Flokkur: Fuglalíf
26.04.2008 22:36
Grænfinkur í heimsókn.
Grænfinka er þekktur flækingsfugl hér á landi. Fuglinn er á stærð við snjótittling með áberandi olífugrænan lit.
02.03.2008 13:38
Fuglinn í fjörunni
Nú er að lifna yfir fjörunni og fuglunum fjölgar ört. Komnar eru álftir, æðarfuglar og máfar, einkum eru það hópar sílamáfa og bendir það til þess að loðna sé skamt undan, enda var loðnuskip að lóða alveg upp í fjörusteinum í morgun.
Snjókoma og skafrenningur í dag og dálítið frost. Lítið brim um þessar mundir.
04.02.2008 13:28
Gefum fuglunum.
Nú er frost á Fróni og harðfenni víða svo nú hefur harðnað á dalnum hjá smáfuglunum. Þeir eiga erfitt með að afla fæðu af sjálfsdáðum í þessari tíð og lítið er um vatn þar sem lækir og tjarnir eru frosnar. þeir flögra nú á milli húsþaka í von um að einhver kasti fyrir þá korni eða brauðmylsnu. það er ekki mikið mál að gaukla einhverju að þeim svona rétt á milli þess sem við mannfólkið hámum í okkur bollurnar.
Í hádeginu var N 3 m/s á Bakkanum og skýjað en gott skygni. Sjólítið. Frost -7,0°C. Það þykknar upp með kvöldinu, segir spáin og á morgun má búast við NV 10 m/s -2°C frosti og e.t.v. lítilsháttar úrkomu. það horfir til hlýinda um næstu helgi og jafnvel lýkur á stormi segir sjálfvirka véfréttin.síbreytilega.
23.01.2008 10:21
Lítið fuglalíf.
Sjá nánar fuglatalningarsíðu.
Í þorpinu sveima smáfuglarnir og bíða eftir brauði, því snjór er nú yfir öllu.
Veðrið í dag:V 3 m/s Snjókoma Skyggni 11 km Talsverður sjór -2,2°C
24.08.2007 11:27
Krían heldur senn suður
Bakka-Krían heldur nú á brott eftir sólríkt sumar, en þrátt fyrir veðursæld hefur ríkt hálfgert hallæri í kríuheimi,enda átt við fæðuskort að etja eins og undangengin tvö til þrjú ár vegna skorts á sandsíli og því viðbúið að viðkomubrestur hefur orðið þetta sumarið. Líklega mun þetta ástand vara einhver næstu ár á meðan sjávarhiti er ío hæstu hæðum. Krían á nú langa ferð fyrir höndum eða vængjum öllu heldur, þar sem hún flýgur alla leið til Suðurskautsins.
sjá líka: http://fuglatalningar.sudurkot.com/talningagrofEy.html#EyrMafar
15.05.2007 09:02
Krían komin á Bakkann.
Krían er einn af þekktari fuglum landsins og snemma í morgun sáust nokkrar kríur á flugi yfir Eyrarbakka og eru nú farnar að helga sér varpstöðvar. Hefur hún þá lagt að baki langt og strangt flug, jafnvel alveg frá Suðurheimsskautinu. Krían verpir tveim til þrem eggjum í efnislítið hreiður sem ekki er oft meira en smá dæld. Eggin eru brúnleit með dökkum dílum. Kríur verpa í stórum hópum (kríuvörpum) og þeir sem leggja leið sína um þau á varptíma eiga oft fótum sínum fjör að launa því að krían er þekkt fyrir að sækja hart og óvægið að þeim sem gera sig líklegan til að ógna hreiðri hennar. Lætur hún sig ekki muna um að gogga hressilega í höfuð fólks. Krían lifir aðalega á því sem er að hafa í sjó eða vatni, þá mest á sílum en einnig skordýrum. Illa hefur horft með sandsílisstofnin undanfarin tvö ár sem er aðalfæða kríunar en líkur eru á að sandsílið hafi nú náð sér á strik og því minni líkur á að varp kríunar misfarist eins og í fyrra.
Krían yfirgefur síðan landið á haustin og heldur þá aftur af stað suður á bóginn, allt til suðurskautsins.
27.03.2007 20:40
Lóan kom með vorið.
Í muggunni í dag mátti sjá nýkomna Tjalda spóka sig undir Bakkahlöðum og létu ekki smá él aftra sér í ætisleit enda víst að sársvangir séu eftir langt flug.
mbl.is/Jóhann Óli Hilmarsson
Vorboðinn ljúfi sást líka,en það var Jóhann Óli Hilmarsson sem náði þessari mynd af henni. En auk Lóu og Tjalds mátti sjá sendlingahópa á vappi svo og allmarga máfategundir. Nú bíða sennilega flestir fuglaskoðarar spentir eftir að fyrsti Spóinn og Hrossagaukurinn gefi sig fram.
16.05.2006 08:10
krían kominn!
Krían er kominn á Bakkann síðust farfugla. Einnig sást til fyrstu túrhestanna renna niður þjóðveginn á reiðhjólunum sínum og má því segja að sumarið sé komið.
- 1
- 2