Flokkur: Stormar

24.09.2007 12:02

Hvassviðrið


Það var ansi hvasst á landinu um helgina og hér sunnanlands fór meðalvindur upp í 34m/s á Stórhöfða um miðnætti aðfaranætur sunnudags með hviðum allt að 41m/s sem er 147,6 km/klst en það mundi nægja til að teljast styrkur 1.stigs fellibyls. En mesta hviðan var á bænum Steinum undir Eyjafjöllum þar sem vindur fór í 47 m/s á laugardagskvöldið. Á Bakkanum fóru hviður öðru hvoru upp í 20 m/s sem telst stormur en annars var allhvast eða strekkingsvindur.

Í dag eru tvö ár frá því að fellibylurinn Ríta gekk á land í Texas og varð 100 manns að bana. Fellibylurinn skildi eftir sig eiðileggingu upp á 5.8 billjón dollara í Texas og Louisana.Meðalvindhraði Rítu var um 192 km/klst sem svarar 53 m/s eða ríflega12 gömul vindstig.

04.09.2007 14:17

Stormurinn gnauðaði

Það var úrhellis rigning og hvassviðri á ströndinni í nótt og í morgun og fóru einstakar rokur upp í 21m/s á Bakkanum. Laufin rifnuðu af trjánum í stormhviðunum og þyrluðust um allar tryssur. Nú er kólgubrim og særót mikið.

23.03.2007 10:15

Nú er hann á sunnan

Fékk þessa skemtilegu veðurvísu um storminn stríða sem gekk yfir í nótt sem leið, en þá mældi veðurathugunarmaðurinn á Eyrarbakka 21 m/s um miðnættið.


Svefnsamt varla verður þér
vindar þjóta um grund og sker
brim mun æða
öldur flæða
uns til norðurs áttin fer.

Ingi Heiðmar Jónsson Meira

Annars á hann að hvessa lítilega aftur af sunnan á Laugardaginn með rigningu, en á sunnudag verður komið hið besta brimskoðunarveður með 6-7 metra háum öldum.

22.03.2007 10:26

Úrhelli og vindi spáð!

Það er spáð stormi í kvöld og allt að SA 25 m/s og mikilli rigningu. Suðvestan 10-15 og kólnar heldur með skúrum eða éljum seint í nótt, annars var veðrið á Eyrarbakka kl 09:00 VNV 13 m/s Rigning Skyggni 11 km Dálítill sjór . 4,4°C.

Líklegast er að veðrið verði verst á suðvesturlandi og vestfjörðum en skást á norðausturlandi og undir Vatnajökli. Talið er að mesta úrkoman verði á svæðinu milli Þjósár og Seltjarnarnes.

Heitavatnslaust er á Bakkanum vegna viðgerða á stofnæð.

11.03.2007 11:57

Sunnudagsstormur.

Veðrið á Eyrarbakka var svo hljóðandi kl.09:00 frá Veðurstofu Íslands: S 22 m/s (Stormur) Rigning og Skyggni 6 km hiti 5,0°C 967,9 hPa.
Það er mikill sjór og stórveltu brim. Á bakkanum hefur gengið á með miklum rokum og slydduéljum eftir að veðrið skall á um kl 21 í gærkvöldi, en hvassast hefur verið nú snemma í morgun,en er nú heldur að draga úr nú um hádegi.

Kl. 9 var suðlæg átt, víða 15-22 m/s og skúrir, slydduél eða haglél sunnan- og vestanlands og eldingar voru á Kirkjubæjarklaustri. Norðaustan og austanlands var vindur hægari og þurrt.

30.11.2006 08:07

Hressandi stormur

Nóvember hefur verið einn sá stormasamasti um langa hríð,byrjaði með hvelli og endar líklega á sama hátt. Á loftmyndinni má sjá lægðina sem er að renna upp að suðurströndinni en hún er um 950mb.

Lægðinni fylgir mikill vindbeljandi undir Eyjafjöllum og austur með ströndinni.

23.11.2006 13:09

Stórveltu brim

Bylgiur og brim þessa heims veltast um og brotna á Bakkanum. Nú er upplagt að fara í fjöru, horfa og ekki síst hlusta á þessa jötna hafsinns.

10.11.2006 08:50

Lægð 09.11.06

 

Óveðrið gekk yfir landið í nótt og fór minna fyrir veðrinu en ætla mátti af veðurspám þó lægðin væri ansi kröpp. Loftvog komst lægst á Bakkanum um kl.02:00 en þá féll loftvogin niður undir 966.2 mb.  Meðalvindur komst hæst í 19.1 m/s kl. 03:00.  Vindhviður fóru upp í 27m/s undir morgun

 

 

09.11.2006 22:02

Nóvemberstormur!

Eins og sjá má á þessu spákorti dönsku veðurstofunnar verður lægðamiðjan yfir Reykjanesi um miðnætti og mun færast hratt norður. Loftvog er hrað fallandi, komin niður fyrir 990 mb. Spáð er allt að 10-12 metra ölduhæð við suðurströndina á morgun. Ekki er útlit fyrir sjávarflóðum í kjölfar veðursinns þar sem ekki er stórstreymt þessa dagana. Háflóð verður kl 09:00 í fyrramálið og gert er ráð fyrir 3,18 metra sjávarhæð og talsverðu brimi.

 

Staðan kl.22:00

12.09.2006 08:56

Fellibylurinn Florance

Á þessum degi er fellibylurinn Florance  á NNA leið með 30 km hraða en mun að líkindum auka hraðann á fimtudaginn þegar hann heldur út á Atlantshafið sem hitabeltisstormur.Gert er ráð fyrir að stormurinn muni berast austur á Írlandshaf en áhrifa hans má vænta síðar við suðurströnd Íslands með tilkomumiklu brimi.

 

Meðal vindhraði fellibylsins er nú um 140 km/klst eða 1. stigs fellibilur á Safír-Simpson skala en mun veikjast á næsta sólarhring.

 

Florance er víðáttumikill 974 mb fellibylur með 110 km radíus en áhrifa hanns gætir í 465 km fjarlægð.

 

Heimild: Alþjóða fellibyljamiðstöðin.

 

24.11.2005 20:14

Delta 25.Hitabeltisstormurinn

Hitabeltisstormurinn Delta, sem myndaðist í gær á Atlantshafinu, er 25. stormurinn sem nær þeim styrk að hann hljóti nafn á fellibyljatíðinni á þessu ári. Delta kann að ná fellibylsstyrk, en samkvæmt veðurspám er ekki hætta á að hann komi nærri landi. Aldrei fyrr hafa svo margir hitabeltisstormar myndast á fellibyljatíðinni, sem stendur frá 1. júní til nóvemberloka. Af 25 stormum hafa 13 náð fellibylsstyrk.

www.visir.is

07.11.2005 15:46

Mannskæður Skýstrokkur

22 íbúar í Indianafylki í Bandaríkjunum fórust þegar hvirvilbylur gekk yfir fylkið um helgina. Hvirvilbylurinn kom fyrirvaralaust á meðan íbúarnir voru í fasta svefni og olli gríðarlegri eiðileggingu. Skýstrokkurinn eyddi hjólhýsabyggð í Evansville. Eignatjón er gífurlegt. 21.000 heimili eru rafmagnslaus.

Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þvermál, en ferðast hæglega á annað hundrað kílómetra á 1-2 klukkustundum. Vindhraði í hvirfilbyljum getur farið yfir 100 m/s og er eyðilegging í samræmi við það.

Flettingar í dag: 2163
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266490
Samtals gestir: 34328
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 11:10:52