Flokkur: Daglegt líf
24.04.2006 15:43
20 ár frá kjarnorkuslysinu í Tjernobyl
Þess er nú minst að 20 ár eru liðin frá hinu hörmulega kjarnorkuslysi í Chernobyl í Úkrainu. Hinn 26. apríl 1986 átti sér stað hræðilegasta kjarnorkuslys sögunnar í borginni Chernobyl í Úkrainu. Um 135 þúsund manns urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi. Margir dóu úr sjúkdómum af völdum geislavirkni, einkum krabbameini í skjaldkyrtli og fjöldi barna fæddust vansköpuð í námunda við þessa borg dauðans. Geislavirkt úrfelli dreifðist víða um Evrópu og Norðurlönd og mengaði jarðveg vötn og ár. Í Póllandi mældist til að mynda 500 sinnum meiri geislun en venjulega skömmu eftir slysið. (Verði maður fyrir 100 faldri geislun í eitt ár leiðir það til krabbameins.1000 föld geislun í stutta stund er banvæn) Talið er að Chernobyl verði þögul draugaborg næstu 48000 ár, en það er sá tími sem tekur geislunina að brotna niður í náttúrulega geislun. Chernobylverið framleiddi u.þ.b. 28,5 milljarða kílówattstunda á ári, en í því varð sprenging þegar verið var að gera tilraunir með nýjan búnað. Ekki tókst að kæla kjarnan niður og tók hann að bráðna með þessum hrikalegu afleiðingum og var eina ráðið að steypa yfir hann. Geislunin frá kjarnorkuverinu var 200 sinnum meiri en frá kjarnorkusprengjunni sem bandaríkjamenn vörpuðu á Hírósíma 1945
Þó kjarnorkuver séu fullkomnari og öruggari í dag, þá verður aldrei hægt að útiloka að stórslys sem þetta endurtaki sig einhvrntíman aftur, enda skiptir fjöldi kjarnorkuvera í notkun hátt fjórða hundrað og eru flest staðsett í Bandaríkjunum.
23.04.2006 20:37
15 sögur Sigurðar á prent!
Nú í byrjun maí má vænta að út komi afmælisrit Sögufélags Árnesinga, en þar munu nokkrar af sögum Sigurðar Andersen fyrv. símstöðvastjóra vera meðal efnis. Að undanförnu hef ég verið í samstarfi við Sögufélagið varðandi það efni sem Sigurður hafði safnað í gegnum tíðina og ákveðið hefur verið að birta um helming sagnanna eða m.ö.o. 15 sögur ásamt inngangi og ágrip úr ævi Sigurðar.
Allar sögurnar má finna á slóðinni www.eyrbekkingur.blogspot.com
20.04.2006 12:03
Gleðilegt Sumar!
Vorið er komið og grundirnar gróa! Vorfuglarnir,Lóan,Spóinn,Tjaldurinn og allir hinir flykkjast til landsinns og um gamla þorpið ómar fuglasöngur frá morgni til kvölds! Ekki er að sjá að spörfuglarnir séu haldnir flensu þessa dagana þó annað megi segja um efnahagskerfi landsinns sem virðist hafa fengið skæða inflúensu með mikilli verðbólgu og háum hita! Bensínverð rýkur upp og allt á leiðinni til Helvítis!
Ástæðan er sögð sú að menn óttist að litli ljóti kallinn í Hvítahúsinu hafi tekið nýtt æðiskast og vilji bomba kjarnorkusprengjum á klerkana í Íran! Menn vita sem víst að litli ljóti kallinn sé til alls vís!
Gleðilegt Sumar!
16.04.2006 10:51
Gleðilegan eggjadag!
Úr egginu kom þessi málsháttur " Einginn skal kenna það öðrum sem ekki kann sjálfur"
22.03.2006 09:39
Hákon Hugi.
Nýtt Brim flaggar í tilefni dagsinns!
Fæddur.21.mars 2006. Foreldrar Elfa Dís Andersen og Óskar Kristinn.
20.01.2006 08:31
Bóndadagur
Nú í ár ber mikinn merkisdag upp á 20. janúar, en þá hefst þorri. Þorri er gamalt íslenskt mánaðaheiti. Nú á dögum könnumst við við þetta heiti úr hugtökum eins og þorramatur og þorrablót. Þessi dagur kallast líka bóndadagur og einmitt þennan dag er líka mið vetur. Veturinn er s.s. hálfnaður.
01.09.2005 00:48
Eyrarbakkasögur.
Nú hefur verið ákveðið að Sögufélag Árnesinga fái að birta
nokkrar Eyrarbakkasögur í riti sínu sem væntanlegt er á haustmánuðum. En eins og kunnugt er safnaði Sigurður Andersen fyrrverandi Símstöðvastjóri á Eyrarbakka munmælasögum sem ýmsir gamlir Eyrbekkingar höfðu frá að segja og oft eru þetta gamansögur af ýmsu því sem gerðist í þorpinu frá fyrri tíð þegar Eyrarbakki var einn aðal verslunarstaður Suðurlands.
20.08.2005 00:00
Hafsins fley
Nýjar myndir komnar í albúmið! þemað er "Hafsins fley" 20 myndir frá ýmsum stöðum af skipum og bátum. Einnig er kominn texti við allar myndir.Skoðið endilega!
18.08.2005 23:01
Skjaldbakur.
Bæjarstarfsmenn eru byrjaðir að rífa Skjaldbakinn sem m.a. var lengi notaður sem veiðarfærageimsla og verður örugglega "sjónarsviptir" af þeirri skemmu þegar verkamennirnir hafa lokið við sína niðurrifsstarfsemi. Væntanlega mun efniviðurinn síðan verða fluttur á Selfoss.
11.08.2005 01:05
Góðar Myndir
Ég mæli eindregið með því að þið skoðið síðuna hjá Svenna. www.123.is/svenni Þar er að finna stórglæsilegar myndir og er hver og ein verðlaunahæf að mínum dómi,en skoðið þetta sjálf og athugið hvað ykkur finnst.