raðað þétt í öskjur, eða kassa. Ágætt er að byrja forspýringuna í mars eða byrjun apríl, en fyrst þarf að "verma upp" þ.e. hafa þær við stofuhita í eina viku, en síðan láta þær spíra við 10-12°C, svo þær verði ekki fyrir áfalli þeggar þær koma í kalda jörðina. Við forspýringu þarf að vera hæfileg birta eða ljós svo spýrurnar sitji fastar á útsæðinu, því annars geta spýrurnar brotnað auðveldlega af við síðari meðhöndlun. Gæta skal þess að útsæðið ofþorni ekki, en ef rakastig er ekki nægjanlegt má úða á þær dálitlu vatni. Útsæðið má þó ekki blotna um of.
Garðinn þarf að plægja, svo jarðvegurinn verði hæfilega laus í sér. (Gott ráð er að hvíla kartöflugarðinn þriðja hvert ár til að losna við ýmsa kartöflusjúkdóma) Sé jarðvegur of súr er hætta á kláða og því gott ráð að bera á kalk u.þ.b. fjórða hvert ár. Garðurinn er tilbúinn til sáningar þegar jarðvegshiti á 10 cm dýpi er kominn í 7°C yfir hádaginn, eða þegar farið er að örla á arfagróðri. (í kulda og vætutíð að vori er gott ráð að plasta yfir garðinn fyrst um sinn)
Hvort sem plantað er í beð eða raðir er hæfilegt millibil á milli hnýða 20-30 cm og 4-5 cm undir jarvegsyfirborði. Hæfilegt bil milli raða eru 50 til 60 cm. Best er að bera áburð strax eftir plægingu og svo ekki fyrr en grös fara að koma upp. Hænsnaskítur og molta er t.d. ágætur áburður fyrir kartöflur.
Nauðsynlegt er að halda garðinum hreinum fyrir illgresi og arfa, en fara þarf varlega við reitingu svo kartöflugrösin skaðist ekki. Ef þér finnst jarðvegurinn vera þurr þegar fingri er stungið niður, þá er tímabært að vökva garðinn.
Eftir uppskeru þurfa kartöflurnar að þorna hæfilega svo þær mygli ekki. Kartöflur geymast best á þurrum og dimmum stað við 3-4 °C. Þær meiga ekki frjósa eða vera of lengi í sólarljósi.
28.10.2010 01:28
Gefum gaum að fátækktinni
Þann 17. október 1987 söfnuðust meir en hundrað þúsund manns saman á Trocadéro í París, þar sem því var lýst yfir að fátækt væri mannréttindabrot og þess krafist að þessi réttindi skyldu virt. Það sem við sjáum að farið er að bera alvarlega á fátækt í okkar landi er nauðsynlegt að þjóðin bregðast við þeim vanda þegar í stað. Samtökin BÓT hafa vakið athygli á þessum málum að undanförnu, auk þess sem fréttamiðlar hafa gefið þessu málefni gaum. Hjá stjórnvöldum virðist málefni fátækra ekki vera forgangsmál og er það miður. Þá hefur vakið athyggli að einungis tvö verkalýðsfélög hafa rætt þessi mál á opinberum vettvangi, en það eru Verkalýðsfélag Akranes og Frammsýn og hafa þau hlotið mikið lof fyrir aðkomu sína að þessum málaflokki. Það er ljóst af ásókn í framfærslustyrki hjá sveitarfélögum, að fátæktin er ekki bara bundin við höfuðborgarsvæðið, og vakna spurningar um hvernig þessum málefnum sé háttað hér á Suðurlandi en tölur í þessu efni virðast ekki aðgengilegar. Vonandi munu stéttarfélögin hér á Suðurlandi kanna þessi mál og fylgja því eftir, ef staðan er með þeim hætti í okkar heimabyggð.
21.10.2010 00:13
Fátæktin breiðist út á Íslandi
Í fyrra fengu tæplega 6.000 heimili fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Um sex hundruð fjölskyldur treysta á matargjafir frá Fjölskylduhjálp og um 4000 manns sækja aðstoðar til hjálparstofnunar kirkjunar í hverjum mánuði. Á bak við þessar tölur er einnig fjöldi íslenskra barna sem alast nú upp við krappari kjör en foreldrar þess gerðu. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 29% frá árinu 2008 og hefur því kaupmáttur launa rýrnað að sama skapi. Eignabruni og kaupmáttarskerðing íslenskra heimila er enn hamslaus. Um 13.000 manns eru skráðir atvinnulausir nú um stundir og er þá ótalið dulið atvinnuleysi, þ.e þeir sem eiga ekki lengur rétt á bótum samkvæmt reglum Atvinnuleysistryggingarsjóðs. Þá hafa þúsundir íslendinga leitað hælis erlendis, sem annars væru atvinnulausir. Árið 1997 sagði Jóhanna Sigurðardóttir núverandi forsætisráðherra að fátækt á Íslandi væri þjóðarskömm og ennfremur "Fátækt á Íslandi er heimatilbúinn vandi. Fyrst og fremst vegna óréttlátrar tekjuskiptingar og rangra leikreglna í samfélaginu, sem hægt væri að breyta ef vilji væri til þess[.1] ". Nú er tíminn kominn, en hvar eru þá efndirnar? Það er ljóst að stjórnvöld eru stopp og jafnvel afturábak í velferðamálum og er það miður, þar sem velferðarmál hafa skipað stóran sess í orði hjá þeim stjórnmálaöflum sem sitja við völd. Það er mikilvægt að Verkalýðshreifingin sem og önnur áhrifasamtök í landinu verði ekki líka stopp og taki nú höndum saman um að útrýma fátækt þegar í stað. Það verður best gert með því að laun verkafólks verði hækkuð verulega, jafnvel það mikið að laun einnar fyrirvinnu dugi til að framfleyta meðalfjölskyldu. Það er nefnilega ekki nóg að tala um vandann, heldur þarf líka að ákveða lausn vandans, því þessi vandi felst ekki síst í of lágum launum verkafólks og ber verkalýðshreifingin þar sjálf mestu ábyrgð á. Í annan stað að ríki og sveitarfélög leggi til handbært fé og stofni til atvinnurekstrar í útfluttningsgreinum til styrkingar atvinnulífinu fremur en óarðbærar framkvæmdir eins og hingað til hefur tíðkast.
15.10.2010 00:54
Þeir sögðu nei við örmagna þjóð
Starfsgreinasambandið hefur ályktað gegn almennri skuldaniðurfellingu heimilanna í landinu og þar með hafa vekalýðsfélögin á landsbyggðinni tekið forustu um að slökkva síðasta vonarneista skuldugrar þjóðar. Verkalýðshreifingin er aðili að öflugustu fjármálastofnun landsins, þ.e. lífeyrissjóðunum sem hafa fjármagnað húsnæðiskerfi landsmanna að mestu leiti í gegnum Íbúðalánasjóð. Ef fjármálastofnanir landsmanna sem bera sína ábyrgð á græðgisvæðingunni og verkalýðshreifingin sem lét sér það vel lynda ætlar að vera stikk frí í þessum ógnarvanda, þá verður hann óleystur og líklega tapast þá miljarðarnir sem hér þarf til hvort sem er þegar íbúðaverð hrynur vegna offramboðs og landflótta ungs fólks sem sjálfumhyggja fjármagnseigenda býður uppá. Þá verða fáir aðrir eftir í þessu volaða landi en öryrkjar og eftirlaunaþegar og hverjir munu þá borga í lífeyrissjóðinn? Það er unga fólkið sem á í mesta skuldabaslinu og oftast eru það venjulegt launafólk og er þá ekki einhver þversögn í þessari afstöðu SGS og verkalýðshreyfingarinnar? Það er ástæða fyrir því að fólk ræður ekki við skuldir sínar og ástæðan er sú að fjármálafyrirtæki og stofnanir fóru offari í gróðahyggju og braski og ekki eru undanskyldir lífeyrissjóðir landsmanna sem hafa tapað margir hverjir sömu upphæð í þeim leik og hér þarf til að leiðrétta húsnæðisskuldir landsmanna og ekki var í þá tíð talað um aðför að lífeyrissparnaði. Þið pattaralegu verkalýðsforingjar ættuð öllu heldur að byggja upp vonir og trú á þessu landi fremur en hitt. Það má vel líta á leiðréttingu húsnæðisskulda sem góða fjárfestingu í framtíð þjóðarinnar, sem mun því fyrr ná efnahagslegri heilsu.
(þegar ég gagnrýni í þessari grein afstöðu verkalýðsfélaga innan SGS vil ég sérstaklega undanskilja Verkalýðsfélag Akranes sem er að mörgu leiti samdóma þessari grein í sínum skrifum.)
07.10.2010 14:25
Atlaga að landsbyggðinni
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisins verður 16% niðurskurður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eða um 412 milj. króna og þar af 56.5 % á sjúkrasviði að því er fram kemur í fjölmiðlum dagsins. Samkvæmt heimildum þarf að segja upp 50 til 60 stöðugildum hjá stofnunni. Sömu sögu er að segja frá öðrum sjúkrastofnunum víða á landsbyggðinni. Frumvarpið er raunveruleg atlaga að landsbyggðarfólki og þar með Sunnlendingum. Þegar hafa tapast um 700 störf í héraðinu sem er illa leikið eftir bankahrunið og óstjórn fyrri ára. Það er því að bæta gráu ofan á svart ef núverandi ríkisstjórn ætlar að vega ennfrekar að héraðinu og ógna störfum fólks og þar með heimilum þess og þar með flæma menntað fólk og þekkingu þess úr landi. Ófaglærðir eiga litla möguleika á störfum erlendis og virðist eiga fáa kosti aðra en að sitja fast í fátæktargildrunni sem af þessari stefnu hlýst. Um leið er frumvarpið atlaga að heilsu landsbyggðarfólks, en eins og allir vita hættir fólk ekki að veikjast þó sjúkraþjónusta sé höfð sem lengst í burtu. Þó sjálfsagt sé af stjórnvöldum að ætlast til ráðdeildar, sparsemi og hagræðingar, þá virðast þessar tillögugr ekki til annars fallnar en að spara aurinn og kasta krónunni, þegar litið er á þær afleiðingar sem þessi niðurskurður mun hafa á landsbyggðina til langframa.
Sjá einig ályktun VG Árborg
SLFÍ
BSRB
Báran
SASS
02.04.2010 01:30
Fimmvörðuháls
Um Fimmvörðuháls liggur hin forna smalaleið milli Eyjafjalla og Merkurbæjanna. Fráfærufé var smalað um hálsinn og inn í Goðaland og Þórsmörk til vetrarbeitar, en þessa leið var síðast smalað 1917. Um leiðina voru á sínum tíma reistar 5 vörður sem hálsinn dregur nafn sitt af. Einhventíman fóru vörður þessar undir jökul, en skutu síðan upp kollinum þegar jökullin hopaði milli 1930-1940. Undir hálsinum liggur sennilega gömul gosrás sem nú hefur rutt sig eins og alþjóð veit. Skáli "Fjallamanna" var byggður á Fimmvörðuhálsi um 1940, en þar þótti gott til skíðaiðkunar. Fimmvörðuháls er þó talinn hið mesta veðravíti ef svo ber undir. Hin síðari ár hefur leiðin frá Skógum yfir Fimmvörðuháls til Þórsmerkur verið vinsæl gönguleið meðal útivistarfólks.
27.03.2010 00:28
Fer Katla á kreik ?
Kötlugosið 1625 mun vera það sem glöggar sagnir eru um, en af heimildum má ráða, að Katla hafi oft gosið áður eftir að land var numið. Fyrsta hlaupið niður Mýrdalssand eftir að land byggðist hefur trúlega orðið árið 1000. Sigurður Þórarinsson hefur i ritinu Jökli 1959 gert yfírlit yfir þau Kötlugos, sem sennilegt er að hafi orðið en tiltekur þó ekki gos árið 1000.
Fyrsta hlaupið, sem söguleg vissa er fyrir að farið hafi niður Mýrdalssand, mun hafa orðið laust fyrir árið 1179. Eitt þeirra Kötlugosa, sem óglögglegar heimildir eru um, er gos sem olli svonefndu "Sturluhlaupi" árið 1311. Um það segir m.a.: "að tók af alla byggðina, sem eftir var á Mýrdalssandi. Það svæði var kallað Lágeyjarhverfi". "Um vorið var farið að leita, þar sem bæirnir höfðu staðið, því að hlaupið hafði svo gersamlega sópað burtu bæjum, húsum, engjum og högum, mönnum og öllum fénaði, að það sást ekki að þar hefði nokkurntíma byggð verið, heldur aðeins eyðimörk, hulin sandi og vikri, marga faðma djúpt niður".
Kötlugosið 1918 er líklega eitt mesta eldgos, sem orðið hefir hér á landi síðan 1875. Laust eftir hádegi laugardaginn 12. okt. 1918 fundust snarpir jarðskjálftakippir í Mýrdal, og litlu síðar sást mökkur yfir Mýrdalsjökli. Var hann hvítleitur í fyrstu, en sortnaði síðan, og þótti mönnum þá augljóst, að Katla væri komin á stúfana. Um nónbil hljóp jökullinn. Kom vatnið fram í tveim stöðum: austast og vestast á sandinum. Vestara hlaupið braust fram milli Hafurseyjar og Höfðabrekkuafréttar, uns það skall á Selfjalli. Féll þá nokkur hluti þess yfir í farveg Múlakvíslar og eftir honum til sjávar, en meginfóðið ruddist suður sandinn, milli Selfjalls og Hafurseyjar, og á haf út beggja megin við Hjörleifshöfða. Náði það, að sögn, frá hæð þeirri á sandinum, sem Lambajökull nefnist, og vestur undir Múlakvísl, svo að þessi hluti hlaupsins hefir verið um 12 km. á breidd við fjörur frammi. Austara hlaupið féll fram úr jöklinum nálægt Sandfelli. Lagði það undir sig austanverðan sandinn og klofnaði í ýmsar kvíslar um öldur og fell. Nyrsta kvíslin féll í Hólmsá, fyllti gljúfur hennar og svipti burt brúnni, en aðalvatnið tók stefnu á Álftaverið, og féll sumt fram yfir það og út í Kúðafljót, einkum eftir farvegum Skálmar og Landbrotsár, en sumt rann beint út í sjó vesur af Álftaveri, og er talið, að það hafi náð vestur að svonefndu Dýralækjarskeri.
Sagan kennir okkur að gos í Kötlu koma jafnan eftir gos í Eyjafjallajökli. En hvort gosið á Fimmvörðuhálsi sé undantekning er alveg óvíst.
Heimild: Tíminn Sunnudagsblað , 5. tölublað 1969- Náttúrufræðingurinn 1-3 tbl 1934