Flokkur: Brimfréttir
06.01.2013 00:31
Brim á Bakkanum
22.07.2012 22:50
Brim
09.02.2012 23:11
Brim á Bakkanum
"Við horfum á brimið, er brýtur við sundin,og brotsjói ólgandi verja þau hlið" Brimveðráttan er afar tíð á Bakkanum á þessum árstíma og hefur svo verið að undanförnu með sinni alþekktu drunsinfóníu.
08.10.2011 20:11
Það brimar við bölklett
Það brast á SA stormur um stund snemma í morgun þegar meðalvindhraði fór í 22 m/s, versta vinhviðan var 28.7 m/s á veðurathugunarstöðinni. Mikil rigning fylgdi veðrinu, en kl. 9 í morgun voru mældir 14 mm og nú hafa 9 mm bæst við í dag. Nú er strekkingsvindur og hefur færst til suðvestanáttar með brimgangi.
23.09.2010 22:34
Haust
þegar síðdegis skúrirnar liðu hjá og sólin tók að skína að nýju, myndaði hún þennan fallega regnboga eins og geislabaug yfir sjóminjasafninu. Þrátt fyrir glaða sól og þá einkum í gær hefur hitinn aðeins náð 11 gráðum, enda er nú komið haust samkvæmt almanakinu því í dag er haustjafndægur. Hér er hægt að fræðast nánar um árstíðirnar.
Utan við brimgarðinn geystist björgunar hraðbáturinn í átt til lands. Nú er stórstreymt á fullu haust tunglinu og dálítið tekið að brima að nýju eftir nokkurt hlé, einkum vestan til. Búast má við að brimið vari fram yfir helgi.
04.09.2010 16:58
Öskudagar
Töluvert öskurok hefur gengið hér yfir öðru hvoru síðan í gær, en stíf austanáttin ber þennan ófögnuð yfir suðvesturlandið. Ekkert hefur sést til fjalla vegna ryksins, sem sest svo á bíla og annað sem fyrir verður með rigningaskúrm. Við höfum verið laus við þetta að mestu í sumar, en búast má við að þetta vandamál vari fram að fyrstu snjóum.
Það hefur brimað á Bakkanum síðustu daga og verður svo fram yfir hegina a.m.k.
30.08.2010 10:40
Bakkabrims að vænta
Nú er spáð bakkabrimi á fimmtudag og er gert ráð fyrir allt að 3 m háum öldum og að aflið verði mest um hádegi á fimmtudaginn, en þá munu öldurnar stefna beint að landi. Það er stormurinn"Danielle" sem mun valda þessum öldugangi, en hann er nú 1. stigs fellibylur norðan 51°W. Þá er gert ráð fyrir stífri suðaustanátt, en að öðru leiti kemur stormurinn lítt við sögu hjá okkur, nema hvað þessu fylgja töluverð hlýindi, eða 17-18°C.
27.08.2010 15:27
Brim í næstu viku
Búast má við allnokru brimi í næstu viku. Það byrjar að brima á þriðjudag og verður svo vaxandi fram í vikuna, einkum miðvikudag og fimmtudag. Þá er gert ráð fyrir djúpri lægð suður af Hvarfi sem kemur til með að valda fyrsta haustbriminu. Gera má ráð fyrir 2.5m öldum við brimgarðinn síðdegis á miðvikudag.
Í morgun var ládauður sjór og "sjóreykur". Sjóreykur myndast þegar köld Ölfusáin blandast hlýjum sjónum út og austur með Ölfusárósum. Svalt var í morgunsárið og frost mældist á Þingvöllum.
15.02.2010 22:09
Rok & Rúll
Hvítfext brimaldan berst á móti norðan bálinu sem dunið hefur yfir okkur síðasta sólarhringinn. Þrátt fyrir kuldabola má þó alltaf njóta fegurðinnar sem vindarnir móta í hafflötinn.
09.01.2010 14:18
Hlýindi
Samfelldum frostakafla frá því fyrir jól er nú lokið og kominn 6 stiga hiti með suðlægum áttum og súld. Jörð er nú alauð og brimið svarrar útifyrir. Kuldaboli leikur hinsvegar enn um norðurlönd og var t.d. -40,5°C í norður Noregi á dögunum og hefur aldrei áður mælst þvílíkt frost á þeim slóðum.
Mesti hiti sem mælst hefur á Eyrarbakka á þessum degi var 7,8°C 1973. Hlýjasti janúardagur var þann 12. 1985 þegar mældist 8,5°C.
Á þessum degi: 1799 Aldamótaflóðið mikla eða Básendaflóðið svokallaða. 1990 Stormflóðið, en þá gekk mikill sjór inn á suðurströndina í kjölfar ofsaveðurs sem þá gekk yfir landið og urðu þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti í þessum hamförum veðurofsans þegar ein dýpsta lægð sem mælst hefur á síðustu áratugum rann upp að suðurströndinni. Þá má geta þess að á háflóði 10 janúar árið 2000 gekk mikið sjóveður yfir á Eyrarbakka og Stokkseyri.
09.12.2009 23:16
þrjátíu ár frá endurvígslu Eyrarbakkakirkju
þennan dag 1979 var Eyrarbakkakirkja endurvígð eftir gagngerar endurbætur. Kirkjan var upphaflega vígð í desember 1890 eða fyrir 119 árum. Hún var teiknuð af Jóhanni Fr. Jónssyni og hófst bygging hennar árið 1886 og var yfirsmiður hennar Jón Þórhallson snikkari.( Jón sigldi síðan vestur um haf.) Bygging Eyrarbakkakirkju var að mestu kostuð af gjafafé og samskotum. Áður höfðu Eyrbekkingar átt sókn í Stokkseyrarkirkju.
Í dag var talsvert brim á Bakkanum. Dagsmet 7.7 °C frá 1987 var jafnað í nótt leið.
14.09.2009 23:08
Silfurgrár er september
Með súld og brimasöng í dag. Það gekk á með hvössum vindhviðum og skúraleiðingum um hádegið og náði ein hviða stormstyrk, eða yfir 20 m/s, en þessu leiðindaveðri veldur lægð milli Íslands og Grænlands. Önnur lægð er að búa sig undir heimsókn, en hún er nú yfir Nýfundnalandi og ansi myndarleg og með nóg af rigningu.
Á þessum degi: 1957 Plastiðjan H/F tók til starfa á Eyrarbakka.
12.09.2009 21:40
Fólk og fénaður
Það voru víða réttir í dag og hvorki fólk né fé létu á sig fá þó súldin slæddist yfir öðru hvoru. Hér eru þeir bræður Hákon og Jói í Tungnaréttum , en þar hefur fé fjölgað hin síðustu ár því ekki er ýkja langt síðan mest allt fé Tungnamanna var skorið niður vegna riðu.
Á Bakkanum hefur brimið tekið völdin síðustu daga og hefur það færst heldur í aukana, enda má nú heyra brimsifoníuna leikna af mikilli list þeirra ægis dætra.
Á þessum degi: 2007 var mesta úrkoma sem mælst hefur hér í september, 75 mm.
29.08.2009 18:17
Brimdagatal
Mestu brimmánuðir ársins eru des,jan,febr, en minstu júlí og ágúst.
Árstíðasveiflan: dagafjöldi
mán
B 0, 1 og 2
B 3
B 4, 5 og 6
jan
11
14
6,25
feb
11
13
4,5
mar
17
11
3,25
apr
19
9
2
maí
25
5
1
jún
25
4
1
júl
28
3
0,5
ágú
28
2
0,5
sep
19
8
2,5
okt
19
9
2,5
nóv
15
11
4
des
13
13
5
alls
230
102
33
Þennan dag: 1967 Loftpúðaskip fer upp Ölfusá. 1983 Ömmubær rifinn.