Flokkur: Daglegt líf
17.01.2008 12:55
Færðin
31.10.2007 12:36
Allur snjór farinn.
Allur snjór er nú horfinn úr Flóanum eftir úrhellis rigningu í gærkvöldi. Flestum (88%) þótti liðið sumar hið allra besta í manna minnum samkv. skoðanakönnun. Íslendingar voru líka á útopnu að eyða sumrinu og peningum í ferðalög, nýja bíla, glæsihús, hjólhýsi og bókstaflega keyptu allt sem mögulegt var að kaupa, meira að segja lopapeysur á alla fjölskylduna, hundinn og köttinn. Ég sá að útlendingarnir hristu bara hausinn!
Veðurlýsingin á Bakkanum var þannig í hádeginu: Eyrarbakki NNV 6 m/s Skýjað Skyggni 18 km Dálítill sjór . 2,6°C 1000,1 hPa og stígandi loftvog.
14.09.2007 18:23
Uppskera
Kartöflurnar spruttu ágætlega á Bakkanum þetta sumarið og nú er komið að því að taka þær upp fyrir veturinn.
Annars var lítilsháttar næturfrost liðna nótt og komst í tæpar -2°C
01.09.2007 00:18
Sú var tíðin á ströndinni.
Á ströndinni þar sem brimið svarrar og tröllaukin úthafsaldan utan af Atlantshafi teygjir hvítfextan fald sinn á þessum fyrstu haustdögum standa sjávarþorpin Eyrarbakki og Stokkseyri eins og hljóð systkyni hlið við hlið og bíða þess að eftir þeim verði tekið.
Sú var tíðin að þessi þorp voru aðeins tvö í Flóanum og áttu sitt blómaskeið en svo kom tími hnignunar eins og hjá svo mörgum sjávarþorpunum nú til dags. Bakkinn var á sínum tíma snertipunktur Suðurlands við umheiminn. Þangað komu skip og þaðan fóru skip yfir Atlantsála suður til framandi landa og þar var miðstöð verslunar og viðskipta fram eftir öldum. Á Bakkanum er líka eina húsið á landinu sem skrifað er með stórum staf, þar stóð vagga menningar við músik og selskapslíf fína fólksinns. Á Stokkseyri bjó þá Þuríður formaður, Jón í Móhúsum og draugurinn Móri þar sem sjósókn, landbúnaður og verslun var stunduð af mikilli eljusemi.
Svo kom sá dagur að verslunin hvarf á braut til hins nýja staðar sem Selfoss heitir og þá hljóðnaði músikin í heilan mannsaldur frá píanóinu góða í Húsinu. En þorpsbúar lögðu ekki árar í bát heldur efldust í útgerð og fiskvinnslu, byggðu höfn og frystihús og virtust bara geta horft björtum augum til framtíðar, en svo fór allt öðruvísi en ætlað var og þessi undirstöðu atvinnuvegur þorpana hvarf í kalda brimöldu kvótakerfis og uppkaupa Sægreifa.
Þá var brugðið á það ráð að sameina Flóafjölskylduna í það sem Árborg heitir í von um að hefja mætti þessi þorp til vegs og virðingar á ný og á meðan brimið þvær hin skreypu sker tóku heimamenn, einkum á Stokkseyri að sækja ný mið sem byggir á ferðaþjónustu. Þar er Töfragarðurinn og Drauga og álfasafn svo eitthvað sé nefnt og á báðum stöðum eru eftirtektaverðir veitingastaðir og ekki má gleima Húsinu með stórum staf og Sjóminjasafninu á Bakkanum.
Þorpin sjálf eru þó mesta aðdráttaraflið, gömlu húsin, sjóvarnargarðurinn, fjaran og brimið og þennan vísir að ferðamannaiðnaði þarf að hlúa að og byggja undir. Það sem hér þarf að rísa er ferðamannamiðstöð þar sem ferðafólk getur haft athvarf, hreinlætisaðstöðu og fengið upplýsingar um það sem þorpin hafa upp á að bjóða, merkja gönguleiðir og sögulega staði annara en Hússins og Þuriðarbúðar sem nú þegar eru gerð góð skil og mætti nefna þar til Sandvarnargarðinn, höfnina fornu, sjógarðinn og þau hús sem hafa sögulega tilvísun ásamt helstu örnefnum á gönguleiðum og stígunum sem var eitt sinn lofað. Nú mættu forsvarsmenn sveitarfélagsinns líta upp frá þungbæru miðbæjarskipulagi Selfoss litla stund og koma að þessu máli og hrinda í framkvæmd.
16.06.2007 00:10
Hagnast á hlýnun!
Það er ekki alveg samkvæmt ritgerð Al Gore's, að hlýnun jarðar hafi mögulega nokkra kosti.
Það gæti nú samt verið bærilegra að búa á norðlægum slóðum svo sem á Íslandi í framtíðinni ef hlýnunin heldur áfram sem horfir. Til dæmis yrði nánast óþarfi að hafa áhyggjur af því að snjótittlingar hafi ekki nóg að borða yfir blá veturinn. Nytjaskógrækt gæti orðið arðbær atvinnugrein hér á landi og landbúnaðarhéruðin munu blómstra í gróskumikilli akuryrkju út við heimskautsbaug, þá gæti Akureyri haft sitt nafn með rentu.
Kostnaður við húshitun mun minka jafnt og þétt og snjómokstur gæti heyrt sögunni til eftir nokkur ár og við íslendingar getum hætt að nota nagladekk og sparað okkur og þjóðarbúinu stórfé og um leið dregið úr svifriksmengun.
Flutningaskip geta bráðum siglt skemri leið milli Atlantshafs og Kyrrahafs og sparað tíma, peninga og eldsneyti öllum til hagsbóta og dregið þannig úr mengun. Á Íslandi sem yrði þá í alfaraleið væri hægt að setja á fót risastóra miðlunarhöfn fyrir vörur sem mundi skapa mikla atvinnu.
Það væri hinsvegar verra ef stjórnmálamönnum dytti í hug að hirða þennan hagnað almennings með einhverskonar hlýnunarsköttum.
24.04.2007 11:42
Vinsælt útivistarsvæði
Ströndin nýtur vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði hjá ungum sem öldnum,heimamönnum sem öðrum lengra að komna, enda einstök náttúruperla á margvíslegan hátt. Þar má nefna hin sérstæða skerjagarð þakinn þara og þangi,myndaðan af 8.700 ára gamla Þjórsárhrauni sem er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk. Það rann í sjó fram, og er hraunjaðarinn nú marbakki undan Stokkseyri og Eyrarbakka, um 140 km frá eldstöðvunum,þar sem hver klettur á nú sitt örnefni. Fjölskrúðugt fuglalíf þrífst í fjörunni árið um kring. Seli má oft sjá kúra á skerjunum og svo að sjálfsögðu heillar brimið sem getur oft orðið stórkostlegt á að líta. Nú þegar vorar bætast svo hin ýmsu fjörugrös,söl og fjöruarfi í þessa undraverðu flóru.
06.04.2007 14:23
Helikopter lendir á Bakkanum.
Sjá einnig Stjörnur á ferð í Hveragerði
17.10.2006 13:59
Ekið í loftinu!
það er nokkuð undantekningarlaust að stundaður sé kappakstur á Eyrarbakkavegi (frá Þorlákshöfn á Selfoss) í morgunsárið meðal framhaldsskóla unglinga á leið í skólann . Í morgun lá við stórslysi af þessum völdum er þrír "kappakstursbílar" á fljúgandi ferð tóku í senn fram úr bíl gegn umferð á móti. Tveir fremstu "kappakstursbílarnir" komust klakklaust fram úr en þriðji bíllinn lenti í dauðagildru við hlið aftasta bílsinns. það var einungis bílstjóra aftasta bílsinns að þakka að ekki fór illa, sem nauðhemlaði til að opna gat fyrir þriðja kappakstursbílinn. Sá lét sér nú ekki segjast þrátt fyrir að hafa skapað stór hættu í umferðinni og sloppið á ystu nöf. Hélt bara kappakstrinum áfram eins og ekkert hefði í skorist með tilheyrandi framúrkeyrslum.
11.06.2006 13:25
Vinir Útlagans!
Rakst á þessa snildar búninga á Flúðum. En þar gengur annarhver maður svona til fara eftir kl 8 á kvöldin með kjörorðinu "Vinir Útlagans-Allir fyrir einn"
16.05.2006 08:10
krían kominn!
Krían er kominn á Bakkann síðust farfugla. Einnig sást til fyrstu túrhestanna renna niður þjóðveginn á reiðhjólunum sínum og má því segja að sumarið sé komið.
09.05.2006 12:59
Miðjarðarhafsloftslag á Eyrarbakka
Sólargeislarnir stinga sér niður á Bakkann sem iðar af lífi og framkvæmdargleði enda eru að koma kosningar og bæjaryfirvöld eru því í óða önnað standsetja lóðir undir nýbyggingar framtíðarinnar, og á meðan menn eru í óða önn að byggja hús í blíðunni, þvær þvær brimið hin skreypu sker í hita yfir 20°C.
Margir hafa undrast blámóðuna sem hylur mönnum fjallasýn,en það ku vera mengun af völdum kolareyks frá Póllandi og skógareldum í Noregi. Í mollunni má jafnvel finna angan af brennandi birkitrjám.
Í býtið á fimmtudagsmorgun verður fjallað um Eyrarbakka í þættinum "Í býtið" á stöð 2. Ekki missa af því.