14.07.2025 20:57

Veðráttan

 

Einstaklega hlýtt var á landinu í dag og hitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Hæsti hiti dagsins mældist á Hjarðarlandi, þar sem hitinn fór í 29,5°C. Á Eyrarbakka sýndu veðurathuganir veðurstofunnar 25,7°C kl 14 en á óopinberum hitamæli fór hitinn í 28°C skömmu fyrir hádegi í forsælu. Ekkert bólaði á hafgolunni fyrr en seint síðdegis og var það vel kærkomið. Afleiðingar hitabylgjunar eru helst tilmæli bæjaryfirvalda til íbúa um að spara vatn og forðast vökvun gróðurs og garða. Einnig var varað við bikblæðingum á Eyrarbakkavegi. Vatnslaust var um tíma á Bakkanum í morgun en ekki er vitað um ástæður.

Flettingar í dag: 701
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 519
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 514939
Samtals gestir: 49185
Tölur uppfærðar: 15.7.2025 23:59:54