Flokkur: veðurmetin
25.06.2007 22:25
Dagsmet slegið.
Kl 18 í kvöld var sett nýtt dagshitamet á veðurstöðinni á Eyrarbakka þegar hitinn fór í 20,2°C þá hafði dregið frá sólu og og vindur snúist úr SV til Noðanáttar.
Samkvæmt bestu heimildum Nýs Brims þá var eldra dagsmet 25 júní fyrir stöð 923 á Eyrarbakka sett árið 1963 en þá fór hitinn hæst í 16,8°C (18,8°C árið1925 en mælingar þá voru óáræðanlegar)
Enn vantar tæpar 3°C til að slá methita í júní frá árinu 1999 sem sett var þann 30. upp á 22,6°C (6.jún 1924 24,1°C en mæling óáræðanleg)
Óvarlega má marka af þessu hlýnun andrúmsloftsinns þó svo dagsmet hafa nú verið slegin tvisvar í júní á þessu ári eins og í maí. Líklega á árið 2002 flest júní dagsmetin eða samtals 5
11.06.2007 22:59
Hitamet í dag.
Mánaðarmet fyrir júní var sett þann 30 júní 1999 en þá fór hitinn hæðst í 22,6°C
Ekki skal útilokað að þetta met kunni að falla síðar í mánuðinum.
Horfur eru á bjartviðri fram yfir miðvikudag (óðinsdag) en ekki eru líkur á að hitin nái sömu hæðum og í dag hvað sem síðar kann að verða.
31.05.2007 17:12
Enn eitt met.
Þessi heiti loftmassi á rætur að rekja til A-Evrópu, aðalega suður Svíþjóðar og Póllands
Local veðurspá fyrir sjómannadaginn á Eyrarbakka: (Með fyrirvara um að hún gæti hæglega farið í vaskinn)
Suð austanátt og 5 m/s skýjað og dálítil rigning fyrripart dags en þornar upp e.h.. Hiti 10-12°C
30.05.2007 21:23
Nýtt met.
Það fór eins og veðurfræðingar höfðu spáð fyrir "Heitur dagur í dag"!
Í dag var nefnilega hið allrabesta veður og komst hitinn hæðst í 17°C á Bakkanum um kl 16 sem er nýtt met yfir hæsta mælda hita fyrir daginn 30.maí hér á nafla alheimsinns.
Eldra metið fyrir þennan dag mánaðarinns á Eyrarbakka var sett árið 2002 en það var 16,5°C
Það vantar þó tæpar 3° á að slá við mánaðarmetinu fyrir maí sem sett var þann 5.maí 1988 en þá fór hitinn hæðst í 19,8°C